Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. nóvember 1994 w fw v Tímamynd CS Mannréttindabrot eöa sanngirnismál? Jón Kristjánsson skrifar Umræður um kjördæmaskipan og kosn- ingarétt hafa nú blossað upp, enda eru kosningar á næsta leiti. Það verður að segja eins og er, að næsta hljótt hefur veriö um málið þangað til nú, þegar nokkrir mánuðir eru til kosninga og framboðsmál komin á fullt skrið. Núverandi kjördæmaskipan er frá árinu 1959, en eftir núverandi kosningalögum hefur verið kosið tvisvar. Það er ljóst að með þær reglur, sem nú eru, ríkir ekki al- menn ánægja. Hitt er gamalt og nýtt átakamál, hvort jafna á atkvæöisréttinn til fulls eða ekki. A5 vita hvab kjósa skal Samkvæmt núverandi kosningalögum er ekki auðvelt fyrir kjósendur að botna í því um hverja er kosiö í einstökum kjör- dæmum. Það er alls óvíst að það fari eftir úrslitum í viðkomandi kjördæmi hvaða þingmenn verða uppbótarmenn, hvað þá í hvaða kjördæmi svokallaður flakkari fer. Þetta er óheppilegt fyrirkomulag og þess vegna ber að finna kosningareglur sem tryggja það að kjósandinn viti til hvers atkvæði hans leiðir. Þetta ætti ekki að þurfa að vera deiluefni. Jöfnun atkvæbisréttarins Það er hins vegar eldfimt deilumál í hve miklum mæli á að jafna atkvæðisréttinn í landinu. Eins og kunnugt er, þá eru fleiri atkvæði bak við hvern þingmann í fjölmennustu kjördæmunum en þeim fámennu, og íbúar Reykjavíkur og Reykjaness telja sig sitja við skaröan hlut. Krafa hefur verið reist um að jafna at- kvæðisréttinn til fulls, annað séu mann- réttindabrot sem ekki séu sæmandi Iýð- ræðisþjóðfélagi. Ein leið til þess að ná þessu marki er að gera landið allt að einu kjördæmi. Einnig hafa verið ræddar þær leiðir að breyta kjördæmaskipaninni annað hvort með því að skipta upp á nýtt í einmenningskjördæmi, eða slá nú- verandi kjördæmum saman að einhverju leyti. Fulltrúar fyrir samfélag Það er alveg ljóst að umræðurnar um þessi mál eru vegna þess að fjölmenniö krefst stærri hlutar í löggjafarsamkom- unni heldur en nú er. Allar breytingar síðustu áratuga hafa miöað í þá átt. Nokkuð almenn samstaða hefur verib um það að leiðrétta beri vægi atkvæða á þann hátt að munurinn sé minni en nú er. Markalínan var dregin við það síðast þegar kosningalögunum var breytt, að tvö samliggjandi kjördæmi, þau fjöl- mennustu í landinu, hefbu ekki meiri- hluta atkvæba á Alþingi. Jafn mörg at- kvæði á bak við hvern þingmann hefðu þessar afleiðingar. Höf- __________ uðborgarsvæðib mundi eitt hafa meirihluta þingmanna og er þar átt við Reykjavík og ná- grenni, án Suðurnesja. Fólkib kýs Mótrökin vib þessu eru þau að þingmenn séu kosnir af fólki og séu fulltrúar þess, en ekki fulltrúar land- svæða. Misjafn atkvæbisréttur sé mann- réttindabrot og óþolandi. Það er rétt að fólkið kýs. Hitt ber að hafa í huga að fólk á ákveðnum landsvæðum myndar með sér samfélag, sem bera hvert sinn svip og hafa sín einkenni og sínar þarfir. Þingmenn eru fulltrúar fyrir samfélagið á viðkomandi landsvæði og það er fólk- ib sem myndar samfélagið. Málið snýst því um fólk. Ég geri ekki lítið úr mannréttindum, síður en svo. Ég geri heldur ekki lítið úr lýðræðislegum rétti fólks. Hins vegar er samhengi lýbræðis og mannréttinda flókib, og mannréttindi felast einnig í því ab tryggja rétt landsvæba, þjóba og minnihluta. Því má ekki gleyma. Það er nú einu sinni