Tíminn - 16.11.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.11.1994, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 16. nóvember 1994 vyyWyyylyP V9r 13 llll FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fundarboö Framhaldsa&alfundur Framsóknarfélags Mýrasýslu ver&ur haldinn 16. nóvember í húsnæ&i félagsins a& Brákarbraut 1, í Borgarnesi. Fundurinn hefst kl. 20.30. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Fundur settur. 2. Skýrsla gjaldkera. 3. Skýrsla húsrá&s. 4. Lagabreytingar. 5. Kosningar ístjórn. 6. Kosningar á kjördæmisþing. 7. Kosningar á flokksþing. 8. Önnur mál. Formabur Framsóknarfélags Mýrasýslu Fundur stjórnar SUF og formanna FUF-félaga Akve&iö hefur veriö a& halda sameiginlegan fund stjórnar Sambands ungra fram- sóknarmanna og formanna FUF-félaga á skrifstofu Framsóknarflokksins a& Hafnar- stræti 20, Reykjavík, næstkomandi laugardag 19. nóvember kl. 17.15. Dagskrá: 1. Undirbúningur flokksþings. 2. Samstarf FUF-félaga og SUF. ^, 3. Önnur mál. 4. Léttar æfingar. Framkvcemdastjórn SUF Miöstjórnarfundur SUF Næsti fundur mi&stjórnar Sambands ungra framsóknarmanna ver&ur haldinn föstu- daginn 25. nóvember n.k. á Hótel Sögu í Reykjavík. Nánar auglýst síöar. Framkvœmdastjórn 5UF 23. flokksþing framsóknar- manna 23. flokksþing framsóknarmanna veröur haldiö á Hótel Sögu, Reykjavík, dagana 25.- 27. nóvember 1994. Um rétttil setu á flokksþingi segir f lögum flokksins eftirfarandi: 7. grein. Á flokksþingi framsóknarmanna eiga sæti kjörnir fulltrúar flokksfélaga. Hvert flokks- félag hefur rétt til a& senda einn fulltrúa á flokksþing fyrir hverja byrja&a þrjá tugi fé- lagsmanna. Fulltrúar skulu þó aldrei vera færri en 1 fyrir hvert sveitarfélag á félags- svæ&inu. lafnmargir varamenn skulu kjörnir. 8. grein. Á flokksþinginu eiga einnig sæti mi&stjórn, framkvæmdastjórn, þingflokkur, for- menn flokksfélaga og stjórnir LFK, SUF og kjördæmissambanda. Dagskrá þingsins veröur auglýst sí&ar. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á 550-600 m2 skrifstofuhús- næbi í Reykjavík. Æskilegt er ab húsnæðið sé á einni til tveimur hæbum í gamla mibbænum eba næsta nágrenni. Tilbob, er greini stabsetningu, stærb, byggingarár og - efni, brunabóta- og fasteignamat, afhendingartíma og söluverb, sendist eignadeild fjármálarábuneytisins, Arnar- hvoli, 150 Reykjavík, fyrir 25. nóvember 1994. Fjármálarábuneytib, 15. nóvember 1994. UMHVERFISRAÐUNEYTIÐ Staða veiöistjóra Laus er til umsóknar staba veibistjóra skv. 4. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, fribun og veibar á villtum fuglum og villtum spendýrum, meb absetur á Akureyri. Staban veitist frá og meb 1. febrúar 1995. Embætti veibi- stjóra hefur umsjón meb og stjórn á þeim abgerbum af opinberri hálfu, sem ætlab er ab hafa áhrif á stofnstærb og útbreibslu villtra dýra eba tjón af þeirra völdum. Embættib sér um útgáfu veibikorta og endurskobun reikninga vegna kostnabar vib refa- og minkaveibar. Þab birtir árlega yfirlit um veibar á fuglum og spendýrum og stundar hagnýtar rannsóknir á villtum dýrum í samvinnu vib abrar stofnanir skv. ákvæbum laga. Veibistjóri skal vera líffræbingur meb sérþekkingu sem nýtist honum í starfi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf, þ.