Tíminn - 04.11.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.11.1994, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 4. nóvember 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tfmamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavfk Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Fásinna að loka sjúkrahúsum Almannatryggingar og heilbrigðiskerfib á íslandi er greitt af þjóðinni allri og það er almenn skoðun að það sé sjálfsagt að ríkið og ríkisstofnanir fái ríf- legar fjárveitingar til að standa undir kostnaði við heilsugæslu og ab almannatryggingar séu svo virk- ar og öflugar, að hver einasti þjóðfélagsþegn búi við lágmarksöryggi þegar á bjátar um heilsufarið. Heilbrigðiskerfið verður aldrei alfullkomið fremur en önnur mannanna verk, en svo miklir fjármunir eru lagðir til þess, að eðlilegt er að kröfurnar um að það standi undir þeim væntingum, sem til þess eru garðar, fái staðist. Oft á ári truflast starfsemi stærstu sjúkrahúsanna vegna kjaradeilna og verkfalla. Þar að auki er deild- um lokað í lengri eba skemmri tíma og veldur allt þetta slíkri röskun í heilbrigðiskerfinu að vart verð- ur við unað. Síðast eru það sjúkraliöar sem boða til verkfalls til að knýja á um betri kjör. Vonandi kemur ekki til verkfalls, en stjórnir sjúkrahúsa eru farnar að búa sig undir vinnustöðvun með hefðbundnum að- gerðum. Þá verður deildum lokað og nýir sjúkling- ar ekki teknir inn nema í neyðartilfellum. Á sumrum er svo og svo mörgum deildum stóru sjúkrahúsanna lokað um lengri eða skemmri tíma og er sumarleyfum og fjárskorti borið við. Ef alltaf er hægt að loka heilu deildum spítalanna, þegar svo ber undir, hlýtur þjónusta við sjúka að skerðast verulega. En kannski er það spurning sem aldrei er svarað, hvort sjúkrahúsin séu orðin of mörg eða of stór. Þessar sífelldu og hvimleiðu lokanir hljóta annað tveggja að koma illa nibur á heilbrigði þjóð- arinnar eða að byggingarframkvæmdir spítalanna séu komnar úr hófi fram, sem sagt, er hlaupin of- fjárfesting í heilbrigbisþjónustuna? Þessu reyna stjórnendur heilbrigðismála ekki að svara. Þab er fleira sem gæti bent í þá átt, eins og það hve hátæknisjúkrahúsin eru illa nýtt. Góð kunnátta lækna og hjúkrunarfólks og rándýr tæki nýtast ekki sem skyldi, vegna þess að þau eru ekki nýtt nema hluta úr sólarhring nokkra daga vikunnar. Kjaradeilur innan heilbrigðisstéttanna eru algeng- ar og stafa t.d. af því hve mismunur á kjörum er gríöarlegur. Stéttirnar bera sig saman hver við aðra og er árangurinn sá að alltaf er verið að skipta sömu kökunni upp á nýtt. Ríkisvaldið og stjórnir sjúkrahúsanna hljóta að reyna að finna lausnir, til að koma í veg fyrir hinar hvimleiðu lokanir deilda. Það eru fyrst og síðast sjúklingar, sem þurfa á hjálp og umönnun að halda, sem verst verða úti í kjaradeilum innan heil- brigðisstétta. Svo miklu fé ver þjóðin til heilbrigðismála, að hún hlýtur að eiga kröfu á að yfirstjórn þeirra sjái svo um að heilbrigöiskerfið veiti þá þjónustu sem því ber. Allir eiga að hafa greiöan aðgang ab spítöl- um, og það er fásinna að heilu deildunum sé lokað um lengri eða skemmri tíma. Borgarstjóraleiga á svörtu Húsnœöishlunnindi leigjendanna í Laugar- dal og Elliöaárdal: Ekki tilkynnt til skattayfir- valda Tíminn birti í gær litla, en at- hyglisveröa frétt um leigubrask á vegum embættis borgarstjór- ans í Reykjavík. Er um aö ræöa framhald