Tíminn - 16.11.1994, Qupperneq 10

Tíminn - 16.11.1994, Qupperneq 10
10 9fnmm Mi&vikudagur 16. nóvember 1994 Aubskilinn markabsbúskapur Heimskringla — Háskólaforlag Máls og menningar hefur sent frá sér bókina Markaösbúskapur eftir Arne Jon Isachsen, Carl B. Hamilton og Þorvald Gylfason. Bókin er ítarleg, en jafnframt aðgengileg kynning á grund- vallaratribum í hagfræöi og gangverki markaösbúskapar. Hún er skrifuð á einföldu og auðskildu máli, án þess aö sleg- iö sé af kröfum um nákvæmni. Stuöst er viö ýmis dæmi úr dag- Fréttir af bókum legu lífi, en minna viö tækni- legar útskýringar. Hugmyndin aö bókinni kviknaöi við kynni höfund- anna af Eystrasaltsþjóðunum og ríkjum Austur-Evrópu og þeim viöfangsefnum sem viö er að kljást í umskiptum frá áætl- unarbúskap til markaösbúskap- ar. Hún hefur þó reynst höföa til mun breiöari lesendahóps og hentar jafnt námsmönnum sem stjórnendum og starfs- mönnum fyrirtækja, háskóla- mönnum í ýmsum greinum, stjórnmálamönnum, embættis- mönnum og blaöamönnum. Bókin hefur nú komiö út á fimmtán tungumálum, en enska frumgerðin kom út hjá Oxford University Press áriö 1992. Arne Jon Isachsen er prófess- or í alþjóöahagfræði við Versl- unarskólann í Ósló. Carl B. Hamilton er þingmaður og dósent í hagfræöi við Stokk- hólmsháskóla. Þorvaldur Gylfa- son er prófessor viö viðskipta- og hagfræðideild Háskóla ís- lands. Ágúst Einarsson prófessor rit- ar inngang aö bókinni. Helgi Skúli Kjartansson þýddi. Bókin kostar 3380 krónur. ■ Spánska lýbveldib 1931-1936 fsíands- Spain's First Democracy: The Second Republic 1931-1936, eftir Stanley G. Payne. University of Wisconsin Press (og Madison, London), xv + 477 bls., ib. 53,95 £,ób. 17,95 £. í ritdómi í English Historical Review, september 1994 (vol cix, nr. 477), sagði: „Verk Paynes prófessors er frábær samtenging þessara sögulegu þátta úr hendi helsta engilsaxneska fræði- mannsins á þessu sviði. í bók hans er framsetningin ávallt ljós, mat lagt á hluti af sann- girni og eðlilegu hlutfalli haldið í umfjöllun um flókin og um- deildan efniviö. Bókin er þann- ig mótvægi við ýmsar skoðanir um þetta tímabil í sögu Spánar, sem nú eru uppi." „Meö yfirlýsingu 1869 var fulltíða karlmönnum veittur kosningaréttur, en stjórnarfarið varö fyrsta sinni að réttu lagi lýðræöislegt í öðru lýðveldinu á Spáni. Að því er Payne heldur fram, ól friösamleg tilkoma lýð- veldisins á vonum sem vaknað höfðu á veltuárum þriöja ára- tugarins, en þær gengu brátt lengra en svo að nokkur ríkis- stjórn gæti við þeim orðiö. Pól- itískur málflutningur varð frem- ur til þess en kreppan að vekja ólgu, en missir markaða utan- lands, sem Spánn hafði þó lítil áhrif á, ýtti undir neyð í samfé- laginu." „Að svo miklu leyti sem þær eiga það skilið fer Payne viöur- kenningarorðum um aðgerðir samsteypustjórnar lýðveldis- sinna og sósíalista 1931-33, svo sem opinberar framkvæmdir í landshlutum. Umbætur í hern- um og aöskilnaður ríkis og Veistu, ef þú vin átt Minningar Abaiheibar Hólm Spans Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Veistu, efþú vin átt — minningar Aðalheiðar Hólm Spans, eftir Þorvald Kristinsson. Aðalheiður Hólm kvaddi ísland fyrir hálfri öld og fluttist til Hol- lands með eiginmanni sínum. Þótt hún væri ung að árum þegar hún sigldi utan, hafði hún víða komið við sögu. Aðeins átján ára gömul stofnaði hún Starfs- stúlknafélagið Sókn, og árum saman var hún í fararbroddi þeirra sem börðust fyrir mann- sæmandi lífi íslenskrar alþýðu á kreppuárunum. í nýju