Tíminn - 12.11.1994, Blaðsíða 19

Tíminn - 12.11.1994, Blaðsíða 19
Laugardagur 12. nóvember 1994 Wíminn 19 Daníel Brandsson Fæddur 10. desember 1910 Dáinn 5. nóvember 1994 Meö örfáum og fátæklegum orð- um vil ég minnast tengdaföður míns, Daníels Brandssonar. Með Daníel er genginn einn heil- steyptasti maður sem ég hef hitt á lífsleiðinni. Hann var eins og bjargið, sem að vísu veðrast en stendur óhagganlegt um aldir. Daníel var að sjálfsögðu af þeirri kynslóð sem lifað hefur hvab hraðastar breytingar á lífs- háttum og venjum allra kyn- slóða sem vib þekkjum til. En þó hann hefði nánast ótrúlegt minni á verklag og aðferðir við búskap, þá er hann var að alast upp, þá ríkti aldrei stöðnun í hans huga. Hann virtist sjá flesta framþróun fyrir og var ávallt reibubúinn að tiléinka sér hana eftir megni og var þá tilbú- inn að skilja kjarnann frá hism- inu. Þau Unnur Pálsdóttir frá Tungu í Fáskrúðsfirði giftust og hófu búskap sinn í Fróbhúsum í Borgarhreppi árið 1938, en Unnur hafði verið farkennari í Borgarfirði um skeið. Efnin voru ekki mikil og í fáa sjóði að sækja. Afkoman byggðist því fyrst og fremst á þrotlausri vinnu, samheldni og nýtni, sem í raun einkenndi þau hjónin alla tíð. í Fróðhúsum fæddist þeim fyrsta dóttirin, Elín Birna, árið 1939. Áriö 1943 fluttu þau síðan bú sitt á föburleifö Daníels að Fróðastöðum í Hvítársíðu, þar sem þau hafa búið síðan. Á Fróöastöðum beið þeirra hin dæmigerða saga íslenska bónd- ans. Allt þurfti ab byggja upp og rækta samhliða stækkun búsins, og ekkert að stóla á nema eigið þrek og hagsýni. Nokkrum sinnum minntist Daníel þeirra erfiðleika, sem hann átti við ab stríða við út- vegun efnis til bygginganna. Allt var háð ströngum innflutn- ingshöftum og hlutir illfáanleg- ir, þannig ab oft hefði veriö freistandi að gera hlutina til bráðabirgöa. En slíkar lausnir þráði Daníel ekki, að kasta höndunum til verka lagði hann aldrei í vana sinn. Á Fróðastöðum eignuðust þau þrjár dætur í vibbót, þær Sigríöi, fædda 1944, Gerði, eiginkonu undirritabs, 1946 og Ingibjörgu, t MINNING sem nú hefur tekib við búi á Fróðastöðum, árið 1954. Daníel sat í hreppsnefnd Hvít- ársíðu um árabil og var fyrsti formaður í stjórn Sögufélags Borgarfjarðar, sem nú hefur gef- ið út 9 bækur með æviskrám Borgfirðinga. Hann sýndi þessu málefni sérstakan áhuga, sem og öðru er hann tók sér fyrir hend- ur, og nýttist þar óbrigðult minni hans sérlega vel. Þegar líba fór á efri ár og um hægðist, fór Daníel ab geta sinnt meira einu af áhugamál- um sínum: smíði. Hann þjálfabi sig að mestu sjálfur í rafsuðu og smíðaði marga nytjahluti úr járni og tré. Járnið tók hann að mestu úr gömlum, úreltum hey- vinnuvélum. Hönnunargáfa hans og sköpunargleði lýsir sér í hverjum hlut. Ég minnist bliks- ins í augum hans, þegar hann var að lýsa hlutnum, sem hann ætlaði ab smíða úr hinu og þessu, þegar við sátum saman á sitt hvorri olíutunnunni í skemmunni. Frjór hugur hans unni sér engrar hvíldar. Þekking hans og áhugi á hverskyns málefnum var með ólíkindum. Hann lagði aldrei illt til nokkurs manns. Hann kunni vel að meta góða nágranna og gagnkvæma hjálp- semi. Æðruleysi og yfirvegun var hans lífsstíll og mættu marg- ir af