Tíminn - 17.11.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.11.1994, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 17. nóvember 1994 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND Utlcegir andófsmenn vilja breytta stefnu á sjálfstjórnarsvœbum: PLO heldur sínu striki Yasser Arafat, leiðtogi Palestínuar- aba, og helstu ráðunautar hans og bandamenn létu mótmæli arab- ískra andófsmanna, sem eru enn í útlegð, sem vind um eyru þjóta og sögðust ætla að halda til streitu stefnu PLO um sjálfstjórnarsvæði á Gaza og í Jericho. Framkvæmda- stjórn PLO, sem ákvað þetta, var ekki fullskipuð en ekki þótti fært annað en að árétta fyrri yfirlýsingar um að staðiö yrði við gert sam- komulag og að sama stefna yrði áfram á svæðinu eftir að háværar kröfur um breytingar höfðu komið "PP-______________________¦ Viöskipti þrátt fyrir aovörun um mannrétt- indabrot Indónesískir aðilar hafa undirritað viðskiptasamninga fyrir meira en 40 milljarða dollara við Bandaríkja- menn á gríðarstórri verslunarráð- stefnu í Bogor. Þessi umfangsmiklu viðskipti komust á þrátt fyrir að Clinton Bandaríkjaforseti hafi séð ástæðu til að vara forsetann, Su- harto, við því að brjóta mannrétt- indi á þegnum sínum. ¦ MaÖUrínn Sem hér heldur á SJÖ lottÓkÚlum heitirJohnWillanoghefursáumsjónmeb drættiínýja þjóbarlottóinu íBretlandi. Þjóöarlottó hefur ekki veriö til þar ílandi í 150 ár. Óhœtt er aö segja aö Bretar hafi tekiö lottóinu vel þvíá tveimur dögum hafa selst mibar fyrir 14 milljónir punda. BariSt 1 DOSniU Mary Robinsson, forseti írlands, um stjórnarkreppu ríkisstjórnar Reynolds: Friðargæsluliðar í Sarajevo sögðu gær Bosníu-Serba halda uppi árás- um á múslimabæinn Bihac, en Bo- sníuherinn, sem lýtur stjórn mús- lima, barðist hatrammlega við að stöðva framrás Serbanna. Gullit á leib til Japans, Japönsk blöð slógu því upp í gær að Ruud Gullit, hollenska knatt- spyrnustjarnan hjá Sampdoria, myndi leika með Yokohama Flug- els á næsta keppnistímabili. Sam- kvæmt fréttunum er félagið tilbúið að borga 3 miljónir dollara fyrir hinn 32 ára gamla leikmann. Gull- it hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að leika í Japan, og hann myndi þá feta í fotspor frægra kappa eins og Zíco, Gary Lineker og Salvatore Schilacci. ¦ s- >r | A ekki að spilla fyrir friði Mary Robinson, forseti ír- lands, sagði í gær ao hún tryði því aö friðarviðræður héldu áfram á Norður- írlandi þrátt fyrir þá kreppu sem ríkisstjórn írlands stæði frammi fyrir nú um stundir, en í gærkvöldi lýsti Verkamannaflokkurinn því yfir að hann myndi ganga úr stjórninni. Frú Robinson var á ferð um Norður- írland í gær, en það er mjög sjaldgæft að írskur forseti fari þangað, og sagði hún að viljinn til að halda áfram friðarumleitun- um á N- Irlandi væri ekki bundinn við einhvern einn pólitískan flokk. „Það er ekki eingöngu stuðningur við frið- arferlið þvert yfir hið pólitíska litróf heldur fullyrði ég að alls staðar sé fyrir hendi ákafi um að það komist á koppinn," sagði frú Robinson. Á sama tíma og forsetinn gaf þessar uppörvandi yfirlýs- ingar um friðarhorfur á N-ír- landi var forsætisráðherra írska lýðveldisins í erfiðum málum heima fyrir og barðist fyrir því að halda ríkisstjórn- inni saman. Tilnefning Reyn- olds á hæstaréttardómara án nokkurs samráðs við kollega Hafréttarsáttmála fagnað á Jamaíka sína í stjórninni skók sam- steypustjórn Fienna Foil flokksins, sem Reynolds er í forsvari fyrir, og Verkamanna- flokksins, sem Dick Spring