Tíminn - 10.11.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.11.1994, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 10, nóvember 1994 Mannvitsbrekkur The Bell Curve, eftlr Charles Murray og Ri- chard Herrnstein. The Free Press, 850 bls., 30 S. „Orðib „gáfur" er, eins og mikið af orðfæri sálfræöinnar, sótt í dag- legt mál.... En sálfræðingum hef- ur gengið illa aö oröa skilgrein- ingu, sem er nákvæmari og fyllri þeim skilningi, sem almenningur leggur í oröið." Svo segir í Ency- clopaedia ofthe Social Sciences (Int- elligence and intelligence test- ing). En verða gáfur mældar? Bandarískur sálfræðingur, J. McKeen Cattell, mun 1890 hafa gert fyrstu umtalsverðu tilraun- irnar til þess. í Frakklandi 1905, að beiðni menntamálaráöuneyt- isins, bjuggu A. Binet og T. Simon skólabörnum gáfnapróf. Slík próf útfærði L.M. Terman við Stan- ford-háskóla nánar 1915. Og hafa þau síðan verið mjög viðhöfð. En eru gáfur að öllu leyti meðfædd- ar? Eða eru þær aö hluta viöbrögð við aðstæðum? Um það, eöa öllu heldur hlutföll þeirra þátta, deila sálfræðingar, á stundum harka- lega. Og í þær glæður blæs bók þessi. í ritdómi í Newsweek 24. október 1994 sagði: „Bókin er afrakstur átta ára samstarfs á milli Murrays og Herrnsteins, sem lést í septem- ber s.l., 64 ára að aldíi. í bókinni eru settar fram þrenns konar laus- tengdar röksemdir. Fyrst fer ný útlistun þjóðfélagsstéttar. Að Richard Herrnstein. Fréttir af bókum dómi Murrays og Herrnsteins er Bandaríkjunum nú að miklu leyti stjórnað (illa, að þeirra dómi) af greindarfólksliði, saman dregnu að gáfnaprófum og hæfnis og há- skólanámi. Á eftir því kemur firnastór greindar-miðstétt — 125 milljónir í Bandaríkjunum meö gáfnavísitölu frá 90 upp í 110." Einkunnir í gáfnaprófum, upp settar í línurit, líkjast kirkju- klukku með breiðum földum. Fremri (vinstri) faldinn mynda lágar einkunnir, hinn aftari (hægri) háar. „Murray og Herrn- stein skipta fremri faldinum í tvennt: IV. flokk (treggáfaða) og V. flokk (mjög treggáfaða). Saman taka þeir til 25% íbúa Bandaríkj- anna, 62,5 milljóna manna. Lægri gáfnavísitölu tengjast fé- lagslegar meinsemdir svo sem fá- tækt, framfærsla á vegum hins opinbera, fæðingar utan hjóna- bands og glæpir, að höfundar telja. Þeir hafna þeim „henti"- kenningum, að sakir aðstæðna og menningarþátta verði fólk ósjálf- bjarga og taki til viö glæpi." „Höfundar fullyrða, að negrar mælist með vérulega lægri greindarvísitölu en hvítir menn. Raunar eru það engin nýmæli. Ár- um saman hafa kennarar og sál- fræðingar vitað, að munur á miðl- ungs (meðal-) gáfnavísitölu hvítra og svartra er 15 stig." „Að lokum er upp brugöið sýn pólitískra ragnaraka, sem er þriðji — og ótrúverðugasti — þáttur bókarinnar. Framundan sjá höf- undar umsköpun velferðarríkis- ins í „gæsluríki" — hátæknilegt afbrigði verndarsvæða Indíána — og þeir óttast „nýja íhaldshyggju" að „suður-amerískri fyrirmynd", en í henni fælist ab hvabeina yrði gert til „að vernda villurnar uppi á hæðinni gegn ógnunum frá fá- tækrahverfunum neðra"." ■ Paul Magdalino: The Empire of Manuel I Komnenos 1143-1180. Cambridge Uni- versity Press 1993. Manuel I Komnenos er talinn fæddur um 1120, tók völdin sem keisari í Býsans 1143 og lést 1180. Hann átti sér að samtíbar- mönnum Friðrik Barbarossa, Hinrik Plantagenet og Saladin ásamt Rögnvaldi Kala Kollssyni Orkneyjajarli. Eins og segir í Orkneyinga- sögu: „Þá er þeir Rögnvaldur jarl kómu til Miklagarðs, var þeim vel fagnat af stólkonungi ok Væringjum. Þá var Menelias konungur yfir Miklagarði, er vér köllum Manúla ..." Þar er Manuel I Komnenos kominn. Tólfta öldin í Býsans var öld krossferða og ágengni vest- rænna ríkja í löndum Manuels I. En honum tókst að hamla gegn ágengninni og stefndi jafnframt að því að styrkja ríkið og endurheimta ítök þess á ítal- íu og jafnframt aö verjast Tyrkj- um lengst af ríkisstjórnarferli sínum. Hann stefndi beinlínis að því aö verða krýndur keisari alls Rómaveldis og að ná lykil- völdum í Vestur-Evrópu. Innan- lands var stjórn hans styrk og efnahagur ríkisins sterkur. Ýms- ir höfundar hafa talið 12. aldar Býsans einkennast af afturför og niöurkoönun, en svo er ekki samkvæmt skoðunum höfund- ar þessa viöamikla rits. Árangur Manuels I í utanríkismálum var undraverbur á óróatímum krossferða og hagsmunaárekstra auðugra verslunarborga á Ítalíu. Manuel I tókst að halda í horf- inu og vel þaö. Þótt tilraunir hans til