Tíminn - 19.11.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.11.1994, Blaðsíða 10
10 - ÍSLENSKT, JÁ TAKK - Laugardagur 19. nóvember 1994 Ný íslensk taubleia á markaöinn hér á landi: Draumableian heitir hún og er ættub frá Dalvík Nú er komin á markab hér á landi ný íslensk taubleia, Draumableian, en bleia þessi er afrakstur þróunarvinnu sem samnefnt fyrirtæki á Dal- vík hefur stabiö fyrir. Ab sögn Þórunnar Sandholt, sölu- stjóra Klasa hf. sem er dreif- ingarabili á bleiunum, mun taubleia þessi draga verulega úr kostnabi vib bleiukaupin, auk þess sem meb notkun á þessum bleium megi forbast ofnæmi, sem bréfbleiur gjarn- an valdi hjá ungbörnum. Það eru kannski ekki síst um- hverfissjónarmið, sem valda því ab víbast hvar færist þab í vöxt að foreldrar velji taubleiur handa börnum sínum, og nauðsyn þess hér á landi er ekk- ert minni. Draumableian er bæbi íslensk hönnun og framleiðsla, en eig- andi fyrirtækisins er Hugrún Marinósdóttir. Bleian saman- stendur af bleiubuxum og inn- Ieggi og er hún til í tveimur stærðum. Samkvæmt frétt frá Draumableiunni segir að kostn- aður vegna notkunar á taublei- unni sé rúmlega fjórum sinn- um minni en vegna notkunar á bréfbleium. Það kosti um 27 þúsund krónur að nota Draumableiu, en um 142 þús- und krónur ef notaðar eru bréf- bleiur, ef miðað er viö notkun í 2,5 ár. Draumableian á Dalvík hefur notið ráðgjafar hjá Iðnþróunar- félagi Eyjafjarðar og hjá Út- flutningsráði íslands. Fyrst um sinn mun bleian eingöngu vera ætluð fyrir innanlandsmarkað, en í framhaldi munu möguleik- ar til útflutnings veröa skoöað- ir. ■ Þórunn Sandholt, sölustjóri hjá Klasa hf., meb innleggib í nýju íslensku taubleiunni. Tímamynd Pjetur Þórir Steingrímsson, sölustjóri Eldhaka, meb framleibslu fyrirtœkisins. Flaskan, sem Þórir heldur á, er eins og þœr sem seldar eru til Noregs und- ir nafninu „ Sorte daue". Tímamynd Pjetur Eldhaka hf. í Hafnarfiröi: íslenskt áfengi í auknum mæli á erlenda markaði Eldhaka hf. í Hafnarfirði sendi nýlega 200 kassa af íslensku brennivíni til Noregs. Um er ab ræba tilraunasendingu, en Þór- ir Steingrímsson sölustjóri er bjartsýnn á framhaldib. Hann segir markabinn fyrir brenni- vínib í Noregi vera góban, enda hafi þeim Norðmönnum, sem bragbab hafi drykkinn hér á landi, líkab hann vel. Fulltrúar Eldhaka voru nýlega með kynningu á þessum drykk í Noregi og segir Þórir viðtökurnar hafa verið góbar. „Hins vegar verbur að sjá hvab gerist í fram- tíðinni," segir Þórir. Þetta er svo sannarlega ekki eini útflutningur fyrirtækisins á íslensku áfengi, því það er einnig flutt út til annarra landa. Fyrir- tækið hefur flutt út Eldur og ís- vodka bæði til Bandaríkjanna og Taiwan, alls fjóra gáma. Þá hefur verið talsvert selt af brennivíni og gini til Færeyja og í Danmörku er brennivín framleitt með leyfi Eld- haka og selt í Nettobúðum þar í landi undir nafninu „Geysir- áka- víti" Nú eru um tvö ár frá því að Eld- haka hf. keypti framleiöslurétt- inn á þeim tegundum sem ÁTVR framleiddi áður, en nú vinna átta manns hjá fyrirtækinu. Þórir seg- ir ab fyrstu tvö árin hafi verið notuð til að ná fótfestu á innan- landsmarkabi. Það hafi að þeirra mati náðst á viðunandi hátt og nú geti þeir snúið sér meira að út- flutningi. Þórir segir þess utan það helst á döfinni að breyta um umbúöir á nokkrum tegundum þess áfengis, sem Eldhaka hf. framleibir. Unn- ið sé að hönnun á nýjum límmið- um á Dillon-gin og Tindavodka, auk þess sem veriö sé að skoða þab hvort heppilegt sé aö breyta um flöskur undir þessa drykki. Brennivínið ætli þeir hins vegar að láta vera. „Brennivínsmiðinn á að vera svona. Ég er hræddur um að það myndi heyrast eitthvað í fólki ef það kæmi nýr miði á hana. Brennivínsflaskan er fallega ljót." ■ Brynjólfur Snorrason sjúkranuddari hefur þróaö aöferö og hannaö tœki ásamt félögum sínum til aö lœkna húsasótt meö góöum árangri: Læknabi m.a. minkabú í Noregi Brynjólfur Snorrason, sjúkra- nuddari á Akureyri, hefur náb góbum árangri í ab „lækna" svokallaba „dulda húsasótt" og skiptir þá ekki máli hvort um er ab ræba gripahús, heimili eba atvinnuhúsnæbi. Hróbur Brynjólfs og félaga, sem stund- ab hafa rannsóknir á þessu svibi, er ekki einungis bundinn vib ísland, því hann hefur einnig borist til útlanda. Má sem dæmi nefna að meb þeim búnabi, sem hannaður hefur verib, hefur tekist ab „lækna" nokkur minkabú í Noregi. Brynjólfur segir árangurinn af þessu starfi góban og í raun mun betri en gert hafi verib ráb fyrir. Þegar talað er um húsasótt er um að ræða ósýnilegar bylgjur og