Tíminn - 11.11.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.11.1994, Blaðsíða 4
4 fKwJÍwií Föstudagur 11. nóvember 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Stjórnmálunum afneitab Bandarískir stjórnmálamenn fengu falleinkunn í nýaf- stöönum þingkosningum. Tveir af hverjum þremur kosn- ingabærum mönnum sátu heima og létu sig engu varba hvort þaö væri demókrati eöa repúblikani sem settist í full- trúadeildina fyrir kjördæmiö eöa í öldungadeildina fyrir fylkiö. Þessi dræma kjörsókn hlýtur aö skyggja á sigurgleöi repúblikana og veröa demókrötum enn meira áhyggju- efni. Yfirburöir repúblikana eftir kosningarnar þar sem þeir náöu meirihluta í báöum þingdeildum veröa ekki skýröir meö því aö kjósendur hafi á þeim sérstakt dálæti eöa aö stefnumál þeirra falli þeim betur í geö en kosningaloforö demókratanna. Það viröist einkum hafa vakað fyrir kjós- endurri aö hafna ríkjandi ástandi án þess aö kjósa neitt sér- stakt í staðinn. Þótt sigur repúblikana sé mikill, þegar litiö er á þingmannatöluna, er fylgi þeirra heldur lítið, ef tekið er mið af fjölda kosningabærra, og útreiö demókrata enn slakari og er ekkert annaö en fylgishmn. Væntingar þeirra, sem guldu Clinton atkvæöi sitt í for- setakosningunum, hafa ekki gengiö upp, sem þýöir að hann þykir ekki hafa staðið viö kosningaloforö sín, þótt enginn neiti að honum hefur tekist vel upp aö mörgu leyti á tveggja ára embættisferli sínum sem forseti. En þótt Clinton hafi ekki veriö í framboði, er frammistaða forseta nátengd trausti almennings á flokki hans og njóta eða gjalda frambjóðendur forsetaflokksins þess jafnan í þing- kosningum, sem og öörum kosningum í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir vísi aö efnahagsbata og skánandi atvinnu- ástandi hefur forsetinn og flokkur hans litlu sem engu komið í verk af umfangsmiklum félagslegum umbótum sem lofað var, og eins og málum er nú háttað em enn minni líkur á aö þau baráttumál nái fram aö ganga. Aö hinu leytinu aukast félagslegu vandamálin jafnt og þétt og spilling og glæpir naga rætur bandarísks þjóöfé- lags. Borgararnir eru óttaslegnir og kvíðnir. Þar viö bætist aö bilið milli ríkra og fátækra eykst jafnt og þétt og sýnist fátt geta ráöið viö þá þróun, þrátt fýrir hástemmd loforö stjórnmálamanna um jöfnuö og félagslegar úrbætur. í hatrammri kosningabaráttu, þar sem dollarar voru hvergi til sparaöir til aö auglýsa frambjóöendur, bar meira á hnútukasti stjórnmálamanna og fylgjenda þeirra í garö hvers annars en að flokkar og frambjóöendur legöu fram stefnumörkun og byðu kjósendum upp á valkosti milli aö- greindra stefnumála. Sannleikurinn er sá aö munur á stóm flokkunum í Banda- ríkjunum er ekki mikill og er miklu fleira sem er þeim sam- merkt en greinir þá aö. Því er engin frágangssök þótt þing- deildirnar séu á bandi annars flokks en forsetinn. Slík staöa hefur oft áður komið upp í Bandaríkjunum og er rík- ið langt frá því stjórnlaust fyrir þær sakir. Svo tryggilega er gengið frá fulltrúalýöræðinu samkvæmt stjórnarskrá aö stjórnarfarið stenst vel þverstæöur eins og þá sem nú er komin upp í Washington. Enda eins gott, þar sem um er aö ræða öflugasta og mikilvægasta forysturíki heims. Má því meö nokkmm sanni segja að heimsbyggðinni komi kosningar í Bandaríkjunum við, þótt meö óbeinum hætti sé. En það hlýtur að vera áhyggjuefni ef stjórnmálamenn í