Tíminn - 23.11.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.11.1994, Blaðsíða 10
10 Samþykkt í almennri atkvœöagreiöslu um aö loka heilsugœslu- og skólakerfi Kaliforn- íu fyrir ólöglegum inn- flytjendum vekur gíf- urlega reiöi í Mexíkó Þribjudaginn 8. nóvember, sama daginn og kosib var í Bandaríkjunum, rændu grímuklæddir menn McDon- ald-veitingahús í Mexíkóborg. Þessháttar er of algengt þar í landi sem víbar tii ab þab veki yfirleitt mikla athygli, en nú brá svo vib ab atburbi þessum var slegib upp í mexíkönskum fjölmiblum. Vildu þeir meina ab ránib hefbi verib mótmæla- abgerb gegn Tiilögu 187, sem almenn atkvæbagreibsla fór fram um í Kaliforníu jafnframt kosningunum. Tillaga þessi var á þá leib að ólöglegir innflytjendur skyldu hér eftir ekki fá abgang ab heilsu- gæslu- og skólakerfi fylkisins og ekki njóta félagslegrar aðstoðar af hálfu þess. Var tillagan samþykkt meb um 60% atkvæða. Andstab- an vib tillöguna var langmest af hálfu Latinos, eins og fólk af róm- anskamerískum uppruna í Banda- ríkjunum er stundum kallab. Þrír af hverjum fjórum Latinos, af þeim sem atkvæbi greiddu, voru á móti tillögunni. Helmingur blökkumanna og fólks af austur- asískum uppruna var hinsvegar meb henni. „Lýbfræbileg innrásy/ Samþykkt þessi er vottur þess ab áhyggjur einkum hvítra, en einnig svartra og austurasískra Kaliforníumanna, út af innflytj- endastraumnum ab sunnan verða sífellt meiri. Varla verbur sagt að samþykktin komi á óvart, þar eð þegar fyrir nokkrum árum mátti skilja það á ýmsum Kaliforníu- mönnum að þeir væru farnir að líta á rómanskameríska innflytj- endastrauminn sem lýðfræðilega innrás. Þegar Bush forseti sendi her til að frelsa Kúveit undan ír- ak, sögðu ýmsir Kaliforníumenn ab honum væri nær að gera eitt- hvað til að verja landamæri Bandaríkjanna. Af öllum fylkjum Bandaríkj- anna er það Kalifornía sem fær inn á sig mest af ólöglegum inn- flytjendum. Og ólöglegir innflytj- endur, sem til Kaliforníu streyma, koma flestir landveginn að sunn- an, yfir landamærin frá Mexíkó, og eru flestir Mexíkanar og Mið- Ameríkanar. Um helmingur allra ólöglegra innflytjenda, sem koma frá Mexíkó til Bandaríkjanna, fer yfir landamærin þar sem þau liggja milli stórborganna Tijuana (Mexíkómegin) og San Diego (Kaliforníumegin). Bandaríska landamæralögreglan telur að 1000-2000 manns reyni aö laum- ast þar yfir landamærin daglega. 1989 voru um 873.000 ólöglegir mexíkanskir innflytjendur reknir frá Bandaríkjunum. I ár er sú tala þegar komin yfir milljón. Að sögn Samameríska þróunar- bankans eru nú yfir tvær milljón- ir ólöglegra mexíkanskra innflytj- enda í Bandaríkjunum. Ýmsir, þar á meðal mexíkönsk stjórnvöld, telja ab þeir séu fleiri. Salinas mótmælir Mexíkanar báðum megin landamæranna hafa brugöist stórreiöir vib Tillögu 187, þar á mebal mexíkönsk stjórnvöld. Carlos Salinas de Gortari, Mexí- Mibvikudagur 23. nóvember 1994 Uppreisnarmenn ÍChiapas: minnt á öryggisventil. Tillaga 187 kóforseti, gerbi ab vanda þingi lands síns grein fyrir rábstöfunum og stefnu stjórnarinnar í ræðu 1. nóvember. Stjórnarandstaðan lét þá óspart í ljós að hún heföi flest við stjórnina og ráðstafanir henn- ar að athuga. Með einni undan- tekningu: þegar forsetinn for- dæmdi Tillögu 187 fagnaöi þing- heimur einróma. „Mexíkó vísar á bug