Tíminn - 25.11.1994, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.11.1994, Blaðsíða 1
SIMI 631600 Stakkholti 4 Inngangur frá Brautarholti 78. árgangur Föstudagur 25.'nóvember 1994 223. tölublað 1994 Fólkib í fyrirrúmi á flokksþingi Framsóknar- flokksins: Atvinnu- og kjaramál í brennidepli Landsbókasafnib í gœr, allt á rúi og stúi vegna flutninga. Frá vinstri Sjöfn Kristjánsdóttir handritavörbur, Nanna Bjarnadóttir forstöbumabur Landsbóka- safnsins til I. desember, Kári Bjarnason handritavörbur og Ögmundur Helgason forstöbumabur handritadeildar. A myndinni sýna þau þrjá helstu dýr- gripi safnsins, sem getib er í fréttinni. Tímamynd cs Öll embœtti ístjórn Framsóknarflokksins „á floti". Sigrún og Unnur sterkar í ritara og gjaldkera: Fimm konur berj- ast um tvö sæti í flokksstjórninni „Fólk í fyrirrúmi" er yfirskrift 23. flokksþings Framsóknarmanna sem hefst í Reykjavík í dag. Helstu mál þingsins eru atvinnu-, efnahags-, og kjaramál. Lögí> er áhersla á uppbyggingu atvinnu- lífsins og bætt kjör heimilanna í landinu. Á sunnudag verhur gengih til kosninga um helstu embætti flokksins og er þetta í fyrsta sinn sem formaður er kos- inn beint af flokksþingi. Atvinnumálin eru forgangsverk- efni á næsta kjörtímabili sam- kvæmt drögum að stjórnmálaálykt- un sem lögð verður fyrir flokks- þingið. Þar er lögð áhersla á auknar fjárfestingar i atvinnulífinu sem lykiiinn að uppbyggingu atvinnu- lífsins. Ýmsar tillögur um aðgerðir eru taldar þar upp, svo sem að breyta Byggðastofnun í atvinnu- þróunarstofnun, auka samstarf stofnlánasjóða og að markaðsstarf sem nú fer fram á vegum hins opin- bera verði sameinað Útflutnings- ráði. í drögunum kemur einnig fram að til að koma í veg fyrir fjölda- gjaldþrot heimila skuli ríkisvaldið hafa forystu um aö ganga frá kjara- samningum með lífskjarajöfnun að markmiði í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Varið verði að lágmarki þremur milljörðum af hálfu ríkisvaldsins til að greiða fyrir kjarasamningum. Um skattamál segir í drögunum að skattar skuli ekki hækkaðir, en leggja beri áherslu á aukinn jöfnuð og réttlæti í skattamálum. Taka þurfi upp samninga viö aðila vinnumarkaðarins um uppstokkun á skattkerfinu með það að mark- miði að lækka jaðarskatta, einfalda skattkerfiö, breikka skattstofna, fækka undanþágum og draga úr skattsvikum. Þá er lögð áhersla á að efla baráttuna gegn skattsvikum og aö öllum viðbótartekjum ríkissjóðs vegna árangurs í þeim efnum verði varið til lífskjarajöfnunar og þess að styrkja velferðakerfið. Flokksþing Framsóknarflokksins stendur fram á sunnudag. Á sunnu- daginn veröur kosiö í helstu emb- ætti flokksins, þ.e. formann, vara- formann, ritara, gjaldkera, vararit- ara og varagjaldkera. ■ „Mörgum kom þessi niðurstaða á óvart og töldu jafnvel að haldiö hefði verið of fast um budduna (ekki ofsögum sagt af þeim hag- sýnu!) og nær væri að verja meira fé til dæmis til kynningarstarfa. Aðrar minntu á að kosningabar- áttan framundan mundi auðveld- lega gleypa þennan varasjóð og meira til", segir í fréttabréfi Kvennalistans. Fram kemur í árs- Passíusálmarnir sem séra Hall- grímur qaf Ragnheibi biskups- dóttur i Skálholti — mestir dýr- gripa Landsbókasafns í Þjóbar- bókhlöbu: Dýrgripir í flutningi Mestu dýrgripir Landsbókasafns eru nú að skipta um aðsetur. Ver- iö er að flytja þá frá Hverfisgöt- unni yfir á Birkimel í nýju Þjóð- arbókhlöðuna. Ljóst er að farið er