Tíminn - 12.11.1994, Blaðsíða 21

Tíminn - 12.11.1994, Blaðsíða 21
Laugardagur 12. nóvember 1994 21 t ANDLAT Þorgeir Sigurðsson frá Hólmavík lést á St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði föstudaginn 4. nóvember. Anna Ragnheiöur Sveinsdóttir, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, lést á Borgarspítal- anum fimmtudaginn 3. nóvember. Andrés Pálsson andaðist 3. nóvember á Landspítalanum. Þuríöur Jónasdóttir andaöist 4. nóvember á hjúkrunarheimilinu Sunnu- hlíð. Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Bergstaðastræti 40, Reykja- vík, lést á Landspítalanum aðfaranótt 7. nóvember. Svafa Jóhannsdóttir, Svínafelli, Öræfum, lést á dvalarheimilinu í Skjól- garði, Höfn, 6. nóvember sl. Ingibjörg Frímannsdóttir, Frostafold 4, Reykjavík, lést á Landakotsspítala 7. nóv- ember. Ingibjörg J. Þórarinsdóttir frá Hjaltabaka lést á öldrun- ardeild Landspítalans mánudaginn 7. nóvember. Sigrún Björnsdóttir frá Fáskrúðsfirði lést á hjúkrunarheimilinu Eir þann 7. nóvember. Sigmunda Hannesdóttir frá Hnífsdal, Lindargötu 64, Reykjavík, lést á Borgarspít- alanum sunnudaginn 6. nóvember. Sólveig Erla Ólafsdóttir, Grettisgötu 70, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum þriðjudaginn 8. nóvember. Ingibjörg Jóna Marelsdóttir, Heiðargerði 112, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðju- daginn 8. nóvember. Sigurður Bjarnason gullsmiður frá Siglufirði, dvalarheimilinu Asi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 30. október. Útförin hefur farið fram. Hallfríöur Guöbjartsdóttir, Öldugötu 5, Flateyri, andað- ist á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði miövikudaginn 9. nóvember. Aðalheiður E. Jónsdóttir frá Gróf, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á St. Jósefs- spítala 8. nóvember. Siguröur Ólafsson Sigurösson, Hjallabraut 33, áður Hraun- kambi 8, Hafnarfirði, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, þriðjudaginn 8. nóvember. Jónína Þórhallsdóttir, Háafelli, lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 9. nóvember. Ingvi Rafn Albertsson lést 9. nóvember á gjör- gæsludeild Landspítalans. Víglundur Jónsson, fyrrverandi útgerðarmaöur og heiðursborgari Ólafsvík- urkaupstaðar, Lindarholti 7, Ólafsvík, lést á St. Frans- iskusspítalanum, Stykkis- hólmi miðvikudaginn 9. nóvember. IHI FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framsóknarkonur Munib skemmtikvöldiö meö Hei&ari jónssyni snyrti aö Hallveigarstööum mánu- daginn 14. nóvember kl. 20.30. Allar framsóknarkonur og gestir þeirra velkomn- ar. Félog framsóknarkvenna í Reykjavík Félagsfundur í Framsóknarfélagi Akraness veröur haldinn mánudaginn 14. nóvember kl. 20.30 Dagskrá: Kosning fulltrúa á aukakjördæmisþing. Kosning fulltrúa á flokksþing. Önnur mál. Allir velkomnir. Kjördæmisþing haldiö í Hlégaröi, Mosfellsbæ, 13. nóvember 1994 Dagskrá: 12.30 Forma&ur KFR setur þingiö. 12.35 Kosnir þingforsetar og ritarar. 12.45 Kosin kjörbréfanefnd. 12.50 Flutt skýrsla stjórnar: a) Formanns, b) gjaldkera. Umræöur og afgrei&sla. 13.10 Ávörpgesta: a) SUF b) LFK c) Flokksskrifstofan 13.30 Kjörbréfanefnd skilar áliti. 