Tíminn - 17.11.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.11.1994, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 17. nóvember 1994 4 Bandarískir kjós- endur, kyíönir gagnvart dapur- legri framtíöarsýn og upplausnarein- kennum, leituöu athvarfs hjá „Guöi, fjölskyldu og fööurlandsást" Bandarísku kosningarnar fyrr í mánuðinum urðu gíf- urleg hrakföll fyrir demó- krata. Á Bandaríkjaþingi eru repúblíkanar nú öflugri en nokkru sinni síðustu fjóra ára- tugina. Mörgum þykir sem Bandaríkin hafi skipt snögglega um svip. Kosningarnar voru jafnframt hrakfarir fyrir frjálslyndisstefnu (líberalisma) þá í stjórn- og fé- lagsmálum, sem demókratar hafa tileinkað sér. Sigur repú- blíkana varð jafnframt sigur að- ila, sem teljast sumir hverjir all- langt til hægri í stjórnmálum og eru kenndir vib íhaldsstefnu í stjórn-, efnahags- og félagsmál- um. Kosiö um Clinton í bandarískum kosningum hefur það jafnan verið svo, að áhugi almennings víða hefur hvað helst beinst að kjöri þing- manna og ríkisstjóra og í borgar- og sveitarstjórnir. Forsetakosn- ingarnar, sem mest ber á í fjöl- miðlum, hafa kannski ekki að sama skapi verið brennandi áhugamál kjósenda. Kosningar á miðju kjörtímabili hafa jafnan ekki nema að takmörkuðu leyti snúist um frammistööu forseta og stjórnar. í þetta sinn snerist það við. Óánægja sú og ólga, sem nú er með meira móti meö- al Bandaríkjamanna, virðist hafa fundiö sér útrás í almennri gremju í garb Clintons forseta og stjórnar hans. Ein hlibin á ósigri demókrata er að hann bendir til þess aö þeir séu óbum að tapa gamalgrónum ítökum sínum í „grasrótinni". Síðustu hálfa öldina hafa repú- blíkanar fariö með forsetavaldið lengur en demókratar, en þeir síðarnefndu hinsvegar haft meira ab segja á þingi og í borg- ar- og sveitarstjórnum. Clinton er nú í nokkuð svip- aðri aðstöbu og annar demó- krataforseti, Harry Truman, var eftir kosningarnar 1946. Þá hafbi dregið mjög úr vinsældum Tru- mans og í kosningunum náðu repúblíkanar meirihluta í bábum þingdeildum. En Truman kunni vel á innanlandsstjórnmálin og persónuleiki hans var þannig að hann vakti alltaf virðingu og traust, jafnvel þegar kjósendur voru honum sem andsnúnastir. Eftir kosningarnar 1946 tókst honum ab telja mörgum kjós- enda trú um, ab það sem þeir voru óánægðastir meb væri á ábyrgð repúblíkanska þingmeiri- hlutans og vann forsetakosning- arnar 1948, gagnstætt því sem flestir bjuggust við. Pýrrosarsigrar demókrata Clinton á hinsvegar í basli með ab fá sig tekinn alvarlega og kjósendur almennt virbast beggja blands um hvort hann Bandarískir landgönguliöar á œfingu fyrir íhlutunina á Haiti: bandarískir kjósendur virbast of uppteknir af ástandinu innanlands til aö þeim finnist mikiö til um athafnir forseta síns í utanríkismálum. Ab fara af hj örunum? Clinton: á í basli meö aö láta taka sig alvarlega. BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON dugi sem leiðtogi. Horfur hans á ab ná endurkjöri á forsetastól eftir tvö ár eru ekki miklar og jafnvel talsverðar líkur á því að hann verði þá ekki í kjöri. Charles Murray, annar höf- unda nú mjög þekktrar og um- deildrar bókar, The Bell Curve, komst nýlega svo að orði í blaða- vibtali að hann óttaðist að bandarískt samfélag væri „ab fara af hjörunum," ganga úr skorbum. Hvað sem líður gildi áminnstrar bókar, hefur um skeið ýmislegt bent