Tíminn - 17.11.1994, Side 10

Tíminn - 17.11.1994, Side 10
10 Fimmtudagur 17. nóvember 1994 Ástarbréfaþ j ónusta — skáldsaga eftir Þórunni Valdimarsdóttur Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér skáldsöguna Höfuðskepn- ur — Ástarbréfaþjónusta eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Þetta er önnur skáldsaga Þórunnar, en áöur hefur hún sent frá sér ljóöabók og bækur um sagn- fræðileg efni, meöal annars sögu Snorra á Húsafelli. Auk þess skrifaði Þórunn bókina Sól í Norðurmýri ásamt Megasi. í kynningu Forlagsins segir: Höfuðskepnur — Ástarbréfaþjón- usta segir frá ungri konu, rithöf- undi, sem skrifar ástarbréf eftir pöntun og fyrir væna þóknun viðtakandans. Um leið og hún kannar hinar margvíslegu myndir ástarinnar segir hún af sjálfri sér, lífi sínu og hugleið- Þórunn Valdimarsdóttir. ingum. Hér kannar höfundur mörk siöferöisins, beinir spjót- um að tvískinnungi í hugsun okkar um ástina og kynlífiö og veltir um leið fyrir sér stöðu rit- höfúndarins gagnvart lesendum og samfélaginu. Þórunn er frumlegur og sjálfstæöur höf- undur og hún er þekkt fyrir hæfileika sína til að túlka bæði fortíð og nútíð á frjósaman og lifandi hátt. Bókin er 221 bls. að stærð. Hún er prentuð hjá HarperColl- ins í Skotlandi. Margrét Laxness hannaði kápu, en málverk á kápu er eftir Roger Hilton. Hún kostar 1.980 kr. innbundin og 990 kr. í kilju. Minningabrot Þórarins Eldjárn Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Ég man — 480 glefsur úr gamalli nútíð eftir Þór- arin Eldjárn. í bókinni rifjar Þórarinn upp liðinn tíma. Hér er ekki um venjulegar æviminn- ingar að ræða, heldur minn- ingabrot sem hvert um sig er til þess gert að vekja upp minning- ar hjá lesanda, sem síðan getur spunnið við þær sína eigin sögu. I kynningu Forlagsins segir: Hér er kannski ekki um sagn- fræði að ræða — nema ef vera skyldi sagnfræði einstaklings sem í gegnum svipmyndir frá bernsku og unglingsárum verð- ur saga allra þeirra sem muna sama tíma. Saman mynda brot- in — 480 talsins — skemmtilega mynd liöins tíma. Ég man er 112 blaðsíður að stærð og prentuð í G.Ben-Eddu. Margrét Laxness geröi kápu. Bókin kostar 1.980 kr. ■ Þórarinn Eldjárn. Cunnar neigi Kristmsson. Óskipulegt kaos Heimskringla — Háskólaforlag Máls og menningar hefur sent frá sér bókina Embœttismenn og stjóm- málamenn, skipulag og vinnubrögð í íslenskri stjómsýslu eftir Gunnar Helga Kristinsson. í bókinni er birt rannsókn á opin- berri stjórnsýslu á íslandi á þessari öld. í bókinni er leitast við aö kanna innviöi stjórnsýslunnar og tengsl hennar við umhverfi sitt og varpa þannig ljósi á orsakir þess að vandað skipulag og fagleg vinnu- brögð hafa staðið höllum fæti inn- an hennar. Höfundur telur að listi í að byggja upp heilbrigt stjórnsýslu- kerfi felist í því að finna gott jafn- vægi milli faglegs vettvangs emb- Fréttir af bókum ættismanna og þeirrar samkeppni um lýðhylli sem einkennir heim stjórnmálamanna. Að hans mati er þetta jafnvægi ekki fyrir hendi hér á landi. Rannsóknin er byggð á traustum fræðilegum grunni og tek- ur jafnframt á málum sem snerta hvern íslending. Gunnar Helgi Kristinsson er dósent í stjórnmála- fræði við Háskóla íslands. Embœttismenn og stjómmálamenn er 194 bls., prentuð í G. Ben. prent- stofu h.f. Kápu hannabi Erlingur Páll Ingvarsson. Verð bókarinnar er 3480 krónur. ■ A bersvæbi Ljoö eftir Jónas Þorbjarnarson Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér ljóðabókina Á bersvœði eftir Jónas Þorbjarnarson. Á ber- svaeði er þriðja ljóðabók Jónasar, sem hlaut mjög góða dóma fyr- ir fyrri bækur sínar, Andartak á jörðu og / jaðri bcejarins. Jónas hefur þegar skipað sér í röð fremstu ljóðskálda á íslandi með bókum sínum. í kynningu Forlagsins segir: Þessi ljóð standa á bersvæði, til- gerðarlaus og ekki studd né nið- urnjörvuð af viðurkenndum listbrögðum samtímaljóðlistar. Yrkisefnin sækir Jónas gjarnan út fyrir alfaraleiöir, en ljóðmál hans er eins nærri venjulegu tal- máli og mögulegt er án þess að skáldskapurinn gjaldi þess. Á bersvœði er 49 blaösíður að stærð og prentuð í Prentsmiðj- unni Odda hf. Valgarður Gunn- arsson listmálari gerði kápu. Bókin kostar 1.690 kr. ■ Nýtt tímarit jón á Baegisá nefnist splunku- nýtt tímarit sem sér dagsins ljós um þessar mundir. Það eru þýð- endur sem standa að útgáfunni, enda er þessu riti ætlað að birta þýddar sögur, ljóð og