Tíminn - 16.11.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.11.1994, Blaðsíða 5
Miövikudagur 16. nóvember 1994 IffllllfHiUWlM. 5 Steinhildur Sigurbardóttir: Þeir deila ekki vi5 dómara, en hnakkrífast vib sjúkraliða Þegar dómararnir voru hækkaöir í launum á síöasta ári um hvorki meira né minna en eitt hundraö þúsund krónur á mánuöi, man ég ekki betur en ráöherrar í ríkis- stjórninni tækju þessu með mesta jafnaðargeði og slógu jafnvel á létta strengi. Haft var eftir forsætisráöherranum aö hann deildi ekki viö dómarann, og þessar launahækkanir væru komnar til að vera. í kjölfariö hefur fjármálaráöu- neytið gert kjarasamninga viö ýmsa hópa, sem flestir eiga það sammerkt aö vera í efri hluta launakerfisins. Margir þessara hópa hafa fengið verulegar launahækkanir og aðrar kjara- bætur. í sumum tilvikum er ekkert nema gott um þetta aö segja, en hins vegar þykir mér skjóta skökku við, ef Iáta á stað- ar numið í kjarabótunum þegar láglaunafólkið kemur að samn- ingaborði. „Sjúkraliðar eru ekki með neinar þrjú til fjögur hundruð þúsund krónur eins og dómar- amir, heldur 56 þús- und krónur í byrjunar- laun og 70 þúsund eftir 18 ára starf. Getur það verið að ríkisstjórninni finnist sœmandi að láta kenna sig við ann- að eins misrétti að neita okkur um kjara- bœtur, en fagna hœkk- unum dómaranna? Ekki verður þessu trúað fyrr en í fulla hnef- ana VETTVANGUR Undarleg for- gangsröb í raun og sann hefði mér nú reyndar fundist að forgangs- röðin hefði átt að vera allt önnur og í stað þess að auka launabilið hefði átt að minnka það. Það er nú aldeilis ekki upp á teningnum nú um stundir. Sömu menn og segj- ast ekki deila við dómara og standa í auðmýkt gagnvart há- launafólki, reisa sig upp með miklum þjósti gagnvart lág- launafólki og hnakkrífast við það. Sjúkraliðar eru ekki með neinar þrjú til fjögur hundruð þúsund krónur eins og dómar- arnir, heldur 56 þúsund krón- ur í byrjunarlaun og 70 þús- und eftir 18 ára starf. Getur það verið ab ríkisstjórninni finnist sæmandi ab láta kenna sig vib annab eins misrétti ab neita okkur um kjarabætur, en fagna hækkunum dómar- anna? Ekki verbur þessu trúab fyrr en í fulla hnefana. Á ábyrgð ríkis- stjórnarinnar Vib sjúkralibar munum hins vegar fylgjast grannt meb lykt- um þessarar kjaradeilu. Og þab ættu allir landsmenn ab gera. Ábyrgbin vegna verkfallsins liggur hjá ríkisstjórn, fjármála- rábherra, forsætisrábherra og reyndar öllum hinum rábherr- unum. Þab eru þeir, sem eru ab reyna ab þröngva upp á okkur misréttisstefnu í kjara- málum. Þab eru þeir sem bera ábyrgb á því ef þessi deila dregst á langinn. Höfundur er formaöur Reykjavíkur- deildar Sjúkraliöafélags íslands. Góbir grænir tónleikar Tveir blásarakvintettar Á fyrstu „grænu tónleikum" vetr- arins 10. nóvember var hvert sæti skipaö í Háskólabíói. Fólkið kom til aö hlusta á Mendelssohn, Boccherini og Mozart, með sér- stakri áherslu á Gunnar Kvaran einleikara. Stjórnandi var Guill- ermo Figueroa, upprunninn á Pu- erto Rico en mestmegnis starf- andi í Bandaríkjunum. Figueroa sló í gegn sem stjórnandi 1974, en það ár vann hann sem fiðlari í Sinfóníuhljómsveit íslands og var virkur í kammerspili heima- manna. í blaðaviðtölum nú gerði hann mikið úr því hve ágæt hljómsveitin er orðin, og var sá söngur fagur í vorum eyrum, enda hefur maðurinn fullkom- lega rétt fyrir sér. í framhaldi af því sagði hann, að í rauninni þyrfti hljómsveitin engan stjórn- anda, nema rétt til ab halda réttu jafnvægi og þ.u.l., og þessari yfir- lýsingu var hann trúr á tóníeik- unum og hafði sig lítt í frammi á tónleikapallinum. Sá stjórnandi sem ég hef séð ólmast ennþá minna en Figueroa var sjálfur Pierre Monteaux, í London fyrir mörgum árum, og sennilega vissi Monteaux að þarflaust væri að sýnast fyrir framan Lundúnasin- fóníuna, þar sem allir kunna lungann úr sinfónískum tónbók- menntum utanað. Þetta herbragð Figueroa heppn- aðist einnig vel, því hljómsveitin spilaði mjög vel þannig ab tón- leikarnir voru í aðalatriöum ná- kvæmlega eins og þeir gátu bestir orðið. Fyrst kom Forleikur að Draumi á Jónsmessunótt eftir Mendelssohn, sem hann samdi 1826, þá 17 ára, og hafbi hrifist af hinu ævintýralega leikriti Shake- speares. Þeir eru tæplega margir nú til dags sem lesa Shakespeare ótilneyddir 17 ára, en svona voru greindarunglingar á 19. öldinni, áður en barnabækur, skólakerfi, sjónvarpið og Austurstrætið komu inn í myndina. Næst spilaði Gunnar Kvaran, knéfiðlarinn snjalli, einleik í konsert í B-dúr eftir Luigi Bocc- herini (1743-1805). Boccherini er