Tíminn - 10.11.1994, Side 5

Tíminn - 10.11.1994, Side 5
Fimmtudagur 10. nóvember 1994 5 Jóhannes Ceir Sigurgeirsson: A þröskuldi mikilla breytinga Viö lifum á tímum mikilla breyt- inga. Breytinga sem vib verðum ab bregöast viö meö róttækum hætti. Mér finnst skorta á að hin pólitísku öfl séu tilbúin til þess. Umræðan mótast um of af því hvað sé óhætt aö segja á augna- blikinu þannig aö hagsmunahóp- ar séu ekki styggðir. í tilfelli stjórnmálamannsins eru það kjós- endurnir sem eru stærsti hags- munahópurinn og vissulega eig- um viö, sem í stjórnmálunum vinnum, okkar pólitísku framtíð undir viðbrögðum þess hóps. Hitt er svo annað mál að allt of oft eru viðbrögö stjórnmálamanna á þann veg að maður gæti ætlab að þaö væri ekkert líf eftir hinu pólit- íska og vinnubrögð því mótast meira af því hvað óhætt sé að segja eða gera án þess að styggja baklandið frekar en af róttækum hugmyndum settum fram til þess að takast á við óvissa framtíð. Hugmyndum sem neyða hags- munahópinn, í þessu tilfelli kjós- endurna, til þess ab taka afstöðu til ólíkra úrlausna og sjónarmiða. Frumkvöblar í at- vinnulífi Mér finnst þessa gæta í nokkrum mæli þegar við ræbum um þróun byggðamála. Þar hafa stjórnmála- öflin að minu mati setið eftir. Ef við lítum til atvinnulífsins, þá hafa menn tekist kröftuglega á við breyttar aðstæður og verið ófeimnir að fylgja eftir nýjum hugmyndum. Hvar værum við stödd í dag, ef forsvarsmenn út- gerðar og fiskvinnslu hér á Norð- urlandi hefðu ekki verið tilbúnir til þess að nýta sér nýja möguleika sem opnuðust til sérhæfingar og hagræðingar í kjölfar kvótakerfis- ins á sínum tíma. Hvab ef frysti- togararnir hefðu ekki komiö til? Um borð í þeim voru flæðilínurn- ar þróaðar og í kjölfariö fylgdi síð- an flæðilínuvæðingin í land- vinnslunni. Hún hefur reynst for- senda fyrir fullvinnslu í neytenda- pakkningar. Hvað ef menn hefðu ekki haft framsýni til þess að sam- eina bolfiskkvóta og senda önnur skip á rækju, djúpkarfa og úthafs- veiöar. Hvað ef við hefðum ekki borið gæfu til þess að eiga frumkvöðla á viö Samherjafrændur eða þá ungu menn sem hafa drifið Fiskibju Sauðárkróks áfram, forsvarsmenn fiskvinnslu á Dalvík, Hrísey og Fiskiöju Húsavíkur sem hafa verið í fararbroddi í fullvinnslu og pökkun í neytendaumbúðir, eba Jóa á Þórshöfn og hans menn, svo að einhverjir séu nefndir. Vissu- lega hefur allt þetta haft breyting- ar í för meb sér, sem eru á stund- um erfiðar fyrir einstaklinga og byggðarlög. Um hitt er ég jafn viss að vib værum mun verr stödd í dag, ef þær hefðu ekki átt sér stað. Hvað þá ef þeir stjórnmálamenn hefðu fengið að ráöa, sem vildu þvælast fyrir þessu öllu. Þeir eru vissulega til. Hafa stjórnmála- menn sofiö á verðin- um? Til ab taka af öll tvímæli vil ég taka fram ab ég tel að íhaldssemi sé dyggð, í þab minnsta að vissu marki. Ég dreg þetta hins vegar fram til þess að benda á aö það vantar nokkuð á ab stjórnmála- menn hafi brugbist viö á hliö- stæðan hátt. Stjórnmálamenn á landsbyggðinni hafa að mínu mati sofið á verbinum varðandi „Stjómmálamenn á lands- byggðinni hafa að mínu mati sofið á verðinum varðandi mikilvæga þætti varðandi þróun stjómsýslu í landinu. Þar á ég bæði við alþingis- og sveitarstjómarmenn og eng- inn má skilja orð mín þatmig að sá sem þetta skrifar sé tek- inn út fyrir sviga í þessu máli. Þetta er að mínu rnati þeim mun alvarlegra að nú hillir undir það að landsbyggðin hafi ekki lengur meirihluta á Alþingi til þess að hrinda hagsmunamálum sínum í framkvæmd." mikilvæga þætti varðandi þróun