Tíminn - 22.11.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.11.1994, Blaðsíða 2
2 Þri&judagur 22. nóvember 1994 Tíminn spyr... Er rétt a& selja Sorpu til Aust- urríkis? Ögmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu: „I’að fer eftif því hvort eigend- urnir, þ.e. skattborgarar á höfub- borgarsvæbinu, vilja selja hana. Mér finnst ótrúlegt að þeir vilji þab. Þetta er fyrirtæki sem er far- ib að skila hagnaði og ætti vænt- anlega ab geta lækkab þjónustu- gjöldin þegar fram líba stundir. Eg trúi því ekki að nokkur aðili úti í heimi sé reiðubúinn aö fjár- festa á íslandi nema hann ætli sér að græöa á því peninga. Það hlýt- ur að vera grundvallaratriði. Ef menn vilja ab útlendingar græði peninga frekar en eigendurnir sjálfir þá er þaö þeirrá mat." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík: „Það er of snemmt að svara þessu játandi eða neitandi. Austurríska fyrirtækið hefur enn sem komib er abeins lýst yfir áhuga á ab kaupa meirihluta í Sorpu. Hvort af því getur orðið ræðst aubvitað af því verði sem þab er tilbúiö að borga og hvernig þjónustunni verður fyrir komið. Mér finnst sjálfsagt að skoða hugmyndir þess með opnum huga. Þab ei auðvitað ágætt ef einkaaöilar geta rekið svona starfsemi og op- inberir aðilar þurfa þá ekki að liggja með verulega fjármuni í þessari fjárfestingu." Birgir Hermannsson, aðstobar- maður umhverfisrábherra: „Sorphirða er á verksviði sveitar- félaga en ríkið sér eingöngu um að setja almennar reglur um hana. Erá sjónarmibi umhverfis- rábuneytisins skiptir í sjálfu sér ekki máli hvernig rekstrinum er háttað eða hvort innlendir eða erlendir aðilar standa að honum svo framarlega sem settum regl- um sé fylgt og umhverfissjónar- mið höfð í huga." Wmvm Léttari snjónaglar en tíökast hafa, plast og álnaglar settir í reglugerö um gerö og búnaö bifreiöa: Tugmilljóna sparnaöur og snjóskanar gerast hvítir Léttari snjónaglar úr hörðu plasti eða áli munu trúlega verða teknir upp á íslandi næsta haust. Notkun slíkra nagla hefur reynst vel í ná- grannalöndum okkar að sögn Ara iidwald, abstoðarmanns dómsmálaráðherra, en í ráðu- neytinu er nú unnib ab gerb breytinga á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, þann kaflann sem fjallar um snjónagla. „Finnar, Svíar og Norðmenn hafa allir breytt sínum reglum á undanförnum árum og við höf- um upplýsingar, meðal annars frá Finnum, um hvaða áhrif þetta er talið hafa haft á yfir- borðsslit á götum og árangur- inn er verulegur," sagðí Ari Edwald. Fram hefur komið aö slitib á yfirborði gatna hefur minnkað um allt aö 50%. Sagði Ari að það væri ekki seinna vænna að Islendingar tækju við sér í þess- um efnum, enda um að ræða tugmilljóna sparnað fyrir skatt- greibendur. „Þarna er ekki bara verið að ræða stórt fjárhagsmál fyrir sveitarfélög og ríki. Þetta er líka stórt umhverfismál. Allt þaö malbik og sú tjara sem losnar upp úr hjólförunum, tugir tonna, lendir einhvers staðar og mengar umhverfið. Þá má búast við að saltaustur á göt- urnar megi minnka meb þessu móti," sagði Ari. Kannski geta menn farið ab búast við að sjá aftur hvíta snjóskafla en ekki svarta, og hreinni gólfteppi á