Tíminn - 19.11.1994, Page 5

Tíminn - 19.11.1994, Page 5
Laugardagur 19. nóvember 1994 5 Framtíöarmenn. Tímamynd CS Landið passar ekki þjóbinni Oddur Ólafsson skrifar ísland er einkar óhentugt í laginu fyrir þjóðina sem þaö byggir. Fámenniö og stærö landsins valda því aö íbúarnir eru varla í kallfæri hver við annan og sími og útvarp eru ekki nema tálmynd um ímyndaða nálægö. Þaö hefur engin áhrif á hríöarkófiö og ófæröina á Melrakkasléttu þótt íbúarnir þar horfi á léttstígar Reykja- víkurdætur spóka sig í haustblíöunni í Austurstræti í beinni útsendingu sjón- varps. Viö áætlanagerö af flestu tagi er reiknað út frá þeirri forsendu aö hér búi einhverj- ar milljónir manna þótt Hagstofan telji aö landsmenn séu ekki fleiri en 265 þúsund. í sjö sveitarfélögum höfuöborgarsvæðis- ins búa 154 þúsund manns og í öörum sveitarfélögum 111 þúsund, þar af 50 þús- und manns í 10 kaupstöðum sem telja 2 þúsund íbúa og fleiri. Af þeim 103 þúsund ferkílómetrum, sem landið er aö flatarmáli, er gróft taliö aö um tíu af hundraði séu gróðurlendi, gra- stoppar á stangli og skófir ekki taldar meö, og af því séu tíu af hundraði sem teljast byggilegt. Annað eru jöklar, fjöll og „köld og blaut eyöimörk." Strandlengjan er lengri en svo að hugur manns átti sig á slíkum vegalengdum. Grasnytjar og bátanaust Hvoru megin marka hins byggilega heims landiö liggur skiptir ekki máli, því hér er búiö hvort sem það er samkvæmt guöa og manna lögum eöa ekki, enda er mála sannast að þessi skrýtna þjóð hefur aldrei kunnaö aö búa í landinu, hvorki fyrr né síöar. Þar sem íslendingar gera sér aldrei grein fyrir hve fáir þeir eru er varla von til ab þeir hafi nokkra heildarsýn yfir umfang landsins sem þeir þrjóskast viö aö byggja. Nútímalegt og tæknivætt þjóöfélag er skipulagt að hætti bændasamfélagsins, þar sem grasnytjar eru helsta auðlindin. Útvegsbændur sitja við forn naust og gera út verksmiðjutogara og stór og afskaplega vel búin nótaveibiskip frá verstöövum, þaöan sem stutt er að sækja á fengsæl mið á opnum árabátum. Þetta sambland fornra og nýrra atvinnu- hátta er til dæmis kölluð byggbastefna sem leitast viö að viðhalda „jafnvægi í byggð landsins." En jafnvægið, þaö hefur tilhneigingu til aö raskast þeim mun örar sem meira er gert til að halda því í gömlu formi, eöa kannski fremur aö þaö raksast þrátt fyrir öll bjargráðin vegna þess aö björgunarsveitirnar vita ekkert hverju þær eru og bjarga og til hvers. Töfrar Eitt töframeöaliö tii aö koma í veg fyrir aö grasnytjar fari til spillis og aö verstöðv- ar forfeðranna verpist möl og sandi eru samgöngur. Trúin á aö samgöngubætur séu allra meina bót er svo rík meðal lands- manna aö hver sem á móti mælir er tal- inn nánast þjóðníbingur. Þessi trú er svo sterk ab þegar galdramað- ur útvegaði töfravél frá Ameríku fyrir svo sem tveim áratugum og gaf fyrirheit um að láta hana svífa yfir mýrar og hrjóstur og leggja vegi á svipstundu og fyrirhafn- arlaust, vildu flestir trúa og á rengingar- menn var ekki hlustaö. Enda voru þeir ekki annaö en úrtölu- menn og mannleysur. Þetta ótrúlega hysteríis- kast rann ekki af þjóö- inni fyrr en töframaöur- inn var látinn sanna getu sína og maskínunar fyrir stóran pening úr ríki- skassanum. Sumir trúa jafnvel enn á vegama- skínuna góöu þrátt fyrir ólukkans prufukeyrsluna. Dýrmætur tímasparnaöur Togari, hafnargerö og fótboltavöllur eiga aö koma í veg fyrir að unglingarnir hleypi heimdraganum, og sé kvenfólkinu séö fyrir nægum ormafiski að hreinsa telst at- vinnuástand gott í sjávarplássunum. Til sveita er þaö einkum naumt skammt- aö búmark og ónóg mjólkurneysla sem stendur búsæld fyrir þrifum. Úr þessu er erfitt aö bæta og er landbúnaðurinn tal- inn standa þeim mun verr eftir því sem tæknivæðing, verkþekking og framleiðni eykst. Er þetta ein af furöum þjóölífsins. En þaö er eru samgöngurnar sem bægja öllum vandamálum frá, aöeins ef þær eru bættar nóg. Þaö vekur glæstar vonir í brjóstum manna þegar sérfræöingarnir eru aö útskýra hagkvæmni vegalagninga. Brýr yfir firöi og nýjar sneiöingar um fjallaskörö stytta leið milli til aö mynda Reykjavíkur og ísafjarðar um kannksi sjö kílómetra og sífellt er veriö ab reikna hvernig losna má viö 10 til 30 mínútna akstur meö milljarða vegaframkvæmd- um. Tími ferðalanga er greinilega dýrmætari en allra annarra. Og þaö er sama hvaö það kostar, samgöngubætur eru allra meina bót þótt þaö liggi í augum uppi að þær skipta sáralitlu máli hvaö varöar búsetu eba atvinnulíf, hvaö sem öllum trúar- brögöum líður. Veöurlag og ófærö eru oftast meiri farar- tálmar átta mánuöi ársins um mestan hluta landsins en krókóttir malarvegir voru ábur fyrr. Svo má ekki gleyma aö samgöngudýrkunin byggist fyrst og fremst á því aö hún gerir fólki kleyft aö þurfa ekld að húka heima hjá sér, hvort sem búið er í þéttbýli eða strjálbýli. Svo má benda á aö fínir vegir og mikil bílaeign er aö ganga af verslun og alls kyns þjónustu á landsbyggðinni dauöri. 