svo, að jafn atkvæðisrétt- ur er frekar undantekning en regla í lýö- ræðisríkjum, og þegar búið er að fram- lengja lýðræðið í alþjóðasamstarfi er slíkur jöfnuður óþekktur. Mannréttindi og samfélagiö íslendingar hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun, sem er um heim allan, að fólk flyst frá dreifbýli til þéttbýlis. Skert- ur atkvæðisréttur hefur ekki fælt fólk frá því hérlendis og mikil slagsíða er á dreif- býli og þéttbýli, þar sem meira en helm- ingur þjóðarinnar býr í Reykjavík og byggðarlögum sem eru samgróin borg- inni. Þessi mikla byggð á okkar mæli- kvarba myndar samfélag, íslenskt borg- arsamfélag sem er miðstöð stjórnsýsl- unnar, verslunar og þjónustu, menning- ____________________ arstofnana, háskólamenntunar í landinu. Menn Það eru vissulega mikil mannréttindi OQ fólgin í því að vera í / - _ . nálægð við þennan málefni miðpunkt, enda hefur hann dregið ab sér fólk alla öldina. Sú skoðun er almenn á landsbyggbinni að áhrif í löggjafarsam- komunni komi að nokkru leyti í stab- inn, og ef eigi ab draga úr þeim, þá verði að jafna ýmsan aðstöðumun í landinu jafnframt. Alþjóbasamstarf Jöfn höfðatala bak við fulltrúa einstakra þjóðríkja er algjörlega óþekkt fyrirbrigði í þeim alþjóbasamtökum sem ísland á abild að. Þeir, sem ætla sér að ganga í Evrópubandalagið, tala um þab fullum fetum ab við fáum eitt atkvæði í stjórn- arnefndinni meðan Þýskaland hefur 10 og Svíþjóð 5. í samstarfi Norðurlanda, Nato og Efta og hjá Sameinuðu þjóðun- um hefur aldrei verið minnst á höfða- tölureglu, því ef eitthvað slíkt væri við lýði mundum við hvergi ná að hafa eitt atkvæði, hvab þá meira. Réttur okkar í samstarfi Norðurlanda á sér áreiðanlega enga hliðstæðu. Jöfnun atkvæba oq Fram- sóknarflokkurinn Sá misskilningur kemur oft upp að það sé sérstakt hagsmunamál Framsóknar- flokksins ab hafa misjafnt vægi at- kvæða. Svo er ekki. Það hefur verið jafnað á milli flokka. Framsóknarmenn í Reykjavík, sem í framboði eru, hafa fleiri atkvæði á bak við sig en við landsbyggðarmennirnir. Spurningin snýst um áhrif landsbyggð- arinnar annars vegar og höfuöborgar- innar hins vegar, en ekki flokkshags- muni Framsóknarflokksins. Blönduð leið Eina leiðin til þess að jafna atkvæðisrétt- inn til fulls er ab gera landið að einu kjördæmi. Það hefur sína galla. Flokks- ræði og miöstýring mundi aukast að mun með slíkum hætti. Halldór Ás- grímsson hefur hreyft hugmyndum um að breyta núverandi kosningalögum með blandaöri leið, fækka kjördæma- kjörnum þingmönnum og bjóða fram landslista jafnframt. Það ætti ekki að kasta þessari hugmynd fyrir róða í fljót- færni, því þetta er millileið milli kjör- dæmakjörsins og kjörs á landsvísu. Fyrir framsóknarmönnum eru núverandi kosningalög ekkert heilög, og þab er einber áróður að núverandi kerfi slái einhverja skjaldborg um Framsóknar- flokkinn. Það skiptir mestu máli að koma á kerfi sem er einfalt í framkvæmd og tryggir það ab ákveöinn fjöldi þing- manna hafi áfram rætur í því samfélagi sem lifaö er í um landið. Mér hugnast ekki sú framtíðarsýn að heill landshluti eins og Vestfirðir hafi aðeins tvo þingmenn, en Reykjavík 25, eins og nefnt hefur verið. Samfélagið á Vestfjörðum er heill heimur og mér finnst þeim, sem búa þar, ekki of gott að hafa aðgang að fleiri þingmönnum sem hafa þar rætur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.