Tíminn - 11.11.1994, Qupperneq 2

Tíminn - 11.11.1994, Qupperneq 2
2 mme*.—r,------ CTDilKgniriiann Föstudagur 11. nóvember 1994 Tíminr spyr.. Hvernig líst þér á hugmyndina um hátíb trúar- og þjóbarleið- toga á Þingvöllum árib 2000? 1 I Ijfe ' Séra Gunnlaugur Stefánsson, formaður fjárlaganefndar: „Ég hef alltaf verið hlynntur því að halda góðar hátíðir í göf- ugum tilgangi. Það er alltaf til bóta þegar fólk kemur saman til að ræða góð málefni, en það þarf náttúrulega að vera ein- hver raunhæfur grundvöllur fyrir hátíö sem þessari og fram- kvæmdin verður líka aö vera möguleg. Hugmyndin er góð en við skulum bíða með að meta hvort hún er raunhæf þar til við sjáum meira." Ragnar Þorgeirsson, varaþingmaður Ingibjargar Pálmadóttur á Vesturlandi: „Þeta er jákvæð hugmynd, sem gæti bætt stöðu okkar varðandi ímynd hreins lands og um- hverfisvænna sjónarmiða. Náttúra landsins og hreinleiki hennar er auðlind sem er að fleyta okkur inn í nýja öld." Guðrún Helgadóttir, varaforseti Alþingis: „Mér finnst alltaf gaman aö nýjum hugmyndum. Það þyrfti í fyrsta lagi að athuga hvort þetta er yfirleitt hægt. Mér sýn- ist aö töluvert þurfi að koma til ef þetta á að vera gerlegt. Eigi að halda fund sem þennan meö einhverri reisn væri ástæða til aö hefjast þegar handa. Það þyrfti aö gerbreyta aðkomuleið- um að Þingvöllum, byggja upp sjónvarps- og útvarpsaðstöðu, meta hvað staðurinn þolir af fólki, hvemig eigi að fæða það og veita gistingu. Vissulega væri ánægjulegt ef þetta tækist án þess að það skaðaði alvar- lega fjárhag þjóðarinnar og náttúru Þingvalla." Ráöstefna um karla gegn ofbeldi haldin um helgina. Ómar Smári Ármannsson: Lítiíí áhugi á að fækka afbrotum „í okkar þjóöfélagi eru að- stæður þannig að við höfum öll tök á að ráða því sjálf hver afbrotatíðnin er. Það eina sem skortir er áhugi og vilji til aö taka á málunum," segir Ómar Smári Ármannsson, aöstoðar- yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Hann telur tímabært að karl- menn ræði þessi mál í sínum röðum, enda séu þeir gerend- ur í flestum ofbeldisverkum. Ómar Smári verður einn fyr- irlesara á ráðstefnu karlanefnd- ar jafnréttisráðs sem haldin verður í Norræna húsinu á morgun. Yfirskrift ráðstefnunn- ar er „Karlar gegn ofbeldi" og er ætlunin að hefja með henni umræðu um ofbeldi á nýjum grunni með þátttöku og fullri ábyrgð karla. Ómar Smári ætlar í erindi sínu aö fjalla um tvo þætti. Annars vegar um orsakir og ræt- ur ofbeldis í samfélaginu og hins vegar um nauðsyn þess að kerfið virki gagnvart þeim sem hafa framið ofbeldi, þannig að þeir kynnist afleiðingum gerða sinna. Hann segir aö með rétt- Fellahell- ir 20 ára Félagsmiðstöðin Fellahellir á 20 ára afmæli um þessar mundir. Hún tók til starfa 9. nóvember 1974 og er elsta starfandi félags- miðstöðin fyrir unglinga á veg- um íþrótta- og tómstundaráös Reykjavíkur. í tilefni afmælisins verður opið hús og afmæliskaffi í Fellahelli laugardaginn 12. nóvember. Þá verður opnuö sýning á ljósmyndum úr sögu staðarins og nýlegum listaverk- um unglinganna í hverfinu. Allir Breiðhyltingar eru hvattir til aö koma í heimsókn og „gamlir" unglingar eru sér- staklega boðnir velkomnir. ■ um úrlausnum sé hægt að draga stórlega úr afbrotum hér á landi en sér virðist sem ekki sé nægur áhugi fyrir hendi. Lögreglan hafi t.d. margoft bent á þörf á úrlausnum en nýlega fengið svör þess efnis að engin vinna sé í gangi sem komi til móts við ábendingar hennar. „Það er sérstaklega mikilvægt að grípa til aðgerða í málefnum yngstu afbrotamannanna. Við hjálpum þeim ekki með því að leyfa þeim aö vera áfram í því ástandi sem þeir em komnir í og viö þær aðstæður sem þeir kjósa sér. Það er vís leið til að fram- Ieiða síbrotamenn. Við þurfum að geta tekið þessa ungu menn til hliðar og haft þá