stjórnsýslu í landinu. Þar á ég bæöi viö alþingis- og sveitar- stjórnarmenn og enginn má skilja orb mín þannig að sá sem þetta skrifar sé tekinn út fyrir sviga í þessu máli. Þetta er að mínu mati þeim mun alvarlegra að nú hillir undir það að landsbyggðin hafi ekki lengur meirihluta á Alþingi til þess að hrinda hagsmunamál- um sínum í framkvæmd. Stjórn- málamenn landsbyggðarinnar hafa á umliðnum áratugum neytt afls síns til þess að byggja upp skólakerfið, heilsugæsluna, vega- kerfib að miklu leyti og margt fleira. Það hefur hins vegar setið á hakanum ab vinna að því að láta stjórnsýsluna þróast í takt við breyttar aðstæður. Við búum enn við það skipulag ab um 70% af meðferð sameigin- legra sjóða þjóðarinnar er enn al- farið undir stjórn ríkisstjórnar og Alþingis. Hér er um að ræða mun hærra hlutfall en þekkist hjá nokkurri nálægri þjóð. Alþingi og ríkisstjórn eru enn að vasast í hlutum sem væru mun betur komnir nær þeim sem eiga að njóta þjónustunnar og eiga eðli máls samkvæmt mun betur heima á þeim vettvangi. Hvað þetta snertir erum vib ennþá á „hand- færum og þurrkum fiskinn í reit- um" svo ég grípi aftur til samlík- ingarinnar við þróunina í sjávar- útveginum. Ef til vill er ástæban fyrir þessu sú aö vib höfum álitið að vib gætum alltaf gengið í þetta verk seinna. Landsbyggbin hafi meirihluta þingmanna á Alþingi og þetta verkefni hlaupi ekkert frá okkur. Við erum hins vegar nú ab vakna upp vib þann vonda draum að á þessu eru að veröa breytingar. Það er að mínu mati ljóst að það verð- ur ekki undan því vikist að gera breytingar á því kerfi sem við höf- um nú til kosninga á Alþingi. Það hefur sýnt sig í því að vera mein- gallað og auk þess er nú vaxandi þrýstingur á það að taka nýtt skref til jöfnunar á atkvæöisréttinum milli dreifbýlis og höfubborgar- svæöisins. Ég veit ekki hvort fólk áttar sig al- mennt á því ab ef um frekari jöfn- un verbur að ræba, þá kemur upp sú staða ab ekki veröur lengur um það að ræða ab landsbyggbin hafi meirihluta á Alþingi. Ef þab skref, sem menn tala um að taka nú, verður byggt á grunni núverandi kjördæmaskipanar, þá veröur kömin upp sú staöa að verulegur meirihluti þingmanna veröur kjördæmakjörinn í Reykjavík og Reykjanesi. Þeir þingmenn munu væntanlega líta þannig á málið að þeir hafi skyldur samkvæmt kosn- ingalögum og stjórnarskrá til þess ab vinna sérstaklega að hagsmun- um þessara landshluta. Þetta tel ég vera þann versta kost sem getur komið upp ef við erum að hugsa út frá hagsmunum hinna dreifðu byggba og í raun algjörlega óá- sættanlegt út frá þeirri forsendu sem ég nefndi hér áður, þ.e. hinu miðstýrða stjórnkerfi sem við bú- um við. Hefur Alþingi sofið á veröinum? Ég hef því í mínum málflutningi um þetta mál sagt að við þessu verði að bregðast með róttækum hætti. Þab verði samhliða næstu breytingu á kjördæmaskipan að færa vald og ábyrgð á- ýmsum málaflokkum frá ríkisstjórn og Al- þingi og til héraðanna, þ.e. þeim málaflokkum sem standa næst fólkinu. Þessu yrði aö sjálfsögðu ab fylgja sjálfstæður réttur til tekjuöflunar til þess að standa undir nýjum verkefnum. Þar væri til dæmis hægt að hugsa sér ab m.a. allir beinir skattar færðust þannig til byggðanna. Við þessa skipan værum við að tala um Alþingi sem væri að nokkru öðruvísi en er í dag. Hlut- verk þess væri meira á sviði grunnlagasetningar, eftirlits með framkvæmdavaldinu og erlendra samskipta. Hér væri um að ræða breytingar til hins betra að mínu mati. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að á þessum sviðum VETTVANCUR „Styrkur íslensks sjávarútvegs hefúr ekki síst byggst á því að hann er grunnatvinnuvegur og stendur undir okkar þjóð- arbúskaþ, öndvert við það sem er annars staðar í Evróþu þar sem hann er meira og minna á ríkisframfæri. í dag afkasta íslenskir sjómenn helmingi meim en stéttar- bræður þeirra í Noregi, sem þó koma næst okkur í afköst- um. Égget ekki hugsað mér þá stöðu að íslenskur sjávar- útvegur dragist inn í „styrkja- bixið" innan ESB." hefur Alþingi ekki stabið í stykk- inu. Ef til vill vegna þess að við al- þingismenn höfum um of veriö að vasast í hlutum sem eiga betur heima á öðrum sviöum. Mikilvægi erlendra samskipta Ef við tökum erlendu samskiptin sem dæmi, þá hefur stundum ver- ið sagt ab meb þeim fjöl- og al- þjóðlegu samningum, sem við höfum gert, hafi veriö dregið verulega úr mikilvægi Alþingis. Við þurfum lítið annað að gera en að fjölfalda tilskipanir frá Brússel og hinum ýmsu alþjóðastofnun- um. Þessu er ab mínu mati þveröf- ugt farið. Þessar breyttu abstæbur kalla vissulega á breytt vinnu- brögö. Þær kalla á agaðri vinnu- brögð og auka einnig til muna við eftirlitsskyldu Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu, því ab hvort sem okkur líkar betur eða verr þá munu lífskjör okkar í framtíbinni mótast að verulegu leyti af því hvernig til tekst viö að standa á rétti okkar vibvíkjandi þeim samningum sem vib höfum gert. Viö skulum einnig átta okkur á því aö á þessum vettvangi ræðst hvernig okkur tekst til vib varb- veislu fullveldis okkar við þessar breyttu aðstæður. Ég hef því sagt að við eigum að nota þá umræöu, sem nú er uppi varðandi jöfnun atkvæðisréttar, til þess að knýja á um þær breyt- ingar á stjórnkerfinu sem ég hef verið að nefna hér. Ef við gerum það ekki, erum við ab missa af síö- asta tækifærinu til þess að beita þingstyrk landsbyggðarinnar í þessa veru. í versta falli erum viö ab sjá borgríkið ísland verða að veruleika þar sem nánast allt vald á sameiginlegum sjóöum okkar. verður í höndum kjörinna full- trúa af höfubborgarsvæðinu. Varðandi kjör til Alþingis viö þessar breyttu aðstæður hef ég ekki komið auga á aðra lausn en eitthvert afbrigði þess að landið verbi eitt kjördæmi í kosningum til Alþingis. Þar finnst mér koma mjög til greina sú leib sem for- maður okkar hefur sett fram, þ.e. að helmingur þingmanna verði kosinn í kjördæmum, en hinn hlutinn af landslistum þar sem landið allt væri þá eitt kjördæmi. Varðandi þá leið er það hins vegar að segja aö hún, eins og margar aðrar leibir, er í raun illfram- kvæmanleg, ef halda á því mark- miði sem sett var við breytinguna 1983, að jafna ab fullu á milli flokka. Mín grunnhugsun er sem sagt sú að vib veröum ab hafa að- ferð sem knýr sem flesta þing- menn til þess að líta á sig sem full- trúa landsins alls. Ég nefndi hér áöur í máli mínu vaxandi mikilvægi erlendra sam- skipta fyrir okkur íslendinga. Þar stöndum vib nú frammi fyrir því að við getum þurft að semja ab einhverju leyti upp á nýtt við Evr- ópusambandib. Ég var þeirrar skobunar á sínum tíma að vib ætt- um ekki annars-úrkosta en ab full- gilda samninginn um hið Evr- ópska efnahagssvæði. Ég er hins vegar jafn sannfærbur um ab um- sókn um aðild að ESB kemur ekki til greina. í því sambandi nægir að mínu mati að líta til hagsmuna sjávarútvegsins. Þar kemur tvennt til, annars vegar það fyrirkomulag sem þar er varðandi yfirráð yfir auölindinni og hins vegar sú um- gjörð sem er um þennan atvinnu- veg innan Sambandsins. Styrkur íslensks sjávarútvegs hef- ur ekki síst byggst á því að hann