Tíminn - 17.11.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.11.1994, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 17. nóvember 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjóm og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 • Pósthólf5210, 125Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaoaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Vibeyjardúett á norskum forsíðum Hnakkrifist við láglaunafólk „Þeir deila ekki viö dómara, en hnakkrífast viö sjúkraliða," er fyrirsögn á grein eftir Steinhildi Sigurbardóttur, sem birtist í Tímanum í gær. Höfundur er í forystusveit sjúkraliba, sem nú heyja harða kjarabaráttu. Upphaf greinarinnar er þannig: „Þegar dómararnir voru hækkaðir í launum á síðasta ári um hvorki meira né minna en eitt hundrað þúsund krónur á mánuði, man ég ekki betur en ráðherrar í ríkisstjórninni tækju þessu með mesta jafnaðar- geði og slógu jafnvel á létta strengi. Haft var eftir forsætisráð- herranum að hann deildi ekki við dómarann, og þessar launa- hækkanir væru komnar til að vera." Hér minnir Steinhildur á þegar hæstaréttardómarar ákváðu einhliða að bæta laun sín um nefnda upphæð. Það stendur upp úr hverjum manni, sem um stjórnmál og kjaramál fjallar, að brýna nauðsyn beri til að bæta kjör hinna lægstlaunubu. Þeir eigi að ganga fyrir launahækknum á kostnab þeirra sem meira hafa. Þessi plata er orðin svo gömul og slitin að á hana hlustar varla nokkur maður lengur, hvab þá ab mark sé tekib á þess- um frómu varajátningum. Þjarmab er ab kjörum láglauna- fólksins og virbist enginn mannlegur máttur, hvort sem þab eru abilar vinnumarkabarins eba stjórnvöld, hafa bolmagn eba raunverulegan vilja til ab standa við margítrekaðar vilja- yfirlýsingar um ab taka spor í átt til launajöfnunar. Hins vegar horfa launþegar upp á hvernig tekjur hálaun- abra embættismanna hækka næstum sjálfkrafa og hve blygb- unarlaust þeir setja fram kröfur um enn meiri kjarabætur. Rík- isvaldib og stofnanir þess eru ósínkar á laun og sporslur til handa hátekjuablinum, en þegar kemur að stéttum sem naumt eru skömmtuð lífskjörin er hnakkrifist við þær og tal- ið fráleitt að nokkur leið sé til þess að koma við neins konar launajöfnun. Mörg dæmi, m.a. eitt nýupplýst, eru um hvernig hátekju- menn njóta biblauna og starfslokasamninga, sem væntanlega eru í einhverju samræmi við þær tekjur sem þeir hafa notið. Þegar furðu lostinn almúginn biður um skýringar, eru svörin einfaldlega þau að allt sé þetta samkvæmt samningum. Samningsaðili sjúkraliða er ríkisvaldið og er því eðlilegt að þeir beri sig saman við starfshópa sem eiga kjör sín undir sama abila og taka launin úr sama sjóði. Skollaleikir með Fé- lagsdóm og einhver afbrigði samningskúnsta skipta ekki máli í þessu samhengi. Málið er það að það er hnakkrifist við sjúkraliða og aðrar láglaunastéttir, þegar þær gera tilraunir til að sækja sinn rétt og krefjast mannsæmandi lífskjara, en brosab blítt við há- launaaðlinum, þegar hann gengur í sjóðinn og sækir sér hnefa. Þá á höfðingsskapur vörslumanna opinberra sjóba sér lítil takmörk. Sambærilegt réttlæti er ástundab á almennum vinnumark- abi. Tekjumunurinn er gífurlegur og viðbrögðin svipuð, þegar þeir tekjulægstu reyna aö rétta sinn hlut. Marglaunabir for- stjórar meb takmarkalítil fríbindi á kostnab fyrirtækja og skattheimtu hnakkrífast vib láglaunalýbinn, þegar kjaramál ber á góma. Um áramót eru flestir kjarasamningar á almenna markabn- um lausir og eins og venjulega er höfubáhersla lögb á ab laun- in standi í stað, ab minnsta kosti hjá þeim breiba fjölda sem amlar ofan af fyrir sér á taxtakaupi. Þjóbarsátt og stöbugleiki eru forsenda heilbrigbs efnahags- lífs og launafólkib í landinu hefur sannarlega lagt sitt af mörkum