strauma, sem geta valdið sjúk- dómum og margvíslegri vanlíð- an hjá fólki og dýrum, s.s. þung- lyndi, vöðvabólgu, svefnleysi, ýmsum endurteknum sýkingum og óreglulegum hjartslætti. Brynjólfur segir sjúkranuddib enn vera sitt lifibrauð, en talar um rannsóknir sínar og fram- leiðslu á ýmsum tækjum til úr- bóta meira eins og tómstunda- gaman, en það sé hins vegar mjög dýrt. Eytt hafi verið gríðar- legu fjármagni og tíma í þróun á tækjum, í að finna orsakir og leita leiða til úrbóta. Brynjólfur hefur unnið að verkefninu í Noregi í um átta ár og að nú sé þessi búnaður kom- inn upp á nokkrum stöðum þar í landi og í lok þessa mánaðar bæt- ast fleiri minkabú í hópinn. Hann segir að í minkabúunum í Noregi hafi þeir verið ab kljást við þab sem kalla megi anga af húsasótt, sem hafi leitt af sér minkadauða, krampaköst og lé- legri skinn. Meb búnaðinum, sem Brynjólfur hefur hannað í samvinnu vib raffræbinga, hefur þeim tekist að varna ákvebnum rafbylgjum leið inn í húsin og vinna gegn því ab segulsvibsáhrif og fleira hafi áhrif á minkana. Eins og áður sagbi hefur þetta verkefni stabið í átta ár og að sögn Brynjólfs er alltaf að koma betur í ljós hversu góðum árangri má ná með þessum íslenska varnarbúnabi. Fylgst hefur verið skipulega meb minkunum í Noregi og allt veriö ítarlega skráð niöur. T.d. má nefna að í einu búanna var búnaöurinn settur upp í helm- ingi hússins til ab sjá muninn og kom í ljós verulegur munur á dýrunum og skinnunum af þeim. Nú hefur búnaðurinn einnig verið settur upp í hinum hluta hússins. Auk þess sem þessi árangur hefur nábst í Noregi, hefur að sögn Brynjólfs náðst mjög góður árangur þar sem Brynjólfur Snorrason. þessari tækni hefur verib beitt í fjósum hér á landi. Hefur það leitt til þess að júgurbólga í kúm hehir minnkað og nytin aukist. Ástæðuna fyrir því að lærður nuddari fer inn á þá braut ab „lækna" hús af húsasótt, segir Brynjólfur vera ab í starfi sínu sem nuddari hafi hann mjög oft rekið sig á, að þrátt fyrir góðan árangur í meöferð, hafi allt fallið í sama farið þegar viðkomandi hafi komið á heimaslóöir. Þab hafi einnig komiö fram í máli þeirra ab því liði betur þegar það færi í burtu. „Þetta varð kveikjan að því að ég fór að skoða hlutina í öðru ljósi og leita orsaka fyrir þessu. í þessu er ég síðan búinn að vera ab grúska síðustu fjórtán ár," segir Brynjólfur. Hann segir eftirspurnina eftir þessari þjónustu og þeim búnaði, sem Brynjólfur- og félagar hafa hannað, hafa farið vaxandi á undanförnum árum og þá sér- staklega hjá fyrirtækjum. Hins vegar sé eftirspurnin meiri er- lendis frá og hefur Brynjólfur unnib bæbi í Danmörku, Þýska- landi og Englandi. Hann segir hana enn vera að aukast, auk þess sem mestur hluti af rannsóknum Brynjólfs hafi farið fram erlendis. „Því er ekki að neita að við erum að vinna með mörgum aðilum er- lendis og það virðist vera meiri skilningur á þessu sem við emm að gera þar en hér á landi, t.d. frá kerfinu og ýmsum fleirum. Það eru margir aðilar sem halda að viö séum að gagnrýna og setja út á þeirra störf, sem er hinn mesti misskilningur. Vib leitum eftir samvinnu við þessa aöila og reyndar em margir aðilar farnir að vinna með okkur í þessum efnum," segir Brynjólfur. Hins vegar segir hann þó vera aukinn áhuga hjá atvinnurek- endum hér á landi. Þeir komi í auknum mæli auga á hag- kvæmni þess að „lækna" vinnu- stabi sína og þar standi upp úr fækkun veikindadaga hjá starfs- fólki, sem tvímælalaust hljóti að vera fyrirtækjunum til hagsbóta. „Það er staðreynd að prósentan í fækkun veikindadaga hjá þeim, sem við höfum aðstoðab, er há. Þab er athyglisvert að sumir þeirra atvinnurekenda, sem við höfum aðstoðað í gegnum tíb- ina, vilja gjarnan fylgjast með þróun og taka upp þær nýjungar sem fram koma. Eg hef ekki trú á því að þeir myndu fara út í þessa fjárfestingu, kannski tveimur ár- um síðar, nema þeir hefbu fengið eitthvað út úr fyrri fjárfesting- unni." Brynjólfur segir það alls ekki fráleita hugmynd að auka sam- starf við byggingahönnuði og verktaka. „Ég myndi segja að við ættum mjög mikla leið saman. í þessu fimmtán ára starfi höfum við orðið margs vísari og við eig- um mikið safn upplýsinga, en þaö sem hefur háð okkur er fjár- magnsskortur, sem hefur hamlað því að gera þessar upplýsingar aðgengilegar. Ég hef aldrei neitað samstarfi við aðila í byggingar- iðnaði, veitustofnanir eba aöra. Vib þurfum að skoða hlutina, hvar okkur hafi orbib á, hvað við getum gert betur til að leysa þessi vandamál."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.