Tíminn - 16.11.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.11.1994, Blaðsíða 2
WtmtWU Mibvikudagur 16. nóvember 1994 Tíminn spyr • • • Vib hverju má búast í landsleik íslands og Sviss? Sigri, jafntefli eba enn rassskellingu? Ríkharbur Jónsson, fyrrverandi landslibsfyrirlioi íslands um ára- bil: Ég hélt nú einu sinni þegar fótbolta- getraunir komu hingab, ab ég væri svo vitur um allt sem lýtur ab knatt- spyrnu ab ég yrbi fljótt milljónamær- ingur. Svo fór ekki. Þab er eins meb þennan leik gegn Sviss. Þó hef ég á tilfinningunni ab þab verbi jafntefli eba vib töpum meb einu marki. Sál- fræbin er þessi: Eftir rassskellinn á móti Tyrkjum fylgir annar og betri leikur, þannig er þetta nú oftast. Fari þetta hins vegar svo ab vib töpum meb 3-4 mörkum — þá erum vib í vondum málum. En þetta gengur betur núna, ég er sannfærbur um þab. Ásgeir Elíasson, landslibsþjálfari: Vib förum náttúrlega í alla leiki til ab vinna þá. En ef vib lítum raunhæft á málib þá er líklegra ab þab fari á hinn bóginn. Vib getum út af fyrir okkur sætt okkur vib jafntefli. Ég á ekki von á hremmingum eins og í Tyrklandi, svoleibis verbur ekki endurtekib. Svissneska libib er gott, sóknin beitt, mibjan föst fyrir, og vörnin er sann- arlega ekki götótt eins og svissneski osturinn. Menn verba ab bíba úrslit- anna, ég spái engu. Mig dreymdi ekk- ert um úrslitin og veit ekkert — fyrr en búib er ab flauta leikinn af. Ellert Sölvason, Lolli í Val, lék fyrstu ijóra landsleiki íslands á ár- unum 1946-1948: Þetta er nú stór spurning, þab er nú þab. Þeir voru nú ab vinna Svíana 4:2 Svissararnir, þeir eru sterkir þab er engin spurning. Ég hef aldrei spáb fyrirfram um leiki og hef hálfgerba vantrú á því, og geri þab ekki nú. Ég óska þess bara ab vib vinnum leikinn. Mér finnst vanta Arnór vin minn Gubjohnsen í þetta. Hann er sko toppmabur. Ég veit ab þeir leggja sig alla fram, alveg fram á síbustu mín- útu, þab má ekki hætta fyrr, þab þekki ég nú. Ég er ekkert svartsýnn á úrslitin. Þetta er allt öbru vísi fótbolti en í gamla daga þegar vib spilubum 2-3-5 og lögbum allt í sóknina. Núna er þetta meiri vörn, en alltaf jafn gaman ab fótboltanum. Hvernig standa framboösmál flokkanna?— Sjálfstœöisflokkurinn: Sitjandi þingmenn nánast áskrifendur ab þingsætum „Þab er ekki bara ab vib stönd- um fremstir í ab ganga frá frambobsmálum okkar, vib erum líka meb bestu fram- bjóbendurna," fullyrti Kjartan Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæbisflokksins, í samtali vib Tímann í gær. Sjálfstæðisflokkuririn hefur gengið frá sínum frambobsmál- um í öllum kjördæmum lands- ins, nema á Norðurlandi vestra. Prófkjör þar er um aðra helgi og keppa tveir um efsta sætiö þar og búist við nokkrum átökum. „Ég hef mikinn fyrirvara á því aö taka skoðanakönnun Morg- unpóstsins sem góðan og gildan sannleik fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, því það er ekki nema um helmingur sem tekur afstöðu, sem rýrir mjög gildi hennar. Ég er hins vegar efalaus um það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur mikinn meðbyr um þessar mundir," sagði Kjartan. Kjartan sagði að það væri misskilningur margra að flokk- urinn veldi frambjóðendur ein- göngu með prófkjöri, svo væri alls ekki. Síöustu 15-20 árin mætti segja að margar aðferðir hefðu verið notaðar. Prófkjörin hefðu mest verið viöhöfð í Reykjavík, einnig á Reykjanesi, en í öðrum kjördæmum væri þessu hagað á ýmsa vegu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur efnt til óvenju margra prófkjara að þessu sinni. Efstu menn íist- anna í 6 kjördæmum eru valdir eftir prófkjörsslag, og hann hef- ur víða verið harður eins og kunnugt er. Lítum á útkomuna og byrjum þá hringferðina á Norðurlandi vestra þar sem síðasta orrustan verður senn háð: Norourland vestra: Þingmabur og prestur keppa Þegar Pálmi Jónsson á Akri ákvað að hætta þingmennsku losnaði efsta sæti listans. Vil- hjálmur Egilsson alþingismaður telur eðlilegt að hann flytjist upp í 1. sæti listans við brott- hvarf Pálma. Séra Hjálmar Jónsson, sóknar- prestur á Sauðárkróki, er þessu ósammála. Hann vill komast í efsta sæti listans — og um það munu þeir Skagfirðingarnir keppa um aðra helgi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk rúmlega 1.700 atkvæði síöast þegar kosið var, en varla er að búast viö miklu meira en þús- und á kjörstaðina í prófkjörinu, þrátt fyrir að hart sé barist. Spurningin er hvort vegi meira, vinsæll sóknarprestur meö pólitíska fortíö, eða þing- maður sem treyst hefur verið fyrir varaformennsku í efna- hags- og viðskiptanefnd og odd- viti