á máli sem var mikiö í umræöunni í síöustu viku, þeg- ar í ljós kom aö núverandi borg- arstjóri taldi sig þurfa aö fá sam- antekt yfir leigusölu embættis- ins á síðustu dögum Árna í emb- ætti borgarstjóra. Ekki er ástæöa til að rekja þetta mál í einstökum atriðum, en þó er rétt aö rifja upp viöbrögð fyrrverandi borgarstjóra og nú- verandi oddvita stjórnarand- stööu sjálfstæðismanna í borg- inni. Árni Sigfússon taldi þetta mál ekkert leyndarmál, þvert á móti hafi verið ástæöulaust með öllu aö vekja máls á því og gera það aö opinberu umræðu- efni. Oddviti sjálfstæöismanna í borginni var meira aö segja tals- vert hortugur í þessu máli og gaf í skyn aö Ingibjörg Sólrún beitti fyrir sig lágkúru með því aö ræöa þetta mál. Árni fær blíðari mebhöndlun en Gubmundur Arni Nú er upplýst aö Árni Sigfússon hafi gert eina fimm samninga um sérstök fríðindi viö húsa- leigu og þar af virðast tveir þeirra í þaö minnsta hafa veriö gerðir á „svörtu", þ.e. framhjá þeim eölilegu reglum um skatt- skil, sem kveöiö er á um í lög- um. Mál Guðmundar Árna úr Hafn- arfiröi hafa mikið verið í sviðs- Ijósinu og Garri fór aö hugsa um það í gær, hvernig frétta- deildir fjölmiöla heföu tekið á þessu máli, ef þaö heföi veriö Guðmundur Árni en ekki Árni, sem staðið hefði í þessum leigu- málum. Er e.t.v. hugsanlegt að menn stilltu málinu þannig upp aö Árni Sigfússon, fyrrum borgarstjóri, heföi leigt íbúð í eigu borgarinnar á svörtu dag- inn fyrir kosningar. Þá yrði at- hyglinni beint aö því að Árni GARRI Sigfússon ráðstafar leiguíbúðum í eigu borgarinnar upp á sitt einsdæmi, algjörlega utan \dö venjulegar boöleiöir borgarkerf- isins. Á meðan slíkt er gert, fara slíkir leigusamningar ekki inn í kerfið og þá eru heldur ekki gerö eðlileg skil á þessari ráðstöfun til skattayfirvalda, þannig aö þau hlunnindi, sem skjólstæö- ingar borgarstjórans njóta, koma ekki til skatts. í daglegu tali er talað um slíkt sem leigu á svörtu. Þaö, að borgarstjórinn sjálfur skuli veröa uppvís að því aö flækjast í undanskot frá skatti, er embættisfærsla sem víðast hvar myndi teljast stór- kostlega ámælisverð. Þib líka, Davíb og Markús Árni getur vissulega bent á þaö sér til málsbóta aö fyrirrennarar hans í starfi, þeir Markús Örn og Davíð Oddsson, eru á nákvæm- lega sama báti hvað þetta varö- ar. En'skiptir máli, þó syndar- arnir séu fleiri? Sannleikurinn er sá, aö bæöi fjölmiðlar og al- menningur eru fúsir að fyrirgefa yfirsjónir. En ef yfirsjónirnar verða mjög margar, kerfis- bundnar og alltaf hjá sama að- . ila, kemur aö því að menn tala um spillingu. Enn nýtur Árni þess umfram Guðmund Árna aö hafa ekki eins langan ávirðinga- lista. Árni Sigfússon er því að storka örlögunum meö hroka- fullum viðbrögöum við eðlileg- um athugasemdum nýs meiri- hluta við leigumiðlun hans. Upplýsingar um að hlunnindi samkvæmt samningum Árna Sigfússonar og forvera hans Markúsar og Davíös hafi ekki verið gefin upp til skatts eins og lög kveða á um, sýna svo ekki verður um villst að borgarstjór- ar Sjálfstæðisflokksins hafa ver- ið að ráðstafa eignum borgar- innar utan við og óháð eðlilegri stjórnsýslu borgarkerfisins, því borgarkerfið sendir út launa- og hlunnindamiða fyrir það sem fer eðlilegar boðleiðir í kerfinu. Augljóslega var mál til komið að taka í taumana. Garri A göngu við tjörnina Ég á því láni að fagna að geta gengið á vinnustað ef mér sýn- ist svo. Vestan