landi kynntist Aöalheiður síðan baráttu Tilvistar- kreppa Mál og menning hefur gefið út skáldsöguna Tvífarinn eftir Fjo- dor Dostojevskí. Sagan gerist í Pétursborg á fyrri hluta síðustu aldar. Hún fjallar um rússnesk- an embættismann, herra Goij- adkín, sem býr við heldur kröpp kjör, kúgaður og undirokaður af öllum. Hann gerir því örvænt- ingarfulla tilraun til að flýja ör- lög sín með því að blekkja sjálf- an sig, búa til nokkurs konar æðri útgáfu af sjálfum sér. Tvífarinn er mögnuð saga, sem er í senn fantasía og raunsönn lýsing á ofur venjulegum manni í alvarlegri tilvistarkreppu, auk þess sem höfundur dregur upp skarpa mynd af mannlífi í Pét- ursborg á síðustu öld. Tvífarinn er fjórða verk Dostojevskís sem kemur út í íslenskri þýðingu, en hin eru Glœpur og refsing, Fávit- inn og Karamasovbrœðumir. Bók- in kom út í heimsbókmennta- klúbbi Máls og menningar í október, en er nú komin á al- mennan markað. Ingibjörg Haraldsdóttir þýöir. Robert Guillemette gerði káp- una. Bókin er 120 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. og kostar 2.880 kr. ■ nýbúans, sem alla ævi þarf aö berjast fyrir því að vinna land til að veröa talinn fullgildur þegn. í kynningu útgáfunnar segir: „í lifandi og hispurslausri frásögn lýsir Aðalheiður því ógleyman- lega fólki sem helgaði líf sitt bar- áttunni fyrir betra lífi og bættri siðmenningu og dregur upp meitlaðar og litríkar myndir af fólki og þjóðlífi sem nú er horfið. Ólgandi glettni og djúp alvara togast á í þessari listilega rituðu bók, sögu konunnar sem alla tíö hefur leitast við að vera trú til- finningum sínum og samvisku, manneskja með öðrum mann- eskjum — af fullu heilindi." Veistu, ef þú vin átt er 248 bls. Prentsmiöjan Oddi hf. prentaði. Erlingur Páll Ingvarsson hannaði kápu. Bókin kostar 3.480 kr. ■ kirkju vakti fremur andúð en að það bæri árangur. Og frá stuðn- ingi við ríkisstjórnina fældu þær aðgeröir íhaldssama lýðveldis- sinna og fleiri íhaldssinna. Á hinum byltingarsinnaða vinstri væng þótti stjórnleysingjum- syndicalistum og kommúnist- um of skammt gengiö, en til móts við hann gengu sósíalistar 1933, þegar margir þeirra átt- uðu sig á að samsteypustjórnin hafði ekki fullnægt þeim von- um sem við hana voru bundn- ar." „í fyrstu kosningunum eftir að konur fengu kosningarétt varð hægri sveifla, sem enn meira sagöi til en ella sakir kosningalaga sem vinstri flokk- arnir stóðu að. Af tveimur síðari árum samsteypustjórnarinnar 1933-35 dregur Payne upp dökka mynd, en fram til miðs árs 1935 var meira að gert í jarð- næöismálum en á árunum 1931-33 og stærri hluta ríkis- tekna var varið til skólamála ... Payne segir vendilega frá kosn- ingunum í febrúar 1936, sem örlagaríkar voru, og útlistar ítar- lega framvindu mála allt til þess er borgarastyrjöldin skall á." Handbækur á ensku og þýsku um gönguleiðir Almenna bókafélagið hefur gef- ið út handbók á ensku og þýsku sem lýsir nokkrum áhugaverð- um gönguieiðum í nágrenni Reykjavíkur. Bókin er ætluð þeim ferðamönnum sem kynn- ast vilja náið fjölbreytileik hinnar sérstæðu íslensku nátt- úru, komast í nánari snertingu viö hana, njóta hennar. Almenna bókafélagið hefur undanfarin ár gefið út fimm bækur í ritröðinni um göngu- leiðir á íslandi. Höfundur bók- anna er Einar Þ. Guðjohnsen. Úr tveimur þessara bóka, þeim sem fjalla um ieiðir í Gull- bringu- og Kjósarsýslu, hefur Einar valið nokkrar leiðir til birtingar á ensku og þýsku. í öllum tilfellum eru auðveld- ustu leiðirnar valdar, leiðir sem allir