þess ab endurheimta völd Býsans á ítal- íu og, að margra áliti, fjarstæðu- kenndar áætlanir um að gerast keisari alls Rómaveldis hins BÆKUR SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON forna og þar með Evrópu, þá var hann einhver valdamesti þjób- höfðingi á 12. öld meðan hann var og hét. Tilraunir hans mis- heppnuðust og því hefur hann hlotið ómilda dóma sagnfræð- inga samtímans og síðar. Taka Konstantínópel 1204 eftir hans dag varpaði skugga á fortíðina, en hefði hans notið við þá, er óvíst að atburðarásin hefði orð- ið ósigur og rán borgarinnar. Manuel I var maður sérstæður, mótabi umhverfi sitt og jók mjög vald ríkis og kirkju, studdi listir og bókmenntir. Hann var ágætur herforingi og tók sjálfur þátt í orrustum, sem styrkti mjög hollustu hermanna hans. Hann samdi ræöur sínar sjálfur. Hann er talinn hafa verið vel að sér í guðfræði og ræddi um guð- fræðileg efni á kirkjuþingum. Á hans dögum jókst abstreymi Englendinga og norrænna manna í liðsveitir Væringja, en þeir höfðu lengi verið í lífverði keisaranna allt frá 10. öld. Frá 11. öld eru heimildir um ís- lenska Væringja. Samband Býs- ans og Norðuríanda var talsvert og gripir og ýmis lúxusvara barst með málalibunum, Vær- ingjunum, til Norðurlanda ásamt sögum úr mannlífi og frá atburðum í mestu borg kristin- dómsins, Miklagarði. Ósigur Manuels I fyrirTyrkjum vib Myriocephalum 17. septem- ber 1176 lamaði frekari fram- sókn í austurveg, og sumir telja að eftir þennan ósigur hafi dag- ar stórveldisins Býsans verið taldir. Keisarinn lést 1180, borg- in var tekin og rænd 1204, en ríkiö hélt sem ríki til 1453, þeg- ar höfuöborgin féll í hendur Tyrkjum. Sá atburöur fyllti Evr- ópubúa skelfingu og lengi vel vofði Tyrkjahættan yfir Evrópu. Höfundurinn rekur sögu Manuels I og síöan fylgir lýsing á Konstantínópel og landshlut- um. Efnahagssaga er umfjölluð og stjórnarhættir og miðstýring. Kirkjusaga er rakin og menning- arsaga. Það er talað um endur- reisn 12. aldar í Evrópu, sem fólst í aðskilnaöi og aðgreiningu „pólitísks og andlegs valds, sem var fyrsta skrefið til þeirrar and- legu grósku sem einkenndi há- miðaldir". Þessi endurreisn átti sér fyrirmynd í grískri heiðni og markaöi einnig menningarsögu Býsans á dögum Manuels I. Charles Murray. Meðalmennska var ekki til í fari hennar Ævisaga Arnýjar Filippusdóttur komin út Lifir eik þótt laufið fjúki er heiti á nýútkominni ævisögu Árnýjar Filippusdóttur skólastjóra á Hverabökkum. Höfundar eru Anna Ingólfsdóttir, Katrín Jón- asdóttir og Margrét Björgvins- dóttir. Á kápu segir ab bókin sé gefin út í tilefni aldarafmælis Árnýjar Filippusdóttur frá Hellum í Landsveit. Ung að árum hélt hún til Kaupmannahafnar og var þar við nám og störf í átta ár, oft við þröngan kost. Þegar hún kom heim til íslands, hóf hún kennslu, fyrst að Laugum í Reykjadal og varð síöar skóla- stjóri Kvennaskólans á Blöndu- ósi. Einnig kenndi hún á nám- skeiðum Sambands sunnlenskra kvenna. Liðlega fertug að aldri stofnaði Árný Kvennaskólann á Hvera- bökkum og rak hann í rúmlega tuttugu ár, en kennsla var henni hjartans mál og aö miðla öðrum af reynslu sinni. Hún fór ekki alltaf troðnar slóðir. Hún var sterk og djörf og gat verið orö- Árný Filippusdóttir. hvöt þegar því var að skipta. Oft stóð því styr um gerðir hennar, enda var meðalmennska ekki til í hennar fari. Bókin er 220 síður að stærð og prýða hana margar . myndir, m.a. nokkrar litmyndir af verk- um Árnýjar. Það er Eik á Hvolsvelli sem gef- ur bókina út. ■ Isak Harbarson. Ný ljóðabók ísaks Bókaútgáfan Forlagib hefur sent frá sér ljóðabókina Stokkseyri eftir ísak Haröarson. Stokkseyri er sjöunda ljóðabók ísaks, sem er þekktur fyrir vandaða ljóða- gerö sína þar sem saman fara framúrskarandi málsmekkur, næm tilfinning fyrir formi og frumleg sýn á manninn og um- hverfi hans. í kynningu Forlagsins segir: Er Stokkseyri staður eba hugar- ástand? Kannski staður sem kveikir hugarástand? í þessari bók eru ný ljóð ísaks Harðarson- ar. Þetta eru ljóð á flæðarmáli, öllum auðskiljanleg (þótt ekki séu þeir sjávarmálfræðingar), fersk og sölt og frískandi. Stokkseyri er 64 blaðsíöur ab stærð og prentuð í Prentsmiðj- unni Odda hf. Bókarkápu hann- aði Margrét Laxness, en málverk á kápu er eftir Elfar Gubna Þórð- arson. Bókin kostar 1.690 kr. ItLlliiiv' bli>l \ íh . ,gi>jdu>íilsri cnu ííii uri vm iOL-:Kir;vUu.,.r6 “3^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.