til ab koma því ástandi á og vibhalda því. Vafalítib mun þab enn um sinn sýna þjóbhollustu og skilning á ab halda hjólum athafnalífsins gangandi. En þá veröur líka ab koma til móts vib vinnandi stéttir og skella ekki á þær hurbum hvenær sem kjarabætur ber á góma og hnakkrífast vib tekjulágt fólk eins og sjúkraliba. En ef nómenklatúran ætlar ab halda áfram ab hygla sjálfri sér eins og hingab til og taka sér laun og fríðindi aö geðþótta, mun hún gjörspilla stööugleikanum og setja gjörvallt efna- hagslífið úr skorðum. Láglaunafólki verður ekki um kennt. Þab komst á forsíbur í norskum dagblöðum í gær ab þeir Jón Bald- vin Hannibalsson og Davíb Odds- son væru sammála um ab norski sjávarútvegssamningurinn vib Evrópubandalagiö myndi aldrei verba talinn duga íslendingum. Það munu hafa verib blöð, sem andstæð eru ESB-abild Norb- manna, sem slógu þessu upp, enda hefur málið augljóst áróð- ursgildi fyrir þá og aubvelt ab benda á að nú eigi ab bjóba Norð- mönnum upp á eitthvab sem ís- lendingar fúlsi við. Fyrir okkur íslendinga eru þetta vissulega athyglisverð tíðindi, ekki síst í ljósi þess að Jón Baldvin var búinn ab gefa þab sterklega í skyn á sínum tíma að hann teldi Norömenn hafa náb góbum sjáv- arútvegssamningi vib ESB. Davíb hins vegar hefur lýst vantrausti á Jón út af þeirri yfirlýsingu og ekki óeblilegt ab utanríkisrábherrann hafi eitthvab dregib úr abdáun sinni á samningnum eftir þab. Kannski skiptir þab lík En þó málflutningur Jóns Bald- vins gagnvart sjávarútvegssamn- ingi Norbmanna kunni ab hafa breyst eitthvab, þá er því ekki ab leyna að þeir Viðeyjarbræður hafa haldib ágætis leiksýningu fyrir norræna fjölmibla nú síbustu daga og sýnt fram á hvernig hægt er ab vera gjorsamlega ósammáía um grundvallaratriði, en starfa engu að síður saman í ríkisstjórn. Ósamkomulag íslensku ráðherr- anna í öllu sem tengist Evrópu- málunum hefur raunar gengib miklu lengra en algengt er ab komi upp meöal samherja á hin- CARRI um Norburlöndunum. Þar liggur ágreiningurinn fyrir meb skýrum og afmörkubum hætti og menn hafa orðib sammála um ab í þessu máli gildi önnur lögmál en í öbr- um atribum pólitískrar stefnu- mörkunar. Vibeyjardúettinn hef- ur hins vegar ekkert slíkt sam- komulag gert um Evrópumálin og talast þess vegna vib meb lítt dul- búnum svívirbingum og glósum. „Stingur höfbinu í sandinn" er t.d. eftirlætis samlíking, sem ut- anríkisráðherrann grípur til þegar hann lýsir skoðunum forsætisráð- herrans. „Ber höfbinu vib stein- inn" er aftur á móti orbatiltæki, sem forsætisráöherrann grípur til þegar hann er ab lýsa skobunum utanríkisrábherrans. Ákafinn og heítstrengingarnar ganga meira ab segja svo langt ab Davíö virbist telja ab séu menn jákvæbir gagn- vart ESB-abild, sé þab sambæri- legt vib ab vera jákvæbir á smit- sjúkdómaprófi. Jón Baldvin sýktur Hegbun Jóns Baldvins megi þannig skýra sem veikindi — hann sé sýktur. Þessi skobun Dav- íbs kom vel fram á blabamanna- fundi meb norrænum fjölmibl- um, en þar útskýrbi hann veik- indi bæði finnska og sænska for- sætisrábherrans meb því ab þjóbir þeirra hefðu greinst jákvæðar gagnvart ESB-aðild í atkvæða- greiðslu. Þegar heitstrengingarnar milli samstarfsaöilanna í íslensku ríkis- stjórninni eru orðnar meb þess- um hætti, er ekki nema eblilegt ab norskir blabamenn telji þab áhrifaríkt og merkilegt ef Vibeyj- arbræbur eru sammála. Þess vegna beinlínis hlaut þab ab verba forsíbufrétt hjá andstæb- ingum ESB ef nprski sjávarútvegs- samningurinn var svo lélegur ab meira að segja Jón og Davíb, sem ekki eru sammála um nokkurn hlut, gátu ekki' annab en verib sammála um þab. Garri Svona á Alþýbuflokkurinn að vera í hvert sinn sem einhverjum smápólitíkusnum er hafnab úr óskasæti sínu í ólýbræbislegu prófkjöri, rjúka