Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.11.1994, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 5. nóvember 1994 Haavröinaaþáttur Greinilegt er að einhverjir samferðamanna hafa góða burði til að yrkja dýrt. Um síðustu helgi birti þátturinn sléttubandavísu og er ekki að sökum að spyrja að fleiri fylgja í kjölfarið úr allt annarri átt. Fyrstu snjóar í Reykjavík og nágrenni Sléttubönd (hringhend): Stundir líða, skefur skjótt, skaflar níða svörðinn. Grundir víðar fennir fljótt, fylla hríðar skörðin. Lesin aftur á bak: Skörðin hríðar fylla, fljótt fennir víðar grundir. Svörðinn níða skaflar, skjótt skefur, líða stundir. Sléttubönd: Fennirgötur, teppasttorg, tefjast ferðir vagna. Rennir, skefur, breytist borg, bömin hríðum fagna. Lesin aftur á bak: Fagna hríðum bömin, borg breytist, skefur, rennir. Vagnaferðir tefjast, torg teppast, götur fennir. 31. okt. Ingvar Gíslason. Um leið og Ingvari eru þakkaðar þær rímþrautir, sem hann leysir svona vel af hendi, er skorað á aðra snillinga að senda þættinum dýrt kveðnar vísur. En stökur og limrur eru að sjálfsögðu ávallt vel þegnar eigi að síður. „Um aldamótin" Gestur í Vík sendir eftirfarandi: „Yfirlýsingar Davíðs Oddssonar í Evrópumálum upp á síðkastið ganga helst út á það að íslendingar hafi frest til aldamóta að velja eða hafna umsókn um aðild að ESB. Því var þetta kveðið: Ýmsum þykir öldin sljó, andans jálkur staður. Öðmm meiri einn er þó aldamótamaður. Förin hans er fyrirséð, þótt fresti enn að sinni. „Um aldamót" hann œtlar með Evrópuhraðlestinni." Björgun Eftir umræðurnar á Alþingi um vantrauststillögu stjórn- arandstöðunnar á ríkisstjórnina: Dylst mér ei að Davíð var drifinn fram afótta, með bœgslagangi barðist þar, en bjargaði sér á flótta. Aðalsteinn Sigurðsson íhaldskratar íhaldskrötum enginn má trúa, allt þeirra tal er marklaust bull, ýkjum og lygum úr sér spúa, afódyggðum þeirra sál er full, hleypidómum þeir hlaða um þig, hljóta því allir að vara sig. HG Meö þessari bænagjörð er réttast að ljúka þættinum að sinni. Hittumst um næstu helgi. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Enn meira um jogging- galla og hvíta sokka Kona lýsir ánægju sinni yfir skorinoröum leiöbeiningum Heiöars um ofnotkun jogging- galla og biöur um meira af slíku. Einnig spyr hún hvort þaö sé viö hæfi aö fólk gangi í hvítum bómullarsokkum viö næstum hvaöa klæönaö sem er og viö hvaöa tækifæri sem er. Svar: íslendingar eru yfirhöfuö afskaplega vel klætt fólk og vel til fara og tískan hefur sem bet- ur fer breyst undanfarin ár, þannig aö nú sjást íslenskar konur ekki vera aö skrönglast yfir svellbunka á pinnahælum og bandaskóm og meö blööm- bólgu. Heldur er fólk farið aö taka meira miö af veðri og færö þegar það klæðir sig. Flestir eiga vandaöan og fallegan klæönað, sem hæfir veðráttunni eins og hún er núna á hausti. Framleiö- endur og innflytjendur hafa staöiö sig sæmilega vel hvaöa þetta varöar undanfarin ár. En það eru tveir hlutir, sem koma jafnvel betur í ljós á þess- um tíma en öörum, og það em bölvaðir skræpóttu jogginggall- arnir. í þeim eru dömurnar að ganga í öllum veörum meö rass- kinnarnar dinglandi alveg niö- ur undir hnésbætur og pokana að sjálfsögðu út undan hnján- um. Síðan kippist þetta upp að neðan og þá koma hvítir sokkar í ljós, sem er tyllt ofan í gamla og snjáða háhæla. íþróttin aö hræra í pottum Þetta á náttúrlega alls ekki að sjást á almannafæri og ætti raunverulega ekki að sjást inni í Hvernig áég a 5 vera? Heiðar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda í sundur og stytta lappirnar um marga sentimetra, eins og þeir sýnast gera þegar þeir eru not- aöir með flíkum sem þeir passa engan veginn við. Því er rétt aö árétta að þótt þaö sé kominn vetur þá fylgir sokka- litur skóm og jogginggallar fyrir bæöi kynin er fatnaður til þess að „jogga" í eða trimma, eins og þaö er kallaö á íslensku. Þetta er klæönaður fyrir íþróttaiökun og æfingar. Aö öðru leyti eiga jogg- inggallarnir engan rétt á sér. Enda verðum við íslendingar aö fara að passa okkur á því aö verða svolítiö kynferöislega aö- laöandi inni á heimilunum gagnvart þeim hættum sem nú steðja að. Að vera fínn fyrir maka sinn Fyrr á öldinni var' það hvíti dauðinn og nú er þaö eyðnin. Hvíti dauðinn smitaöist eins og flensa, en eyðnin smitast meö kynmökum og þá er betra aö halda sig við þaö heima og klæöa sig í stíl. Fólk má ekki gleyma því, þótt þaö sé gift og búi saman, að þaö verður aö halda sér dálítið til fyrir makan- um til aö vera spennandi. Fín og kynþokkafull föt og góö, smekkleg snyrting á ekki bara aö vera fyrir gesti og einhverja utanaökomandi að glápa á. En meira um hvítu sokkana, sem alltof margir halda ab gildi við öll tækifæri. Þeir passa eng- an veginn við brúna eöa svarta leðurskó og teinótt föt eða jakkaföt yfirleitt. Ég var eitt sinn viðstaddur jarö- arför þar sem ungir piltar báru aldraða ömmu sína úr kirkju. Þeir voru dubbaöir upp í sín fín- ustu föt, allir í smóking og fín- um svörtum skóm, en svo þegar þeir lyftu kistunni meö ömmu í, komu allir hvítu sokkarnir í ljós. Þá fór ég aö grenja. ■ húsum heldur. Ég vil meina aö þaö sé kynferðislega niðurbrjót- andi fyrir fólk aö klæða sig ósmekldega heima fyrir. Það hlýtur aö draga úr öllu aödrátt- arafli fyrir mann, sem þarf að horfa á afturendann á konu hræra í pottum meb rasskinn- arnar svona óskaplega Iélega sloppnar þarna niöurundir. Svo eru karlmenn teknir ab klæöa sig svona í heimahúsum meö sitt dinglumdangl dingl- andi fyrir allra manna augum á fullri hreyfingu þarna inni í þessum ósköpum. Hryllileg stílbrot Svo eru þaö hvítu sokkarnir. Þeir eru íþróttasokkar sem passa vel viö íþróttaskó og viö galla- buxur, en ekki til aö klippa fólk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.