þeirrar mikilvægu nefndar, sem hefur starfað í sjávarútvegs- nefnd og gegnt formennsku þingmannanefndar EFTA, svo eitthvað sé talið. Og nú vaknar spurningin um það hvort bændur og búalið nyrðra kunni að meta skoðanir þingmanns síns á Evrópusam- starfinu. Vilhjálmur svarar' því: „Það eru auðvitað skiptar skoð- ariir um þetta mál innan Sjálf- stæðisflokksins eins og annarra flokka. Það verður eflaust gert upp í þjóðaratkvæðagreiðslu að lokum og ekki eðlilegt að draga fólk í dilka eftir því. Ef menn þurfa að afsala sér réttindum til að hugsa um Evrópusambandið til að geta verið í trúnaðarstöð- um fyrir Sjálfstæðisflokkinn þá held ég hann verði býsna lítill á endanum," sagði Vilhjálmur í gær. Aðrir í prófkjörinu: Sigfús Jónsson á Laugabakka, Runólfur Birgisson, Siglufirði, Friðrik Hansen Guðmundsson, yerk- fræðingur frá Reykjavík, Ágúst Sigurðsson, Geitaskaröi og Þóra Sverrisdóttir á Stóru-Giljá. Norðurland eystra: Aubvelt fyrir Blöndal Framboðslistinn á Norður- landi eystra var samþykkrur á fundi kjördæmisráös fyrir mán- uði. Röð þriggja efstu manna er óbreytt: Halldór Blöndal, Tómas Ingi Olrich og Svanhildur Árna- dóttir. í fjórba sætib kemur nýr rhabur, Jón Helgi Björnsson, líf- fræbingur frá Laxamýri. Austurland: Seljavallabóndi hafði það Egill bóndi Jónsson á Selja- völlum fékk rúmlega helming gildra atkvæða í fyrsta sæti og mun því leiða listann áfram. A Austf jörðum gerðist það að Arn- björg Pétursdóttir, fjármálastjóri á Seyðisfirði, rauk úr 4. sæti í annað, en um það sæti stóð bar- áttan í raun. Kristinn Pétursson, fiskverkandi á Bakkafirði, varð að lúta í lægra haldi. Arnbjörg er vongóð um að flokkurinn nái inn tveim mönnum frá Aust- fjörðum á þing, þar sé meðbyr nú með Sjálfstæðisflokknum. Suburland: Haukdal féll fyrir Drífu Helsta fréttin af prófkjöri sjálfstæðismanna á Suðurlandi var sú að þar kolféll sjálfur Egg- ert Haukdal fyrir öðrum bónda — Drífu Hjartardóttur á Keld- um. Þorsteinn Pálsson hélt fyrsta sætinu örugglega og fékk 74% gildra atkvæða í fyrsta sætið. í annað sætið fór Árni Johnsen úr Vestmannaeyjum, en einmitt þar í bæ var kosningaþátttaka meb ólíkindum góð, 1.200 kusu, á sama tíma og aðeins 600 mættu á Selfossi. Reykjanes: Forsetanum sparkaö Stórfréttin bak við prófkjörið í Reykjaneskjördæmi var hið mikla og bratta fall Salome Þor- kelsdóttur, forseta Alþingis, sem hafnaði í neðsta sæti í kjörinu. Það vakti Iíka athygli hve naumlega Ólafi G. Einarssyni tókst að verja oddvitasæti list- ans, hann fékk tæpum hundrað atkvæðum meira en Árni M. Mathiesen. Sigríður Anna Þórð- ardóttir náði þriðja sæti, Árni R. Árnason því fjórða, allt sitjandi þingmenn — en fimmta sæti og væntanlegri þingmennsku náði Kristján Pálsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Njarðvík, nýliði í Sjálfstæðisflokknum. Reykjavík: 7 þingmenn í efstu sætunum Davíð Oddsson, Friðrik Sop- husson, Björn Bjarnason, Geir H. Haarde, Sólveig Pétursdóttir, Lára M. Ragnarsdóttir og Guð- mundur Hallvarðsson — allt þingmenn flokksins í Reykjavík, röðuðu sér á listann í þessari röð. Það var greinilegt að erfitt var fyrir nýliða að fóta sig í próf- kjöri flokksins í höfuðborginni eins og víðar. Árangur Péturs H. Blöndals vakti athygli, hann lenti í 8. sæti og lagði naumlega þau Katrínu Fjeldsted og Markús Örn Antonsson. Vesturland: Sturla fékk toppsætiö Kjördæmisráðsfundur sam- þykkti uppröðun á lista sjálf- stæðismanna í kjördæminu. Sturla Böðvarsson hélt efsta sæt- inu, Guðjón Guðmundsson al- þingismaður sínu sæti og í þriðja sætið var settur Guðlaug- ur Þór Þórðarson, formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna, Þrúður Kristjánsdóttir, skólastjóri í Búðardal í fjórða. Vestfirbir: Hannibalssyni skotib upp á vib Allnokkrar geðsveiflur hafa orðið í hópi sjálfstæðismanna á Vestfjörðum í kjölfar prófkjörs- ins þar. Ákveðið hefur verið að færa Ólaf Hannibalsson blaöa- mann upp um eitt sæti. Hann hreppti fjórða sætið í prófkjör- inu, en verður nú í vonarsæti um að sitja sem varaþingmaöur öðru hverju. Guðjóni Arnari Kristjánssyni, Addikittagau eins og hann er ævinlega kallaður á ísafirði, hef- ur verið fórnað og settur í f jórða sæti listans. Hrifning hans er sögð takmörkuö og ekki mætti hann á fundi kjördæmisráðs um helgina. Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður í Bolungarvík, er í fyrsta sæti, Einar Oddur Krist- jánsson, bjargvættur og útgerb- armaður, í öðru, Hannibalsson í þriðja og Guðjón forseti Far- manna- og" fiskimannasam- bandsins í fjórba — og í mikilli fýlu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.