Tíminn - 04.11.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.11.1994, Blaðsíða 9
Föstudagur 4. nóvember 1994 9 Sök bítur peö Harla oft lýstur þeirri spum niöur í huga mér, hvort fámenniö geri okk- ur íslendingum ekki stundum óþarflega erfitt um vik að hugsa hlutina í eðlilegu samhengi. Þegar eitthvað það skýst upp á yfirborðið, sem er ef til vill ööruvísi en það ætti að vera, þá er það ævinlega svo, að afstaða fólks mótast af kunnings- skap, ættartengslum eða flokks- böndum ef ekki vill betur til. Sé t.d. einhver flokksbundinn maður grunaður um glannalega meðferð opinberra fjármuna, þá getur sá hinn sami treyst því að flokksfélag- ar hans verji hann með oddi og egg. Á sama hátt má hann bóka það, að pólitískir andstæðingar telji hann hinn versta skálk og mundu senni- lega festa hann upp á gálga, ef slík- ar aðfarir væru ekki komnar úr tísku hér um slóðir. Sem er eins gott, annar eins náfnykur og bærist að vitum manns, ef allir þeir ættu að dingla sem almannarómur hefur dæmt, ýmist með réttu eða röngu. Nýjasta dæmiö í þessum dúr er les- endabréf, sem birtist í Mogganum á sunnudaginn. Þar skeiðar Bryndís Schram utanríkisráðherrafrú fram á ritvöllinn til vamar flokksbróður SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON sínum og fyrrum nemanda, Arnóri Benónýssyni. Eins og alþjóð er kunnugt, entist Guðmundi Árna Stefánssyni, þáverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði, hugmyndaflug til ab gera Arnór að framkvæmdastjóra Listahátíðar Hafnarfjarðar. Ýmsum þótti þetta nokkuð vel af sér vikiö, en það er önnur saga. En sem sagt, ráðherrafrúin hefur gert Amór að skjólstæðingi sínum og freistar þess þarafleiðandi aö verja æru hans. Auðvitað ber þetta vott um snoturt hjartalag frúarinn- ar og ber að meta það að verðleik- um. Hitt er öilu lakara, hvaða „rök- um" hún beitir til að sanna sakleysi Arnórs. Hún fullyrðir t.d. að kenn- arar geti „jafnvel séð fram í tímann, séð þau örlög, sem spinnast um Uppákomur í enda ís- lenskrar viku á Selfossi Mikið verbur um ab vera á Sel- fossi á morgun, laugardag, í til- efni Ioka svonefndrar íslenskrar viku, sem verib hefur á stabnum síbustu daga. Fjölmargar uppá- komur af léttara taginu verba á stabnum þennan dag. Meðal þess, sem til gamans veröur gert þennan dag á Selfossi, er að Gunnar Egilsson torfærukappi mun keyra yfir gamla bíla, björgunar- sveitarmenn sýna bjargsig utan á Vöruhúsi KÁ, skothraði handknatt- leiksmanna Selfossliðsins verður mældur og í verslunum KÁ og Hafn- ar-Þríhyrnings syngur Samkór Sel- foss. Auk þessa verða tæki björgun- arsveitar og slökkviliðs staðarins til sýnis, svo 0£ nokkrir fombílar í eigu bæjarbúa. A Hótel Selfoss er kaffi- hlaðborð og í Kaffi-Krús sýning á verkum ungra listamanna á stabn- um. Flestar vöruverslanir á Selfossi eru opnar til kl. 18 og í matvörubúðum eru kynningar og hagstæð kjör á ýmsum matvörum, framleiddum á staðnum. -SBS, Selfossi hvern og einn". (Hér er átt við nem- endur viðkomandi kennara). Ja, þab fer ekki milli mála, að sumir kennarar láta sér ekki nægja að renna augum yfir kladdann og próf- verkefnin. Eins telur Bryndís Arnóri það sér- staklega til tekna að vera Þingeying- ur og hafa á menntaskólaárum sín- um talað fegurra mál „en nokkur okkar hinna", svo vitnað sé orðrétt í umrætt lesendabréf. Ég þarf að vísu aö fara hálfa aðra öld aftur í tímann til að geta rakið ættir mínar til kynhreinna Þingeyinga, en þakka þó fyrir hönd hlutaðeigandi. Hvab varðar hið fagra tungutak Amórs Benónýssonar, þá hygg ég að nokkuð sé það í hæpnara lagi aö tengja það við fjárreiður Listahátíð- ar Hafnarfjarðar, h.f. eða ekki h.f. í lok bréfsins segir Bryndís orðrétt: „Nei, Amór er ekki þjófur, ekki frek- ar en ég. Þjófseðli er ekki til í þess- um dreng". Svo mörg voru þau orð. Tilefni bréfs Bryndísar er, aö henn- ar sögn, viðtal sem Alþýðublaðið birti við Arnór í síðustu viku. í því kemur fram, að hann telur almenn- ing fyrirfram hafa dæmt sig sem þjóf. Þetta er fullyröing manns sem er undir þungu álagi, svo þungu að hæpib hlýtur ab teljast ab birta vib hann blabaviðtal. Ég hef hvergi séð eða heyrt Arnór sakaban um þjófn- að. Hitt dylst mönnum ekki, aö fjár- reiður Listahátíðar Hafnarfjarðar eru í óreiðu. Arnór hefur sjálfur lýst á hendur sér nokkurri ábyrgö í þeim efnum. Meginábyrgðin hlýtur þó aö hvíla á heröum þeirra, sem með völd fóru í Hafnarfirði þegar lista- hátíðin fór fram. En það sem mestu máli skiptir, á þessu stigi, er þetta: Málið snýst ekki um þjófnað, held- ur rugl. Og því miður eru þess alltof mörg dæmi, aö fjárframlög opin- berra abila til lista og menningar- mála séu handahófskennt og mark- laust rugl, eins og að hluta til virðist vera tilfellið meb þessa blessuðu listahátíð. ■ Landssamband hestamannafélaga, Hestaíþróttasamband Islands og Félag hrossabænda kynna hina árlegu UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNA Hótel Sögu, Súlnasal föstudaginn 11. nóvember 1994 Utnefndir verða: Ræktunarmaður ársins og Iþróttamaður ársins. Skemmtikraftar kvöldsins: Hermann Árnason eftirherma, Jóhann Már Jóhannsson stórtenór og úrvals hagyrðingar af öllu landinu. Ræðumaður kvöldsins: Ellert B. Schram Stjórnandi hestakaupahorns og fjöldasöngs: Jón Sigurbjörnsson Sýndar verða myndir frá landsmótinu á risaskjá Hljómsveitin SAGA KLASS heldur uppi fjöri fram eftir nóttu. Hestaskál, þriggja rétta kvöldverður, skemmtiatriði og dansleikur, allt fyrir aðeins 3.900 kr. Hótel Saga býður sérkjör á gistingu fyrir gesti uppskeruhátíðarinnar. Verið forsjál og pantið tímanlega í síma 29900. < Q Q Hrossabænda Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.