Tíminn - 09.11.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.11.1994, Blaðsíða 2
2 Mi&vikudagur 9. nóvember 1994 Batnandi atvinnu- horfur á Akureyri Tíminn spyr,., Er e&lilegt a& stö&va undlrbo& kaupmanna á kartöflum? Bjarni Finnsson, forma&ur Kaupmannasamtakanna: „í þessu tilfelli er það ekki komið á daginn hvort undirboöin eru kaupmanna e&a framleiðenda. Hvort heldur sem er þá finnst mér sala á vörum undir kostnaö- arverði mjög óe&lileg. Slíkt getur verið mjög slæmt fyrir vi&skipta- lífiö í framtíðinni, því á þann hátt geta aöilar, í skjóli stærðar og afls, borgað niður vörur tíma- bundið til að ná stærri markaðs- hlutdeild." Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna: „Nei, hvers vegna mega menn ekki keppa um kartöfluverö eins og annað verð. Ég hef stutt frjálsa verðlagningu til þessa og tel hana til bóta fyrir neytendur. Frjálsri verðlagningu verður að fylgja frjáls og virk samkeppni. J>að er ekki til hagsbóta fyrir neytendur að banna „undirboð", það er að sjálfsögðu aðeins til hagsbóta fyrir framleiöendur. Það veröur að minnsta kosti aö vera samræmi í hlutunum hjá stjórnvöldum. Er landbúnabar- ráðherra tilbúinn til að stöbva „yfirboð" í verði á t.d. eggjum og kjúklingum sem eru til komin vegna einokunar sem þessar greinar hafa komib sér upp? Eða er þab aðeins þegar verðið er lágt til neytandans að yfirvöld telja sér skylt að grípa inn í? Ég hlýt ab mótmæla!" Sigurbjartur Pálsson, forma&ur Félags kartöflubænda: „Þaö getur ekki verið eblilegt að vara sé seld á svona fáránlegum verðum til lengri tíma. Það kann að vera réttlætanlegt í stuttan tíma vib afbrigöilegar aðstæbur. En að horfa á heilu árin líða í svona rugli getur ekki verib eðli- legt og verður aubvitað engum til góbs. Fyrr eba síðar kemur það niður á neytendum á einn eba annan hátt." Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara á Akureyri: Betur horfir með atvinnu á Ak- ureyri en á sama tíma í fyrra, þótt enn hafi ekki tekist ab leysa þann atvinnuvanda sem skapað hefur erfiðleika í bænum og ná- grenni að undanförnu. Sam- kvæmt upplýsingum frá Vinnu- miðlun Akureyrar voru alls 386 einstaklingar skráðir atvinnu- lausir á Akureyri í lok október- mánaðar: 186 konur og 200 karlar. Er það nokkur fjölgun frá mánuöinum á undan, en þá voru aðeins 317 skráðir án at- vinnu á Akureyri, sem er minnsta atvinnuleysi er mælst hefur þar um langan tíma. Á sama tíma á síðasta ári voru hins vegar alls 412 manns skráðir án atvinnu á Akureyri og fór sú tala hækkandi framyfir áramót, en eftir það fór nokkuð að draga úr atvinnuieysinu. Atvinnuleysið náði hámarki í byrjun þessa árs, því á gamlárs- dag 1993 voru alls 964 skrábir atvinnulausir og er það hæsta tala er um getur varðandi at- vinnuleysi á Akureyri og trúlega mesta atvinnuleysi, ef frá eru talin erfiðleikatímabil á kreppu- árunum á milli 1930 og 1940. Ástæður hins mikla atvinnu- leysis um áramótin 1993 til 1994 voru meðal annars þær að Útgerðarfélag Akureyringa sagði mörgu fólki upp störfum fyrir síðustu áramót, vegna þess að verkfall sjómanna var þá yfir- vofandi. Álls fóru fram 1046 at- vinnuleysisskráningar á Akur- eyri í desember á síðasta ári og 1196 í janúar á þessu ári. Eftir að stærstur hluti þess fólks, sem sagt var upp störfum hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa, hafði veriö endurrábinn breyttust at- vinnutölur til batnaðar, þannig ab í lok janúar voru 670 skráðir atvinnulausir á Akureyri og fækkaöi þeim eftir það frá mán- uði til mánaðar þar til í septem- ber síðastliðnum, en þá mældist atvinnuleysi