Tíminn - 23.11.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.11.1994, Blaðsíða 13
fííwíuti 13 Mi5vikudagur 23. nóvember 1994 23. flokksþing framsóknarmanna Hótel Sögu 25.-27. nóvember 1994 „Fólk í fyrirrúmi" Dagskrá: Föstudagurinn 25. nóvember 1994 Kl. 9.00 Skráning og afhending gagna. Kl. 10.00 Þingsetning. Kórsöngur — Kvennakór Reykjavíkur Kl. 10.20 Kosning þingforseta (6) Kosning þingritara (6) Kosning kjörbréfanefndar (5) Kosning dagskrárnefndar (3) Kosning kjörnefndar (8) Kosning kjörstjórnar (8) Kl. 10.30 Mál lögb fyrir þingiö. Skipan í málefnahópa vegna nefndarstarfa. Kl. 11.40 Ávarp formanns SUF. Kl. 11.50 Ávarp formanns LFK. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.30 Yfirlitsræba formanns. Kl. 14.15 Almennar umræöur. Kl. 16.45 Nefndarstörf — starfshópar — undirnefndir. Kl. 21.00 Fundir SUF og LFK. Laugardagurinn 26. nóvember 1994 Kl. 09.00 Skýrsla ritara. Kl. 09.15 Skýrsla gjaldkera. Kl. 09.30 Umræöur um skýrslur og afgreiösla þeirra. Kl. 10.00 Almennar umræöur, framhald. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.30 „Fólk í fyrirrúmi" Ávarp — Séra Gubmundur Þorsteinsson, dómprófastur í Reykjavík. Söngur — Félagar úr Karlakórnum Fóstbræbrum. Söngstjóri: Arni Flarbarson. Kl. 14.15 Afgreiösla mála — umræöur. Kl. 15.30 Kosningar: Fulltrúar í mibstjórn samkv. lögum. Kl. 16.00 Þinghlé. Kl. 16.15 Nefndarstörf — starfshópar — undirnefndir. Kl. 19.30 Kvöldverbarhóf í Súlnasal. Sunnudagurinn 27. nóvember 1994 Kl. 9.30 Afgreibsla mála — umræbur. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.30 Kosningar: Formanns Varaformanns Ritara Gjaldkera Vararitara Varagjaldkera - Kl. 15.00 Þingslit. Miöstjórnarfundur SUF Næsti fundur mibstjórnar Sambands ungra framsóknarmanna verbur haldinn föstu- daginn 25. nóvember n.k. á Hótel Sögu í Reykjavík. Nánar auglýst sibar. Framkvœmdastjórn 5UF Heiöurslaun Bruna- bótafélags íslands ehf. 1995 Stjórn Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag íslands veitir einstaklingum heiburslaun samkvæmt reglum, sem settar voru árib 1982, í því skyni ab gefa þeim kost á ab sinna sérstökum verkefnum til hags og heilla fyrir íslenskt sam- félag, hvort sem er á svibi lista, vísinda, menningar, íþrótta eba atvinnulífs. Reglurnar, sem gilda um heiburslaunin og veitingu þeirra, fást á skrifstofu BÍ ab Ármúla 3 í Reykjavík. Þeir, sem óska ab koma til greina vib veitingu heiburs- launanna árib 1995, þurfa ab skila umsóknum til stjórnar félagsins fyrir 10. desember 1994. Eignarhaldsfélagib BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS. Aösendar greinar, afmælis- og minningargreinar sem birtast eiga í blaöinu þufa ab hafa borist ritstjóm blabsins, Stakkholti 4, gengib inn frá Brautaholti, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum vistab í hinum ýmsu ritvinnsluforritum sem texti, eba WwPPJ-Ww- vélritabar. sími (91) 631600 Á EFTIR BOLTA KEMUR BARH... "BORGIN OKKAR OG BÖRNIN f UMFERÐINNI" JC VÖC Asamt eiginkonunni Barböru. Crínleikarinn Leslie Nielsen: „Mér er eölislægt að láta eins og fífl" Stœrbin á golfkúlu Nielsens er önnur en vib eigum ab venjast, en sjálfur segist hann þurfa ab hafa hana stóra til ab geta hitt hana almennilega. og Barbara lýsir Leslie. Leslie Nielsen hefur lifað skrautlegu lífi. Hann á þrjú hjónabönd að baki og fleiri ást- arsambönd en hann hefur sjálf- ur tölu á. Hann á tvær fullorön- ar dætur með annarri eiginkonu sinni, Sandy 'Ullman. Þær eru Thea, 32ja, og Maura, 30 ára. „Eini gallinn við hann er að það er ekki hægt að taka hann alvar- lega," segir eldri dóttirin Thea. Hinn 68 ára gamli leikari hóf Það eru engin takmörk fyrir fíflalátum gamanleikarans vin- sæla, Leslie Nielsen. Hann hefur hlotið ómældar vinsældir fyrir leik sinn í Naked Gun myndun- um, sem nú eru orðnar þrjár talsins, en sjálfur segir hann að veruleikinn sé ekkert frábrugð- inn bíóveröldinni, honum sé einfaldlega eðlislægt að láta eins og fífl. „Ég minnist þess fyrir löngu að þegar ég tók þátt í fyrsta golf- mótinu mínu, gekk mér afleit- lega og fann að ég varð að grípa til einhverra úrræða til að hafa áhrif á andstæðingana. Eftir að mér datt í hug ab gera sandkast- ala í „bönkernum" nábi ég sál- fræðilegum yfirburðum og seinni umferðin gekk mun bet- ur," segir Nielsen. Hann hefur einmitt nýverið gefið út myndbönd um golfiðk- un, sem bera sérkennileg heiti eins og „Slæmt golf að mínum hætti" og „Hvernig þér fer fram í að spila illa". Þar eru spaugi- legri hliðar golfíþróttarinnar dregnar fram í dagsljósið, en golf hefur verið abaláhugamál leikarans um langa tíð. Barbara, eiginkona Nielsens, segir að hann eigi mjög erfitt með að einbeita sér að allri keppni, honum sé einfaldlega í blóð borið að gera grín að hlut- unum. Barbara og Leslie kynnt- ust fyrir 10 árum og gengur sam- bandið vel að sögn — enda ekki til skemmtilegri maður — eins Viltu bita? Leslie Nielsen sameinar áhuga sinn á golfi og sandköstulum. feril sinn á sama tíma og stjörn- ur eins og Marlon Brando og Paul Newman í New York. Þrátt fyrir að hafa leikib í 40 ár, hefur varla nokkurt „alvarlegt" hlut- verk rekið á fjörur leikarans, en hann segist ekki sakna þess. „Ef þú hefur gaman af því sem þú ert að gera, þá er rétt ab halda því áfram," segir Nielsen og seg- ist ákveöinn í ab brosa lengi enn framan í heiminn og hrífa von- andi aðra meb sér. ■ í SPEGLI TÍIVIANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.