mjúkum höndum um þessar bækur og handrit, sem og annað sem frá safninu fer vestur á Mela. Passíusálmarnir, gjöf Hallgríms Péturssonar á dánarbeði til Ragn- heiðar Brynjólfsdóttur biskupsdótt- ur í Skálholti, dagsett 1659, er óum- deilanlega mesti dýrgripur safnsins. Kveisublað, sem fólk setti um mitti sér í von um lækningu, er frá því um 1600 og einnig í hópi ómet- anlegra dýrgripa safnsins. Þá eru Pistlar eftir Jón lærða frá 1596 ein- stök og dýrmæt bók. ■ reikningum Kvennalistans, endur- skoðuöum af löggiltum endur- skoðendum, konum að sjálfsögðu, að rekstrartekjur starfsársins voru 12,8 milljónir en rekstrargjöldin 9 milljónir. Auk þess vom fjármuna- tekjur nokkru meiri en fjármagns- gjöld. Heildarniðurstaðan varð sú að hagnaður varð af starfsemi Kvennalistans upp á 4.027.686 krónur. ■ Öll fjögur embætti stjórnar Framsóknarflokksins eru „á floti" á þingi flokksins á Hótel Sögu um helgina. Fimm konur berjast um embætti ritara og gjaldkera. Ekki er reiknaö með mót- framboöi viö Halldór Ásgríms- son og Guðmund Bjarnason á flokksþingi Framsóknarflokks- ins sem hefst í dag. Unnur Stefánsdóttir gefur kost á sér sem gjaldkeri og er talin sigur- strangleg. Sigrún Magnúsdótt- ir er samkvæmt heimildum Tímans sterkasti kandídatinn í ritaraembætti. Hún sagðist í samtali við Tímann í gær- kvöldi ekki vera ráðin í hvort hún gæfi kost á sér, en í vegin- um standa miklar annir í borg- arstjórn. Á hana mun hinsveg- ar lagður mikill þrýstingur að taka við embættinu, einkum af fólki í vinstri armi flokksins. Þar sem Halldór og Guð- mundur færast upp í formann og varaformann er um ritara- og gjaldkeraembættin að ræða. Það er nokkuð athyglis- vert að eingöngu konur koma til greina í slagnum um þessi embætti, en auk Sigrúnar og Unnar hafa Ingibjörg Pálma- dóttir þingmaður á Vestur- landi, Valgerður Sverrisdóttir þingmaður á Norðurlandi eystra og Siv Friðleifsdóttir þingmannskandídat í Reykja- neskjördæmi verið orðaðar við framboð í flokksstjórn. Siv sagðist í samtali við Tím- ann í gærkvöld fyrst og fremst einbeita sér að prófkjörsbarátt- unni, en hún sækist eftir 1. sæti á lista flokksins í Reykja- nesi. Hún útilokaði þó ekki framboð í stjórn flokksins. Valgerður Sverrisdóttir er talin mjög frambærileg í flokks- stjórn, en viðmælendur Tím- ans í gær sögðu það helst standa henni fyrir þrifum að vera 2. þingmaöur Framsóknar í Norðurlandskjördæmi eystra á eftir Guðmundi Bjarnasyni. Á sama hátt telst það Sig- rúnu Magnúsdóttur til tekna að hún er úr Reykjavíkurkjör- dæmi og gefi hún kost á sér myndi hún á vissan hátt koma í staö Finns Ingólfssonar. Gefi Sigrún ekki kost á sér er Ingi- björg talin sigurstrangleg sem ritari flokksins, en sumir við- mælenda Tímans í gær bentu á að nauðsynlegt væri að ritari væri jafnframt þingmaður, þar sem embættið felur í sér yfir- umsjón með innra starfi flokksins. Breytingarnar á æðstu stjórn Framsóknarflokksins um helgina eru þær mestu í mjög langan tíma. Steingrím- ur Hermannsson hætti sem kunnugt er formennsku er hann tók við embætti seöla- bankastjóra í vor. Þá hefur Finnur Ingólfsson þingmaður í Reykavík lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér sem gjaldkeri flokksins áfram, en hann á sæti í framkvæmda- stjórn og landsstjórn sem for- maður þingflokks Framsókn- arflokksins. ■ Hagsýnar húsmcebur: Gróöi af starfsemi Kvennalistans m§ tSfl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.