undir hand- leiöslu góðra manna sem leið- beina þeim. Þannig náum viö beint til þeirra og það er líklegra aö þeir taki tali en ef þeir fá Skýrslur Sjávarútvegsstofnun- ar og Hagfræðistofnunar Há- skóla íslands um kosti og galla aðildar íslands að ESB verða gefnar út af viðkom- andi stofnunum. Innan ann- arra stofnana hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um útgáfu. Eftir að ríkisstjórnin ákvað að standa ekki straum af kostnaði við kynningu á efni skýrsln- anna hefur verið rætt innan Há- skólans að gefa út bók meö öll- um skýrslunum fjórum. Um það hefur hins vegar ekki verið tekin formleg ákvörðun að sögn Ragnars Árnasonar prófessors sem sæti á í stjórn Hagfræöi- stofnunar. Hann segir að tvær fyrrnefndu stofnanirnar hafi hins vegar ákveðið að gefa út sínar skýrslur en ekki sé enn Ómar Smári Ármannsson. tækifæri til að skemma sjálfa sig og aöra og enda jafnvel sem stofnanamatur. í lögreglunni er- ljóst hvort það verði í umræddri bók eða í sérstakri útgáfu. Innan Hagfræðistofnunar, a.m.k., sé báöum möguleikunum haldið opnum. Ragnar vildi þó ekki segja til um hvenær skýrslurnar koma fyrir sjónir almennings. Skýrslurnar voru unnar fyrir ríkisstjórnina og fyrir gerð Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tím- ans á Akureyri: Aukakjördæmisþing mun taka ákvörðun um framboðslista framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra fyrir um við að fást við afleiðingar gerða þessara manna en flestir þeirra eru skynsamir og hægt að ræða við þá ef aðstæður og vilji er fyrir hendi." Ömar Smári telur þörf á að vekja karlmenn meira til um- hugsunar um þennan mála- flokk eins og ætlunin er með ráðstefnunni. „Karlmenn eru gerendur í langflestum ofbeldis- málum. Það er þess vegna full ástæða til að þeir taki þessi mál upp og leggi sig fram við að leiða þau til betri vegar. Það er eins og konur séu miklu með- vitaðri um ábyrgð sína og skyld- ur gagnvart samfélaginu og sín- um nánustu. Við karlmenn, ættum kannski að horfa til þess besta sem býr í konum, reyna að tileinka okkur það og nýta okk- ur til góðra verka." þeirra voru borgaðar alls 2,8 milljónir króna. Fyrir skýrslu Al- þjóðamálastofnunar voru borg- uð 400 þúsund, 500 þúsund fyr- ir skýrslu Félagsvísindastofnum ar og Hagfræðistofnunar og 1400 þúsund fyrir skýrslu Sjáv- arútvegsstofnunar. komandi alþingiskosningar eins og fráfarandi stjórn sambands- ins hefur lagt til. Á fundi kjör- dæmissambandsins fyrir skömmu kom fram tillaga um að viðhafa prófkjör vegna upp- stillingar framboðslista en hún var felld með 44 atkvæöum gegn 17. Prófkjörstillagan var borin fram af félögum í Framsóknarfé- lagi Akureyrar og Félagi ungra framsóknarmanna. Kjördæmis- þingið skipaði nefnd til að leita eftir tilnefningum á framboðs- lista sem aukakjördæmisþing mun síðan greiða atkvæði um. Rétt til setu á aukakjördæmis- þingi hafa allir fulltrúar á aðal- kjördæmisþingi auk tveggja varamanna fyrir hvern fulltrúa eða 200 manns. Guölaug Björnsdóttir frá Dal- vík hlaut kosningu til formanns Kjördæmissambands framsókn- armanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra í stað Valdimars Bragasonar sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnar- setu, en aðrir í stjórn kjördæ- missambandsins eru Daníel Árnason, Akureyri, Erlingur Teitsson, Brún í Reykjadal, Sig- urbjörg Jónsdóttir, Raufarhöfn, Anný Larsdóttir, Sveinbjarnar- gerði á Svalbarðsströnd, Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir, Akur- eyri og Vigfús Sigurðsson, Húsa- vík. ■ Erótískar teikningar Lennons sýndar hér Rœtt um aö gefa út bók meö ESB-skýrslum stofnana Háskólans: Gefa út tvær skýrslur Framsóknarmenn á Noröurlandi eystra: Kjördæmisþing ákveð- ur framboðslista

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.