til þess að svo væri. Nokkrar líkur eru á að kosningaúrslitin nú séu vísbend- ing um vaxandi kvíða mikils þorra almennings gagnvart þeim horfum. „Ruglaðir í ríminu gagnvart dapurlegum framtíbar- horfum og upplausnartilhneig- ingum ráfa kjósendur um án úr- ræöa og leiðsagnar. Þeir reyna eftir bestu getu að stilla siðræn- an áttavita sinn á hefðir þjóbar- innar og það sem fólki hefur um langan aldur verið sagt ab væri siðrænn grundvöllur hennar: Gub, fjölskyldu og föburlands- ást," skrifar John Arne Markus- sen, maður norska Dagbladet í Washington. Sigrar demókrata í kosningun- um urðu fáfr, og af þeim vekja tveir mesta athygli. Vera mætti ab þeir yrðu demókrötum ekki til framdráttar, heldur staöfestu miklu fremur álit fjölmargra kjósenda á þeim sem úr sér gengnum og spilltum flokki. Ed- ward Kennedy hélt öldunga- deildarþingsæti sínu í Massachu- setts, þrátt fyrir það orb sem af honum fer fyrir vínhneigð og kvennafar, og í Washington, „höfuðborg heimsins", var kjör- inn yfirborgarstjóri Marion Barry, sem á sínum tíma hrökkl- aðist úr því embætti eftir að hafa veriö sakfelldur fyrir kókaín- neyslu. Blökkumenn eru í mikl- um meirihluta í Washington og úrslit þessi benda til þess, að gruggug fortíð frambjóðenda komi ekki í veg fyrir ab banda- rískir blökkumenn kjósi fremur menn úr sínum hópi en aðra. Draumur á förum Sumra fréttaskýrenda mál er ab kosningaúrslitin sem heild séu fremur yfirlýsing um al- menna óánægju með stjórn Clintons og demókrata en traustsyfirlýsing fyrir repúblík- ana. Báðir þessir stóru flokkar bandarískra stjórnmála eru frem- ur lausleg sambönd og minna í því á toría og vigga breskra stjórnmála, sem þarlendir flokk- ar íhllds- og frjálslyndisstefnu spruttu úr. Spurningar fara að líkindum að vakna um hvort stóru flokkarnir bandarísku hafi yfirhöfuð mikla möguleika á að standast samfélagshugarfar sem sprettur af ótta við að samfélagib sé að fara af hjörunum. í því sambandi fer mikib fyrir vandamálum í samskiptum kyn- þátta. Um miðja öldina voru hvítir menn, fyrst og fremst eng- ilsaxneskir ab menningu, 85- 90% landsmanna. Nú eru þeir um 76%, vegna fleiri fæðinga hjá öbrum og mikils innflutn- ings fólks, einkum frá Róm- önsku Ameríku og Austur-Asíu. Lýðfræöilegar spár eru sumar á þá leið að um miðja næstu öld verði aöeins um helmingur landsmanna hvítur. Þetta hefur sitt að segja viðvíkjandi hugar- fari hvíts almennings. „Draum- urinn" frá sjöunda áratugnum, þess efnis að hvítir og svartir Bandaríkjamenn yrðu senn ein þjób í raun („Black and White together") nýtur orðið takmark- abrar tiltrúar, ekki síst vegna þess ab innileiki yfir kynþátta- mörkin virðist takmarkaöur sem fyrr. Gífurleg glæpatíbni mebal blökkumanna veldur miklu í þessu samhengi. Glögg vísbend- ing um kvíða hvítra Bandaríkja- manna vegna vaxandi fjölda landsmanna af öðrum kynþátt- um, í hlutfalli við hvíta lands- menn, voru úrslit almennrar at- kvæöagreiðslu í Kaliforníu, sem fór fram jafnhliða kosningun- um. Þar var samþykkt með mikl- um meirihluta atkvæða að ólög- legir innflytjendur (sem þar eru flestir frá Mexíkó og öðrum róm- anskamerískum löndum) yrðu frá næstu áramótum útilokaðir frá skólakerfinu og félagslegri ab- stoð. ■ Mexíkani klifrar yfir landamœrin til Bandaríkjanna: hörku fariö aö gœta gegn ólöglegum innflytjendum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.