Tíminn - 09.11.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.11.1994, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 9. nóvember 1994 ®Éw§ttii 5 Rettur mabur á réttum tíma Gylfi Gröndal: SVEINN BJÖRNSSON. ÆVISAGA. Forlagib, 1994. 380 bls. Gylfi Gröndal hefur nú lokiö viö aö rita ævisögur allra fyrrverandi forseta íslands: Sveins Björnsson- ar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Krist- jáns Eldjárns. Það er reyndar ekki skrum, sem á kápubaki stendur, að „þetta eru veglegar gbækur, miklar að vöxtum og vandaðar að allri gerð". Enda er höfundur þrautþjálfaður og smekkvís. Hins vegar hefur verið bent á að hér er ekki um að ræða gagnrýna úttekt á starfi og stefnu þessara manna. Einkum var því á loft haldið í sambandi við ævisögu Ásgeirs, enda lifði hann mikla átakatíma í stjórnmálum og átti að baki nokkuð sérstæðan pólitískan fer- il þegar hann var kjörinn forseti. Nú er það svo að staða forseta- embættisins er með þeim hætti að mörgum þykir sem nærgöng- ul gagnrýni á þeim mönnum, sem því hafa gegnt, sé ekki við hæfi. Og ég tel raunar að vel rit- aðar frásagnir af ævi þeirra, slíkar sem Gylfi hefur skrifað, eigi full- an rétt á sér og beri að meta þær á sömu forsendum og þær eru skrifaðar. Samt sér höfundur ástæðu til að víkja að þessu í eft- irmála sögu Sveins Björnssonar: „Nú á dögum þykja gagnrýnar ævisögur svokallaðar girnilegast- ar, jafnvel í augum virtra fræði- manna. Svo áköf og einsýn er sú krafa tímans, að með öllu gleym- ist hve gagnrýni er hægt að láta í ljós með margvíslegum hætti. Hún felst ekki eingöngu í stór- yrðum, afhjúpun og offorsi, eins og margir virðast halda. Sú eina og sanna gagnrýni kemur af sjálfu sér, þegar satt og rétt er skýrt frá." Þetta er laukrétt, nema hvað það er ekki eins einfalt og ætla mætti að ákvarða hvað er „satt og rétt". Hvað er sannleikur? spurði Pílat- us, og engum „gagnrýnum sögu- ritara" er fært að segja allan sannleikann um menn og mál- efni. Þegar um pólitísk ágrein- ings- og álitamál er að ræða, verður sannleiksleitin ekki annað en siðferöislegt mark sem aldrei er unnt að ná. Sú eina krafa, sem gerð verður til söguritara, er að hann sé heiðarlegur og stingi ekki vísvitandi undir stól neinu sem varpað geti skýrara ljósi á viðfangsefnið. Og ég ætla að Gylfi Gröndal geri það ekki í sín- um forsetasögum. Hann er að vísu hógvær í ályktunum, en les- andinn getur vel dregið sínar ályktanir af öllum þeim gögnum sem höfundur reiðir fram. Að loknum þessum hugleiðing- um skal vikið að ævisögu Sveins Björnssonar. Það fer í alla staði vel á að gefa hana út á fimmtugs- afmæli lýðveldisins. Bókin hefur reyndar nokkra sérstöðu meðal forsetabókanna. Sögur Kristjáns og Ásgeirs vom að vemlegu leyti byggðar á gögnum úr fómm þeirra, sem fjölskyldur forset- anna létu höfundi í té. Ævisaga Sveins er nánast alveg reist á prentuðum heimildum. Að vísu munu vera til minnisblöð frá Sveini, sem til hefur staðið að gefa út og höfundur þessarar bókar hafði ekki aðgang að. Er þá vonandi að ekki líði á löngu að þau plögg verði birt. Bók Gylfa stendur alveg fýrir sínu sem yfir- litsrit, enda á vitaskuld eftir að fjalla með ýmsum hætti um