á m. vísindastörf, sendist rábuneytinu fyr- ir 8. desember nk. Nánari upplýsingar fást í rábuneytinu. Umhverfisrábuneytib. Vansœla ríka stúlkan, sem fann loks hamingjuna: Gloria Vanderbilt „Aumingja litla ríka stúlkan" var hún köllub. Þrátt fyrir ab vera erfingi einna mestu auð- æfa í Ameríku, gætti þess ekki í uppvexti hennar. Klæðnaður hennar var fá- brotinn, minnti á engan hátt á þann lúxus sem umlukti hana á allar hliðar. Gloria sá kampavínið flæða og kavíar- inn borinn fram, en hún bragðaði ekki á krásunum og ástríki móður hennar var af skornum skammti. Hún vog- aði sér varla að snerta á skart- klæöum móður sinnar, af ótta við að aflaga eða óhreinka eitthvað. Svo byrjaði slagurinn um forræði yfir litlu stúlkunni. Frænka Gloriu, sem hún hafði búið hjá um tíma, vildi veita henni meiri og betri umhyggju en hin kaldlynda móðir hennar, Gloria Morg- an Vanderbilt, sýndi henni. Réttarhöldin vöktu heimsat- hygli. Fólk vorkenndi Gloriu og samúðin var öll hennar megin. Frænkan sigraði í átökunum. Gloria varð ham- ingjusöm og fékk að búa hjá frænku sinni áfram. Frænkan var í sigurvímu, móðirin var niðurbrotin. Um tíma var litla ríka stúlkan gleymd. En bara um tíma. Þá flytur hún aftur til móður sinnar. Þegar Gloria fer að fara „út á lífið", fer út að borða með þekktum mönnum, verður hún aftur á forsíðum allra stórblaðanna. Svo taka við hjónaböndin, hvert á fætur öðru. Þau báru frekar merki örvinglunar en hamingju. í endurminn- ingum sínum segir hún, aö móðir sín sé eina mann- eskjan sem hún hafi elsk- að. Það segir alla söguna um eigin- menn hennar. Það átti þó eftir að slettast upp á vinskap dóttur og móður um tíma, en Glor- ia fann sér aft- ur tilgang í líf- inu og sneri sér nú að fata- framleiðslu og náði langt á þeirri braut, ásamt ritstörf- um. Og með góðum ár- angri. Hún sættist við móöur sína og varð ham- i n g j u s öm . Naut auðæf- anna, þrátt fyrir allt. Cloria Vanderbilt. Jeanne Calment er 119 ára og Elsta kona í heimi Hún var fædd í Arles í Suður- Frakklandi 21. febrúar 1875. Átti vel stæða foreldra. 21 árs giftist hún Ferdinand, sem var þre- menningur við hana að skyld- leika. Hjónin ráku vefnaðarfyrir- tæki og gerðu það gott. Við- skiptavinimir voru margir og tryggir. Meöal þeirra var hinn þekkti listmálari Vincent van Gogh. Jeanne og Ferdinand áttu bara eina dóttur, Yvonne, en hún dó 36 ára gömul. Barnabarn Jeanne var þekktur háls-, nef- og eyrna- læknir; hann lést í bílslysi 43 ára gamall. Jeanne hefur lifab alla sína ættingja og vini og á enga afkomendur á lífi. Ótrúlegt en satt, hefur hún búiö ein þar til hún var 110 ára gömul. Þá gat læknirinn hennar fengiö hana til aö flytjast á elliheimili. 114 ára gömul fótbraut hún sig, þeg- ar hún var við leikfimisæfingar, og þurfti ab fara í skurðabgerö. Nú er hún næstum blind og heyrnarlaus, en heilinn er í lagi og kímnigáfa hennar með ólík- indum. Þegar hún fer á fætur á morgnana, veit hún alveg í hvaða kjól hún vill fara í, og eins og margar konur hefur hún mikið dálæti á skóm. Hún þarf hjálp við að borða, hefur ágæta matarlyst og þarf ekki sérstakt fæði. „Eitt sherryglas og smá súkkulabibita verb ég ab fá mér á hverjum degi. En ég er alveg hætt ab reykja." I TÍMANS Lyfsebill Jeanne fyrir löngu lífi Hún ólst upp við góðan og næringarríkan mat á þeim árum sem margir voru vannærðir, og segir að hún hafi algjörlega komist hjá „stressi". Það er lík- lega alveg rétt hjá hénni, segir læknirinn hennar, dr. Victor Lie- bre, sem stjórnar deildinni á elli- heimilinu sem Jeanne dvelur á og sem hefur fengið nafnið: „Je- anne Calments deild". Að lokum hefur Jeanne þetta að segja: „Ég heh' lifað alla sem mér þótti vænt um. Það hafa verið góðar og vondar stundir, en ég hefi ekki kvartað. Ég ætla að bera höfuðið hátt til hmstu stundar." Þess má geta að lok- um, að aldursmetið hingað til á Japani. Hann dó 1985, þá 120 ára gamall. Það met gæti Jeanne komið til með að slá. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.