Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 5. nóvember 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Eru sjómenn beitt- ir þrælalögum? Skráning farskipa í eigu íslenskra félaga undir hentifána hefur að vonum lengi verið þyrnir í aug- um sjómanna. Erlendir menn hafa verið skráðir á skipin á mun lakari kjörum en samningar íslensku sjómannafélaganna kveða á um. Þá eru tryggingar og réttindi margs konar ekki með sama hætti og ís- lensk lög kveða á um. Nú er einnig farið að skrá fiskiskip, sem eru alfar- ið í eigu íslendinga, undir hentifána og þá ber svo við að íslenskar áhafnir eru á skipunum, en lúta ekki sömu lögum og samningum og á skipum sem skráð eru á íslandi. Mál þetta er til umræðu á þingi Sjómannasam- bandsins. Var mönnum að vonum heitt í hamsi og var kveðið svo sterkt að orði að áhafnir þessara hentifánaskipa væru undir þrælalögum. Það er illþolandi ástand að íslenskir sjómenn, sem starfa á skipum íslenskra útgerða, þurfi að reka ágreiningsmál, sem upp kunna að koma við útgerðina, fyrir dómstólum í fjarlægum heims- hornum. En sú er reyndin með hentifánaskipin. Kjarasamningar, tryggingar og öryggiskröfur eru ekki samkvæmt íslenskum lögum á þeim skipum sem gerð eru út undir hentifánum. Eins og málum er háttað, geta íslensku sjómannasamtökin ekki gert neitt í þessum málum, þar sem lögsaga skip- anna er einhvers staðar úti í heimi þar sem í gildi eru önnur lög og aðrar kröfur um réttindi og ör- yggismál. Komið hefur til tals að beita hafnbanni á henti- fánaskipin hér á landi, þannig að þau fái ekki nauðsynlega þjónustu til að reka útgerð frá ís- landi. Það ætti að vera óþörf aðgerð, ef útgerðir hentifánaskipanna færu í einu og öllu eftir íslensk- um lögum um ráðningu og öryggi áhafnanna og að sömu samningar giltu og þegar um er að ræða sjómenn á skipum skráðum hér á landi. Þessi mál eru erfið viðureignar, ekki síst vegna þess að sökum veiðitakmarkana og af öðrum ástæðum er mjög sótt í skipsrúm á togurum og öðrum fiskiskipum og eru atvinnulitlir sjómenn tilbúnir að fara í skipsrúm þar sem pláss er laust. Samkvæmt umræðum á þingi Sjómannasam- bandsins notfæra útgerðir hentiskipa þetta og bjóða áhöfnum sínum lakari ráðningarsamninga en gerist á skipum skráðum hérlendis. Störf sjómanna taka sífelldum breytingum af margþættum ástæðum. Vegna veiðitakmarkana á heimaslóð er sótt sífellt lengra á úthafsmið. Frysti- skipum fjölgar og samsetning afla breytist. Vinnan um borð tekur stakkaskiptum og úthaldsdögum fjölgar mikið. Sjómannasamtökin hljóta að ræða þessi mál og er gert, eins og umræðurnar á þinginu núna sýna og sanna. Mörg vandamál bíða úrlausnar, enda verða fæst þeirra leyst í eitt skipti fyrir öll, því sjómanns- starfið er sífelldum breytingum undirorpið. En lögskráning íslenskra áhafna á íslensk skip er sjálfsögð krafa. Þar verða allir að sitja við sama borð og hlíta íslenskum samningum og lögum. Umræðurnar á þingi Sjómannasambands íslands ættu að vera vakning í þá átt. Löggjafarvaldið hlýt- ur síðan að láta málin til sín taka, því það er óhæfa að íslenskir sjómenn telji sig setta undir þrælalög. Vib borgum ekki, við borgum ekki Oddur Ólafsson skrifar Leikskáldib Dario Fo skrifabi leikrit um ítalskt ástaijd, sem sýnt var hér vib miklar vinsældir og heitir Vib borgum ekki, vib borgum ekki. Sprellfjörugt leik- verkib fjallar náttúrlega um þá sem borga ekki og þykir enginn löstur á rábi þeirra. Hér á landi er farsinn um þá sem borga ekki orbinn landlæg- ur og færist sífellt meira fjör í þann leik, eins og hæfir í kóm- edíu meb ítölsku snibi. Ærib eru þeir margir sem borga ekki skattinn. Þar verba opinber- ir sjóbir fyrir 14-16 milljarba tjóni árlega og troba harlekínar og pjerrótar upp á rábstefnum og þingum og tilkynna ab þab sé alveg vobalegt hve stórum upp- hæbum sé stungib undan skatt- inum eba hreinlega stolib af honum. Engir skemmta sér betur á svona skrípaleikjum en skatt- svikararnir og þjófarnir, sem innheimta skatta en skila þeim ekki. Þeir, sem gerbir eru ab fíflum í svona glebileikjum, eru þeir sem borga skattana sína meb kurt og pí og sitja meb súran svip og kópa ofan í tómar buddur sínar. Hörmulegustu persónurnar eru svo þær, sem skattarnir eru hirtir af umsvifalaust meb stabgreibslu og stórbrogubum virbisauka- skatti, sem er þjófunum álíka ör- ugg tekjulind og landssjóbs- ræksninu, sem gegnir því hlut- verki ab vera bæbi féþúfa og skattpyndingartæki. Þeir sem borga ekki og þeir sem borga Sífellt koma fram á svibib ný af- brigbi þeirra hópa sem borga