læra. Hvítársíða verður aldrei söm án hans. Guð blessi Daníel Brandsson og minningu hans. Gudmundur P. Bergsson Þegar ég hitti Daníel Brandsson í fyrsta sinn fyrir nær 35 árum, var hann úti á túni í vinnuföt- unum. Ég hálfhrökk við að líta svipmikið andlit hans og þykkar augabrýr, sem báru með sér sterkan stofn. Fljótt kom þó í ljós að Daníel var ljúfur maður og hafði skopskyn í besta lagi. Það lýsir yfirbragöi hans nokkuð, að þegar Páll Gub- mundsson, listmálari og mynd- höggvari á Húsafelli, málaði mynd sem hann setti á sýningu og kallaði „Bóndann", þá var þar kominn Daníel Brandsson. Hann var hinn dæmigerði þjónn moldarinnar. Daníel fæddist á Fróbastööum í Hvítársíðu 10. desember 1910. Foreldrar hans voru Brandur Daníelsson, bóndi á Fróðastöð- um (1855-1936), og kona hans Þuríður Sveinbjarnardóttir (1868-1948). Foreldrar Brands voru hjónin Daníel Jónsson, bóndi á Fróðastöðum (1802- 1890), og Sigríður Halldórsdótt- ir (1818-1912), ættuð frá Ás- bjarnarstöðum í Stafholtstung- um. Foreldrar Þuríðar voru hjónin Sveinbjörn Þorbjarnar- son, bóndi á Giljum í Hálsasveit og Sigmundarstöbum (1835- 1898), og Guörún Árnadóttir, ættuð frá Kalmanstungu (1836- 1873). Daníel var yngstur 9 systkina. Tvær systur lifa bróöur sinn: Sveinbjörg, húsfreyja á Runnum í Reykholtsdal f. 1906, og Guð- veig, kennari, búsett í Reykjavík f. 1908. Látin eru: Daníel (eldri) (1897-1905), Soffía, verkstjóri á saumastofu Kleppsspítala (1899- 1969), Sigríður, kennari og hús- freyja á Sámsstöðum (1900- 1942), Guðrún, hjúkrunarkona (1902-1994), Salvör, húsfreyja í Grafardal (1905-1951), og Árni f. 1908, dó fjögurra daga.gamall. Einnig ólst upp á Fróbastöbum Magnús Sörensen, lögreglu- þjónn í Reykjavík, sem er látinn. Eftir lýsingu Kristleifs Þor- steinssonar á Daníel Jónssyni að dæma,hefur Daníei Brandssyni svipað að ýmsu til afa síns og nafna, bábir vom meðalmenn á hæð, stórleitir og loðbrýndir. Hægir í fasi og seinmæltir. Hver hreyfing og hvert orð fyrirfram yfirvegaö. Augun nokkuð hvöss, skýrleg og rannsakandi og hvor- ugur þoldi aö menn eba mál- leysingjar væm órétti beittir. Þá er sagt, að bæði Daníel Jónsson og Brandur sonur hans hafi ver- ið menn fastheldnir á fornar venjur og ýmsir hafi tekið sér þá til fýrirmyndar. Ég hygg að ýms- ir hafi einnig tekið sér Daníel Brandsson til fyrirmyndar og enginn verið svikinn af. I æsku og á unglingsárum naut Daníel farkennslu eins og títt var, auk kennslu Sigríðar systur sinnar. Síðar stundaði hann nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1931-1933. Eftir það vann hann við bústörf í föð- urhúsum og járnsmíðar og við farkennslu í Haukadal. Á þess- um tíma stóð hugur Daníels ekki svo mjög til bústarfa, enda þótt hann réði sig á atvinnu- leysistímum í tvo vetur sem vetrarmann í Síðumúla. Þar urðu hins vegar tímamót í lífi Daníels. Þar hitti hann konuefni sitt, Unni Pálsdóttur, kennara frá Tungu í Fáskrúösfirði, sem lifir mann sinn. Árið 1938 giftu þau sig og stofnuðu heimili að Fróðhúsum í Borgarhreppi. Börn þeirra eru: 1) Elín Birna, hjúkrunarfræð- ingur og stúdent f. 1939, gift Óttari Yngvasyni, hrl. Börn þeirra eru: I. Unnur Guð- rún f.1962, kennari og MA í list- þjálfun (art therapy). Sonur hennar og Siguröar H. Jónsson- ar er Jón Karl f. 1983. II. Helga Melkorka f. 1966, lögfræðingur og MA í Evrópurétti. Maður hennar er Karl Þráinsson, bygg- ingaverkfræðingur. Dóttir þeirra er María f. 1991. III. Yngvi Dan- íel f. 1968, vélaverkfærbingur. IV. Rakel f. 1973, háskólanemi. 