þessari her- ferð útlendingahatara og mun hér eftir sem hingað til verja rétt útlendra verkamanna (í Banda- ríkjunum) til vinnu og mannrétt- inda," sagði Salinas. Bæði fyrir fjölmarga Mexíkana og stjórn þeirra er þetta alvarlegt mál. Þótt ólöglegir innflytjendur í Bandaríkjunum fái laun með lægsta móti eftir því sem gerist BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON þarlendis, er þaö meira og jafnvel margfalt meira en það sem flestir þeirra ættu kost á í Mexíkó. Ana Barajas, sem starfar við stofnun eina í Tijuana sem stundar rann- sóknir viðvíkjandi fólksflutning- um þeim er hér um ræbir, segir ab ólöglegir mexíkanskir innflytj- endur í Bandaríkjunum sendi fjölskyldum sínum í Mexíkó um tvo milljarða dollara árlega. Það er drjúg fjörefnaviðbót fyrir efna- hagslíf landsins, sem er ekki upp á það besta, sérstaklega hvað land- búnaðinn varðar. Hingab til hefur það einkum verib fólk úr fátækari lögum mexíkanska þjóbfélagsins, ekki síst í sveitum, sem leitað hefur norður, en undanfarið hefur til þess að gera vel skóluðum borgar- búum fjölgaö mebal norðurfar- anna. Það stafar sumpart af sparn- aðarrábstöfunum stjórnarinnar, sem meöal annars fela í sér að fjölmörgum opinberum starfs- mönnum hefur verið sagt upp. Þá hefur aukinn straumur erlends varnings inn í landið, sem fylgt hefur aðild þess að Fríverslunar- sambandi Norður-Ameríku (NAFTA), leitt til þess að smá og mebalstór fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota í þúsundatali. Við það hafa tugþúsundir manna misst vinnuna. Ofbeldi í tengslum við stjórnmál, sem alltaf hefur verið grunnt á í Mexíkó, hefur og farið vaxandi undanfarib og það á sinn þátt í auknum fólksstraumi norð- ur fyrir landamærin. Öryggisventill í augum stjórnvalda Mexíkó hefur fólksstraumurinn til Banda- ríkjanna alltaf verið lífsnauðsyn- legur öryggisventill. Þannig losna ráðamenn við fólk, sem annars mætti búast við að efndi til ókyrrðar og uppreisna. Uppreisn- in í Chiapas í ársbyrjun varð áminning í því samhengi. Það, sem mexíkanskir ráðamenn ótt- ast líklega öllu ööru fremur, er ab fleiri gerist senn til að ganga í spor foringja eins og Pancho Villa og Emiliano Zapata. Með hliðsjón af viðhorfum í málum þessum, bæöi í Bandaríkj- unum og Mexíkó, er ástæða til að ætla að þau leiði af sér spennu í samskiptum ríkjanna og aukið hatur Mexíkana á engilsaxnesk- um Norður-Ameríkumönnum (sem þeir kalla niðrandi heiti, gringos). Sú spenna gæti orðib eld- fim, því ab hér er ekki aðeins um að ræða viðkvæmt mál í sam- skiptum ríkja, heldur og þjóða og kynþátta. Ekki virbast margir hafa trú á því að TÍllaga 187 dragi úr áhuga Mexíkana á að flytjast til Banda- ríkjanna, jafnvel þótt hún verbi að lögum. Þrátt f)nir áhyggjur og ugg í Bandaríkjunum út af inn- flytjendastraumnum, er áfergjan þar í sem ódýrastan vinnukraft mikil áfram, og hún er ein af drýgri ástæðunum til innflytj- endaflóðs þessa. Og Mexíkó, sem búi þegnum sínum það góð kjör að þeir vilji heldur vera heima en ab vinna fyrir smánarkaup í Bandaríkjunum, virðist enn sem áður að flestra mati vera stað- leysusýn. ■ Ólöglegir innflytjendur í felustab í Kaliforníu sem lögregla hefur fundib: daglega reyna 1000-2000 ab laumast yfir landamcerin frá Tijuana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.