Tíminn - 23.11.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.11.1994, Blaðsíða 8
8 Wmmm Mi&vikudagur 23. nóvember 1994 !u MúílÍM/ÍilÍiútÍékliáM Siguröur Viggósson flytur ávarp fyrir hönd nemendanna vib útskriftina. Hœgra megin vib hann er stjórnarformabur Endurmenntunarstofnunar H.Í., próf. Valdimar K. jónsson verkfrcebingur, og þá háskólarektor, dr. Sveinbjörn Björnsson próf. Fjölmenni var vib útskriftina. Fyrir mibju eru hagfrœbiprófessorarnir Ragnar Árnason og Ágúst Einars- son. Háskólinn útskrifar s j ávarútvegsfræóinga Háskóli íslands útskrifaði í fyrsta sinn á laugardaginn var sjávarútvegsfræöinga frá Endur- menntunarstofnun Háskólans. Eru þeir 25 að tölu og tók nám- ið eitt ár. Þrjár stúlkur eru í þess- um hópi. Stúdentspróf er æski- legt grunnnám fyrir námsskor- ina, en að öðru leyti skiptir starfsreynsla höfuðmáli. 10 pró- fessorar og kennarar Háskólans kenndu við greinina og voru sjávarútvegsfræðingarnir mjög ánægðir með námið. Meðfylgj- andi myndir voru teknar í út- skriftarhófi í Tæknigarði, þegar nemendurnir fengu skírteinin sín. ■ Kvenfólkib haslar sér völl í sjávarútveginum. Gubrún Yngvadóttir, endur- menntunarstjóri H.Í., ásamt þremur nýbökubum sjávarútvegsfrœbingum: Ingibjörgu Ketilsdóttur, Gubríbi Kristjánsdóttur og Sóleyju Soffaníasdóttur. Ánœgbir endurmenntunarstjórar: Gubrún Yngvadóttir og Margrét Björnsdóttir, núverandi abstobar- mabur Sighvatar Björgvinssonar, ibnabar-, heilbrigbis- og vibskipta- rábherra. Mann- lífs spegill GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON Sjávarútvegi Islendinga hefur aldeilis bœst góbur libsstyrkur meb nýju sjávarútvegsfræbingunum frá Endurmenntunarstofnun H.í. Fyrir mibju er dr. Sveinbjörn Björnsson háskólarektor, hœgra megin vib hann stjórnarformabur Endurmi og vinstra megin vib rektor er Gubrún Yngvadóttir, endurmenntunarstjóri Háskólans. Abalsteinn Maack 75 ára Aöalsteinn P. Maack, fyrrum for- stöðumaöur Byggingaeftirlits rík- isins, varö 75 ára á fimmtudaginn var og hélt uppá tímamótin meö pompi og prakt í Hvassaleiti 56 aö viðstöddu fjölmenni ásamt forseta Islands, Vigdísi Finnbogadóttur og forsætisráöherra, Davíð Oddssyni. Alli er einn af þessum síungu húmoristum víkingaþjóðarinnar og er reyndar nýkominn frá Japan að heimsækja dóttur sína, Sigríði arkitekt, og kynnti sér byggingar- list þarlendra í leiðinni. Ymislegt hefur á daga Alla drifið í starfinu fyrir lýöveldið í norðri, m.a. hefur hann verið á handahlaupum að bjarga húsgögnum ríkisins undan lekum þökum etc. og er þá ekki spurt um vinnutímann. Ungur missti Aðalsteinn fööur sinn og bróður í hræöilegu sjóslysi, þegar togarinn Max Pemberton fórst á stríðsárunum, en kona hans, Jar- þrúöur Þórhallsdóttir, lést í fyrra. Á myndinni er Aðalsteinn meö börnum sínum Gísla og Aöalheiði til vinstri, en hægra megin viö Að- alstein eru Pétur Andreas og Þór- hallur. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.