heimilum sínum? Ari taldi það ekki frá- leita framtíðarsýn. Að sögn Ara hefur talsvert verið unnib á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar að þess- um málum og athuganir gerðar á hennar vegum á því hvernig létta megi nagla án þess að veggrip minnki. „Þessar þjóbir eru náttúrlega ekki að breyta reglunum út í loftib. Þessir naglar sem nú eru leyfðir eru ab þeirra mati að skila sambærilegum árangri í umferðaröryggi og þungu nagl- arnir," sagði Ari. Hjólbarðaverkstæði birgja sig gjarnan upp af nöglum og því hyggst ráðuneytið kynna breyt- ingarnar tímanlega og auk þess veita mönnum nokkra aðlögun að breytingunni. Guðbjartur Sigfússon, yfir- verkfræðingur hjá Gatnamála- stjóra, sagöi í samtali viö Tím- ann í gær að fylgst hefði verið með rannsóknum Svía á léttari nöglum undanfarin 6 ár. Væri ekki annað að sjá en að þær lof- uðu góðu og rætt um 50% sparnað í viðgerðum. Reykja- víkurborg ver í ár 125 milljón- um króna í slitlög, 55 milljón- um í beinar viögerðir og 15 milljónum í fræsingar. Guðbjartur sagði að reikna mætti með að 150 'milljóna króna kostnaður hlytist af snjó- nöglum. Ljóst væri ab umtals- veröum sparnaði mætti ná með léttari nöglum sem hlyti að vera hið besta mál fyrir skatt- borgarana. Norsk dagblöö œvareiö og undrandi á héraös- dómi í Hágangsmálinu: Er strand- gæslan skúrkur- inn í málinu? Norsk dagblöb um helgina fjölluðu ítarlega um hérabs- dóm í Norður- Tromsö í Há- gangsmálinu svokallaba. Greinilegt er ab leiðarahöf- undum ýmissa blaba er brugbib, þeir eru ævareiöir og undrandi yfir niðurstöðunni. í Dagbladet segir mebal ann- ars í forystugrein að hér sé um ab ræða óvæginn og ótvíræð- an dóm yfir ónógri löggjöf af hálfu Norðmanna. Verdens Gang segir að þab yrði dramatískt ef norsku strand- gæslunni yrði meinað um rétt- inn til að klippa togvíra skipa sem veiði ólöglega. Blaðið gagnrýnir dóminn og segir það einkennilegt ab skipstjórnar- menn Hágangs 2 skuli ekki fá dóm fyrir ab þrjóskast vib handtöku. Rétturinn vísi þar með frá réttindum strandgæsl- unnar til að stunda lögreglu- störf á svæðinu og að stöðva ólögmætar aðgerðir þar. „I sjö öðrum tilfellum var klippt á víra, og í öllum tilfell- um var það sem sagt Strand- gæslan sem var skúrkurinn," segir VG og telur ljóst að þessar niðurstöbur verði að fara fyrir Hæstarétt. ■ Rábstefna um fjármál Samband íslenskra sveitarfélaga heldur ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík á miðvikudag og fimmtudag í þessari viku. Á ráðstefnunni verða lagðar fram niðurstöður nýrrar könn- unar á fjárhag sveitarfélaganna á árunum 1989 til 1993, rætt verður um fjárhagsaöstoð sveit- arfélaga og fleiri mál. ■ nnnblorilrt veert KyVvakjcn er poiiií- ™Wdigficj SvaJbaj-d-so- n“- Men den i?1 tJíJce KysivaJcten ^i tconnc sS tráJe fapp' cn trál W >,‘ ,írd’ de«e er SL f.n senerair- ■ - «.vslva' _________ sartea &aVtest O Z0 IJIS0 (Dagbladet): KyaÞ, .nest(SlStm!.eps'Oove' „ílor6e ' ;y.y.e r'°et' s: rn V? i SKSratfSSKSfct. ^ feeraUsKeeS)V5°° ■ THOMS0(Dagbladet):KyBW su°vet brukettll --"dsKetrálen \et6ovr't°er isWoli'; iSSSSíS* kutt° " tedfot'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.