Tíminn - 25.11.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.11.1994, Blaðsíða 2
Föstudagur 25. nóvember 1994 Tíminn spyr • • • Er e&lilegt að opinberir a&ilar geri sérstaka starfslokasamn- inga um eingrei&slur, bi&laun og/e&a sérverkefni viö starfs- menn sem láta af störfum sam- kvæmt samningsbundnum skilmálum? Benedikt Davíösson, forseti ASÍ: Ég þekki ekki þessar reglur en ef sérstakar reglur eru um slíka samninga getur verið að þeim þurfi að breyta. Ef reglur eru til um þetta þá á auðvitað að fara eftir þeim, en kerfið er fáránlegt. Jón Sigurðsson, lektor við Samvinnu- háskólann: Nei, mér finnst það ekki eðlilegt, en ég viðurkenni að við höfum úreltar reglur um embættismenn sem við þurfum að breyta sem fyrst. Birgir Rafn Jónsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna: Að sjálfsögðu á ekki að ráða menn með þeim hætti í op- inbera þjónustu að þeir geti ekki hætt störfum án þess að gerðir séu við þá sérstakir samningar um háar greiðsl- ur. Eðlilegast væri að kjör opinberra starfsmanna og embættismanna væru með sama hætti og gerist á al- mennum markaði. Hugmyndir um sínkverksmiöju á íslandi — stóriöju sem gœti skipt sköpum fyrir atvinnulífiö: Hröb framvinda mála en mörg ljón í veginum Eins og fram kom í Tímanum í gær eru menn nú talsvert bjart- sýnir á a& bandarískir fram- lei&endur á sínki séu tilbúnir til áframhaldandi vi&ræ&na um framlei&slu hér á landi. Hér er um a& ræ&a stórkostlegt sóknartækifæri fyrir íslend- inga og hundruö beinna at- vinnutækifæra sem mundu slá verulega á atvinnuleysi& í landinu, en slíkur verksmi&ju- rekstur bý&ur ennfremur upp á fjölda óbeinna starfa sem slík- um rekstri fylgir. Rætt er um verksmi&ju sem gæti framleitt 75 þúsund tonn af sínki, e&a um 1% af heimsnotkuninni. Byrjaði meö úttekt á Áburoarverksmioj- unni Upphaf sínkmálsins er á þann veg aö Benedikt Jóhannesson, stærðfræöingur og framkvæmda- stjóri Talnakönnunar hf., fékk þaö verkefni fyrr á þessu ári hjá landbúnaðarráðherra, Halldóri Blöndal, reyndar frænda sínum, að kanna framtíðarmálefni Áburðarverksmiðju ríkisins. Ljóst er að frá næstu áramót- um verbur óheftur innflutriingur á tilbúnum áburði og ekki ljóst hvort verksmiðjan standist er- lendum keppinautum snúning, verði þar minni framleiðni en nú er. I Áburðarverksmiðjunni vinna nú um 100 manns og framleiðir hver starfsmaöur 500 tonn á ári. Erlendar verksmiðjur framleiða fjórfalt það magn og tala um að auka enn framleiðni á hvern starfsmann. Hákon Björnsson, forstjóri Áburðarverksmiðjunnar, sýndi í þessu máli lofsamlega árvekni. Hann leitaði til Halldórs Blöndal landbúnaðarráðherra í tíma og ræddi um væntanlegan vanda sem verksmibjan yrði aö horfast í augu við um áramótin 1994/1995. Á þessu máli var tek- ið og nú liggur fyrir að hlutverk Áburðarverksmiðjunnar kann að breytast í framtíðinni. hagkvæmni þess að reisa verk- smiðju hér á landi til að fram- leiða sink. Frumkvæðið í málinu kemur frá Áburbarverksmi&ju ríkisins. Komu hingaö til lands sex fulltrúar hinna erlendu sam- starfsabila til vibræðna og gagna- öflunar dagana 8. til 11. septem- ber síðastliðirin. Var tíminn nýtt- ur vel, rætt við fjölmarga aðila sem hugsanlega koma að málinu og margir staðir skoðaðir. I hópnum sem hingab kom voru forstjóri Allied Resource Corporation, Heinz Schimmel- busch og Nils Kindwall, stjórnar- maður í Allied Resource; og Dav- verksmibjunni — auk Benedikts Jóhannessonar í Talnakönnun hf., ráðgjafa verksmiðjunnar. Þá vaT rætt við Geir Gunnlaugsson, stjórnarformann