Tíminn - 09.11.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.11.1994, Blaðsíða 4
4 Hfmfow Mi&vikudagur 9. nóvember 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk'. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Ríkir jafnrétti til náms? Oft heyrist í ræðum stjórnmálamanna að það eigi að ríkja jafnrétti til náms, án tillits til búsetu eða efnahags. Hver og einn, sem hefur vilja og getu til þess að ganga menntaveginn, eigi að njóta þess réttar. Þetta er sjálfsagt og eðlilegt markmið í þjóðfélagi sem kennir sig við velferð þegnanna og umhyggju fyrir fólkinu. Námsfólk, sem hefur ekki búsetu við hliðina á skólastofnunum, hlýtur að hafa allt aðra aðstöðu heldur en þeir sem njóta nálægðarinnar. Þetta á ekki síst við í sveitum landsins, en eðli máls samkvæmt verður hærra hlutfall af námsfólki þaðan að sækja nám að heiman. Á fjárlögum hvers árs hefur verið nokkur upphæð til styrkja í því skyni að jafna aðstöðu til náms eft- ir búsetu. Þessir styrkir nema nú 100 milljónum króna. Ef rýnt er nánar í þessa upphæð, kemur í ljós að hámarksstyrkir samkværrit lögum um jöfnun á námskostnaði eru 27.500 króna ferðastyrkur, 36.000 króna fæðisstyrkur og 14.000 króna hús- næðisstyrkur. Það gefur augaleið að þetta dregur skammt fyrir þann, sem þarf að kosta sig í fæði og húsnæði vetrarlangt á þeim kjörum, sem í boði eru á þessu sviði víðast hvar. Hér er um mikla mismun- un að ræða, sem kemur því hastarlegar niður eftir því sem hið almenna námslánakerfi er erfiðara. Þau sveitarfélög eru til þar sem börnin þurfa að heiman strax þegar komið er að 10. bekk grunn- skóla. Þótt 10. bekkurinn sé fyrir hendi, er námið í framhaldsskóla eftir og síðan tekur háskólanám við á þeim kjörum sem bjóðast nú. Það nægir að geta þess að fjármögnun náms á fyrsta misseri er nú komin til bankanna eftir ákvörðun um eftir- ágreiðslu námslána. Ekki verður séð að á fjárlögum yfirstandandi árs sé nokkur tilraun gerð til þess að leiðrétta það mis- vægi sem hér er um að ræða, því upphæðir til jöfn- unar á námskostnaði eru nær þær sömu á milli ára. Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða, sem furðu hljótt hefur veriö um til þessa. Ekki síst er það al- varlegt vegna þess að tekjur fjölskyldna í dreifbýli, sem og í þéttbýli, hafa dregist stórlega saman, og nægir að vísa til samdráttarins í sveitunum, sem er afar þungur í skauti fyrir afkomu bændastéttarinn- ar. Sömu sögu er víðast hvar að segja úr smærri þéttbýlisstöðum, sem hafa ekki aðgang að fram- haldsskóla heima fyrir. Stjórn Stéttarsambands bænda samþykkti ályktun um þetta efni á síðastliðnu vori og beindi henni til menntamálaráðherra. í ályktuninni er skorað á ráðherrann að beita sér fyrir auknum fjármunum á fjárlögum næsta árs til jöfnunar á námskostnaði. Bent er á hættuna á því að fjöldi nemenda úr sveit- um og minni þéttbýlisstöðum geti ekki hafið nám að óbreyttu eða þurfi að hverfa frá námi sem þegar er hafið. Ekki verður séð að nokkurt tillit hafi verið tekið til þessara ábendinga í menntamálaráðuneytinu og málið er nú hjá Alþingi, sem hefur möguleika til þess að bæta hér úr, ef vilji er fyrir hendi. Barnaskattmann felur sig Nokkuö er nú um liðið frá því að Friðrik Sophusson, þá ungur rnabur á uppleib, stóð upp á torg- um úti og krafðist þess að fá bákn- ið burt. Á því slagorði upphófst pólitískur frami núverandi fjár- málaráðherra og á hátíðarstund- um grípur hann til hans, til að skreyta sig pólitískum fjöðrum. Yfirþyrmandi ríkisbákn er hins vegar ekki lengur sá þyrnir í aug- um Friöriks sem þaö einu sinni var, enda er hann nú í forsvari fyrir báknið. Og eins og hendir stundum þá, sem fá í hendur meiri völd en þeir ráða við, þá verða gebþóttaákvaröanir áber- andi. Fjármálaráðherratíö Fribriks hef- ur einkennst af fjölmörgum