2) Sigríður f. 1944 húsfreyja að Hausthúsum, gift Sigurgeiri Gíslasyni, húsasmið. Börn þeirra eru: I. Sigrún f. 1967, laganemi. II. Gísli f. 1970, rafeindavirki. III. Daníel Brand- ur f. 1973, viðskiptafræðinemi. IV. Kristín f. 1975 menntaskóla- nemi. V. Davíð f. 1979, nemi. 3) Gerður f. 1946, bankagjald- keri í Reykjavík, gift Guömundi Bergssyni, eftirlitsmanni hjá Brunamálastofnun. Börn þeirra eru: Björn f. 1970, vélstjóri, og Guðbjörg f. 1976, nemi. 4) Ingibjörg f. 1954, kennari og bóndi á Fróðastöðum. Sam- býlismaður hennar er Þorsteinn Guðmundsson, vinnuvélastjóri. Börn þeirra em: Ásta f. 1990 og Unnur f. 1992. Daníel og Unnur hófu búskap á erfiöum tímum upp úr krepp- unni í Fróbhúsum í landi Svignaskarðs og þar fæddist þeim fyrsta barniö. I Fróðhúsum byrjaði Daníel ýmsa nýlundu í búrekstri svo sem svína- og aligæsarækt, en hann var síðasti bóndinn á þeirri jörð. Eftir að heimsstyrjöldin skall á 1939 flýttu margir sér burtu úr sveit- um landsins í stríðsgróða og Bretavinnu. En Daníel og Unn- ur færðu sig aðeins um set. Árið 1943 fluttu þau í torfbæinn á ættaróöalinu Fróðastöðum í Hvítársíðu, þar sem ættfeður Daníels höfbu búib samfleytt frá a.m.k. 1670. Þar byggbi Daníel nýtt íbúðarhús og síðan á örfá- um árum öll útihús. Jafnframt sléttaði hann tún og ræktaði mikið land. Allur búreksturinn bar vott um framsækni, dugnað og snyrtimennsku, auk sam- hentrar þátttöku og stuönings húsfreyjunnar. Slíkur búskapur getur varla farið öðru vísi en vel. Um áratuga skeiö sóttust vinir og ættingjar eftir að koma börn- um sínum í sveit til þeirra hjóna og dvaldi hver unglingur yfir- leitt í mörg sumur. Daníel gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir sveitunga sína, svo sem formennsku í sjúkrasamlagi Hvítársíðuhrepps 1946-1973 og sat í hreppsnefnd 1958-1978. Hann var alla tíð á- hugasamur um þjóðlegan fróð- leik og var abalhvatamaður að stofnun Sögufélags Borgarfjarð- ar 1963. Formaður félagsins var hann um langt árabil allt frá stofnun. Félagiö gaf út íbúatal Borgarfjarðar- og Mýrasýslna 1967 og er nú langt komið með að gefa út stórverkið Borgfirskar æviskrár. Fyrsta bindið kom út 1969 og á þessu ári er nykomiö út IX. bindið. Daníel lifði byltinguna frá torfbæjum og heyvinnu með handverkfærum til nútíma- mannabústaða og vélvæðingar á öllum sviðum. Hann lifði upp- gang kaupfélagatímans og hrun Sambandsins. Ég hygg þó að lengst af hafi hann verið einlæg- ur stuðningsmaður bændasam- vinnu. Vitur maður hefur sagt, að far- sældin sé ekki fólgin í því að ná fullkomnun, heldur að vera á réttri leið. Daníel Brandsson var allt lífshlaup sitt á þeirri leið. Ég votta Unni, dætmnum, af- komendum og eftirlifandi systr- um samúb. Guð blessi minn- ingu hans. Óttar Yngvason DAGBÓK Lauqardaqui* 12 nóvember 316. dagur ársins - 49 dagar eftir. 