Tíminn - 16.11.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.11.1994, Blaðsíða 9
Miövikudagur 16. nóvember 1994 wMm* 9 ÚTLÖND . .. ÚTLÖND . .. UTLOND . . . ÚTLÖND . .. UTLOND . . . UTLOND . .. UTLOND . .. UTLOND . .. J Davíö Oddsson í Noröurlandaráöi: Útilokar ekki stefnubreytingu gagnvartESB Davíb Oddsson forsætisráö- herra útilokar ekki ab ís- lendingar kunni ab skipta um skobun varbandi hugs- anlega abild ab Evrópusam- bandi ef ríkjarábstefna ESB, sem haldin verbur 1996, ákvebi umtalsverbar. breyt- ingar á Maastricht-samn- ingnum, ab því er segir í frétt frá NTB. Þetta kom fram í ræöu sem forsætisráöherra flutti á þingi Norðurlandarábs í Tromsö í gær, en ab loknum fundi með öðrum norrænum forsætisráð- herrum tók hann fram að það væri ekki tímabært fyrir ís- lendinga að sækja um aðild að ESB fyrr en í fyrsta lagi um aldamót, enda gætu íslending- ar ekki átt aðild að samband- inu á meðan fiskveiðistefna þess væri með þeim hætti að þeir hefðu ekki síðasta orðið um stjórnun fiskveiða á sínum eigin miðum. Davíð Oddsson lýsti þeirri skoðun sinni að fiskveiði- samningurinn sem Norðmenn hefðu gert við Evrópusam- bandið stæðist ekki kröfur ís- lendinga, en af því tilefni tók Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, fram að Norðmenn hefðu að sjálf- sögðu ekki gert neinn fisk- veiðisamning á þeirri forsendu að fiskveiðistefna Evrópusam- bandsins ætti að gilda á norð- urslóðum. Pouí Nyrup Rassm- ussen, forsætisráðherra Dan- merkur, tók undir þetta sjón- armið og lagði áherslu á að ESB legði það ekki í vana sinn að ganga gegn því sem bundið væri í samninga, enda hefði engin tilraun verið gerð til þess að hrófla við þeim fisk- veiðisamningum sem Danir heföu gert við sambandið fyrir 22 árum. ¦ Ný norrœn efnahagsskýrsla: Kreppunni lokið á Norburlöndum Tromsö - Reuter Norðurlöndin fimm eru kom- in upp úr efnahagskreppunni og eru nú á miðju skeiði efna- hagsbata sem líklega mun standa til loka ársins 1995, segir í nýrri skýrslu sem kynnt var á þingi Norðurlandaráðs í Tromsö í gær. í ár er innanlandsframleiðsl- an í löndunum fimm að með- altali 3.5% á þessu ári, sem er hærra en meðaltalið í OECD- ríkjunum. Efnahagsbatinn á íslandi verður þó hægari en meðaltal hinna Norðurland- anna gefur til kynna. í skýrsl- unni er gert ráð fyrir því að þar sé um að kenna aflabresti. Skýrslan gefur til kynna að f innanlandsframleiðslan á Norðurlöndunum muni minnka örlítið á næsta ári frá því sem verið hefur 1994, eða um 0.1%. Það er Norðurlandaráð sem lét vinna þessa skýrslu þar sem efnahagsbatinn í Danmörku og Noregi er að hluta til skýrð- ur með vaxandi eftirspurn innanlands, á meðan hag- stæður greiðslujöfnuður við útlönd er talinn ein meginfor- senda efnahagsbata á íslandi, Svíþjóð og Finnlandi. Gert er ráð fyrir að verð- bólga muni aukast dálítið á Norðurlöndunum á næsta ári, jafnhliða þessum efnahags- bata. Þannig er spáb 2.5% meðaltalsverðbólgu árið 1995 en í ár hefur hún ekki verið nema 1.8% Tekið er fram í skýrslunni að þótt dregið hafi úr hallarekstri í ríkisbúskap á öllum Norbur- löndunum í ár sé þó hvergi nærri nóg að gert. Það skipti meginmáli ab áframhald verbi á þeirri þróun, svo og því ab aukin áhersla verði lögð á það að grynnka á skuldum innan- lands og utan. Á Norðurlandaráðsþingi var það samdóma og yfirlýst álit fjármálaráðherranna að nauð- synlegt væri að fylgja efna- hagsstefnu þar sem opinber- um