Tíminn - 23.11.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.11.1994, Blaðsíða 1
SÍMI 631600 78. árgangur Miðvikudagur 23. nóvember 1994 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 221. tölublað 1994 Félag eldri borgara lýsir yfir stuöningi viö kjarabaráttu sjúkraliöa. ASÍ hvetur stjórn- völd til samninga: Rannveig hefur fulla samúb meb sjúkralibum Rannveig Guömundsdóttir fé- lagsmálaráðherra segist hafa fulla samúð meb sjúkralibum og telur ab abilar málsins verbi ab ná saman hib fyrsta. Hún segist því mibur ekki hafa nein tök á ab hafa afskipti af vinnudeil- unni, nema þá gagnvart ríkis- sáttasemjara. Af þeim sökum sé henni ekki unnt ab blanda sér í kjaradeilu sjúkraliba meb bein- um hætti. „Þab er slæmt hversu margir þeir eru, og hversu víba lág laun em vib lýbi hjá okkur. Þab er líka slæmt ab engin stefnumörkun á sér stab og afar lítil umræba um innbyrbis röbun starfa á vinnu- markabi," segir félagsmálaráb- herra. Enn situr ailt vib þab sama í verkfalli sjúkraliba. Enginn árang- ur varb á sáttafundi deiluabila í gær og hefur annar fundur verib bobabur í dag. Þá hvetur sam- bandsstjórnarfundur ASÍ stjórn- völd til ab ganga þegar til samn- inga vib sjúkraliba og efna þar meb gefin fyrirheit um ab þeir sem lökust hafa kjörin eigi ab njóta efnahagsbatans. Sambandsstjórn- arfundurinn telur einnig ab þab samræmist ekki yfirlýstri stefnu stjórnvalda ab mismuna starfs- fólki sínu meb þeim hætti sem þau gera gagnvart sjúkralibum. Birna Ólafsdóttir hjá Sjúkraliba- félaginu segir ab félaginu hafi bor- ist stubningsyfirlýsing frá Félagi eldri borgara í fyrrakvöld og sé þab til marks um þann stubning sem kjarabarátta félagsins hefur úti í samfélaginu. Hún segir ab engar abfinnslur um verkfallib hafi bor- ist skrifstofu félagsins frá abstand- endum sjúkra og aldraba sem líba fyrir verkfallib', nema síbur sé. Þá er enn varbstaba vib hjúkr- unarlagerinn á Tunguhálsi og ekk- ert lát á verkfallsbrotum á Borgar- spítala og Landspítala. Sömuleibis á öldrunardeildinni í Hátúni. Birna segir ab á spítölunum séu þab hjúkrunarfræbingarnir sem ganga í störf sjúkraliba en sóknar- konur í Hátúni. ■ m m ■ s s m « • r Happamaskman / Arbœjarsafn Einhver mesta happamaskína landsins, lottókassinn í söluturninum Gerplu viö Sólvallagötu, var fluttur á Árbœjarsafn ígœr. í stabinn kom nýr og hljóölátari. „Þessi veröur ekkert síöri," sagöi Erla Sigurgeirsdóttir, kaupmaöur íGerplu, en sú búö á mörg ótrúleg met ílottó- spilamennsku, hœstu vinningana tvo og hœstu samanlögöu upphœö vinninga. A myndinni er Erla ásamt einum fastakúnnanum, hon- um Friöriki Adolfssyni, og Vilhjálmi Vilhjálmssyni hjá íslenskri getspá. 5% launahœkkun eykur kostnaö atvinnulífsins um 10 milljaröa króna. Lítil arösemi og fram- leiöni í atvinnulífinu. Formaöur VSÍ: Oskhy hækka „Mér finnst þab mjög mibur ab menn séu í umræbunni núna ab skapa einhverjar verulegar væntingar hjá fólki um kjara- bætur sem eiga ekki nokkra stob í þeim efnahagsbata sem vib erum ab horfast í augu vib," segir Magnús Gunnarsson, for- mabur VSÍ. Hann segir ab 1% launahækk- gja að launin geti meira en 2 prósent un auki launagreibslur atvinnu- lífsins um 2 milljarba króna og 5% launahækkun eykur kostnað atvinnulífsins um 10 milljarða króna á ársgrundvelli. Magnús segir að það sé hvorki framleiðni- né