Tíminn - 25.11.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.11.1994, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 25. nóvember 1994 Tíminn spyr... Er eblilegt ab opinberir abilar geri sérstaka starfslokasamn- inga um eingreibslur, biblaun og/eba sérverkefni vib starfs- menn sem láta af störfum sam- kvæmt samningsbundnum skilmálum? Benedikt Davíbsson, forseti ASÍ: Ég þekki ekki þessar reglur en ef sérstakar reglur eru um slíka samninga getur verið að þeim þurfi að breyta. Ef reglur eru til um þetta þá á auðvitað að fara eftir þeim, en kerfið er fáránlegt. Jón Sigurðsson, lektor við Samvinnu- háskólann: Nei, mér finnst það ekki eðlilegt, en ég viðurkenni að við höfum úreltar reglur um embættismenn sem við þurfum að breyta sem fyrst. Birgir Rafn Jónsson, formabur Félags íslenskra stórkaupmanna: Ab sjálfsögðu á ekki að ráða menn með þeim hætti í op- inbera þjónustu að þeir geti ekki hætt störfum án þess að gerðir séu við þá sérstakir samningar um háar greiðsl- ur. Eðlilegast væri ab kjör opinberra starfsmanna og embættismanna væru með sama hætti og gerist á al- mennum markaði. Whmmi Hugmyndir um sínkverksmiöju á íslandi — stóriöju sem gœti skipt sköpum fyrir atvinnulífiö: Hröb framvinda mála en mörg ljón í veginum Eins og fram kom í Tímanum í gær eru menn nú talsvert bjart- sýnir á ab bandarískir fram- leibendur á sínki séu tilbúnir til áframhaldandi vibræbna um framleibslu hér á landi. Hér er um ab ræba stórkostlegt sóknartækifæri fyrir íslend- inga og hundrub beinna at- vinnutækifæra sem mundu slá verulega á atvinnuleysib í landinu, en slíkur verksmibju- rekstur býbur ennfremur upp á fjölda óbeinna starfa sem slík- um rekstri fylgir. Rætt er um verksmibju sem gæti framleitt 75 þúsund tonn af sínki, eba um 1% af heimsnotkuninni. Byrjabi meb úttekt á Áburbarverksmibj- unni Upphaf sínkmálsins er á þann veg ab Benedikt Jóhannesson, stærbfræbingur og framkvæmda- stjóri Talnakönnunar hf., fékk þab verkefni fyrr á þessu ári hjá landbúnabarrábherra, Halldóri Blöndal, reyndar frænda sínum, ab kanna framtíbarmálefni Áburbarverksmibju ríkisins. Ljóst er ab frá næstu áramót- um verður óheftur innflutriingur á tilbúnum áburbi og ekki ljóst hvort verksmibjan standist er- lendum keppinautum snúning, verbi þar minni framleibni en nú er. í Áburbarverksmiðjunni vinna nú um 100 manns og framleibir hver starfsmabur 500 tonn á ári. Erlendar verksmibjur framleiba fjórfalt þab magn og tala um ab auka enn framleiðni á hvern starfsmann. Hákon Björnsson, forstjóri Áburðarverksmibjunnar, sýndi í þessu máli lofsamlega árvekni. Hann leitabi til Halldórs Blöndal landbúnabarrábherra í tíma og ræddi um væntanlegan vanda sem verksmibjan yrbi ab horfast í augu vib um áramótin 1994/1995. Á þessu máli var tek- ib og nú liggur fyrir ab hlutverk Áburðarverksmibjunnar kann ab breytast í framtíbinni. C rundartangi. Þar er rœtt um aö hluti framleibslunnar fari fram. Mágar komu ferlinu af stað Þeir mágarnir, Benedikt og Gubmundur Franklín Jónsson, verðbréfamiblari í New York, ræddu málin síban í sínum hóp snemma á þessu ári og upp kom hugmyndin um sínkverksmiðju á íslandi, sem nú má búast vib að fari hrabferð gegnum stjórn- sýslukerfib. Benedikt var í vanda- málum meb minnstu áburbar- verksmibju í heimi en Guð- mundur Franklín þekkti vel til sínkframleiðenda vestra. Ættu menn því í framtíbinni ekki að fordæma frænd- og mágsemi að óathuguðu máli, enda ljóst að í þessu tilviki eiga slíkir fordómar ekki við. Viljayfirlýsing og heimsókn Málin gengu