rótgrónu lýöræöisríki em aö missa tiltrú almennings og aö ekki þyki taka því aö gera upp á milli manna og flokka í kosningum. Afneitun kosningabærra manna í Bandaríkj- unum á frambjóðendum og flokkum er lýöræðinu hættu- leg og sökin er þeirra stjórnmálaafla, sem misst hafa sjón- ir á grundvallarhugmyndum lýðræðisins og svífast einskis til þess eins aö komast til valda og telja aö höfuðhlutverk stjórnmálamanna sé aö ata andstæðingana auri fremur en að vinna góðum málstað fylgi. Þetta gera menn ekki Davíð Oddsson hefur stundum verið sakaður um fortíöar- hyggju, einkum eftir að hann geröist forsætisráðherra í Viö- eyjarstjórninni og fann upp hugtakið fortíðarvandi. Fortíð- arvandinn hefur hrjáð Davíð illa allt kjörtímabiliö og hann hefur miskunnarlaust verið not- aður til að réttlæta árásir ríkis- stjórnarinnar á sjúklinga, gam- almenni, barnafólk og láglauna- fólk. Viðkvæðið hefur jafnan verið það sama hjá ríkisstjórn- inni: „Það er ekki eins og við viljum níöast á þjóöinni okkar, en fortíöarvandinn knýr okkur bara til þess." Og fortíðarvand- inn hefur líka knúið ríkisstjórn- ina til aö reka fyrirtækin í land- inu í þrot, og þegar því var lokið að flytja byrðar yfir á heimilin og koma afkomu þeirra niöur fyrir velsæmismörk. Þjóbfélagslegt alkul Nú, þegar gangvirki þjóðfé- lagsins er nánast stopp, fyrir- tækin þora ekki að hreyfa sig, fjárfestingar eitthvað sem menn lesa um í mannkynssögubók- um, launamenn lifa á hrísgrjón- um og ódýrum kartöflum, en nota smáaurana, sem hrökkva til þeirra í formi launa, til að borga upp í vanskil húsnæðis- lána, þá koma landsfeðurnir fram í fjölmiðlum og tala um stórkostlegan efnahagsárangur, sem lýsi sér í minni viðskipta- halla vib útlönd og lágri verð- bólgu. Þetta efnahagslega alkul vesældarinnar, þar sem allt er frosið fast, kalla ráðherrar síðan stöbugleika. Og Davíð Oddsson segir að úr því að þessum stöð- ugleika sé náð, sé óhætt að blása af kreppuna, þó forsætisráðherr- ann renni auðvitab alveg blint í sjóinn með þab hvað gerist ef klakabrynjan á þjóðfélaginu byrjar aö þiöna. En fátt er svo með öllu illt, eins og sagt er, og þaö góba við þetta ástand alkuls og afblásinn- ar kreppu er að fortíðarvanda- frasinn heyrist ekki af sama krafti og ábur. Þó virðast sumir ráðherrar nokkuð fastir í þessu fari, og þegar Friðrik barnaskatt- mann Sophusson ætlaði að leggja á sérstakan barnaskatt fyrr í vikunni, greip hann í mál- flutningi sínum til fortíðardýrk- unarinnar og ætlaöi að kenna Ólafi Ragnari Grímssyni um þennan blaðberaskatt. Fortíðar- hyggjan er að vísu sérstakt dá- læti sjálfstæðismanna, en þeir fara misjafnlega vel með hana og þeir voru fáir sem skildu ló- gíkina í málflutningi varafor- GARRI manns Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson er hins vegar maestro fortíðarhyggjunnar og einmitt í þessu máli kom í ljós hvernig fortíðin lifir í Sjálfstæb- isflokknum. Fyrir 25 árum mun Bjarni heitinn Benediktsson, fyrrum forsætisráðherra og for- mabur Sjálfstæðisflokksins, hafa sagt um skatt á blaðbera: „Þetta gera menn ekki." Þegar Davíð mætti til þingflokksfund- ar með fortíðargjörning og framkallaði orð Bjarna þannig ab þau drundu að handan og bergmáluðu á veggjum þing- flokksherbergis sjálfstæöis- manna, var afstaða Friðriks til barnaskattsins fljót ab breytast. Fortíðargjörningur Þetta er í fyrsta sinn sem Garri