leiðir. Banabiti stjórriarinnar varð svo linkuleg meðferð dómstóla á máli prests nokk- urs sem sakaður var um kyn- ferðislega misnotkun á börn- um. í gærkvöldi lýsti Dick Springs því yfir að flokkur hans myndi ganga úr ríki- stjórnarsamstarfinu. Báðir stjórnarleiðtogarnir hafa verið lykilmenn í samningaviðræð- um um að koma á friði á Norð- ur írlandi að undanförnu og því hafa menn haft áhyggjur af því að erfiðleikar ríkisstjórn- arinnar kunni að spilla fyrir framgangi friðar. A ferð sinni um Norður-Ir- land í gær fagnaði frú Robin- son framgangi vopnahlésins á svæðinu og sagðist greinilega merkja ákveðna slökun í dag- lega lífinu hjá fólki, „sem er mikil breyting frá því ég kom síðast til Belfast," sagði Robin- son. Forsetinn heimsótti einn af fáum skólum í héraðinu sem er blandabur, með bæði kaþ- ólska nemendur og mótmæl- endatrúar, og gerði mikið úr því breytta andrúmslofti sem virtist vera að skapast efir að vopnahlé náðist og friðarum- leitanir hófust. Hún sagði fréttamönnum að opnast hefði gluggi vonar sem ekki mætti loka á ný. I gær hófst hátíðarfundur á Ja- maíka í tilefni af gildistöku Haf- réttarsamnings Sameinuðu þjóð- anna. Fulltrúi íslenska utanríkis- rábuneytisins sótti fundinn og flutti ávarp fyrir hönd utanríkis- ráðherra, Jóns Baldvins Hanni- balssonar, þar sem lögö var áhersla á mikilvægi samningsins. Samningurinn hefði ab geyma yf- irgripsmiklar reglur um mikil- vægustu málefni varðandi hafið og veiti strandríkjum og land- luktum ríkjum tiltekin réttindi yfir 70% af yfirborði jarðar. Með stofnun hafréttardómsins, með absetur í Hamborg, og alþjóba- hafsbotnsstofnunarinnar á Ja- maíka, verbi síðasti hornsteinn- inn lagður aö árangursríkri fram- kvæmd hafréttarsamningsins. Einnig var tekið frám ab ísland hefbi fullgilt hafréttarsamning- inn þegar árið 1985, fyrst allra vestrænna ríkja, og var þar til ný- lega eina vestræna ríkib sem það hafbi gert. Ástæðan fyrir hinni tímanlegu ákvörbun íslenskra stjórnvalda hefði einkum verið sú ab íslensk stjómvöld hafi talib af- ar mikilvægt ab tryggja verndun lífríkis sjávar. Loks var lögb áhersla á ab haf- réttarsamningurinn hefbi aldrei litið dagsins ljós ef samfélag þjóð- anna hefði ekki notib glögg- skyggni og óeigingjarna starfa til- tölulega fámenns hóps manna, sem leiddu gerð samningsins í gegnum Iangar og erfibar samn- ingaviöræbur. Þar af leibandi væri vib hæfi ab votta þeim virb- ingu sem áttu mestan þátt í þessu starfi. Fyrst bæri ab nefna starf fyrsta forseta rábstefnunnar, Shirley Amerashinge sendiherra, og Tommy Koo sendiherra, sem tók vib af honum og leiddi starfib til lykta á árangursríkan hátt. Einnig væri rétt ab tilgreina sér- staklega framlag tveggja afburba stjórnarerindreka og samninga- manna, þeirra Jens Evensen frá Noregi og Hans heitins Andersen, sendiherra frá íslandi. Þessir menn hefðu haft meiri áhrif á at- burbarásina en flestir abrir. Fram- lag þeirra verbi metib ab vebleik- um um ókomna framtíb. Flugmenn — flugáhugamenn Fundur okkar um flugöryggismál verður haldinn í kvöld á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 20.00. FUNDAREFNI: Viðbrögb viö vá í yfirlandsflugi. — Erfiðleikar sem geta komið upp í vetrarflugi. — Viðbrögb og fyrirbyggjandi búnaður. — Crunnatribi „Fyrstu hjálpar". Kaffihlé. Kvikmyndasýning. Allir velkomnir. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík. Flugmálafélag íslands. Flugmálastjórn. Öryggisnefnd FÍA.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.