Tíminn - 09.11.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.11.1994, Blaðsíða 9
9 Miövikudagur 9. nóvember 1994 ffitffÝWW UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . Sameinuöu þjóbirnar: Meta • • /* t )orf fynr ijálpar- gögn Kabúl - Reuter Talið er að 5 þúsund manns hafi falliö og yfir 40 þúsund særst í átökum milli stríðandi fyikinga í Afganistan á þessu ári. Þetta er mat Sameinuðu þjóðanna sem nú hafa sent fulltrúa sína til Kabúl. Erindi þeirra er aö meta þörf almenn- ings í landinu fyrir hjálpar- gögn, en að sögn þeirra hafa Sameinuðu þjóðirnar engin áform um að senda friðar- gæslulið til landsins að svo stöddu. Engir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa komið til Kabúl sl. sjö mánuði, en allir starfs- menn á vegum samtakanna voru kallaðir heim í byrjun ársins er hættuástand ríkti í kjölfar mikilla bardaga. Á veg- um Rauða krossins og fleiri hjálparstofnana eru nú aðeins um 60 manns í Kabúl. ■ f' | Ik' JBH Plfe I ■ jean Michel Braquet tveimur mánuöum. Lík hans hefur verib fluttneim til Fra Reuter var gísl raubu kmerana í Kambódíu er hann var rábinn af dögum þar fyrir ' Frakklands og var myndin tekin vib komuna þangab. Fjölskylda hans tók á móti kistunni en Braquet verbur jarbsettur í Roquebrune Cap Martin á Rívíerunni. írak: oiíusðiu- Repúblikanar banninu - L afiétt? þrengja enn stöbu Clintons Moskvu - Reuter Andrei Kosyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, hitti Tareq Aziz, einn æðsta ráöamann í írak, að máli í Moskvu í gær. Það var Aziz sem hafði frum- kvæði að þessum viðræðum sem munu fyrst og fremst snú- ast um það hvort Irakar séu nú fúsir að viðurkenna stjórnina í Kúveit. í síðasta mánuði hafði Kos- yrev það eftir sjálfum Saddam Hussein að írakar vildu viður- kenna landamæri Kúveits og sjálfstæði þjóðarinnar án þess að setja skilyrði fyrir viður- kenningu, en Kosyrev kvaðst hafa lofað Saddam stuðningi Rússa við það að banni við kaupum á olíu frá írak yrði af- létt innan misseris. ■ Washington - Reuter Enda þótt persónulegar vin- sældir Clintons Bandaríkjafor- seta hafi farið vaxandi upp á síðkastið er hæpið að þær dugi til þess að koma í veg fyrir að Repúblikanaflokkurinn nái meirihluta í báðum deildum þingsins í kosningunum sem nú fara fram. Ljóst er að kósningarnar veröa æsispennandi en nái repúblik- anar meirihluta í fulltrúadeild- inni mun það verða í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Meirihluta í öld- ungadeildinni hafa þeir ekki haft sl. átta ár. Þótt stjórnmála- skýrendur velti því nú mjög fyr- ir sér hvernig Clinton fari að ef repúblikanar nái meirihluta, eru ýmsir þeirrar skoðunar að demókratar muni halda forystu í báðum deildum þótt mjög mjótt verði á munum. Mikið veltur á kjörsókn en kannanir benda til þess að margir stuðn- ingsmenn demókrata hyggist sitja heima að þessu sinni, en reynsla er fyrir því að kjörsókn sé miklu minni þau ár er for- setakjör fer ekki fram. Spár um kjörsókn nú benda til þess að milli 60 og 70 milljónir Banda- ríkjamanna muni ganga að kjörborðinu nú í nóvember, en 102 milljónir kusu í forseta- kosningunum fyrir tveimur ár- um. Það hefur heldur aukið bjart- sýni demókrata aö síðustu kannanir sýna að margir frægir frambjóðendur séu að sækja í sig veðrið á lokasprettinum. Má þar nefna Edward Kennedy sem þykir nú eiga sigur vísan í Mass- achusetts, Dianne Feinstein í Kaliforníu og Mario Cuomo, ríkisstjóra í New York. ■ Saddam Hussein öflun Bagdad - Reuter Byltingarráðið í Bagdad hefur skyldað embættismenn og aðra trúnaðarmenn stjórnar Saddams Hussein til að skila öllum gjöfum sem þeim berast frá útlending- um. Tilskipunin sem birt var í dag kveður á um 15 daga skila- frest eftir að gjafir hafi borist. Þó er tekið fram að gjöfum megi halda sem séu minna en 35 ísl. króna virði ef viðtakandinn er óbreyttur borgari í þjónustu hins opinbera. Gjafir verða taldar tekjumegin í ríkisreikningi Sadd- ams Hussein, en þeir sem gerast brotlegir verða settir í fangelsi eða sektaðir, allt eftir því hvað brotið telst alvarlegt. ■ Andrew Morton: Díana hefur í hótunum Lundúnum - Reuter Nýjasta bókin um Díönu prins- essu kom í bókabúöir í Lundún- um í dag. Höfundurinn er Andrew Morton, sá sami sem gaf út bók um prinsessuna fyrir tveimur árum. Sú bók var þýdd á 27 tungumál og seldist í fimm milljónum eintaka, enda græddi höfundurinn á tá og fingri. Nýja bókin, sem fjallar um hið „nýja líf" prinsessunnar, er framhald hinnar fyrri, en útgáfa hennar er talin hafa átt mikinn þátt í því að hjónaband breska ríWsarfans og Díönu fór í rúst, enda skildu þau skömmu síðar að borði og sæng. Sú mynd sem hér er dregin upp af þessari fyrrverandi tilvonandi drottningu sýnir afbrýðisama og hefnigjarna konu, sem er ein- mana og staðráðin í því að hasla sér völl á ný í hinum eftirsótta svibsljósi í hópi kóngafólks. í nýju bókinni eru Díönu lögb þau orb í munn að hún sé „mesta vændiskona í heimi". Samkvæmt sömu heimild skírskotar hún til heimilis drottningarfjölskyld- unnar sem „holdsveikraný- lendu", um leið og hún fer hábu- legum orðum um Karl prins. Orbrétt hefur Morton m.a. eftir Díönu: „Minn tími kemur! Eg mun hefna mín. Ég er rétt að byrja." í bókinni segir að Díana sé hjátrúarfull og höll undir hverskonar hégiljur og nýaldar- grillur. Þannig trúi Díana því til dæmis ab hún hafi verið nunna í fyrra lífi. Morton hefur eftir ónafngreind- um „vini" Díönu að í rauninni þyki henni enn vænt um Karl og kynni að taka hann í sátt ef hann hyrfi frá villu síns vegar og bæði hana aubmjúklega fyrirgefning- ar. ■ í hinu nýja ritverki Andrews Morton greinir frá því ab Karl prins hafi í sinni þjónustu unga konu, Tiggy Legge-Bource, og hafi hún þab hlutverk ab annast litlu prinsana og ganga þeim ab einhverju leyti í móbur stab. Er Díana sögb mjög sár og afbrýbisöm út íkonuna, en hér er mynd sem tek- in var af henni ásamt hinum konungbornu skjólstœbingum sínu ab vaba yfir ána Dee í námunda vib Aberdeen. Myndin er tekin meb abdráttar- linsu á meban Díana fór ífrœga Ameríkuför sína ekki alls fyrir löngu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.