ekki. Þessa stundina eru meb- lagsgreibslur í vanskilum í ljós- bjarmanum, en þar á sú arma skepna Hib opinbera inni um 5 milljarba. Þab eru þeir aurar, sem búib er ab greiba meb börnum einstæbra foreldra í gegnum op- inbera kerfib, en barnsfebur hafa ekki stabib skil á. Hér er um svo háar upphæbir ab ræba hjá mörgum skuldar- anna, ab þab er borin von ab þeir geti nokkru sinni greitt meb börnum sínum. Ýmsu er um kennt, svo sem því ab meblags- greibslurnar séu ákvarbabar of háar af því opinbera, en enginn vill viburkenna ab mæburnar, sem oftast sitja uppi meb kró- ana, fái of mikib í sinn hlut. Er þetta allt í glebileikjastíl. Ab hinu leytinu vorkennir eng- inn þeim, sem tolla í skikkan- legu hjónabandi, ab sjá um framfærslu barna sinna, allra síst þeim sem reka Hótel Mömmu fram á elliár, enda er þaö sjálf- skaparvíti og kemur öörum ekki viö. Ríki og sveitarfélög sjá svo um lausaleiksbörnin mörg og smá, af því ab pabbarnir eru ab leita sér ab nýjum mömmum eöa eru kannski búnir ab finna þær og syngja vib raust: Vib borgum ekki, viö borgum ekki. Fínir pappírar Svo eru þeir sem ekki borga þaö, sem þeir hafa tekiö ab láni hjá peningastofnunum. Undantekn- ingalítib eru þaö stórhuga at- hafnamenn, sem kunna gób skil á peningaslætti, en þekkja ekkert til atvinnufyrirtækja, síst þeirrar gerbar sem þeir slá út á. Allt eru þaö hinir fínustu papp- írar, sem slá stórt og fara meb ar- íuna Vib borgum ekki, viö borg- um ekki, þegar kemur aö skulda- dögum. Lánastofnunum er skítsama, því þær kunna ofureinfalt ráö vib ab ná endum saman, þótt stórskuldarar borgi ekki. Hækka vexti og græöa svo á rangnefn- inu þjónustugjöld, sem er allra meina bót í peningamusterum. Þegar þetta dugir ekki til, slá strákarnir í Seöló ríkiskassann um nokkra milljaröa og fá víkj- andi lán til aö afhenda strákun- um í þjóbbankó víkjandi lán og þeir sem fá svona lán eru afskap- lega lánsamir og syngja allir í kór Viö borgum ekki, viö borgum ekki, enda ekki til þess ætlast. í mestu ærslum gleöileiksins eru svona tiltektir kallabar bjarg- ráb og eru taldar koma atvinnu- vegunum og þjóbinni allri mjög til góöa, enda er hún afskaplega hamingjusöm meö ab lúta svona forsjá í allri sinni hagsæld, sem klappar glebileikurum lof í lófa og greibir þeim stórar fúlgur fyr- ir peningavitib, sem guöirnir færöu þeim í vöggugjöf, — en taliö er aö lítib hafi bæst viö síö- ar á ævi þeirra. Þeir sem ekki geta borgab Einn kaflinn í íslensku útgáf- unni á ítölskum ærslaleik er um þá sem kyrja stefiö „Vib getum ekki borgaö, viö getum ekki borgaö". Þar eru á ferö fórnarlömb einka- eignarstefnunnar í skringileg- heitunum sem ganga undir heit- inu húsnæöismál. Þeir skulda húsbréf og Búsetalán og alls kyns félagslegar veröbætur, og margir námslán sem voru notuö til aö greiöa fyrir nám sem tryggingu fyrir atvinnuleysi. Fjóröungur húsbréfanna eru í langvarandi vanskilum og hlaöa á sig vaxtavöxtum. Því er mætt meö skryngilyröinu greibsluerf- ibleikalán. Þeir, sem verba fyrir því óláni ab fá þá opinberu af- lausn, spræna svo ofboöslega í skóinn sinn ab þeir fljóta uppúr þeim fyrr en varir, og líöur ekki á löngu þar til tveir þriöju þeirra armingja, sem þannig er bjargaö, eru orbnir meiri vanskilamenn en nokkru sinni fyrr og sokknir á bólakaf í skuldafeniö. Ef þessi stóri hópur næbi saman og myndabi kór um stefiö „Viö borgum ekki, vib borgum ekki", myndu tjöldin hrynja yfir helstu skrípaleikara kómidíunnar, því þaö eru takmörk fyrir hve margir komast upp meö aö borga ekki. Þegar marktækur stjórnandi í peningastofnun ýjaöi ab því fyr- ir skemmstu aö ef þeir, sem bera skuldir heimilanna á baki sér, gætu ekki lengur stabiö í skilum, væru lánastofnanir og sjóöir komnir út á hálan ís. Honum var bent á þaö í mestu vinsemd ab hann kynni ekki leikreglurnar og aö svona tal væri ekki viöun- andi í kómedíuhúsinu. Skemmtilegir skrípaleikir hafa tilhneigingu til aö ganga aftur og enn og aftur. Því er von til ab ís- lensku útgáfunni veröi haldiö áfram enn um sinn. Skattsvikar- ar og athafnamenn fara meö sinn góba texta um aö þeir borgi ekki, og einhverjir standa upp á þingum og þylja upphæöir, sem ekki eru greiddar til réttra aöila, og er hlegiö aö þeim. Allt getur þetta gengiö svo lengi sem þeir, sem bera skuldir heim- ilanna, átta sig á aö þeir geta líka fengib hlutverk í leikverkinu og sungiö í kór meb hinum: „Vib borgum ekki, viö borgum ekki." Þá mun tjaldiö líka falla og leik- tjöldin hrynja. En um þaö er bannaö aö tala.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.