13.40 Alþingiskosningar 1995: Lögö fram tillaga um a&ferö á vali á frambo&slista Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi. Elín jóhannsdóttir, form. KFR. Umræbur og afgrei&sla. 15.00 Kosnir a&almenn í miöstjórn. Kaffihlé. 16.30 Stjórnmálaviöhorfib: Halldór Ásgrímsson forma&ur. jóhann Einvar&sson alþingisma&ur. Flokksmálanefnd— skoöanakönnun. Almennar umræbur. 17.30 Kosningar: a) Formanns. b) Fjögurra manna í stjórn KFR og tveggja til vara. c) Tveggja endursko&enda. d) Laganefnd. e) Uppstillingarnefnd. f) Frambo&snefnd. 17.50 Ónnur mál. 19.00 Kvöldver&ur. 21.00 Þingslit. Cestir f kvöldverö ver&a Steingrímur Hermannsson se&labankastjóri og frú Edda Gu&mundsdóttir. Stjórnin Listamaburinn Chris Pope (t.h.) hellir upp á kaffi og útskýrir fyrir blabamanni hve fribsœlt sé ab búa neban- jarbar. Þau fara í skólarm, vinnuna, eiga fjölskyldur— en heimili þeirra eru neöan- jaröar, undir stórborginni New York: „ Moldvörpufólkið " Það er borg undir borginni, samfélag undir samfélaginu. Um það bil 5000 manns hafast við í dimmum rangölum und- ir New York-borg. Þau kallast „moldvörpufólkið" og sumir fara aldrei út í sólarljósið, heldur hafast við allan sólar- hringinn í neðanjarðarhíbýl- um sínum. Þetta eru sláandi staðhæf- ingar, en sannar eigi að síöur, fullyrða blaðamenn eins er- lenda vikuritsins sem könn- uðu mál þessa hóps, sem borg- aryfirvöld vilja ekki vita af, en leyfa þeim samt að vera. Moldvörpufólkið hefur víða komið sér þokkalega vel fyrir, enda er öllu hægt að venjast, eins og það segir sjálft. Á með- al þæginda, sem íbúarnir njóta, er rafmagn sem þeir leiða sjálfir niður til sín, og rennandi vatn. Víða má finna lúxus eins og þvottavélar, sjónvörp og myndbandstæki. „Það eru heilu fjölskyldurn- ar þarna og þetta fólk sker sig sumt hvert ekkert úr, þegar upp á götuna er komið," segir í SPEGLI TÍIVIANS Lestarslys eru algeng undir New York. einn af íbúunum. „Mörg okkar hafa vinnu og sumir eru m.a.s. í háskólanámi." Það er þó ekki hættulaust að búa neðanjarðar, því árlega farast um 80 manns í undir- göngunum. Sumir farast í lest- arslysum, aðrir deyja í elds- voðum og alltaf eru einhver brögb að morðum og öðrum glæpum, enda hart í búi hjá mörgum. Þá veldur aðbúnað- urinn gjarnan heilsubresti og er lungnabólga sérstaklega al- geng á meðal íbúanna. „Ólíkt öðrum erum við ekki á framfæri kerfisins," segir einn þeirra. „Við þiggjum eng- ar bætur, en njótum óskorabs sjálfstæðis fyrir vikib. Þeir vita af okkur, en láta okkur í friði." Chris Pope er myndlistar- maður sem hefur ekki komið upp á yfirborðib síðan 1980. Hann segir að hvert svæði til- heyri ákvebinni fjölskyldu eða klíku og séu þeir skilmálar virt- ir, sé samfélagib þokkalega friðsælt. „Það er friður í myrkr- inu," segir Chris. „Ég held að við höfum fundið það sem margir leita að alla ævina — hugarró." Dwayne Pouncey, yfirmab- ur Iögreglu á nærliggjandi stöð, segist vita af þessu fólki, en yfirvöld þurfi sjaldnast að skipta sér af því. „Þau lifa í sín- um eigin heimi og virðast hafa það betra en mörg okkar á yfir- borðinu," segir Dwayne. ■ Heima er best. Dœmi um vistarveru moldvörpufólksins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.