verðmætaaukning sem réttlæti hærri kauphækkanir en sem nem- ur innan vib 2% miðab við 1,9% hagvaxtarspá Þjóðhagsstofnunar. Hann segir ab fólk verði að fara ab venja sig á að tala og hugsa um þessa hluti eins og þeir séu en ekki af einhverri óskhyggju. „Ég vildi óska að þetta væri rétt en vil leyfa mér að efast um að þetta verði reyndin," sagði Magn- ús aðspurður um þá hagvaxtarspá sem fram kemur í nýrri þjóðhags- spá gjaldeyrismála, riti sem Ráb- Jóhanna Siguröardóttir forviöa á viöbrögöum Ólafs Ragnars: Jóhanna leggur spilin á borbih Jóhanna Sigurbardóttir alþingis- mabur gerir ráb fyrir ab bobab verib til fundar á sunnudag þar sem ný stjórnmálahreyfing leggi fram sín áform, en nú er unnib ab uppröbun lista í kjördæmun- um. Hún segist forviba á vib- brögbum Ólafs Ragnars á fólks- flótta úr Alþýbubandalaginu. „Þessi viðbrögb Ólafs Ragnars vekja hreint út sagt furbu mína. Mér finnst þetta lýsa ákveðinni taugaveiklun hjá honum. Ólafur Ragnar beinir spjótum sínum aö mér, en mér finnst aö hann ætti fremur aö skoöa innviöina í sínum eigin flokki og spyrja sjálfan sig, hvers vegna fólk sé að yfirgefa Al- þýðubandalagið." Jóhanna segir að tilefni árása Ólafs Ragnars á sig virðist vera að Ragnheiður Jónasdóttir, fyrrver- andi formaður kjördæmisráðs Al- þýðubandalags á Suðurlandi, hafi sagt skilið viö flokkinn. Sveinn All- an Morthens hafi gengið til liðs viö sig af eigin frumkvæði og segir þaö lítilsvirðingu af Ólafi Ragnari að gefa í skyn að hægt sé aö kaupa fólk á milli flokka. Ólafur Ragnar heldur því fram aö ég gangi um og veiði fólk til mín með því að bjóða því framboð og embætti," sagbi Jóhanna í gær. „Staðreyndin er sú aö við vinnum ekki svona. Ragnheibur er kona sem ég hef ekkert talað við, hvað þá að ég hafi boðiö henni sæti á lista." Aðspurð um samstarfsvilja inn- an Alþýöubandalagsfélagsins Birt- ingar, sagöist Jóhanna fagna öllum góðum liðsmönnum, sem vildu koma til starfa. Svavar Gestsson sagðist í gær ekki svartsýnn á stöðu Alþýöu- bandalagsins og kvaðst ekki telja aö Jóhanna væri aö hiröa fólk af Alþýöubandalaginu í stórum stíl. „Það er alltaf einhver hreyfing á milli manna. Þaö er einn fram- sóknarmaöur á listanum hjá okkur á Suburlandi og viö erum nokkrir í Alþýðubandalaginu sem vorum einu sinni í Framsókn," sagði Svavar Gestsson. ■ gjöf og efnahagsspá hf. gefur út. Þar er spáð 4% hagvexti hérlendis í ár og 2% á því næsta. Þjóðhags- stofnun gerir aftur á móti ráö fyr- ir 1,4% hagvexti á því ári. Þessi mismunur á hagvaxtarspám er vegna þess aö búist er vib meiri útflutningstekjum í ár en Þjóð- hagsstofnun gerir ráð fyrir í sín- um spám og einnig því aö opin- ber útgjöld er talin aukast á næsta ári. Það sem af er þessu ári hefur verð á sjávarafurðum hækkað að meðaltali um tæp 6% sem þýðir um 4 milljaröa króna tekjuauka á ársgrundvelli. Viðbúið er aö af- urðaverð á erlendum mörkuðum haldi áfram að hækka vegna upp- sveiflu í hagkerfum í helstu við- skiptalöndunum auk þess sem framboð á sjávarafurðum hefur verið takmarkað. Formabur VSÍ segir aö aubvitaö sé það mjög gott að verð sjávaraf- urða fari hækkandi. Hann bendir hinsvegar á ab áður hafði afurða- verð hrapað niður í sögulegt lág- mark og eigi því enn töluvert eft- ir til að ná svoköllubu meöal- veröi. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.