Tíminn - 22.11.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.11.1994, Blaðsíða 11
Wibjudagur 22. nóvember 1994 fflíW&VM 11 KRISTJAN GRIMSSON Þróttarar byggja knattspyrnuhús -gólfefniö verbur gervigras „Þetta er nokkuð stórt hús eða um 54X36 metrar. Húsið verð- ur fyrst og fremst knattspyrnu- hús með möguleika fyrir tenn- is. Kostnaður er áætlaður um 110 milljónir og mun Reykja- víkurborg sjá um 80% þess kostnaðar en við sjáum um af- ganginn," sagði Tryggvi E. Geirsson, formaður Þróttar í Reykjavík, um nýtt íþróttahús sem þeir Þróttarar ætla að byggja norðan megin við mal- arvöllinn í Sæviðarsundinu. Tryggvi sagði að þar með væri búið að blása af flutninga fé- lagsins niður í Laugardal en áform um það voru uppi um tíma. „En við erum að fá aukin afnot fyrir inniíþróttir í Laugar- dalshöllinni og okkur sýnist það geta komið félaginu vel að geta farið þessa leið sem er harla óvenjuleg, þ.e. að miða nýja húsið nær eingöngu við knattspyrnuna." Tryggvi sagði að þeir ætli að hafa gervigras sem gólfefni í nýja húsinu en þó þannig að hægt sé að breyta því í alvöru hús, gert það full- komnara. Áætlað er að fram- kvæmdum við knattspyrnuhús- ið ljúki seint á næsta ári. Ólympískir ar leyfðir á Alþingi hefur ályktaö að fela ríkisstjórninni að skipa þriggja manna nefnd til þess að kanna hvort rétt sé að leyfa ólympíska hnefaleika sem íþróttagrein hér á landi. Nefndin á m.a. að afla upplýsinga um slysatíðni mið- aö við aðrar ólympískar íþrótta- greinar. Samkvæmt tiltækum upplýsingum er ekki vitað til þess að ólympískir hnefaleikar séu bannaðir erlendis og geta má þess að í Svíþjóð var farið fram á það 1983 að þessi íþróttagrein yrði bönnuð. Þá fór fram ítarleg könnun og gerð var skýrsla um ólympíska hnefaleik- íslandi? hnefaleika. Niðurstaða Svía var greininni mjög jákvæð. Flutn- ingsmenn þessarar þingálykt- unartillögu á Alþingi voru þeir Kristinn H. Gunnarsson og Ingi Björn Albertsson. ¦ Molar... ... Besiktas heldur enn topp- sætinu í Tyrklandi eftir .3-1 sigur um helgina. Eyjólfur Sverrisson gerbi ekki mark. ... Bjarki Gunnlaugsson gerði tvö mörk fyrir Nurn- berg í þýsku 1. deildinni í 3- 1 sigri á FSV Frankfurt. Arnar lék ekki með vegna meiðsla. ... Þorvaldur Örlygsson og félagar hjá Stoke í Englandi sigruðu Grimsby örugglega, 3-0, í 1. deild. ... Rúnar Kristinsson úr KR hefur gert tveggja ára munn- legan samning vib Örgryte í Svíþjóð. ... Magni Blöndal Pétursson þjálfar Hauka í 3. deild karla í knattspyrnu næsta sumar. ... Trelleborg í Svíþjóð hefur bobið Arnari Grétarssyni, úr Breiðablik, ab koma og skoða aðstæður hjá sér. Trelleborg vann sér þab til frægbar ab slá út Blackburn í Evrópukeppninni. ... Jón K. Jacobsen hefur ver- ib valinn akstursíþróttamaður ársins. ... Peter Schmeichel, mark- vörður Man. Utd, þurfti að fara af velli á laugardag eftir aðeins 7 mínútna leik vegna meiðsla í baki. Hann missir líklega af Evrópuleiknum gegn Gautaborg á mibviku- dag. IV NBA teJ úr$lit NewJersey-LAClipp. ..98-97 Sacramento-Cleveland 96-88 Portland-Detroit ... .....98-96 Charlotte-Indiana . ...89-102 Washington-Boston 102-103 Minnes.-San Anton 101-109 Dallas-Chicago...... ...85-111 Milwaukee-Seattle . ...96-120 New York-Atlanta . .....92-79 Denver-Houston ... .101-109 Gold. St.-Utahjazz .119-115 Staðan Austurdeild Atlantshafsribill (sigrar, töp, hlutfall) Orlando................. ..5 2 71.4 New York .............. 5 3 62.5 ..4 4 50.0 Washington .......... Boston................... ..4 4 50.0 Newjersey............. ..4 6 40.0 Philadelph............. ..3 6 33.3 1 6 14.3 Mibribill Indiana.................. ..5 3 62.5 ..4 3 57.1 Detroit................... ..5 4 55.6 Chicago................. 5 4 55.6 Cleveland.............. ..4 4 50.0 Charlotte............... ..3 5 37.5 Atlanta .................. 2 7 22.2 Vesturdeild Mibvesturribill ...9 0 100 Denver .................. ..5 3 62.5 San Antonio........... 4 3 57.1 ..4 3 57.1 Dallas .................... Utah Jazz............... ..4 5 44.4 18 11.1 Kyrrahafsribill Golden State ......... ..7 187.5 ..6 2 75.0 Phoenix................. Portland ................ ..4 3 57.1 Sacramento............ .43 57.1 Seattle.................... ..4 4 50.0 LA Lakers................ , 4 5 44.4 0 9 0.00 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND ilOSni IVIUuQrQKf föfseti Egyptalands, er nú staddur í Lundúnum þar sem hann á vibræbur vib rábamenn. Hér kannar hann heibursvörb fyrir utan húsakynni utanríkis- og samveldisrábuneytisins. Noregur og ESB: Niðurstöður kannana stangastá Niburstöbur nýjustu kannana um fylgi Norðmanna við aðild^ ina að Evrópusambandinu, sem kosið verður um á laugardaginn, benda til þess að enn hafi and- stæðingar forystu. Nýjar niður- stöður birtast nú dag hvern, en sú sem greint er frá í Verdens Gang í gær bendir til þess ab bar- áttan fari nú mjög harðnandi. Þar eru 46% sem segja nei og hef- ur þeim fækkað um 4% frá deg- inum áður. Já segja 44% og hefur þeim fjölgaö um 2%. Niðurstöður kannana stangast verulega á, þannig að ekki er hægt að draga af þeim ákveðnar ályktanir. Þannig hafði nei-istum fjölgaö um 2% og já-istum fækk- ab um 2%, í könnun sem Dag- bladet skýrir frá í gær, en hlutfall óákvebinna er 16% og hefur ekki breyst. Efnahags- og framfarastofnunin OECD: Bandaríkin verða að jafna mun ríkra og fátækra Bandaríkin verða að hækka út- lánsvexti verulega á næsta ári til að koma í veg fyrir verð- baólgu og halda þenslu efna- hagslífsins innan marka, segir hin valdamikla stofnun OECD í árlegri skýrslu sem stofnunin gerir um einstök aðildarlönd. Ennfremur hvetur OECD bandarísk stjórnvöld til að skera niður almannabætur ým- iskonar og rábast gegn vaxandi mun sem er þar í landi á ríkum og fátækum. Með því móti tak- ist að tryggja Bandaríkjunum fjárhagslega velferð til langs tíma. OECD segir að reikna megi með að bandarísk uppsveifla í efnahagsmálum hægi eilítib á sér á næsta ári og þá veröi bat- inn 2,9% en 3,8% í ár. Spáð er 2,8% verðbólgu á næsta ári í Bandaríkjunum, en í ár hefur hún mælst 2,1%. Efnahagslegum bata í Banda- ríkjunum er hælt í skýrslunni, ekki síst síbustu tvö árin og seg- ir ab í öllum abalatriðum virð- ist framtíðin björt þar í landi. Þó er sá varnagli sleginn að kæla þurfi niður efnahagsmálin með hærri útlánsvöxtum en nú er bobib upp á. Efnahags- og framfarastofn- unin, eins og OECD heitir á ís- lensku, er líkt vib hugmynda- uppsprettu fyrir ríku iðnþjóð- irnar. Ráðleggingar OECD, einnig þær sem koma til ís- lands, eru á engan hátt bind- andi, en geta engu að síður Breska lottóib: Sjö fengu 600 milljonir Lundúnum - Reuter Átján ára atvinnuleysingi deildi hæsta vinningnum í breska lot- tóinu með sjö öðrum þegar dreg- ið var í gær. Heildarupphæðin nam 600 milljónum íslenskra króna, þannig að Mark Wright frá Liverpool ætti að hafa nóg fyrír sig að leggja fyrst um sinn. Hann segir ab engu hafi mátt muna að hann hafi fleygt vinn- ingsmiöanum. „Ég er ekki búinn ab átta mig á þessu svo enn veit ég ekki hvaö ég geri vib pening- ana. Þó er ég ákvebinn í því að styrkja fjölskyldu mína og sjá til þess að vel fari um hana," segir pilturinn. Ekki er vitað um fjóra hinna heppnu, en hinir tveir vinnings- hafarnir sem komnir eru upp á yfirborðið eru 64 flugvirki sem kominn er á eftirlaun og á heima í lítilli íbúð og George Snell, 69 ára námamaður sem sestur er í helgan stein. ¦ leikið stórt hlutverk í að skapa aðildarlöndunum efnahagslega framtíðarstefnu, segir Reuter. ¦ Versluðu án leyfis Níu landsliðsmönnum í knatt- spyrnu frá Kúveit hefur veriö vikið úr landsliðinu í þrjá mán- uði vegna þess að þeir fóru í verslunarleiðangur til Samein- uðu arabísku furstadæmanna án leyfis. Allir voru leikmenn- irnir í byrjunarliði Kúveit sem tapaði 2-0 í síðustu viku fyrir Sádí-Arabíu í úrslitaleik Gulf- bikarkeppninnar. ¦ 42 ára mark- vörður hetja Falkirk Hinn 42 ára markvörður John Burridge var hetja Falkirk þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við meistara Rangers á laugardag. Hann varði hvaö eftir meistara- lega frá ekki minni köppum en Álly McCoist og Brian Laudrup og bjargaði stigi fyrir Falkirk. Það sem er enn merkilegra er að Burridge var þarna að leika sinn fyrsta leik með aðalliði Falkirk, kominn á fimmtugsald- urinn! ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.