4 5 .vika Sólris kl. 9.45 sólarlag kl. 16.37 Dagurinn styttist um 6 mínutur Kvenfélag Óhába safnaðarlns verður með spilakvöld næst- komandi þriðjudagskvöld, 15. nóv., kl. 20.30 í Kirkjubæ. Tónleikar Tríós Reykja- víkur í Hafnarborg Aðrir tónleikar Tríós Reykjavík- ur og Hafnarborgar verða annað kvöld, sunnudag, kl. 20. Á efnisskránni eru konsert í d- moll fyrir tvær fiðlur og strengjasveit eftir J.S. Bach, ís- lensk þjóðlög í útsetningu Jóns Ásgeirssonar, dansar frá Puerto Rico eftir Jesus Figueroa og pí- anókvintett eftir Robert Schu- mann. Villingaholtskirkja í Flóa Guðsþjónusta á morgun kl. 14. Aðalsafnabarfundur verður haldinn eftir guðsþjónustuna. Eftir aðalsafnaðarfund verður fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. kvíðann og þær leiðir sem kvennaguðfræbin bendir á til þess að vinna bug á kvíða. Séra Hanna María Pétursdóttir þjóð- garðsvörður prédikar. Nína Björk Árnadóttir les ljóð úr nýrri ljóðabók sinni. Gyða Halldórs- dóttir leikur undir á orgel og stjórnar almennum söng ásamt sönghópi Kvennakirkjunnar. Kaffi á eftir í safnaðarheimilinu. Frá Leikfélagi Selfoss Af óviðrábanlegum orsökum varö Leikfélag Selfoss að fresta frumsýningu á „Vib bíðum eftir Godot", eftir Samuel Beckett, um síðustu helgi. Frumsýningin veröur í dag, laugardaginn 12. nóv., sem ber upp á hátíðisdag Bandalags íslenskra leikfélaga. Næstu sýningar verða á morg- un, sunnudaginn 13. nóv., og miðvikudaginn 16. nóv. Gjábakki, Fannborg 8, Kópavogi Þeir basarmunir, sem enn eru óseldir, verba til sölu í Gjábakka næstu viku milli kl. 14 og 16. Frá Kvennakirkjunni Kvennakirkjan heldur messu í Áskirkju á morgun, sunnudag, kl. 20.30. í messunni verður fjallaö um Hljóbmyndasýning í Ger&ubergi Á morgun, sunnudag, opna Erla Þórarinsdóttir og Andrew Mark McKenzie hljóðmyndasýningu í Gerðubergi. Þetta er samvinnu- verkefni þar sem Erla og Andrew tefla saman hljóði og mynd. Efniviðurinn er hljóð, ljós, salt og aðdráttaraflið. Erla Þórarinsdóttir stundaði nám við Konstfackskolan í Stokkhólmi og Gerrit Rietveld Akademi í Amsterdam og lauk þaðan námi 1981. Erla hefur haldið 14 einkasýningar og tek- ið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Andrew Mark McKenzie hefur einkum starfað í Englandi og Hollandi, en núna býr hann til skiptis í Reykjavík, Ámsterdam og Gautaborg. Hér á landi hefur McKenzie kennt gerð hljóöverka við Myndlista- og handíðaskól- ann, auk þess ab starfa við hljób- upptökur á hljómplötum. Sýningin í Gerðubergi er opin mánudaga-fimmtudaga kl. 10- 21 og föstudaga-sunnudaga kl. 13-17. Hönnunarsamkeppni um grunnskóla Reykjavíkurborg efnir til tveggja þrepa samkeppni um hönn- un þriggja heildstæbra, einsetinna grunnskóla í Reykjavík. Skólarnir verba byggbir í Engjahverfi, Víkurhverfi og Borga- hverfi og verbur stærð þeirra hvers um sig á bilinu 4-5 þús. ferkm. Öllum, sem eru félagar í Arkitektafélagi íslands eba hafa réttindi til að leggja aðaluppdrætti fyrir byggingarnefnd Reykjavíkur, er heimil þátttaka í samkeppninni. Keppnisgögn verba afhent þátttakendum í desember nk. samkvæmt nánari auglýsingu. Áætlab er ab tillögum í fyrra þrepi samkeppninn- ar verbi skilab fyrir miðjan janúar 1995. Dómnefnd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.