minnst, meðal annars vegna þess að þá stób haustslátrun sauðfjár yfir hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Þótt nokkurrar bjartsýni gæti nú hvað varðar atvinnuástand á Akureyri, er Ijóst að enn hefur ekki tekist að vinna bug á at- vinnuvandanum og erfiðustu mánubir ársins eru framundan. Björn Snæbjörnsson, formaður verkalýðsfélagsins Einingar, sem er stærsta verkalýðsfélagið viö Eyjafjörð, sagði að búast megi vib vaxandi atvinnuleysi nú í skammdeginu, þótt ástand- ið sé skárra en á síðasta ári og verði menn að vera við öllu búnir. Þess má einnig geta að nú er unnið að ýmsum málum á veg- um atvinnumálanefndar Akur- eyrar um á hvern hátt efla megi atvinnustarfsemi í bænum, en að sögn Guðmundar Stefáns- Á morgun, fimmtudag, verður Óskin eftir Jóhann Sigurjónsson sýnd á Litla sviöi Borgarleik- sonar, formanns nefndarinnar, eru þau mál öll á athugunar- og vinnslustigi og ekki tímabært að ræba þau í einstökum atriðum enn sem komið er. Guðmundur sagði þó ljóst að horfur séu betri í atvinnumálum en verið hefur. Atvinnumálanefndin hafi haft samband við mörg fyrirtæki í bænum að undanförnu og hafi ákveöin bjartsýni komiö í ljós í samtölum við atvinnurekendur. Þrátt fyrir góða stöðu margra þeirra, þá haldi flestir enn ab sér höndum með að ráða nýtt fólk til starfa. Aukin verkefni komi fremur fram í meiri vinnu þeirra sem þegar starfi hjá fyrirtækjun- hússins í 40. sinn. Tveir mánuð- ir eru liðnir frá frumsýningu verksins á Litla sviðinu og hefur „Slökunarœfmgar" tiltekins umferbarkennara á nem- endum sínum: Ekki viður- kennd aðferb Umfer&arráb tekur fram ab slökunaræfingar sem lýst hefur verið í umfjöllum af meintri kynferbislegri áreitni tiltekins ökukennara séu ekki vi&ur- kenndar af Umfer&arrá&i sem aðferðir við ökukennslu. Tilefnið er lýsing viðkomandi ökukennara í Morgunpóstinum frá 31. okt. sl. á því ab hann noti sérstakar aðferðir við kennsluna sem felist í slökunaræfingum og léttri snertingu við olnboga, hné og axlir, sem fái nemandann til ab slaka betur á. „Slík snerting er raunar líklegri til aö byggja upp spennu og draga verulega úr námsgetu, þar sem ætla má að nemandi sem fyrir slíku verður fyllist óöryggi og hræðslu. Slíkt sálarástand veldur tvímælalaust hættu í umferðinni og dregur úr framförum nemand- ans," segir í frétt Umferbarráðs. ■ aðsókn ab sýningunni verið óhemju mikil og viðtökur áhorfenda góðar. Leikritib Óskin eða Galdra- Loftur var frumsýnt í Iðnó þann 26. desember 1914 og því eru nú áttatíu ár libin frá frumflutn- ingi leiksins. í kjölfarið var leik- ritið flutt víða um Evrópu og síöar vestanhafs og- víðar. Var verkið talib annab höfuðverka Jóhanns og hefur síðan verið eitt fárra sígildra verka íslenskra leikbókmennta. Hefur Galdra- Loftur verið leikinn reglulega um allt land og hver kynslóð túlkað örlög leikpersónanna á ný eftir sínu höfði. I sýningu Leikfélagsins nú hef- ur leikurinn verið styttur veru- lega og persónum fækkab. Efni leiksins er þannig samþjappabra og er verkið því nefnt aö nýju sínu upprunalega heiti. Það er Páll Baldvin Baldvinsson leik- stjóri, sem hefur sniðið verkið að þörfum Litla sviðsins og sex manna leikhópi og gerir hann jafnframt búninga fyrir sýning- una. Stígur Steinþórsson hannar leikmynd og hafa þeir báðir hlotið lofsyrði fyrir verk sín. Hilmar Örn Hilmarsson semur tónmynd fyrir sýninguna, en Lárus Björnsson hannar lýs- ingu. ■ Sigrún Edda Björnsdóttir, Theodór júlíusson og Benedikt Erlingsson í hlutverkum sínum. Óvenju mikil aösókn aö Óskinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.