Markaðsskrif- stofu iðnaðarráðuneytis, og fé- laga hans tvo, þá Garðar Ingvars- son framkvæmdastjóra og Asgeir Svanbjörnsson yfirverkfræðing. Rætt um „stóru spurninguna" Rætt var um „stóru spurning- una", raforkuverðið við fulltrúa Landsvirkjunar, þá Jóhannes Nordal, stjórnarformann, Hall- dór Jónatansson, forstjóra, Jó- Crundartangi. Þar er rætt um ab hluti framleibslunnar fari fram. Mágar komu ferlinu af stað Þeir mágarnir, Benedikt og Guðmundur Franklín Jónsson, verðbréfamiðlari í New York, ræddu málin síöan í sínum hóp snemma á þessu ári og upp kom hugmyndin um sínkverksmiöju á íslandi, sem nú má búast við að fari hraðferð gegnum stjórn- sýslukerfið. Benedikt var í vanda- málum með minnstu áburöar- verksmibju í heimi en Guð- mundur Franklín þekkti vel til sínkframleiðenda vestra. Ættu menn því í framtíðinni ekki að fordæma frænd- og mágsemi ab óathuguðu máli, enda ljóst að í þessu tilviki eiga slíkir fordómar ekki við. Viljayfirlýsing og heimsókn Málin gengu hratt. Það var 31. júlí síðastliðinn að undirritaður var samningur milli bandarísku fyrirtækjanna Zink Corporation of America og Allied Resource Corporation annars vegar og Áburbarverksmiðju ríkisins, Markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar hins vegar um að skoða sameiginlega Aburbarverksmibja ríkisins í Cufunesi. Möguleikar eru á aö þar fari fram hluti af framleibslu á sínki. id O. Carpenter, forstjóri Horse- head Industries, móðurfyrirtækis Zink Corporation, Robert L. Sunderman, forstjóri Sink Corp., James V. Derby, aðstoðarforstjóri og John Ferrighetto, verkfræð- ingur.. í hópnum sem kom frá Bandaríkjunum var einnig Guð- mundur Franklín Jónsson, verð- bréfamiðlari hjá Burnham Secu- rities Inc. í New York. Miklar þreifingar Hópurinn átti viðræður við Hákon Björnsson, forstjóra, Run- ólf Þórðarson, verksmiðjustjóra og Teit Gunnarsson hjá Áburðar- '/Æyxþft. jóhanna! éghbld /)£) HMtv ÖJÖRA/ S£ ORD- JNN /)F3/?ÝD/S4MUR f! '30661' hann Má Maríusson, abstobar- forstjóra, Elías Elíasson, verk- fræðing og Þorstein Hilmarsson, upplýsingafulltrúa. Ennfremur fóru fram viðræð- ur um lög og reglugerðir vajð- andi umhverfismat og starfsleyfi fyrir verksmiðju af þessu tagi. Var þá rætt við Sigurbjörgu Sæ- mundsdóttur, deildarstjóra í um- hverfisráðuneytinu, og Ólaf Pét- ursson, deildarstjóra í Hollustu- vernd ríkisins. Ennfremur var rætt við fulltrúa verktaka og ráð- gjafaverkfræöinga. Skobunar- ferbir voru farnar ab járnblendi- verksmiðjunni á Grundartanga og rætt þar við hæstrábendur og trúnabarmenn starfsmanna og farið yfir verkalýðsmálaþáttinn. Áburöarverksmiðjan í Gufunesi var og grandskoðuð og farið var í heimsókn til ísal í Straumsvík. Fleiri staðsetningarmöguleikar voru skobaðir, þar á mebal Helguvík og Keilisnes. Hvaoa málmur er sínk? íslenska alfræðibókin svarar því: Sínk er frumefni sem tilheyr- ir hópi mjúkra málma. Bláleitt efni, tvígilt í efnasamböndum. Sínk er einkum notab til ab húða eða galvanísera járn og stál til varnar tæringu. Einnig er það notab í málmblöndur, t.d. látún og leturmálm. Sem snefilefni er sínk mikilvægt í lífverum. Sínkvinnsla er kostnaðársöm vegna mikillar raforkunotkunar, enda er bræðslumark þess 419,6 grábur á Celsíus, og suðumark 907 gráður. Heildarframleiðslan fyrir 10 árum var 6,8 milljónir smálesta, en mun nú nálgast 8 milljónir. Kanadamenn og Rússar. eru stærstu framleiðendur sínkst en framleiðsla fer einnig fram í Astr- alíu, Perú og Mexíkó. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.