Tíminn - 12.11.1994, Blaðsíða 18

Tíminn - 12.11.1994, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 12. nóvember 1994 Gunnar Björgvinsson verkstjóri Fæddur 8. apríl 1916 Dáinn 16. október 1994 Þegar aldurhniginn maður, sjúkur og þreyttur, kveður þenn- an heim er slíkt ekki tilefni sorg- ar. Eftir þrautir erfiðrar sjúk- dómslegu kemur dauðinn frekar sem kærkomin lausn. Þó okkur finnist ef til vill að það sé ekki á réttu augnabliki sem stundaglas jarðlífsins renn- ur út, verða endalok okkar slík, fyrr eða síðar. „Um daginn eða stundina gefst svo fáum val," segir í þekktu ljóði. Allt frá fæð- ingu er vissan um endalokin fyr- ir hendi sem staðreynd sem eng- inn fær umflúið. Því vil ég nú, þegar Gunnar frændi minn hef- ur lokið vegferð sinni meðal okkar, minnast hans í ljósi þeirra góöu samskipta sem við áttum um langan aldur. Hann hét Gunnar Björgvins- son og fæddist á Hlíðarenda í Breiödal, 8. apríl 1916, sonur hjónanna þar, Sigurbjargar Er- lendsdóttur og Björgvins Jónas- sonar. 14. ágúst sama ár hlýtur hann skírn samkvæmt prests- þjónustubók Eydalaprestakalls, en svo hét fæðingarsókn hans til skamms tíma. Þar óx hann úr grasi. Lífsskilyrði æskuáranna meitluðu þá reynslu inn í hug- ann, að nýtni, dugnaður, nægju- semi, ásamt samviskusemi og þrautseigju, væru þær dyggöir sem best væru fallnar til farsæls veganestis á lífsbrautinni. Vægðarlaus lífsbarátta æsku- áranna var harður skóli, sem mótaöi viðhorfin til tilveru full- orðinsáranna síðar. Þeim Sigurbjörgu og Björgvini á Hlíðarenda varö 10 barna auð- ið. 8 þeirra náðu fulloröinsaldri. Hlutskipti bræðranna, allra nema Gunnars, varð búskapur í sveit, svo og systranna tveggja. Rósa reisti bú á Sunnuholti viö Seyðisfjörö ásamt manni sínum Siguröi. Hún er nú látin. Jó- hanna Petra móðir mín bjó um skeið á Gilsá í Breiðdal ásamt Páli fööur mínum. Þau slitu sam- vistum. Þá fluttumst við hún og fjórir ungir bræður að Hlíðar- enda til Sigurbjargar ömmu. Þar voru þá fyrir Gísli Friðjón, kvæntur Sigurbjörgu frá Vetur- húsum, Herbjörn, Gunnar og Er- t MINNING lendur bræður móður okkar. Ragnar bróðir þeirra bjó lengst af í Víkurgerði við Fáskrúðsfjörð ásamt Elínu konu sinni frá Dísa- staðaseli. Hann er nú látinn. Einn bróðirinn, Guðlaugur, ólst upp á Gilsárstekk í Breiðdal hjá Gublaugu og Guömundi. Hann fann sér lífsförunaut, Laufeyju, stúlku úr Borgarfirði eystra. Þangaö flutti hann og býr þar enn. Herbjörn var um árabil bóndi á Hlíbarenda. Hann er nú búsettur á Breiðdalsvík. Erlendur býr í Fellsási ásamt konu sinni Fribjörgu, sem er frá Færeyjum. Petra móðir mín flutti með Er- lendi í Fellsás frá Hlíbarenda sem bústýra og lifir þar nú í hárri elli. Gunnar frændi, eins og við bræðurnir systursynir hans köli- ubum hann, hlaut það hlutskipti ab stunda alla almenna vinnu þess tíma til sjós og lands á yngri árum. Hann vann mebal annars við brúarsmíð, hafnargerö, vega- bætur og jarðvinnslu. Öll ný tækni heillaði hann, og þegar fyrstu jarðýturnar komu lærði hann notkun slíkra véla. í hans uppvexti byrjubu börn strax „að létta