auðvitað þekktastur fyrir strengja- TÓNLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON kvintettinn með stefinu góða, sem löngum var einkennislag Ríkisútvarpsins (og þjófanna í La- dykillers), og þessi konsert kemst þar hvergi í hálfkvisti. Raunar er hann útsetning þýska sellóleikar- ans og tónskáldsins Friedrichs Grútzmacher (d. 1903) á þremur verkum eftir Boccherini, sem Grútzmacher tók saman og út- setti fýrir hljómsveit og gerði úr sellókonsert. Fyrsti þátturinn er úr sellósónötu, annar þátturinn er ljóðrænt Adagio úr einum af fyrri sellókonsertum hans, og þriðji þátturinn er lokaþáttur fimmta sellókonsertsins, segir í tónleikaskrá. Gunnar var ögn reikandi í byrjun, en náði sér vel á strik,- ekki síst í hæga kaflanum þar sem hans tilfinningaríki stíll naut sín vel. Hápunktur tónleikanna var svo 41. sinfónía Mozarts, „Júpíter", í C-dúr KV 551. Mozartsinfóníur, a.m.k. hinar meiri þeirra, eiga alls ekki heima sem upphitunaræf- Hundertwasser, sem átti eina eft- irminnilegustu sýningu sem sést hefur hér á landi í Bogasalnum fyrir nokkrum árum, sagðist vera gjöf Austurríkis til heimsins. Og á sama hátt mætti segja að Blásara- kvintett Reykjavíkur sé gjöf Al- mættisins til Islendinga. Þennan samstillta hóp hafa skipað frá upphafi (1981) fimm spilarar í Sinfóníuhljómsveit íslands, upp- runnir í fjórum þjóðlöndum: Bernharbur Wilkinson-(flauta) frá Englandi, Daði Kolbeinsson (óbó) frá Skotlandi, Jósef Ognibene (horn) frá Bandaríkjunum og Ein- ar Jóhannesson (klarinett) og Hafsteinn Guðmundsson (fagott) innfæddir íslendingar. Nú eru ingar í byrjun tónleika, heldur á slík sinfónía að vera „piece de res- istance" eða meginréttur tón- leika, og þar trónaði Júpítersin- fónían nú. Figueroa tókst það sem fáum hefur tekist, nema helst Jacquillat heitnum, að gera veru- lega líflegan Mozart með Sinfón- íuhljómsveit vorri, og lukkaðist flutningurinn nú vel í hvívetna. Júpítersinfónían þykir glatt verk og reift, og bera lítil merki þeirra hremminga sem Mozart átti við að stríða sumariö 1788 — konan veik og hann missti bæöi föbur sinn og dóttur, en rukkarar á hverju götuhorni. Þetta sumar samdi hann þrjár síðustu sinfón- íur sínar, nr. 39,40 og 41, og und- ir glaðværu yfirborðinu má greina þunga undiröldu grimmra örlaga. Tæknilega þykir mönnum mest til um lokaþáttinn, sem er óvið- jafnanleg tónlist og einn af há- punktunum í tónsmíðum Moz- arts og sýnir snilli hans í gleggstri mynd. Hér reynir talsvert á stjórnanda og hljómsveit, í marg- radda fúgu og samslungnum stefjum, og allt var þetta hreint, tært og áhrifamikið á prýðilegum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar- innar. ■ þeir allir orönir íslendingar fyrir löngu og kvintett þeirra í fremstu röð kammerhópa landsins sem jafnframt nýtur viðurkenningar víða um lönd. Á Háskólatónleikum 9. nóvem- ber flutti Blásarakvintett Reykja- víkur tvö verk, Divertimento nr. 14 í B-dúr KV 270 eftir Mozart (f. 1756) og Blásarakvintett eftir Áskel Másson (f. 1953). Diverti- mentó þetta nýtur sín vel í um- skrift Anthonys Baines fyrir blás- arakvintett, en Mozart skrifaði verkib þegar hann var tvítugur fyrir sex blásara. Hljóðfæraleikar- arnir eru frábærlega samstilltir, þannig að hljómur kvintettsins er heilsteyptur þrátt fyrir það hve Cunnar Kvaran. ólíkar raddir hljóðfæranna fimm em. Og einleikskaflar voru léttir og leikandi eins og Mozart hæfir. Af öðrum toga er að sjálfsögbu Blásarakvintett Áskels Mássonar, sem hann samdi árið 1991 fyrir sænska kvintettinn Quintessence. Tónleikaskráin segir Áskel vitna í tvö gömul íslensk stef, sem ég heyrði nú ekki, en hins vegar mátti greinilega heyra það sem segir í skránni að í þriðja þættin- um (af fjómm) noti tónskáldið fjórðungstóna og litabreytingar á sama tóni, sem gefi kaflanum sér- stakan blæ. Mér þótti kvintett Ás- kels áheyrilegur og skemmtilegur á köflum, en nokkub brotakennd- ur. Stundum minnir hann á hinn fræga kvintett Carls Nielsen, sem sennilega hefur svipaða stöðu meðal blásarakvintetta og klarin- ettukvintett Mozarts hefur í þeim hópi, en þess á milli eru kaflar af ýmislegu öðru tagi. Áskell Más- son er sennilega meðal okkar allra vönduðustu tónskálda, enda mun mikið orb fara af honum ut- an landsteina, þótt hann hafi sig lítt í frammi í fjölmiðlum. Húsfyllir var í Norræna húsinu á tónleikunum, svo sem nú gerist algengt á Háskólatónleikum. í þetta sinn var skýringar sennilega að leita í því háa áliti sem Blásara- kvintett Reykjavíkur nýtur með þjóö vorri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.