Tíminn - 22.11.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.11.1994, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 22. nóvember 1994 Hftsifrtfðf KRISTJAN GRIMSSON Sœvar Jónsson og Atli Eövaldsson um ár- angur íslands: Langtí frá asætt- anlegur „Ég tel árangur íslands langt í frá ásættanlegan í Evrópukeppninni. Mér finnst að viö ættum að vera komnir meö einn sigur eða a.m.k. tvö jafntefli. And- stæðingarnir eru allir nokk- uð sterkir en það er engin breyting frá undanförnum árum. Þannig að þaö er eng- in afsökun fyrir árangrinum ídag. Það er því ekki ásættanlegt að vera með núll stig og markatöluna 0-7. Þær breyt- ingar sem ég vil sjá eru öðruvísi vörn. Ég vil bara fá að sjá vamarmenn í liðinu, svo einfalt er það. Það hlýt- ur að þurfa að horfa meira til þeirra liöa sem ekki eru að fá mörg mörk á sig í deildinni en það finnst mér ekki hafa verið gert til þessa. Ég gæti nefnt í því sam- bandi Ólaf Adolfsson," sagði Sævar Jónsson, fyrr- verandi landsliðsmaður sem býst við að ísland eigi eftir að fá 7-10 stig úr leikj- unum sem eftir eru. Vörnin vandamál „Árangurinn er alls ekki góður miðað við það sem búist var við af liðinu. Ég held að þessi staða hafi aldr- ei komið upp að við höfum ekki fengið stig og ekki skorab mark í fyrstu þremur leikjunum. í þeim leikjum sem ég hef séð, gegn Svíum og Sviss, hefur okkur vantað áræði og það vantar menn sem taka af skarið og eru í forystuhluverkinu. Við lát- um ganga alltof mikið yfir okkur og erum alltof oft í hlutverki músarinnar. Það hlýtur að vera umhugsunar- efni að fá 3-4 færi í útileikj- unum og skora ekki úr þeim. Við spilum með fimm manna vörn á móti Sviss en þrátt fyrir það kom- ast þeir upp hornin og ná að gefa fyrir en halfsentam- ir ná að bjarga í horn. Ef þú nærb ekki að loka vörninni með. fimm mönnum þá eru mönnum flestar bjargir bannaðar," sagði Atli Eð- valdsson. VINNIN LAUGA & (5 GSTÖLUR RDAGINN 19.11.1994 f)(33) (23) VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐAHVERN VINNINGSHAFA 1. 5 af 5 0 4.445.453 r\ 4 al 5 n *¦¦ Plús >! w*~ 89.819 3. 4al5 105 7.378 4. 3al5 3.851 469 Heildarvinningsupphæð: 7.475.357 BIBT ME M D FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Árangur íslands í undankeppni EM hefur valdib vonbrigöum, en Ásgeir Elíasson landstibs- þjálfari œtlar ekki ab gefast upp: Ekki að velta fyrír mér aö segja upp ánœgbur meb 10 stig úr leikjunum 5 sem eftir eru Staða íslenska A-landsliðsins í knattspyrnu í undankeppni EM er ekki gób. Liðið er neöst í sínum riðli með ekkert stig eftir þrjá leiki og hefur heldur ekki komist á blaö hvað markaskorun varðar. Það er því ljóst að möguleikamir á að komast áfram í úrslitakeppn- ina í Englandi eftir tvö ár eru hverfandi. ísland á fimm leiki eft- ir og segir Ásgeir Elíasson lands- liðsþjálfari að hanh vonist til þess að ná 10 stigum af þeim 15 sem í bobi eru. Stundum óraunhæf- ar kröfur „Kröfurnar, sem gerðar eru til landsliðsins, eru stundum óraun- hæfar hvað árangurinn varbar. En það er kannski ekki annab hægt í rauninni. Við verbum náttúrlega ab stefna á ab reyna ab bæta okkur, þó svo það sé eblilega erfitt fyrir okkur, enda lítil þjób sem hefur lítib úrtak mibað vib stórar þjóðir, þar sem eru meiri líkur á ab fáist góbir leikmenn. Þab nábist ágætur árangur í und- ankeppni HM, þó svo þar hafi vantab 2-3 stig upp á ab komast áfram og við settum okkur þau markmib ab reyna ab bæta þann árangur. Nú, en aubvitab verbur þab erfibara úr þessu og í raun óraunhæft ab búast vib því." Ásgeir segir ab þeir, sem fylgist vel meb knattspyrnunni, geri sér fyllilega grein fyrir ab þab verbur alltaf erfitt ab bæta árangurinn verulega. „Mín skobun er sú ab vib getum dottib inn á árabil þar sem vib séum meb óvenju sterkt lib fyrir svona lítib land. En þess á milli verbum vib alltaf á svipuðu róli og í dag." Asgeir Elíasson, landslibsþjálfarí í knattspyrnu, segist vera svekktastur yfir því ab hafa ekki unnib Sviana. Sviss. Leikurinn við Tyrki var svo kapítuli útaf fyrir sig." Hefði verið ánægður með 3 stig eftir fyrstu þrjá leikina „Aubvitab vissi mabur ab þab væri aubvelt að hafa núll stig eftir fyrstu þrjá leikina. Það, sem mab- ur vildi, var ab vinna leikinn hérna