mál sem snerta Sveins, eins og eftir- menn hans á forsetastóli, eink- um Ásgeir Ásgeirsson. Gylfi segir að ævisaga Sveins Björnssonar hafi reynst sér þyngst í skauti af forsetabókun- um. Það stafar af því hversu heimildamagnið er mikið, og reynir þá á yfirlitsgáfu, dóm- greind og orðfærni höfundar að smíöa úr þessum efniviði læsi- lega bók. Þetta hefur Gylfa tekist einkar vel. Meginheimildin er endurminningar Sveins, sem út voru gefnar að honum látnum, en þær ná fram að ríkisstjóra- tímabili hans. Til viðbótar þessu koma endurminningar annarra, rannsóknir fræðimanna á ýms- um þáttum, ævisögur stjórn- málamanna, blaðagreinar, ræður og annað. Framan af er býsna löng frásögn af Birni ritstjóra, föður Sveins, — má raunar segja að fulllangt mál sé um hann skrifað. Um alda- mótapólitíkina hefur talsvert ver- ið ritað, meðal annars heil bók um Björn. Hins vegar verður þessi frásögn til að setja ævi Sveins betur í sögulegt samhengi. Hann fæðist í Kaupmannahöfn, rúmu ári eftir að Jón Sigurðsson fellur þar frá, en Björn var einn af handgengnum mönnum forset- ans. Saga þriggja forseta lýbveld- Cylfi Cröndal rithöfundur. isins spannar raunar rieila öld þjóöarsögunnar, frá fæöingu Sveins Björnssonar 1881 til and- láts Kristjáns Eldjárns 1982. Ferill þessara manna er á sinn hátt dæmigerður um þjóðfélagshrær- ingar á íslandi og í umheiminum þessa viðburðaríku öld. Þegar maður lítur yfir þetta skeið verð- ur sú tilfinning ásækin, að nú sé- BÆKUR GUNNAR STEFÁNSSON um vib ab lifa einhvers konar söguleg rof, og hugsýn um hið frjálsa þjóðfélag í norburhöfum sé að þoka sæti fyrir draumi um hlutdeild þjóðarinnar í samþjób- legum valdamiðstöðvum. Hvernig maður var Sveinn Björnsson, fyrsti íslenski þjóð-, höfðinginn? Það hefur stundum verið látið að því liggja að hann væri ekki sérlega skemmtileg per- sóna. En starfhæfni hans er ótví- ræö, elja hans og góðar gáfur, og með ólíkindum hversú víða hann gerist forgöngumaður: Frumkvöðull í Eimskipafélaginu, í tryggingamálum, áhrifamikill þingmaður, fyrsti formaður Rauða kross íslands, annar tveggja fyrstu hæstaréttarlög- manna á Islandi og á þátt í að móta Hæstarétt. Hann veröur fýrsti sendiherra íslands erlendis og leggur grundvöll að utanríkis- þjónustunni. í framhaldi af því er hann nánast sjálfkjörinn í emb- ætti ríkisstjóra, þegar atvikin Sveinn Björnsson forseti. neyða íslendinga til að taka sjálf- ir við æðstu stjórn ríkisins. Það verður síðasta og mesta forústu- hlutverk hans. Sveinn Björnsson var ódæll skólapiltur og alinn upp í Dana- óvild. Síðan mótast hann af lang- vinnu diplómatastarfi í Kaup- mannahöfn. Þab verða örlög hans sem ríkisstjóra að reyna að beita áhrifum sínum til að hindra hastarlegan skilnab ís- lands frá Danakonungi. Fyrir þetta bakaði hann sér andstöðu ýmissa hinna hörðustu skilnað- armanna, eins og Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonarogjónasar frá Hriflu, sem ekki vildu kjósa hann forseta á Þingvöllum 1944. Allur þingflokkur Sósíalista- flokksins skilaði auðu. Þetta er merkilegt af því að í rauninni kom enginn til greina í forseta- embættiö nema Sveinn. Pólitísk áhrif Sveins Björnssonar voru mun meiri en