úr bæ þar sem ég bý og niður í miðbæ er um tutt- ugu mínútna gangur. Það er upplyfting og gott fyrir líkama og sál að ganga þessa leið. Hún liggur um hjarta miðbæjarins meðfram tjörninni um göngu- stíga sem lagðir hafa verið á tjarnarbakkanum. Það fer ekki hjá því að á þessari göngu ber margt fyrir augu. í góðu veðri á dögunum gekk ég fram hjá ráöherrabústaðnum. Hann er notaður fyrir veislu- höld ríkisstjórnar og móttökur hverju sinni, en er nú í gagn- gerðri endumýjun. Mér er kunnugt um að sú endurnýjun kostar morð fjár. Um 70 millj- ónir króna fara í að endurgera þetta hús og umhverfi þess. Þetta eru svo miklir peningar að mér er spurn: Hvernig verður umhorfs þar inni þegar verkinu er lokið, og varið hefur verið verði um 6 einbýlishúsa til þess? Endurbygging gamalla húsa er afar dýr, en þrátt fyrir það ber að varðveita menningararfinn í byggingum. Hins vegar er þaö mikil nauðsyn að raða slíkum málum í forgangsröð og reyna að vinna slík verk á hagkvæman hátt, því aö ekki eru til ótak- markaðir fjármunir hvorki í þetta né annaö. ✓ Olafur steyptur í eir Fyrir framan ráðherrabústaðinn er stytta af Ólafi Thors og horfir karlinn yfir tjörnina að villu föður síns sem stendur við Frí- kirkjuveginn, mikið hús og veg- legt. Ólafur er steyptur í eir og stendur keikur og háleitur á grasbalanum með hendur í vestisvösunum. Þannig hefur borgarastéttin í landinu viljaö hafa sína menn. Ég er alinn upp á pólitísku heimili og Ólafur Thors var ekki minn maður. Rámar í að hafa heyrt í honum í útvarpi á yngri ámm. Ég hef hins vegar heyrt að hann hafi verið kaldur karl í pólitík og kjaftfor og hefði áreiðanlega passað vel í sjón- varpsstjórnmál samtímans. Gamli maburinn meb braubib Næst kem ég að bekk sem er á tjarnarbakkanum og þar situr gamall maður í góða veðrinu. Hann er lotinn í heröum og á honum er heldur dapurlegt yfir- bragð. Hann er mikil andstæða við hina miklu styttu í nokkurra metra fjarlægð. Við hlið hans á bekknum er brauð sem hann rífur af og gefur öndunum á tjörninni, sem kunna vel ab meta þessa veislu. Þær synda fyrir framan hann í hóp í góöa veðrinu og þiggja molana með þökkum. Ég geng fram hjá, en einhvern veginn get ég ekki hætt strax aö hugsa um þennan gamla mann. Það sló mig einhvern veginn svo að hann gæti verið ein- mana. Var ferð hans niður að tjörn með brauðið til þess aö hafa samband við einhverja lif- andi veru, þótt það væru aðeins endurnar á tjörninni? Hvað eru margir í borginni sem svo er ástatt um að þeir eru einmana og vinalausir? Ég verst ekki þess- um dapurlegu hugsunum á göngu minni um tjarnarbakk- ann fram hjá ráðhúsinu mikla. Hversu margir ganga áfram sinn veg án þess að hugleiða hvað leynist undir yfirborði borgar- lífsins. Það getur verið mis- kunnarlaust. Nú berast fréttir um að fátækt og umkomuleysi fari vaxandi. Þeim, sem betur mega sín, ber skylda til að huga að slíku. Á göngunni við tjörn- ina blasir vib ríkidæmi í húsum og umhverfi. Vib erum ekki fá- tæk þjóð. Það er skipting kö- kunnar sem verður að huga að. Ganga mín meðfram tjörninni endar innan við þykka veggi Al- þingishússins. Þaö er mikil nauðsyn að þangaö inn berist hið raunverulega ástand í þjóð- félaginu. Hvorki þingmenn né aðrir þjóðfélagsþegnar mega gleyma fólkinu vegna glæstra áforma um mannvirkjagerð. Velferð þess hlýtur að vera í fyr- irrúmi. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.