getur einlæglega fagnað fortíð- arhyggjunni hjá íhaldinu, því svo virðist sem menn hafi hlust- að á rödd fortíðarinnar og lært af henni, en ekki bara þulið hugsunarlaust upp klisju um fortíðarvanda til að réttlæta aö- för að þjóðfélaginu. Hugmyndin um skatt á blað- buröarbörn hefur komið upp ábur, þó ótrúlegt sé, og þess vegna eru landsmenn svo heppnir að hægt er að framkalla orð leiðtoga Sjálfstæbisflokksins frá þeim tímum að flokkurinn átti raunverulega leiðtoga. Því miður er það afar ólíklegt að nokkuð í líkingu við annað í stjórnarstefnunni hafi komib fyrir áöur í íslandssögunni. Þess vegna getur Davið Oddsson ekki, þrátt fyrir þekkingu á for- tíðargjörningum, framkallað orð fyrri leiðtoga flokksins um sambærilega hluti, þar sem sam- bærilegir hlutir eru ekki til. Garri efast þó ekki um að dóm- ur gömlu leiðtoganna um þessa einstæöu stjórnarstefnu hefði verið jafn skýr og varðandi barnaskattinn: „Þetta gera menn ekki." Gani Þróunarhjálp og markmib sem ekki er staðið við Fyrir nokkrum árum átti grein- arhöfundur þess kost að sitja allsherjarþing Sameinuöu þjóð- anna. Einn af dagskrárliðum þar var ab afhenda framlag aðildar- ríkja til þróunarmála, þ.e. það sem fer í gegnum stofnanir Sameinuðu þjóbanna. Ég fékk þetta hlutverk fyrir hönd ís- lands og hefði átt að vera stoltur af. Það var hins vegar þvert á móti. Framlag okkar var ekki myndarlegt á hvaða mæli- kvarða sem það er metið. Þróunarsamvinnu- stofnun Hér er starfandi opinber stofnun að þróunarverkefnum og þetta gamla verkefni mitt rifjaðist upp fyrir mér þegar for- svarsmenn hennar komu til fundar við fjárlaganefnd á dög- unum. Þar kom meöal annars fram ab Alþingi hefur hvað eftir annab sett sér háleit markmib í þróunarmálum, sem ekki hefur verið staöið viö, og jafn langt er í land í dag eins og áður þegar þessi markmiö voru sett. Þessi áform voru um að verja 0,7% af þjóðarframleiðslu til þessara verkefna. Siölaus mismunur — blóðug átök Það hníga mörg rök að auknu þróunarstarfi og þróunarhjálp í Á vfóavangi þriðja heiminum. Örbirgð og vanþekking leiðir fyrr eða síbar tii ófriöar, "éins og skelfileg dæmi eru um. Vanþróað stjórn- arfar, byggt á siblausri mismun- un ríkra og fátækra, býður heim blóðugum átökum fyrr eða síö- ar. Slík átök kosta hið alþjóðlega samfélag óhemju fjármuni í neyðarhjálp, sem betur væri varið til þróunarmála fræðslu og uppbyggingar til langs tíma. Framlag okkar íslendinga er skerfur til þessa verkefnis. Hjálp til sjálfshjálpar Verkefni Þróunarstofnunar hafa einkum miðað að því að hjálpa Afríkuþjóðum til þess að verða í meira mæli sjálfbjarga um fiskveiðar og hafrannsóknir. Þessi verkefni eru á Grænhöfða- eyjum, í Namibíu og í Malawi. Þessi aðstoð er margs konar og felst m.a. í kennslu í fiskveiðum og útgerð, hafrannsóknum og styrk til námsfólks frá þessum ríkjum sem stundar nám hér- lendis. Mikil nauðsyn er að vinna eftir þessum leiðum og þab er eina ráðiö til þess að hjálpin verði varanleg. Óraunhæf mark- miö? Alþingi hefur sett löggjöf um ýmis málefni og markab þeim tekjustofna. Því miður er allt of algengt aö þessir tekjustofnar séu skertir og væntingar gefnar sem ekki er staðið vib. Fjölmörg dæmi eru um þetta. Þetta er ekki góður siður í löggjöf og dregur úr trausti allra aðila á löggjafar- og framkvæmdavaldinu í land- inu. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.