er grunnatvinnuvegur og stendur undir okkar þjóbarbúskap, önd- vert við það sem er annars stabar í Evrópu þar sem hann er meira og minna á ríkisframfæri. í dag af- kasta íslenskir sjómenn helmingi meiru en stéttarbræður þeirra í Noregi, sem þó koma næst okkur í afköstum. Ég get ekki hugsað mér þá stöðu að íslenskur sjávarútveg- ur dragist inn í „styrkjabixið" inn- an ESB. Það mundi að mínu mati draga verulega úr virkni hans og þar með bjóða þeirri hættu heim aö viö munum tapa stöðu okkar í samkeppni um markaði annars staðar í heiminum. Hitt er að mínu mati jafn ljóst ab í þeirri framtíð sem við sjáum verður Evrópa sá heimshluti sem vib eigum langmest samskipti við og á þab bæði við um viðskipti og samskipti á svibum menningar og stjórnmála. Vib hljótum því að kappkosta að ná á hverjum tíma þeim hagstæðustu samningum sem við eigum kost á við þessa ná- granna okkar og tryggja að rödd okkar heyrist á þessum vettvangi. Við eigum margar leiðir til þess að svo megi verða. Ég vil í því sam- bandi nefna að okkur er mikil nauðsyn að öflugu norrænu sam- starfi verbi viðhaldib og einnig er- um við í samstarfi við Evrópu- þjóðir á fjölmörgum öðrum svið- um, þannig að allt tal um einangr- un okkar innan Evrópu er að mínu mati út í hött. Lítiö gerst í málefn- um landbúnaðarins Ég ætla ab lokum að fara nokkrum orðum um stöbu íslensks land- búnaðar í dag. Því miöur verður aö segjast eins og er ab nú, þegar þessu kjörtímabili er að ljúka, er afraksturinn varbandi landbúnað- armálin afar lítill. Lengst af hefur umræðan um landbúnabarmál einkennst af hatrömmum deilum einstakra rábherra í ríkisstjórn- inni. Það má vel vera ab einstaka menn telji að þetta geti verið væn- legt til pólitískra vinsælda til skemmri tíma litið. Hitt er jafn ljóst ab til lengri tíma séð skilar þetta engum árangri. Staðan í dag er því sú að ekki er búib að setja reglugerö um jöfnunargjöld við útflutning, eins og við höfum all- ar heimildir til. En eins og menn muna þá gekk samkomulag stjórnarflokkanna á síöasta vetri út á það að nefnd þriggja ráöherra fjallaði um málið þar sem fjár- mála- og viðskiptaráðuneyti væru eftirlitsaðilar landbúnaðarráð- herra í málinu. Ekkert bólar á því hvernig ríkisstjórnin ætlar að standa að framkvæmd GATT- samningsins. Stór orð um að taka búvörusamninginn upp á kjör- tímabilinu hafa ab engu oröið og svona mætti lengi telja. Komist Framsóknarflokkurinn til valda, ætla ég að nefna nokkur grundvallaratriði sem ég tel aö vinna verði eftir í landbúnabar- málum: 1. Innanlandsmarkaðurinn verði varinn samkvæmt þeim heimild- um sem við höfum í þeim fjöl- og alþjóðlegu samningum sem vib eigum aðild ab. 2. Leitab verbi eftir pólitískri sátt um að vibhalda þeim stuöningi við landbúnaðinn sem enn er til staðar. Þar má að sjálfsögöu leita leiða til þess ab nýta hann betur. 3. Unnið verði ötullega að því aö koma íslenskum landbúnaöarvör- um á markað erlendis með það sem fyrsta markmið ab flytja út á móti þeim innflutningi sem vib stöndum frammi fyrir. Ef til vill finnst einhverjum að hér sé ekki sett hátt markmib. Staðreyndin er hins vegar sú að um þessi atriöi er engin samstaða í núverandi ríkisstjórn. Hvab þá til stærri átaka. Við verðum hins veg- ar að gera okkur grein fyrir því að varöandi útflutninginn er var- hugavert ab gera sér of miklar vonir. Vissulega eigum við þar ákveðna möguleika, en það tekur tíma, mikla fjármuni og vinnu ab ná árangri á þessu sviði. Höfundur er bóndi og alþingismabur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.