undir" á heimil- um svo fljótt sem þroskinn leyfði, annab þekktist ekki. Öll- um var talið hollast að læra sem fyrst til verka. Fólk varb fyrr sjálfbjarga og slíkt var nauðsyn. Allir urðu aö leggja sitt af mörk- um til að heimilib kæmist af og fjölskyldan leystist ekki upp. Sjórinn og fiskurinn heilluðu Gunnar ungan, þó ekki yrði sjó- mennskan ævistarfið, en til hinstu stundar var áhuginn bundinn aflabrögðum og at- höfnum okkar á hafinu. Hann var á vertíðum fyrrum. Þegar hann kom heim í vertíðarlokin var hann óþreytandi ab segja okkur litlu frændunum frá lífinu í verstööinni og á sjónum. Vib vorum þakklátir áheyrendur og spurningum okkar var svarað að bragði. Hann talaði til okkar eins og fullorðinna manna. Hann var sérlega barngóður, en átti ekki börn sjálfur. Börn skynja slíkt best og smáfólkiö hændist ab honum og sýndi honum traust og einlæga vináttu. Ekki var hans háttur aö bera tilfinningar sínar á torg við þá eldri, en sam- vistir við einlæg börnin voru honum lífsfylling. Hann varð því einstakur í okkar augum. Hann sem hafbi séð og gert svo margt sem okkur langaði til að leika eftir seinna, þegar þroski og geta leyfðu. Hann varð okkur fyrirmynd og hann átti líka allt- af tíma handa okkur litlu frænd- um sínum. Aðstobar hans var leitaö til að framkvæma hluti sem í okkar augum voru stórmerkilegir. Þá oftast vib smíbi á einhverju sem okkur langaði í. Þar naut hann sín. Margir lítilsmetnir hlutir fengu nýtt hlutverk, nýja þýö- ingu, nýtt gildi. Oftast voru þaö leikföng sem búin voru til, leik- föng sem í okkar augum slógu allt annað út. Aðkeypt leikföng voru ekki til á okkar heimili. En bogar, örvar, valslöngur og teygjubyssur í miklu úrvali, auk fugla úr ýsubeini og kvistum. Allt var þetta óviðjafnanlegt, og heimasmíðaðir taflmenn voru dýrgripir. Vib bræbur gleymum aldrei „línubyssunni", sem smíð- uð var úr leifum vatnsfötu og gúmmíslöngu og skaut smá- steinum lengra og hærra en ábur hafði sést. Ög ekki má gleyma bátunum sem siglt var þrotlaust á lækjum og pollum, svo og bíl- um og vinnutækjum. Undir hans leibsögn varð til vatnsdrif- ib spabahjól í lækjarsprænu. Lík- legt er, að öll sú umfjöllun sem bátar, skip og sjór fengu á okkar æskuheimili, þar sem Gunnar frændi var okkar viskubrunnur, hafi orðið til þess að leið okkar bræðranna lá snemma úr sveit til sjávar. Þrír okkar urðu skip- stjórnarmenn að ævistarfi, en einn hlaut ungur legstað í haf- inu. Starf sæfarans heillaði, svo ljóslifandi ævintýr voru frásagn- ir Gunnars okkur ungum. Hann gaf okkur bækur í jólagjafir, vildi að við læsum og fræddumst. Sjálfur hlaut hann minni skóla- göngu en vilji stóð til. Á einstak- an hátt var Gunnari frænda veiðiebli í blóð borib. Hann var listaskytta og laginn með veiði- stöng. Hann innrætti okkur virbingu fyrir bráðinni. „Hún á sinn rétt, það eiga allir rétt til lífsins, ekk- ert kvikindi er svo aumt." Að aflífa dýr snöggt og fum- laust, aldrei taka meira en þörf var fyrir. Hann fór aldrei til veiöa með byssu á helgum degi, taldi lágmark ab dýrin ættu sinn frídag eins