Tíminn - 12.11.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.11.1994, Blaðsíða 9
nóvember 1994 9 Landsfundur Kvennalistans: Laun og kjör kvenna aöal- máliö í stefnumótuninni Landsfundur Kvennalistans hófst á Varmalandi í Borgar- firöi í gaerkvöldi. Fundinn sækja um hundraö konur, víösvegar aí> af landinu. Fyrir Iandsfundinum liggja drög aö stefnuskrá sem veröur uppi- staöan í baráttu Kvennalist- ans fyrir næstu alþingiskosn- ingar. Stefnuskrárdrögin koma frá málefnahópum sem starfa innan Kvennalistans en þau veröa nú borin upp á landsfundinum aö lokinni venjulegri málsmeöferö þar. Þórunn Sveinbjarnardóttir framkvæmdastjóri kvaðst ekki geta greint efnislega frá drögun- um er Tíminn haföi samband viö hana í gær, en taldi þó lík- legt aö megináhersla væri lögð á laun og kjör kvenna. Ekki taldi hún líklegt aö um sérstaka stefnubreytingu Kvennalistans yröi aö ræða í þeim málaflokki þótt ákveönar tillögur yröu sett- ar fram. Áöur hefur Kvennalist- inn viljað ná fram uppstokkun á launakerfi ríkisins, en sú krafa sem fyrst og fremst hefur staðið í vegi fyrir ríkisstjórnaraöild Kvennalistans er lögbinding lágmarkslauna. Þórunn Sveinbjarnardóttir sagöi að framboðsmál yröu ekki til umræðu á landsfundinum. Hún staðfesti aö framboösmálin í Reykjavík væru komin á rek- spöl. Uppstillinganefnd væri nú aö vinna úr ábendingum sem fram heföu komiö í fyrri umferö könnunar sem fram færi áöur en listi kæmi fram. Síöari um- ferö færi fram aö loknum lands- fundinum, en þar yröi skoöana- könnun um uppstillingu í fyrstu tíu sætin á listanum. Úr- slit þeirrar könnunar eru þó ekki bindandi. Formaöur upp- stillingarnefndar KvennalisTans í Reykjavík er Guörún Agnars- dóttir, áöur alþingismaöur. Eins og fram hefur komiö í fréttum er framundan upp- stokkun í þingliöi Kvennalist- ans. Vegna reglna samtakanna um aö þingmenn megi ekki sitja samfellt lengur en sex ár er útlit fyrir aö eini þingmaöur Kvenna- listans sem nú á sæti á Alþingi veröi Kristín Ástgeirsdóttir. ■ Átak lögreglunnar á subvesturhorninu: Klipp- umar álofti Sameiginlegt umferöarátak lög- reglunnar á Selfossi, höfuöborg- arsvæöinu og Suöurnesjum hefst á sunnudag og stendur í eina viku. Lögö veröur áhersla á aö fjarlægja skráningarnúmer af ökutækjum sem ekki hafa veriö færö til aöal- eöa aukaskoöunar eöa ekki veriö greiddar af lög- bundnar tryggingar og bifreiöa- gjöld. Lögreglan hefur fyrirliggj- andi upplýsingar um þau öku- tæki sem svo er ástatt um og veröa þau markvisst leituö uppi meöan á átakinu stendur. Einn- ig veröur sérstakt eftirlit meö hugsanlegum ölvunarakstri. ■ Þorskeldi í Eyjum w r * Frá Þorsteini Gunnarssyni, fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum: Útgeröarfyrirtækiö Sæhamar hf. hyggur á kvíaeldi fyrir þorsk í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Aö sögn Hallgríms Rögnvaldssonar hjá Sæhamri er búist viö aö þetta veröi aö veruleika meö vorinu. „Viö erum komnir meö tvær gildrur. Sú stærri er tveir metrar á kant og meö sérstöku inn- gönguopi. Viö höfum einnig fengiö eina laxeldiskví fyrir þorskinn sem kemur í gildrurn- ar. Gildrunum veröur komiö fyrir í Klettsvíkinni. Veröur fróölegt aö sjá hvernig þessi til- raunastarfsemi kemur til meö aö ganga. Þetta hefur veriö próf- aö fyrir austan og gengiö mjög vel," sagöi Hallgrímur en hann á frumkvæöiö aö þessari til- raunastarfsemi. . „Það hefur gengið hálf illa að fá menn til að fara út í aö gera tilraun með að ná fiskinum lif- andi í gildrurnar. Kristján Egils- son á Náttúrugripasafninu í Eyj- um hefur veriö meö litla gildru í Klettsvíkinni og fengiö helling af kola í hana. Viö ætlum einnig að athuga hvort það gangi aö vera með smáfisk í eldi sem kemur á færi eða hvort mögu- legt sé aö kaupa undirmálsfisk til að setja í kvína. Ef þaö er rétt aö allur undirmálsfiskur þrefaldi þyngd sína á einu ári er þetta mjög spennandi því þorskurinn er mjög lífseigur. Við munum reyna aö kosta eins litlu til í þetta og mögulegt er enda er hér eingöngu um tilraunastarfsemi aö ræöa," sagöi Hallgrímur. ■ ODYRT ÞAKJARN Ódýrt þakjárn, lofta- og veggklæðningar. Framleiðum þakjárn og fallegar lofta- og veggklæðningar á hagstæðu verði. Galvaniserað, rautt og hvítt. TIMBUR OG STÁL HF. Smiðjuvegi 11, Kópavogi. Símar 91-45544 og 42740. Fax 45607. Við afhendum síðustu glösin ® 14. og 15. nóvember! Við óikum ii?urve?urunum öllum til hamin?ju með verðlaunin! Enn eiga einhverjir eftir aö nálgast mjólkurbikarana sína! Afhendingu lýkur 15. nóvember! Mjólkurbikararnir veröa afhentir á áöur auglýstum stööum um allt land! Við hvetjum þá sem hafa ekki notað „ínneignarnótuna" og fengiö mjólkurbikarinn í hendur, til að drífa sig á næsta afhendingarstað og taka viö verðlaununum, ekki síöar en 15. nóvember. Viö þökkum frábæra þátttöku í mjólkurbikarleiknum, en síöustu tölur herma að afhent hafi verið alls 140.000 glös!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.