hratt. Þab var 31. júlí síbastlibinn ab undirritabur var samningur milli bandarísku fyrirtækjanna Zink Corporation of America og Allied Resource Corporation annars vegar og Áburbarverksmibju ríkisins, Markabsskrifstofu ibnabarrábu- neytisins og Landsvirkjunar hins vegar um ab skoba sameiginlega hagkvæmni þess ab reisa verk- smibju hér á landi til ab fram- leiba sink. Frumkvæbib í málinu kemur frá Áburbarverksmibju ríkisins. Komu hingað til lands sex fulltrúar hinna erlendu sam- starfsabila til vibræbna og gagna- öflunar dagana 8. til 11. septem- ber síðastliðinn. Var tíminn nýtt- ur vel, rætt við fjölmarga abila sem hugsanlega koma ab málinu og margir staðir skoðabir. I hópnum sem hingab kom voru forstjóri Allied Resource Corporation, Heinz Schimmel- busch og Nils Kindwall, stjórnar- mabur í Allied Resource; og Dav- id O. Carpenter, forstjóri Horse- head Industries, móburfyrirtækis Zink Corporation, Robert L. Sunderman, forstjóri Sink Corp., James V. Derby, abstobarforstjóri og John Ferrighetto, verkfræb- ingur. í hópnum sem kom frá Bandaríkjunum var einnig Gub- mundur Franklín Jónsson, verb- bréfamiblari hjá Burnham Secu- rities Inc. í New York. Miklar þreifingar Hópurinn átti vibræbur vib Hákon Björnsson, forstjóra, Run- ólf Þórðarson, verksmiðjustjóra og Teit Gunnarsson hjá Áburbar- verksmiðjunni — auk Benedikts Jóhannessonar í Talnakönnun hf., ráðgjafa verksmibjunnar. Þá var rætt við Geir Gunnlaugsson, stjórnarformann Markabsskrif- stofu iðnaðarrábúneytis, og fé- laga hans tvo, þá Garbar Ingvars- son framkvæmdastjóra og Asgeir Svanbjörnsson yfirverkfræðing. Rætt um „stóru spurninguna'' Rætt var um „stóru spurning- una", raforkuverbib vib fulltrúa Landsvirkjunar, þá Jóhannes Nordal, stjórnarformann, Hall- dór Jónatansson, forstjóra, Jó- hann Má Maríusson, abstobar- forstjóra, Elías Elíasson, verk- fræbing og Þorstein Hilmarsson, upplýsingafulltrúa. Ennfremur fóru fram vibræb- ur um lög og reglugerðir vqrö- andi umhverfismat og starfsleyfi fyrir verksmibju af þessu tagi. Var þá rætt vib Sigurbjörgu Sæ- mundsdóttur, deildarstjóra í um- hverfisráðuneytinu, og Ólaf Pét- ursson, deildarstjóra í Hollustu- vernd ríkisins. Ennfremur var rætt vib fulltrúa verktaka og ráb- gjafaverkfræbinga. Skoðunar- ferðir voru farnar ab járnblendi- verksmibjunni á Grundartanga og rætt þar vib hæstrábendur og trúnabarmenn starfsmanna og farib yfir verkalýbsmálaþáttinn. Áburbarverksmiðjan í Gufunesi var og grandskobub og farib var í heimsókn til ísal í Straumsvík. Fleiri stabsetningarmöguleikar voru skoðabir, þar á mebal Helguvík og Keilisnes. Hvaba málmur er sínk? íslenska alfræbibókin svarar því: Sínk er frumefni sem tilheyr- ir hópi mjúkra málma. Bláleitt efni, tvígiit í efnasamböndum. Sínk er einkum notað til að húba eba galvanísera járn og stál til varnar tæringu. Einnig er þab notab í málmblöndur, t.d. látún og leturmálm. Sem snefilefni er sínk mikilvægt í lífverum. Sínkvinnsla er kostnaðársöm vegna mikillar raforkunotkunar, enda er bræðslumark þess 419,6 grábur á Celsíus, og subumark 907 grábur. Heildarframleibslan fyrir 10 árum var 6,8 milljónir smálesta, en mun nú nálgast 8 milljónir. Kanadamenn og Rússar eru stærstu framleibendur sínks, en framleibsla fer einnig fram í Ástr- alíu, Perú og Mexíkó. ■ H£VXÐU J0HANNA 1 ÉG HFLD /)Ð HHNÍV SJOH/V S£ ORÐ- LNN AF3RÝÐ/SRMUR !! '30GGI' Áburöarverksmiöja ríkisins í Cufunesi. Möguleikar eru á aö þar fari fram hluti af framleiöslu á sínki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.