18 þjóbir á 18 eyjum í bók sinni um Færeyjar gerir Eðvarö T. Jónsson m.a. nokkra grein fyrir þeim þjóöareinkennum sem eru á góðri leiö meö aö steypa þarlendum í glötun. Hann segir að það sé eins og að 18 litlar þjóöir byggi eyjarnar. í augum íslendinga, Dana og annarra eru Færeyingar ein þjóö en sjálfir eru þeir á öðru máli. Á hverri byggðri eyju býr ein þjóð. Hún gætir sinna hagsmuna og lítur á þjóöir hinna eyjanna sem keppinauta um gæöi lands og sjávar. Lögþingsmenn eru hver og einn fulltrúi sinnar eyjar fremur en þeirra allra. Hat- römm byggðastefna og fyrirgreiöslupólit- ík er það sem færeysk stjórnmál snúast um og útvegun skipa, fiskvinnslustöðva, hafna, vegalagninga og kjánalegra og ónauðsynlegra jaröganga eru baráttumál pólitíkusanna. Kjósendur á eyjunum átján líta ekki til annarra hagsmuna en þeirra sem varöa sitt litla samfélag og eftir þeim þanka- gangi dansa stjórnmálamennirnir og ýta undir hann fremur en hitt. Sundurlyndisfjandinn Þaö er gömul saga og ný ab sundurlynd- isfjandinn hefur staðið mörgum góöum málum fyrir þrifum. Oft er engu líkara en að ísland byggi margar þjóðir og ekki dregur framganga margra stjórnmála- manna og fyrirgreiðslusnillinga úr þeim grunsemdum. Landiö er stórt, fjöllótt og vogskorið og meö allra stjálbýlustu svæöum jaröarinn- ar. Samt lætur mannfólkiö eins og hér búi fjölmenni í litlu landi. Vegalengdir eiga aö hverfa og öllum farartálmum úr vegi rutt. Allir eiga að búa við sömu abstæður hvaö sem landsháttum líður. Það er heimtaö og því er lofað. Upp í ermina auövitab. Margir eru til kallaðir aö efla upp úlfúö milli íbúa Innnesja og annarra lands- manna. Þaö tekst ávallt bærilega, enda láta þeir sem búa á höfuðborgarsvæði og dreifhýlingar ekki sitt eftir liggja aö setja hnýflana hvorir í aðra viö ólíklegustu tækifæri. Samkomulag milli sveitarfélga hér og hvar og kjördæma er svo ekkert skárra. Að búsetubreytingar og nýir atvinnu- hættir séu merki um framfarir og nýja tíma sem krefjast öðru vísi úrlausna en bænda- og útvegsbændasamfélagið þurfti á að halda, lætur varla nokkur maður sér detta í huga að halda fram. Samgöngubætur fyrir milljaröa, lögleg körfuboltakeppnishús og þúsund tonna árabátur í nausti eru lausnir fyrirgreiöslu- meistaranna sem aldrei kemur viö hvern- ig land þeirra er í laginu og hvers búiö raunverulega þarf viö. Kjördæmaskipanin er talandi dæmi um stirðnaðan hugsanagang samfélags sem einu sinni var. Hann neitar því að byggða- stefnan tók aðra stefnu en stjórnlyndir hugöu og aö búsetubreytingum veröur ekki stjórnað af íhaldssömum nefndum og stjórnum sem þingmenn kjósa sjálfa sig í. Misvægi atkvæöa stafar af mann- fækkun í sumum kjördæmum og fjölgun í öbrum. En þaö eru stabreyndir sem erfitt er ab kyngja. Hver lifir á hverjum? Meðal Reykvíkinga er sú skoðun áleitin aö landsbyggðin sé óhóflega dýr í rekstri og frek til fjárins úr landssjóðnum. Ann- ars staðar eru þéttbýlisbúar taldir sníkju- dýr sem lifa á framleiöslu og vinnu þeirra sem sveitir og útnes byggja og sogi til sín afrakstur erfiöis þeirra. Hvorir hafa rétt eöa rangt fyrir sér skal látiö liggja á milli hluta en aðeins bent á aö hvorugir geta án hinna verið ef hér á aö viðhalda sæmilega samkeppnishæfu þjóðfélagi í tæknivæddri veröld. Osköp væri svo notalegt ef landsmenn gætu vanið sig af skæklatogi og tilbúinni og upploginni hagsmunagæslu og litu til framtíöar með sameiginleg markmiö í huga. Þau þurfa ekki endilega að vera skynsamleg, en helst ekki einhver kjána- skapur aftur úr grárri forneskju nema aö við viljum taka upp skútuútgerö og bú- skap meö orfi og ijá á ný. Sem ef til vill er ekki svo vitlaus hugmynd. Æ, nei annars. Þá þyrftum viö aö losa okkur viö elsku, hjartans bílana sem við erum farin aö lifa fyrir eins og forfeö- urnir sem lögðu allt í sölurnar til aö við- halda sauöfjárstofninum. Blessuð sé minning þeirra. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.