seinni þjóð- höfðingja okkar og er þar oftast bent á utanþingsstjórnina. Hann hilaöi ekki við að gera ágreining við stjórnmálaforingja. Bréf hans til Alþingis í janúar 1944 þar sem hann stingur upp á þjóðfundi um lýbveldisstofnun eftir að málið var raunar útkljáð í þing- inu, er undarlegt tiltæki. Þar of- mat Sveinn völd sín og virðingu, eins og Gylfi segir. Þetta hindraði hann þó ekki í ab halda áfram sem forseti aö veita þinginu að- hald eftir mætti. Einu sinni var hann kominn á fremsta hlunn með að láta vin sinn Vilhjálm Þór mynda utanþingsstjórn. Þá kom Ólafur Thors í veg fyrir þab, enda slík stjórn eitur í beinum Ólafs. — Því hefur veriö haldið fram að Sveinn hafi leikið nokk- urt hlutverk í mótun utanríkis- stefnu okkar eftir stríð, og jafnvel verib lagður grundvöllur að henni í ferð forsetans, ásamt Vil- hjálmi Þór utanríkisráðherra, til Roosevelts Bandaríkjaforseta strax eftir lýðveldisstofnun síö- sumars 1944. Þetta eru mál sem sagnfræðingar þurfa ab kanna og þess ekki aö vænta að um þau sé fjallað að ráði í ævirakningu eins og þessari. Sveinn Björnsson er kannski ekki það sem kallað er litrík sögu- persóna. En hann var réttur maö- ur á réttum tíma og einn þeirra sem mótað hafa íslenskt þjóðfélag á þessari öld. Ævisaga hans og eft- irmanna hans á forsetastóli veitir tilefni til að hugleiða eðli forseta- embættisins og þá breytingu sem á því hefur orðið á síðustu áratug- um. — Af sögulegum ástæðum lendir þetta embætti í nokkurri klemmu. Þaö er mótað á sínum tíma eftir embætti konungs, sem hafði veriö sviptur völdum þegar hér var komið. Hefði því verið eðlilegt aö þingið kysi forsetann, eins og raunar var í upphafi um Svein Björnsson. Embættisstíll hans sem forseta tók ef til vill mið af því að hann þurfti aldrei að heyja kosningabaráttu og afla sér stuönings almennings. I meöför- um þingsins á stjórnarskránni 1944 var hins vegar horfið frá því aö hafa forsetann þingkjörinn, eins og til stóð, og ákveðið að hann skyldi vera þjóðkjörinn. En þá hefbi um leið átt að fá honum pólitísk völd og gera hann nokkru sjálfstæðari gagnvart þinginu, svipað og er um Frakklandsforseta eða Finnlandsforseta. Það var ekki gert og embættib hefur fjarlægst stjómmálaáhrif, en fremur orðið eins konar menningarfulltrúa- staða. Hvort sú stefna var rétt er vitanlega álitamál og verður ugg- laust rætt í sambandi vib næsta þjóbkjör forseta. Ævisaga Sveins Björnssonar er, líkt og fyrri forsetasögur, prýdd mörgum myndum og virðulega útgefin sem hæfir. í þessum bók- um þremur er mikill fróðleikur smekklega fram borinn og veröur ekki annab sagt en Gylfi Gröndal hafi lokið verki sínu meb sóma. ■ Þjoöleg ímyndunarveiki og minnimáttarkennd SPJALL Um helgina las ég langt blaba- vibtal við stjórnmálamann nokkurn. Nafn hans skiptir ekki máli í þessu samhengi og raunar gildir það sama um flest af því, sem eftir honum var haft. Aðeins eitt í þessu viðtali vakti athygli mína. Blaðamaöurinn spurbi hvort leiðindamál, sem undanfarið hefur dunið á vesal- ings stjórnmálamanninum, gæti ekki skaðað ímynd hans. Jú, hann var ekki frá því, blessaður. Nú er það svo, að ímynd er ekki veruleiki, m.