Tíminn - 10.11.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.11.1994, Blaðsíða 1
SIMI 631600 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti STOFNAÐUR 1917 78. árgangur Fimmtudagur 10. nóvember 1994 212. tölublað 1994 Sala á notubum bílum. FIB: Sviksemi hefur aukist Runólfur Olafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreibaeigenda, segir ab þa5 hafi orbið allt a5 30% aukning verkefna hjá tæknimanni fé- lagsins og lögfræöingi vegna mála sem tengjast ákvebinni sviksemi í sölu á notuöum bíl- um. Hann segir að það hafi færst í vöxt að logið sé um ástand bíla þar sem vísvitandi séu gefnar upp rangar upplýsingar um ástand bílsins. Þetta vandamál sé sífellt ab verða umfangsmeira eftir því sem harnaö hefur í ári á bílamark- abnum. Runólfur segir að mun erfiðara sé að eiga við óheiðarleg bílavibskipti þegar viðkomandi bíll er seldur í gegnum dagblaða- auglýsingar, en á bílasölum. Hann segir ab bílasalar séu farnir ab vanda sig meira samfara auk- inni ábyrgð vegna nýrra laga um bílavibskipti þar sem hagur neyt- andans er í fyrirrúmi. Sem dæmi um þessa sviksemi þá keypti stúlka bíl á dögunum á bílasölu fyrir um 700 þúsund krónur meö engum áhvílandi skuldum, samkvæmt ökutækja- skrá. Eftir að hún hafði gengið frá þessum viðskíptum líða nokkrir dagar þar til hana fer að lengja eftir því að fá eigendahandbókina yfir bílinn. Hún hringir þá í bíla- söluna þar sem henni er sagt að það hafi farist fyrir að fara með tilkynninguna. En í millitíðinni hafði verið tekið veð í bílnum fyr- ir um 400 þúsund krónur, eða sem nemur rúmlega helmningi þeirrar upphæðar sem hún keypti bílinn á. Af öðrum dæmum má nefna að t.d. vai lofað að meb bíl mundu fylgja fjögur vetrardekk en þegar á reyndi kannaðist seljandinn ekk- ert viö það. Einnig nýupptekin vél og aðeins hefur verið skipt um „headpakkningu" eða tímareim. Stokkab upp í Kópavogslögregluhni: Deiluaðilar skildir ab Tveim æbstu starfsmönnum Kópavogslögreglunnar hefur veriö stíaö í sundur og þeir færb- ir á nýjan starfsvettvang, en auk þess veröa þeir lækkaðir í tign. Þetta er Salómonsdómur þeirra Þorsteins Pálssonar dómsmála- rábherra og Þorleifs Pálssonar, sýslumanns í Kópavogi. Það er mat dómsmálaráðuneytis- ins að sjaldan valdi einn þá tveir deila. Sýslumaður kveður aðstoð- aryfirlögregluþjóninn, Guðmund Jónsson, ekki einan eiga sök á deilunum. Yfirlögregluþjónn, Valdimar Jónsson, hafi blandað sér í deilurnar og tekið afstöðu á móti undirmanni sínum. Þetta hafi leitt til þess að ekki hafi tekist að fá lausn á málinu með eðlileg- um hætti. Þá segir sýslumaður að innan lög- regluliösins séu flokkadrættir og klögumálin gangi á víxl. Yfirmönnunum tveimur, Valdi- mar og Guömundi, hefur nú ver- iö tilkynnt um flutning þeirra af vinnustaðnum við Auðbrekku í Kópavogi, sem og stöbulækkanir. Valdimar Jónsson verður fluttur til Hafnarfjaröar og verður varð- stjóri þar. Guðmundur Jónsson fer í næsta hús við lögreglustöö Kópavogs, yfir til RLR, þar sem hann gerist rannsóknarlögreglu- maöur. Báðir fá frest til 23. nóv- ember til aö koma að andmælum við fyrirhugaöan flutning í starfi. Bábir voru leystir undan starfs- skyldum sínum vib Kópavogslög- regluna í gærdag og yfirgáfu vinnustaðinn. Egill Bjarnason, aðstoðaryfirlög- regluþjónn h]á Rannsóknarlög- reglu ríkisins, hefur tímabundið tekið við sem yfirlögregluþjónn við embætti sýslumannsins í Kópavogi. ¦ f f * • |-j | su 0 Tímamynd