heiibrigðir menn eiga að geta gengið. Leiöarlýsingin fylgir göngu- manninum frá upphafi göng- unnar til enda, bendir honum á staði sem vert er að skoða, varar hann við hættum. Hverri leiöarlýsingu fylgir kort þar sem leiðin er dregin. Yfirleitt er svo, að gönguleiðirnar eru ekki merktar á landinu sem farið er um, og í fæstum tilfellum aug- ljósir stígar, svo sem algengt er í öðrum löndum. Girðingar og skurðir eru víða til trafala göngufólki. Reynt er að foröast slíkt eftir fremsta megni, en upplýsingar liggja ekki ávallt á lausu og því er ókunnugum göngumanni nauðsynlegt að hafa meðferðis glögga lýsingu leiðarinnar og kennileita til að miða við. Prentsmiðjan Oddi sá um prentun og bókband. Hand- bókin er til sölu í öllum bóka- verslunum og helstu áningar- stööum ferðamanna og er verð hennar 980 krónur. sagan 1 skáld- sögu Mál og menning hefur gefið út skáldsöguna Kvikasilfur eftir Ein- ar Kárason. Bókin er sjálfstætt framhald af skáldsögunni Heimskra manna ráð. Góökunn- ingjar úr þeirri sögu halda í Kvikasilfri áfram að berjast við að lifa lífinu og í bakgrunninn er ís- lensk saga síðustu áratuga. Á bókarkápu segir meðal ann- ars: „Bankastjórinn lendir í steininum, — agalegt skúffelsi í fjölskyldunni, en athafnaskáldið Bárður stofnar landsfrægt flugfé- lag, Salómon vaknaður af Kleppi, Gúndi bróðir í sérkenni- legum viðskiptum frá hótelher- bergi sínu í Amsterdam, frú Lára komin í prófkjörið, og skyndi- lega hverfur Sigfús yngri Killian voveiflega úr bílapartaport- inu..." Bækur Einars Kárasonar njóta sívaxandi vinsælda víða erlendis um þessar mundir, einkum á Norðurlöndunum og í Þýska- landi. Til dæmis skrifaði danski gagnrýnandinn Erik Skyum-Ni- elsen eftirfarandi í Information fyrr á árinu: „Vilji maður vita hvernig ísland nútímans lítur út frá botni samfélagsins, er tæpast til nokkur betri og skemmtilegri heimiid en höfundurinn Einar Kárason." Kvikasilfitr er 233 bls., prentuð í Prentsmiöjunni Odda h.f. Káp- una gerði Guðjón Ketilsson. Verð: 3380 kr. ■ Islensk ljóðlist í Finnlandi Ut er komið nýjasta hefti Finn- lands-sænska menningartímarits- ins Horisont. Tímaritið, sem hefur verulega útbreiðslu í Finnlandi og Svíþjóð og nokkra í Noregi, er að þessu sinni tileinkað íslenskri samtímaljóðlist. Ritið hefur að geyma u.þ.b. 90 ljóð eftir sextán íslenska höfunda, 4-9 ljóð eftir hvert skáldanna. Efnib er ekki úrval þess nýjasta sem íslensk samtímaljóðlist hefur upp á ab bjóða, heídur fremur sýnishorn af breidd þess og marg- breytileika. Gestaritstjórar tímaritsins að þessu sinni, þýðendur ljóða og höfundar kynningartexta, eru rit- höfundarnir Lárus Már Björnsson og Martin Enckell. Þetta mun vera umfangsmesta kynning íslenskrar samtímaljóð- Lárus Már Björnsson. listar á erlendum vettvangi um árabil. Höfundarnir, sem kynntir eru, eru fæddir á árunum 1932- 1970 og eru misþekktir og inn- byröis ólíkir. Þeir eru: Árni Ibsen, Baldur Óskarsson, Bragi Ólafsson, Elísabet Jökulsdóttir, Gyrðir Elías- son, Ingimar Erlendur Sigurðs- son, Jóhann Hjálmarsson, Kristín Ómarsdóttir, Láms Már Björns- son, Linda Vilhjálmsdóttir, Pjetur Hafstein Lárusson, Sigfús Bjart- marsson, Sindri Freysson, Sjón, Steinunn Sigurðardóttir og Vigdís Grímsdóttir. Höfundur myndefnis er Ásgeir Lárusson myndlistarmabur. Unnt er að panta tímaritib á Handelses- planaden 23A, FIN-65100 Vasa, Finnlandi, eða í síma 9035861- 3177904. Einnig mun það vera fá- anlegt á helstu bókasöfnum. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.