ö.o. hún er ekki mynd, heldur hugarburður um mynd. Hafi mér t.d. verið sagt frá fjalli, sem ég hef aldrei augum litið, get ég svo sem ímyndað mér lögun þess. Sú ímyndun gæti byggst á því, hvemig fjöll ég hef áður séð. Hún væri þá byggö á hlutlægum forsendum. Eins gæti ég byggt ímyndun mína um útlit fjallsins á rómantískum, nú eða þá kaldranalegum skáldskap um landslag. Þá ætti ímyndunin sér huglægar rætur. En einu gild- ir, hvort heldur ímyndun mín um útlit fjallsins væri hlutlæg eða huglæg. Hún væri alltjent ekki í samræmi vib vemleikann. Þvert á móti væri hún fölsun á veruleikanum. Því miður virðist mér, sem okk- ur íslendingum sé veruleikaföls- un mjög að skapi nú um stundir. Þeir em ófáir, stjórnmálamenn- irnir, sem við höfum kosiö yfir okkur vegna þess að vib ímynd- um okkur hitt og þetta um þá. Þetta er gott fyrir yfírborösmenn á framabraut. Þeir þarfnast hvorki þekkingar, dugnaöar né heiðarleika til að koma sér áfram. Þeir þurfa ekki einu sinni á skob- unum að halda. ímynd er allt sem þarf! Og það er vandalaust aö veröa sér úti um eina slíka hjá ímyndunarveikri þjóð. En að sama skapi og þetta ástand er gott fyrir yfirborðs- mennin, þá er það heiðarlegum stjórnmálamönnum fjömr um fót. Og þab er afleitt fyrir aum- ingja ímyndunarveiku kjósend- urna, þessa sem falla í þá gryfju að skrifa uppá fyrirfram fallna víxla. Því mibur eru það ekki aðeins stjórnmálin sem bera keim þess- arar landlægu ímyndunarveiki. Listalífið er undir sömu sök selt. í hvert skipti sem íslenskur söngv- ari gefur frá sér búkhljóð utan landsteinanna, ímyndar landinn PjETUR HAFSTEIN LÁRUSSON sér að þar fari heimsfrægt stórst- irni. Nokkur málverk íslendings á erlendum söfnum nægja þjób- inni nánast til að jafna honum við Leonardo da Vinci. Og ef ein- hverjum útlendingi detmr í hug að verða sér úti um styrk til að gefa út íslenska brandarabók, en slík rit kallast skáldskapur á nú- tímamáli, þá skjóta fjölmiblar hér heima hinum mngumrnaða hömndi umsvifalaust upp á ímyndaban stjörnuhimin. Sem kannski er ekki svo vitlaust, sé þess gætt ab gervitungl eru best geymd skýjum ofar. Ég skal játa, að hér er dregin upp nokkuð ófögur mynd. Því er ekki úr vegi, ab velta því fyrir sér hvað valdi þessu auma ástandi. Ég hygg, ab minnimáttarkennd- in spili stærsm rulluna í því sam- bandi. Sjálfsöruggur maður kaupir sér t.d. málverk sem hann vill njóta á vegg hjá sér. Afmr á móti kaupir sá, sem þjakaður er af minnimáttarkennd, málverk sem hann heldur að falla muni í kramið hjá gesmm og gangandi. Hann heftir ekki nokkra þörf fyr- ir sjálfstætt mat á myndlist, allt sem hann þarfnast er vitneskja um það, hvaða málarar séu í tísku. Listmálarar, sem einhverra hluta vegna hafa ekki átt upp á pallboröib hér heima, þurfa því ekki annab en telja fólíd trú um ab þeir sér heimsfrægir í útland- inu, þá seljast verk þeirra eins og heitar lummur. Og allir gleyma því, aö eðli málsins samkvæmt, kólna lummur fljótlega eftir ab þær eru teknar af pönnunni. Svo ibnir hömm við íslendingar verið vib það á síðusm árum ab vekja Garðar Hólm upp úr gröf sinni, að teljast verður útilokað ab sjálfsvirðing okkar sé óskert. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.