og mannfólkiö. Rjúpnaveiði hans sýndi ab þar fór afburðaskytta. Veiddi oft með litlum riffli sem tók eitt skot. Hann smíðabi sjálfur mið- in á vopnið. „Eitt skot, einn fugl," sagði hann. Þó voru oft færðar heim 50 til 70 rjúpur ab kvöldi, og haustveiöi vel á annað þúsund fugla þekktist. Viö Gunnar skrifuðumst á, fram eftir árum. Þannig fylgd- umst við hvor meö öörum þó langt væri á milli. Árið 1953 hóf hann störf á vegum Hamilton á Keflavíkurflugvelli. í sendibréf- um fæ ég strákur í sveit að fylgj- ast meb stórframkvæmdum við flugbrautir og efnistöku í Stapa- felli. Stórvirkustu tækjum lands- ins er beitt. Hann lýsir aðbúnaði, mat- föngum, svefnskálum, klæba- burði og umgengni við þá út- lendu, „Kanana". Svo hefur hann störf hjá íslenskum Aðal- verktökum sem verkstjóri. Þar lauk hann sinni starfsævi. Sá tími var ab hans sögn bestu æviárin. „Mér leið hvergi betur." Varnarlibib: Tölvunarfræ&ingur/ Kerfisfræ&ingur Stofnun verklegra framkvæmda Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða tölvunar- eba kerfisfræöing til starfa tímabundib til sex mánaða. Starfib felst í vibbótar-uppsetningu tölvubúnaðar, ab gera tillögur um breytingar ásamt því ab annast daglegan rekstur þeirra tölvu- kerfa er undir starfið heyra. Um er að ræða Novell-nettengd kerfi. Einnig ab annast kennslu og þjónustu við starfsfólk eftir því sem vib á. Forritun og greining er einnig hluti starfsins. Kröfur: Umsækjendur séu tölvunar- eða kerfisfræðingar meb sem víðtæk- asta reynslu á svibi vél- og hugbúnaðar. Þeir þurfa ab geta unnið sjálfstætt og að eiga gott með samskipti við annað fólk auk þess ab hafa góða ablögunarhæfni. Mjög góbrar enskukunnáttu er krafist, bæbi á talab mál og skrifab. Umsóknir skulu berast til ráðningardeildar varnarmálaskrifstofu, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími: 92-11973, ekki síbar en 18. nóv- ember n.k. Starfslýsingar liggja þar frammi til aflestrar fyrir umsækjendur og er þeim bent á að lesa þær, þar sem í auglýsingunni er aðeins tæpt á því helsta. Umsóknareybublöb fást einnig á sama stab. UMSÓKNUM SÉ SKILAÐ Á ENSKU. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Starfsmennta- sjóöur Félagsmálarábuneytib auglýsir hér meb opinn fund starfs- menntarábs, sem haldinn verbur þann 14. nóvember nk., kl. 17.00, í Borgartúni 6. Á fundinum verbur fjallab um úthlutun styrkja úr starfs- menntasjóbi vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu skv. lögum nr. 19/1992. Félagsmálarábuneytib, 10. nóvember 1994. D* Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýju viö andlát og út- för móöur minnar, tengdamóður og ömmu Gu&rúnar Au&unsdóttur frá Stóru-Mörk Sérstakar þakkir til starfsfólks á Kirkjuhvoli og Sjúkrahúsi Suburlands, Sel- fossi, fyrir góba umönnun. Áslaug Ólafsdóttir Ólafur Auðunsson Guðrún Ólafsdóttir Aubur Ólafsdóttir Ólafur Haukur Ólafsson Þorri Ólafsson Betri húsbændur og betri vinnu- félagar voru ekki til ab hans mati. Þetta var samhentur hópur góbra drengja, samtaka á vinnu- stað og eyddu frítíma saman. Voru eins og ein