geð- þóttaákvörðunum. Gufubab í kjallara fjármálaráöuneytisins var sérsmíðað á kjörtímabilinu, væntanlega til að skapa réttu um- gjörðina til ákvörðunartöku um niðurskurð til menntamála, aukna skatta á sjúklinga, niður- skurð bóta til barnafólks og ab svipta heyrnarlaus börn leikskól- um þar sem þau fá að þroskast í táknmálsumhverfi. Emil og Skundi Lengi skal manninn reyna. Garri hélt satt að segja að Friörik væri búinn að skattleggja til hlítar alla þá þjóðfélagshópa sem höllum fæti standa, þegar hann finnur enn einn hópinn sem ekki hefur með beinum hætti þurft að axla aukinn hlut í byrbum báknsins. Blaðsölubörn eru nýjasta matar- hola Friðriks Sophussonar. Nú hyggst Friðrik taka til sín 6% af öllum sölulaunum barna fyrir að selja blöð, og skylda þá sem gefa blöðin út að standa skil á stab- greiðslu af þessum skattgreiðslum þeirra. Þannig hefði Emil litli í myndinni um Skýjaborgina t.d. þurft aö borga Friðriki Sophus- syni 6 kr. af hverjum hundrað- kalli, sem hann vann sér inn þeg- ar hann hugöist kaupa hundinn Skunda. Auk þess hefði blaðaút- gefandinn orðib að útbúa handa honum launamiða í þríriti, fá kennitölur foreldranna o.s.frv. GARRI Trúlega hefði sú einfalda barna- saga orðið að vera talsvert flókn- ari, ef Fribrik Sophusson hefði fengið aö ráða, og vafasamt að hún hefði nokkru sinni orðið að þeirri hjartnæmu verðlaunasögu sem hún er, ef áhugi og ákafi Em- ils hefði verið kæföur í endalaus- um launamiðum til ráðuneytisins í þríriti. I DV í gær er rætt við ýmsa aðila um þessa skattlagningu og þar segir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, fullum fetum að hann hafi lagst gegn skattlagningu á blaðsölu- börn þegar hann var fjármálaráð- herra. í því ljósi er athyglisvert aö skoða viðbrögð Friðriks Sophus- sonar, núverandi fjármálaráð- herra og þess manns sem þessi mál heyra undir. Öfugt við Ólaf reynir Friörik að láta líta svo út sem hann ráði ekk- ert yfir þessu máli. Þaö eru ein- hver óskilgreind skattayfirvöld sem ætla að leggja á þennan barnaskatt og Friðrik lætur eins og hann komi þar hvergi nærri. „Þess vegna er það ekki á mínu valdi að ákveða hvort þessi skatt- heimta hefst um áramót eða ekki. Mér skilst að niðurstaða þeirra sem starfa að skattamálum [sic!?] ... Ég vil taka það fram að þetta byggist ekkert á ákvöröun fjár- málaráðherra. Þetta byggist alfar- ið á lögum. Eina breytingin er að það hefur verib ákvebið að fram- fylgja lögunum ..." Þetta eru til- vitnanir í viðtal DV vib Friðrik, sem er trúlega fyrsti íslenski fjár- málarábherrann sem ekkert hefur meb ákvarðanir í skattamálum að gera. Heimildir gjörnýttar Sannleikurinn er auðvitað sá, aö Friðrik Sophusson hefur tekið um það pólitíska ákvörbun að gjör- nýta lagaheimildir og leggja á sér- stakan barnaskatt. Þab eitt er al- varlegt mál. En það er sérstaklega alvarlegt mál, ekki síst fyrir þau stjórnmál sem Sjálfstæðisflokkur- inn hyggst standa fyrir, ef ráö- herrar reyna ab fela sig á bak við einhverja ónefnda og óskil- greinda kerfiskarla og firra sig meb því ábyrgð af því sem þeir hafa ákveðið að gera. Það er til- fellið í dæmi Friðriks, sem tekur pólitíska ákvörðun um að breyta margra ára gamalli hefð við skatt- lagningu barna, en er síðan fljót- ur að fela sig á bak við „skattayfir- völd", þegar hann heldur að menn ætli að gagnrýna hann fyr- ir málið. Það þarf alveg sérstaka tegund af stjórnmálamönnum til ’ að gefa sig út í að skattleggja börn. En það er beinlínis sjaldgæf tegund stjórnmálamanna sem skattleggur börn og reynir að kenna öbrum um þab. Garri Gamlingjavandamálib í ungu ljósi Hvort viska og reynsla eykst meb aldrinum er álitamál. Mörgum veitist erfitt að læra af eigin reynslu, hvað þá annarra, og haft er fyrir satt ab heimskan sé ólæknandi og skiptir þá ekki máli hvort hún er