CS hUnClQCign HCyHVlHinOQ veröurfjölbreytHegri meö hverjuárinu og þessi fallegi hundur, sem er rússneskur abalsmannastormhundur, svokallabur Borzoi-hundur, var á gangi með eiganda sínum á Fríkirkjuveginum ígóba vebrinu ígœr. Hundamenningin hefur einnig styrkst meb aukinni hundaeign þó þvfmibur séu talsverb brögb ab þvíab reglur um hundahald séu ekki virtar eba þá ab hundaeigendur séu meb hunda sína þar sem þeir eiga ekki ab vera. Vibrœbur um ab flytja mjólkurvinnslu frá Borgarnesi til Reykjavíkur, Selfoss og Búbardals: Samsalan leggi fé í nýtt fyrirtæki í Borgarnesi Nú standa yfir viöræbur á milli Kaupfélags Borgfirbinga og Mjólkursamsölunnar um að mjólkursamlagið í Borgarnesi veröi lagt niöur en vinnsla aukin í Reykjavík, Selfossi og Búbardal. Þá er gert ráb fyrir að Samsalan leggi fram hlutafé í nýtt mat- vælafyrirtæki í Borgarnesi á móti kaupfélaginu til þess ab bæta upp atvinntap. Nú starfa um 30 manns hjá mjólkursamlaginu í Borgarnesi og verði vinnslu mjólkur hætt þar myndu 15-20 af þeim missa vinn- una. Að sögn Þóris Páls Guðjóns- sonar, kaupfélagsstjóra í Borgar- nesi, hefur það veriö sett sem skil- yrði í þessari umræðu að sambæri- legt atvinnustig haldist áfram þrátt fyrir að dregiö veröi úr mjólkur- vinnslunni eða hún alfarið lögð niöur. í samkomulagi, sem verið er að vinna að á milli Mjólkursamsöl- unnar og Kaupféags Borgfirðinga, eru ákvæði um að þessir abilar leggi í sameiningu fram fé í nýtt hlutafélag til ab bæta upp missi á störfum sem fylgdu flutningi mjólkurvinnslunnar frá Borgar- nesi. Gert er ráb fyrir að þetta yröi fyrirtæki á sviði matvælavinnslu. Fyrir er í samlaginu starfssemi sem ekki tengist mjólkurframleiðslu, s.s. vodkablöndun, pizzufam- leiðsla og grautargerð. Hugmyndin er að hið nýja fyrirtæki tæki yfir þessa starfssemi og bætti vib ann- arri á sama svibi. Bjarni Þorsteinsson, bóndi á Skálpastöbum og formaður sam- lagsráðs Mjólkursamlags Borgfirð- inga, segir þab sitt álit ab mjólkur- ibnaðurinn þurfi ná fram lækkun á vinnslukostnabi til þess að bæta samkeppnisstöðuna, sér í lagi með tilliti til væntanlegs innflutnings. Verði samlagiö í Borgamesi lagt niöur myndi pökkun á ferskri mjólk af samlagssvæöinu fara fram hjá Mjólkursamsölunni í Reykja- vík. Ekki er gert ráö fyrir aukningu á vinnuafli hjá Samsölunni þess vegna og yrði því þar um beina hagræbingu ab ræba. Vinnufrekari greinar, sem eru aballega vinnsla á sýrbum afurbum, s.s. þykkmjólk, bíómjólk og kalda, færbist væntan- lega til Mjólkurbúss Flóamanna á Selfossi. Samhliba eru uppi hug- myndir um ab abar greinar færist frá MBF á Selfossi til mjólkursam- lagsins í Búðardal. Þar gætu bæst vib störf í kjölfarib. ¦ Félagsmálarábherra: Stutt í nýjan Sátta Búist er við ab félagsmálaráð- herra muni alveg á næstunni taka ákvörbun um þab hver verbi eftirmabur Gublaugs Þor- valdssonar í embætti ríkissátta- semjara, sem lætur af störfum um áramót vegna aldurs. Rætt er um ab Már Gunnarsson, starfsmannastjóri Flugleiba, sé sá einstaklingur sem komi vel til álita sem næsti ríkissáttasemjari. Hinsvegar hefur engin kona gegnt þessari áhrifastöbu og kann það að hafa einhver áhrif á ákvörðun ráðherrans. Forystumenn aðila vinnumark- aðarins gengu á fund ráöherra fyrir skömmu þar sem hann kynnti fyrir þeim nöfn umsækj- enda, jafnframt því sem hann spurði þá um viðhorf þeirra til hvers umsækjenda fyrir sig. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.