fjölmiblamenn til og reka hljóbnema upp í nas- ir hans og stinga upp á að hann drífi sig í flokkinn hennar Jó- hönnu. Fallistinn er voða svekktur yf- ir því hvernig vondar klíkur í hans eigin flokki útskúfuðu honum, eins og hann var nú búinn ab vinna mikib gott og göfugt starf fyrir flokkinn sinn. En þegar Jóhanna er nefnd, fær hann hugljómun. Þar er á ferb flokkur sem er á móti flokkum og er orbinn næstum eins stór og Framsókn í skobanakönnunum. Þar bíba tækifærin fyrir þá sem abrir flokkar vilja ekki og þegar nánar er skobab — hvílík glás af laus- um sætum á listum út urrr<511 kjördæmi. „Þab er aldrei ab vita," segir fallistinn og þurrkar óbragbib af hljóbnemanum úr munni sér. „Mér líst bara vel á hana Jó- hönnu og þab getur vel komib til greina ab ég ljái máls á því ab taka sæti á lista hjá henni, ef eft- ir verbur leitab." Og fyrrverandi íhald, framm- ari, femínisti eba allaballi er ób- ar orbinn þátttakandi í sprell- fjörugustu sjónhverfingum stjórnmálanna í dag. Botninn er uppi í Borgarfiroi Svo eru þab heilu hugmynda- fræbilegu samtökin, sem ætla ab nota Jóhönnu sér til fram- dráttar í kosningum. Kvenna- listinn var kominn á hlemmi- skeið á eftir Jóhönnu, ánþess ab hafa hugmynd um hver hennar stefnumál eru, þegar stórfundur fylkingarinnar spyrnti vib fót- um í Varmalandi. Þar kom í ljós ab vera kynni ab karl kynni ab slæöast í flokkinn og þar meb datt botninn úr þeirri umræðu og er hann enn uppi í Borgar- firði.' Þá tókst Ólafur Ragnar á flug og bauð bæöi Jóhönnu og fem- ínistum far í allaballarútunni fram yfir kosningar. En þegar búið var að troða Ögmundi ut- anflokka Jónassyni inn í drossí- una, var ekki rúm fyrir fleiri, enda afþökkubu dömurnar gott bob og segjast ekki vera í sjálfs- A vfóavangi morbshugleibingum. Auk þeirra fjölmiblamanna, sem eru svona duglegir ab smala fallistum í Jóhönnuflokk, eru alls kyns skiíbentar og dálka- höfundar sífellt ab planta ólík- legasta fólki í þennan flokk, sem ekki er til og enginn veit hvab úr verbur. Þetta lib tyggur hvab eftir öbru hvílík pólitísk stór- mæli séu hér á ferb, enda sér margur fyrir sér glæstan flokk frambobstækifæra sem vert er ab nudda sér utan í. Tíminn kemur Nú er tími Jóhönnu ab koma. Hún er ekki ab safna um sig tæt- ingslibi pólitíkusa sem aðrir hafna. Hún ætlar ekki að vera atkvæðasmali fyrir illa grundab- ar stórfylkingar pólitískra lukkuriddara. Hún ætlar ab ná sér nibri á Jóríi Baldvini og þab verbur ekki gert nema í slagtogi meb kröt- um. Einu marktæku kandídat- arnir í hinni nýju hreyfingu jafnabarmanna eru ebalkratar, flestir kynbornir. Sigurbur Pét- ursson og Ágúst Einarsson eru vænleg þingmannsefni og Jón Sæmundur, fyrrum þingmabur, lýsir yfir í Alþýbublabinu ab sér finnist vaxtarbroddur jafnabar- mannahreyfingarinnar vera í þessum hópi. „Ég er mjög snort- inn af því sem þarna fer fram og ákaflega hrifinn. Mér finnst ab svona eigi Alþýbuflokkurinn ab vera." Svo rekur Jón Sæmundur ömurlegt ástand í flokknum og minnir á ab Jón Baldvin Hanni- balsson sé skipstjóri sem ekki fiskar.og eigi ab víkja. Mátuleg leynd hvílir yfir flokknum hennar Jóhönnu og ebalkrata hennar. En víst er ab í hópinn fá ekki inngöngu nema þeir, sem verib hafa og eru í Al- þýðuflokknum. Abskotadýr meb varasamar hvatir eiga þangað ekki erindi eða neina von um frama. í fyllingu tímans mun karlinn í brúnni, sem ekki fiskar, verba settur í land og tími Jóhönnu renna upp og hrein og klár jafn- abarmennskan ríkja ein. „Innan Alþýbuflokksins eru býsna margir ab hugsa málib," segir annar kynborinn ebalkrati í kratablabinu. Jóhanna Sigurbardóttir lætur sér ekki detta í hug ab fiska ann- ars stabar en á heimamibum. Hún kærir sig ekki um kvóta annars stabar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.