búin ab vera viðloð- andi mann frá 1930 eba '68, hún er söm vib sig. Það, sem ef til vill má telja fólki til tekna þegar aldurinn færist yf- ir, er að þaö róast yfirleitt og gjörðir og ákvarðanir verba yfir- vegaðri en þegar vessarnir eru óstýrilátari og lífsþorstinn ótam- inn. Þessar spaklegu hugrenningar eru til komnar vegna umræðunn- ar um að nú sé ekki aðeins farið að varna konum aðgangs að Al- þingi, heldur líka gamlingjum, 60 ára og eldri. Þá er ekki nóg með að reynsluheimur kvenna verði áhrifalaus á samkundunni, held- ur á nú einnig að fara að úthýsa lífsreynslu sextugra og eldri. Æskudýrkun í verki Salome þingforseti gefur þá skýr- ingu á falli sínu í prófkjöri ab aldraöir eigi ekki upp á pallboröið hjá miklum hluta þeirra sem raða á lista. Undir þetta tekur Kristján Benediktsson í Tímanum, en hann er gamalreyndur í pólitík og formabur Félags aldraðra. Hann segir það vera vonda blöndu á Al- þingi, ef aldurshópurinn yfir sex- tugu sé útilokaður þaöan. Leiðarahöfundur Morgunblaðs tekur í sama streng og er farinn að átta sig á hve óhófleg æskudýrk- un er farin að endurspeglast í vali á forsjármönnum lands og þjóbar. Salome er víðsýnni en svo aö einskorða vanhæfni þeirra full- orðnu við þingsetu eða stjórn- málaþátttöku. Hún heldur því blákalt fram að verið sé að útskúfa sextugum og eldri úr athafnalíf- inu og bendir á hve erfitt er fyrir fólk á þeim aldri eða eldra ab fá atvinnu eða að standa í valda- streitu við hina yngri til að halda Þab er fyrir löngu orbið opinbert leyndarmái ab þeir sem komnir eru á miðjan aldur, hver sem hann nú annars er, eiga erfitt uppdráttar á vinnumarkaði. Ef fimmtugir verða atvinnulausir af einni ástæðu eba annarri, eru þeir tæpast taldir í vinnuhæfu ástandi, og sextugum eru flestar bjargir bannabar. Menntun og heilsufar skipta mun minna máli en aldur í þessu tilliti. Reynsla, svokölluð, þykir galli heldur en hitt hjá þeim sem meta hverja ráða skal til starfa. Framfærslan Þar sem greinilega er vilji fyrir hendi til þess að útiloka sextuga og eldri frá stjórnmálastarfi og at- vinnu, verður það að sjálfsögbu látiö þeim ungu eftir, eins og allt annað. Og allt í lagi meb þab. En sá böggull fylgir skammrifi aö einhvern veginn verður ab sjá gamlingjunum fyrir framfærslu, þegar þeir fá ekki lengur að amla ofan af fyrir sér sjálfir. Allir aðrir en opinberir starfs- menn og sjómenn verða aö vinna fyrir sér til sjötugs. Fyrr fæst líf- eyrir ekki greiddur úr eigin sjóð- um. Þetta er eitt af mörgu sem skilur ísland frá velferðarríkjum. Hvab sem starfshæfni líður, eru sjálfsagt margir sem fegnir vildu losna frá færibandinu eða skrif- borðinu á meban þeir búa enn við sæmilega heilsu, ef ekki þyrfti að þræla fyrir framfærslu. Þarna er bil sem þarf að brúa. Ef atvinnulífið afneitar fólki um eða yfir sextugt, veröur að færa lífeyr- isaldurinn niður. Þá losna sjálf- krafa stööur og störf sem hina yngri hungrar og þyrstir í. Auðvitað finnur enginn peninga til aö framkvæma svona sjálf- sagða velferb. Eyðsluklær hins op- inbera og gjaldþrotakandídatar athafnalífsins sjá til þess að aldrei sé til peningur til nauðsynlegra og nýtilegra hluta. I mörgum velferðarríkjum hefst eftirlaunaaldur fyrir og um sex- tugt. Víða hefur hann veriö reikn- abur of hár og fólki sleppt of snemma í iöjuleysib og hljótast vandræði af. En 70 ára markið er fásinna, sem greifar 80 sjóða bera ábyrgð á með dyggri stob fólks sem aldrei hafði vitsmuni né burði til að láta kjósa sig eba ráöa til starfa sem þab réð ekki við, á hvaba aldri sem það var eða er. Gamlingjavandamálið veröur ekki leyst nema þeir ungu og hressu taki að sér framfærslu þeirra öldrubu um leið og þeir hirða stöður þeirra og störf. OÓ Á víbavangl sínu á vinnumarkaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.