útgjöldum væri haldið í skefjum og verðbólgu haldið niðri, enda væri ekki hægt að draga úr atvinnuleysi með öðru móti. Reyndar er spáð minnkandi atvinnuleysi á Norðurlöndunum á næsta ári, þannig að það verði 9.5% að meðaltali í stað 10.7% nú. ¦ Konur fá frekar krabba Lundúnum - Reuter Konur eru líklegri en karlar til að fá lungnakrabbamein af völdum tókbaksreykinga. Þetta er niður- staöa rannsóknar breskra og norskra vísindamanna sem birt var í gær. David Phillips sem stjórnaði rannsókninni lét þess getið er niðurstaðan var kynnt að áður hefðu legið fyrir uppíýsingar frá Bandaríkjunum sem bent hefðu til þess aö lungnakrabbi af vóldum reykinga væri helmingi líklegri hjá konum en körlum, en rannsóknin nú sannaði að sú til- gáta væri rétt. Rannsóknin grundvallast á DNA-rannsóknum úr lungum 63ja krabbameinssjúklinga. í tób- aksreyk er vitab um amk. 40 krabbameinsvaldandi efni, en reykurinn hefur skaðleg áhrif á erföaefnið í frumunum. Þetta er löngu vitað en nú hefur verið sýnt fram á að hjá konum er erföaefnið viðkvæmara fyrir tóbaksreyk. Ekki liggur fyrir af hverju þetta stafar, en grunsemdir beinast nú einkum ab svonefndu PAH-efni, eínu hinna þekktu krabbameinsvald- andi efna sem er að finna í tób- aksreyk. ¦ HÚSBYGGJENDUR Þeim húsbyggjendum, sem þurfa á rafmagnsheim- taug að halda í hús sín í vetur, er vinsamlegast bent á að leggja inn umsókn um hana sem allra fyrst til þess að unnt sé að leggja heimtaugina áður en frost er komið í jörðu. Gætið þess að jarðvegur sé kominn í sem næst rétta hæð, þar sem heimtaug verður lögð, og að uppgröft- ur að húsgrunni, byggingarefni eða annað hindri ekki lagningu hennar. Heimtaugar verða ekki lagðar ef frost er komið í jörðu, nema gegn greiðslu þess aukakostnaðar sem af því hlýst. Jafnframt bendir Rafmagnsveitan á að inntakspípur heimtauga fyrir einbýlis- og raðhús skulu ná út fyr- ir lóðamörk. Nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaaf- greiðslu Rafmagnsveitunnar, Suðurlandsbraut 34, í síma 604686. A RAFMAQNSVEITA REYKJAVIKUR Bandarísku forsetahjónin gera nú víbreist um Austurlönd fjœr. Á meöan forsetinn sat á rökustólum í Bogor í Indónesíu um aukna efnahagssamvinnu brá frú Hillary sér í skoöunarferb í heilsugœslustöb og hampabi þar þessau pattaralega barni. Utboö Póstur og sími óskar eftir tilboburn í landpóst- þjónustu frá póst- og símstöðinni Fagurhóls- mýri. Afhending útbobsgagna fer fram hjá stöbvar- stjóra, póst- og símstöbinni Fagurhólsmýri, frá og meb 16. nóvember 1994, gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Tilbobum skal skilab á sama stab eigi síbar en 7. desember 1994 kl. 12.00. Tilbob verba opnub sama dag kl. 13.00 á póst- og símstöbinni Fag- urhólsmýri, ab vibstöddum þeim bjóbendum, sem þess óska. Réttur er áskilinn til ab taka hvaba tilbobi sem er eba hafna öllum. PÓSTUR OG SÍMI Póstmálasvib —150 Reykjavík [ FAXNUMERIÐ ER 16270 WW9W AHIIG AVERII, EFMSHIKIL 06 SKEMMTILGG BÓK Á IÁGMRKS VERDI Sendiherra á sagnabekk eftir dr. Hannes Jónsson fv. sendiherra. Segir frá innlendum og erlendum mönnum og mál- efnum úr reynsluheimi höfundar á löngum ferli diplómatsins. Full af fróð- legum og skemmtilegum frásögnum. Hulunni flett af utanrfkisþjónustunni og vintýrum landans, sem itar til sendiráðanna vegna trúlegustu vandamála og klandurs. Akraseli 22 - 109 Reykjavík - Sími 75352

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.