stór fjölskylda. Þegar frændi lá banaleguna heimsóttu þessir góðu drengir vininn sinn á sjúkrabeðinn, og hann sagði okkur frá því að þeir hefbu komið, og þá glaðnaði yfir honum. Traust var vinátta Gunnars við margan góðan dreng. Hann var vinsæll af því fólki sem hann kynntist. Sérstak- lega vil ég nefna áratuga vinskap hans og aldavinar hans Þorsteins Hermannssonar. Hafi hann og allir aðrir ónafngreindir vinir og vinkonur ævarandi þökk fyrir vináttu sína um langan aldur. Frændi kom til mín ab áliðnu sumri, sagðist þurfa að skjótast inn á spítala í nokkra daga í rannsókn. Hann hugði á ferða- lög þegar hann kæmi aftur. Þær ferðir verða aldrei farnar. Hann trúði því til endaloka, að bati væri nærri. „Þeir geta svo margt læknarnir núorðiö," sagði hann eitt sinn. „Sjáðu bara hann Brynjólf vin minn, hann var nú hálfblindur fyrir löngu, nú sér hann eins og köttur! Já, þeir geta nú ýmislegt." Þegar ég var í námi forbum, bjó ég um tíma hjá honum í íbúð hans að Mánagötu 5. Þetta var eitt herbergi, frekar Iítið, en okkur leið vel. Allt það besta stób mér til boba. Betur gerir enginn. Hafðu þökk fyrir, frændi. Norðurmýrin í Reykjavík var hans heimaslóö og unaðsreitur. „Þar er svo fallegt á vorin," sagði frændi. Eftir áratuga búsetu þar, fyrst á Vífilsgötu 15 og langan tíma á Mánagötu 5, keypti hann íbúð á Mánagötu 22 og þar bjó hann til æviloka. Honum var gamli miðbærinn og hafnar- svæöib kært. Gekk þar mikiö um á seinni árum. Gunnar var glaðsinna og mik- ill húmoristi. Hann var höfðingi heim að sækja, og þótti gaman aö lyfta glasi á vinafundum ef svo bar undir, en lagði slíkt af með aldrinum. „Ég er búinn með kvótann," sagði hann kank- vís. Hann fyrirleit sýndar- mennsku. Hann fylgdist með störfum Alþingis, oft af þingpöll- um, og fannst mikið skorta á ráðdeild og hyggindi í lands- stjórninni og gaf sig hvergi í slíkri umræðu. Eftir 41 árs búsetu í Reykjavík var hann mjög vinamargur. Smáfólkið nágrannar hans á ekki lengur von á einhverju góbgæti og það spyr eftir vini sem er horfinn. Lítilmagninn átti ávallt traustan málsvara í Gunnari Björgvinssyni. Síðustu vikurnar naut hann sérlega innilegrar umönnunar Sigþórs frænda síns og Þóreyjar Þórarinsdóttur konu hans. Hún heimsótti hann og dvaldi með honum daglega meðan hann lá banaleguna. Sigþór sat við beð frænda síns og hélt í hönd hans þegar kalliö kom. Gunnar frændi fékk hægt og friösælt andlát. Há- degisblundurinn varð upphafið ab svefninum eilífa. Ég var á leið til hans í heimsókn, en hann var farinn fyrir hálfri stundu þegar ég kom. Yfir honum hvíldi þá fribur og ró þess manns sem lok- ið hefur góðu dagsverki og fer í friöi, sáttur vib guð og menn. Hann var alla tíð ókvæntur og átti ekki afkomendur. Ættingjar ákváöu honum legstað í sinni fæðingarsókn, þar var hann jarð- settur 29. okt. s.l. Ég og fjölskylda mín kveðjum þig, frændi. Haföu þökk fyrir allt sem þú varst okkur. Umhyggja þín gleymist ekki, þín er saknab. Hvíl í friði. Akranesi, 3. nóv. 1994, Stefán Lárus Pálsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.