greinar, auk greina um þýðingar og um- sagna um þýddar bækur. Þýðendumir, sem eiga efni í fyrsta heftinu, eru Helgi Hálf- dánarson, Kristján Árnason, Steinunn Sigurðardóttir, Vil- borg Dagbjartsdóttir, Sigurður A. Magnússon, Þorsteinn Gylfa- son, Olöf Eldjárn, Franz Gísla- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Guðbergur Bergsson, Franzisca Gunnarsdóttir, Guðrún Jakobs- dóttir og Karl Guðmundsson. í heftinu eru líka tvær greinar um skáldiö og þýöandann á Bægisá, önnur eftir dr. Gunnar Krist- jánsson, prest á Reynivöllum, og hin eftir Ástráð Eysteinsson, dósent við Háskóla íslands. Grafíklistamenn verða kynnt- ir í þessu tímariti, myndin Lesiö milli lína eftir Ingunni Eydal prýðir forsíðuna og inni í ritinu er kynning á listakonunni. Ritnefnd Jóns á Bægisá skipa þau Franz Gíslason, Ingibjörg Haraldsdóttir og Jóhanna Þrá- insdóttir. Útgefandi er Orms- tunga. ■ Samskipti Serba og Króata í aldanna rás Arvid Fredborg: Serber St kroater i hist- orien. Frán 800-tallet til vára dagar. Atl- antis 1994. 394 bls. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur vart liöið svo dagur að ekki hafi borist fréttir af átökum í því landi, sem áður hét Júgóslavía. Síðustu mánuði hafa átökin ver- ið hörðust og illvígust í Bosníu, þar sem Serbar hafa átt í höggi við Króata og múslima, en hinir síbastnefndu eru „múhameðs- trúarmenn" af serbneskum og króatískum ættum. Þeir, sem ekki þekkja gjörla til sögu þjóbanna sem ábur mynd- uðu Júgóslavíu, eiga oft erfitt með aö átta sig á orsökum átak- anna og spyrja gjarnan sem svo: Hvab veldur því að þjcðir, sem áratugum saman bjuggn í sátt og samlyndi, berast sk>ndilega á banaspjótum? Sannleikurinn er sá ab deilur Serba og Króata eru engan veg- inn nýtilkomnar. Ræturnar eru eldfornar og margslungnar. í bókinni, sem hér er til umfjöll- unar, rekur höfundur sam- skiptasögu þjóðanna tveggja frá miööldum og fram á vora daga. Af lestrinum verður ljóst, að Serbar og Króatar hafa sjaldnast setið á sárs höfði, og þegar þeir hafa gert það, hefur þaö oftast verið vegna þess aö þeim hefur verib haldib niðri af þriöja aðila. Ríkib Júgóslavía (ríki Suður- Slava) varb til eftir lok fyrri heimsstyrjaldar. Áður hafði landsvæöið lotið Austurríkis- keisara og þar á undan Tyrkjum. Þarna höfðu ólíkir menningar- straumar mæst í aldanna rás. Áhrif Tyrkja urðu mest á austur- hluta svæðisins. Þar eru Serbar fjölmennastir. Þeir játa grísk- kaþólska trú, en fjölmargir tóku „múhameöstrú" á valdatímum Tyrkja. Króatar eru hins vegar flestir rómversk-kaþólskir og hafa löngum litið á sig sem eins- konar brjóstvörn vestrænnar menningar gagnvart hinum austrænu Serbum. Á valdatíma Austurríkis- manna voru Króatar að ýmsu leyti betur settir en síðar varð, en á árum heimsstyrjaldarinnar síöari komst Ustasahreyfingin, nasistaflokkur Króatíu, til valda í landinu í skjóli þýska her- námslibsins. Þá voru mikil hermdarverk unnin á Serbum búsettum í Króatíu og þab svo, aö Þjóðverjum, sem þó köllubu ekki allt ömmu sína í þeim efn- um, ofbaub. Eftir stríbið komst svo Tító til valda og þótt hann væri sjálfur Króati, urðu Serbar áhrifamestir í Júgóslavíu. Þótti Króötum sinn hlutur oft fyrir borð borinn og litu margir á sambandsríkið sem enn eina út- gáfuna af Stór-Serbíu. Bókin, sem hér er til umfjöll- unar, hefur að geyma mikinn fróðleik um samskipti Serba og Króata í aldanna rás. Bókarhöf- undur, Arvid Fredborg, er þekkt- ur fræöimaður og rithöfundur í Svíþjóð. Hann lauk háskólaprófi í sagnfræði og hefur einkum lagt stund á sögu Balkanskag- ans. Hann hefur farið fjölda- margar ferðir til landanna, sem hann fjallar um í þessari bók, og vitnar oft til samtala við serb- neska og króatíska ráðamenn á undanförnum árum og áratug- um. Gefur það bókinni nokkuð sérstakan blæ og þótt Fredborg verði engan veginn sakaður um hlutdrægni, getur engum dulist að samúð hans er með Króöt- um. Á stríðsárunum dvaldist Fredborg í Berlín, þar sem hann var fréttamaður Svenska Dag- bladet. Þar kynntist hann ýms- um þeim sem fóru með málefni Serba og Króata og gat því oft kynnt sér málin nánar en al- mennt gerðist. Að öllu samanlögöu verður ekki annað séð en að hér sé á ferðinni traust og vel samið rit sem allir þeir, sem áhuga hafa á því ab kynna sér rætur átakanna á Balkanskaga, ættu að hafa gott gagn af. Jón Þ. Þór

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.