heima vib Svíana og þab voru mestu vonbrigbin ab tapa þeim leik. Ég hef sagt það ab til ab bæta okkur þá þurfum við ab vinna heimaleikina og ég hefbi verib mjög ánægður meb ab vera meb þrjú stig eftir þessa leiki. í útileikjunum var ljóst ab þab væri mjög aubvelt ab tapa, ab vísu vantabi ekkert mikib upp á ab vib næbum ab klóra í jafntefli við Auðvitað áhyggjur af að hafa ekki skorað „Sókn og vörn er alltaf sam- hangandi, en mestu vonbrigbin yoru ab skora ekki gegn Svíunum. í hinum tveim leikjunum þurfti ekki endilega að búast vib því ab vib skorubum. En aubvitab hefur mabur áhyggjur af því ab skora ekki, sérstaklega í leiknum gegn Svíunum. Hvort breytingar verba í framlínunni kemur í ljós, en ég fylgist á næstunni vel meb þeim atvinnumönnum sem vib eigum og flestir þeirra eru reyndar sókn- armenn." Meiri feluleik hef ;; ég ekki séð í íslensk- um fótbolta" — segirAtli Eövaldsson um útsendingar frá landsleikjunum „Knattspymusambandib þarf ab sjá til þess ab landsleikjunum sé sjónvarpab beint hingab, því þab er libur í uppbyggingu fótboltans og gerir hann vinsælan. Eri þab var ekki gert og ég verb ab segja þab ab meiri feluleik hef ég ekki séb í íslenskum fótbolta eba íþróttum. Þab hlýtur að vera skylda KSÍ í samvinnu vib Sjón- varpib ab sýna þessa leiki, en þeir hafa hreinlega falib tvo leiki á móti Tyrkjum og Svisslending- um. Ef þab er rétt ab þab kosti að- eins rúma miljón og þab sé talan sem komi í veg fyrir ab lands- menn fái ab sjá svo vinsælt efni, þá held ég ab mibab við þennan risastóra samning, sem KSÍ hefur gert, þá væri mjög aubvelt ab finna styrktarabila til að kaupa þennan leik og sýna hann. Ég veit ekki hvab þessir menn eru hugsa. Þetta er algjört klúbur og sam- skiptaleysi milli KSÍ og Sjónvarps- *ins. Ef þab er ekki hægt ab borga miljón fyrir það sem 80-90% þjóbarinnar horfa á, hvenær á þá ab borga miljón?" segir Atli Eb- valdsson um hversu lítib sem ekk- ert hefur verib sýnt frá útileikjum íslands í EM. ¦ Ánægður með 10 stig „Væntingar mínar í leikjunum fimm, sem vib eigum eftir, eru áfram ab vinna leikina heima. Þab er kannski ekki raunhæft ab vinna þá alla, en vib ættum ab geta klórab í tvo leiki og þá jafnt- efli í þeim þribja. Markmibib hjá okkur er samt að vinna heima- leikina og ná að minnsta kosti einu stigi í útileikjunum. Fengj- um við 10 stig af 15 mögulegum, þegar upp væri staðið, yrði ég ánægður, þó svo það sé ekki jafn- gott og í síðustu keppni." Ekki að velta upp- sögn fyrir mér „Mér finnst ekkert óeðlilegt ab menn velti því fyrir sér ab ég segi af mér, enda eru skobanir á þessu einsog öbru í fótboltanum. Ég er vissulega sá sem vel libib og stjórna því, og eblilega er þá vib mig ab sakast en ekki leikmenn- ina, þó þeir geti átt sína misjöfnu daga. Ég sjálfur er reyndar ekkert farinn ab velta uppsögn fyrir mér og á meban þeir, sém rába mig, eru tiltölulega sáttir þá þykir mér ekki vera ástæba til þess. Ég er því ekkert á því ab gefast upp, enn- þá,« Asgeir svarabi þeirri spumingu hvað þyrfti til að hann færi ab hugsa um ab segja af sér á þá leib ab það færi mikið eftir því hvern- ig leikimir væru og myndu þró- ast. „Við eigum Svíana úti í næsta leik og það verður náttúrlega erf- iður leikur, en það verður að skobast þegar þar ab kemur," sagbi Ásgeir ab lokum. ¦ Leikir sem ísland á eftir íslendingar eiga eftir ab leika fimm leiki í undan- keppni EM og fara þeir allir fram á næsta ári. Þeir eru: Svíþjób-ísland 01.061995 Ísland-Ungverjal. 11.06 1995 Ísland-Sviss 16.08 1995 Ísland-Tyrkland 11.10 1995 Ungverjal.-ísland 11.11 1995 Atli Ebvaldsson. Alþjóölegt mót íbadminton: íslenskir sigrar Alþjóblegt mót í badminton fór fram í TBR-húsinu um síöustu helgi. Meðal keppenda voru tveir landslibsmenn frá Hollandi en þeir höfbu ekki erindi sem erfibi í íslensku keppendurna. Broddi Kristjánsson sigraði í einlibaleik karla en hann vann Hollending- inn Joris van Soerland 15-9 og 15- 11. Hjá konunum sigrabi Elsa Ni- elsen Vigdísi Ásgeirsdóttur 2-11, 11-6 og 11-5. Broddi og Árni Þór Hallgrímsson unnu í tvílibaleik karla og Birna Petersen og Gubrún Júlíusdóttir unnu í tvílibaleik kvenna. SJA EINNIC IÞROTTIR A BLS. 1Q OC 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.