Tíminn - 25.11.1994, Side 5

Tíminn - 25.11.1994, Side 5
Föstudagur 25. nóvember 1994 fflímbwm 5 Anna Margrét Valgeirsdóttir: Islenskur landbúnabur til framtíbar Á allra síðustu árum hefur umræð- an um landbúnaö einkennst af svartsýni. Niðurskurður og sam- dráttur er það sem hefur gengið yfir landbúnaðinn og nú er svo komið að mörg bú eru á mörkum þess að standa undir sér vegna samdráttar. Margur spyr: „Af hverju að halda í þessi óhag- kvæmu bú, þegar þau standa orð- ið ekki undir sér?" Á móti spyr ég: „Eigum við öll að flytja á suðvest- urhornið?" Kannski það sé best og hagkvæmast. Það hlýtur að vera pláss fyrir fleiri í verslun og þjón- ustu í Reykjavík. Eða hvað? Marg- ir bændur reyna að halda áfram einfaldlega af því að það er ekki í neitt annað að fara á samdráttar- tímum. Einnig eru flestir bundnir tilfinningatengslum viö sína heimasveit og eru alls ekki tilbún- ir til að fara til Reykjavíkur eöa til annarra þéttbýlisstaöa. Aukin atvinna vib landbúnað Á síöustu misserum hefur mikið verið talað um að efla atvinnulíf- ið. Það er þörf á fleiri störfum, en til að störfum geti fjölgað þarf eitt- hvað nýtt að koma til. Nema hægt sé að gera betri og dýrari fram- leiðsluvöru úr því hráefni sem við þegar ráðum yfir. Það kemur sjálf- sagt mörgUm á óvart, en landbún- aðurinn býr yfir mörgum ónýtt- um tækifærum. í dag er að komast í tísku að fara vel með jörðina. Það þykir ekki lengur fínt að reka stór verksmiðjubú. Nei, það er að kom- ast í tísku að neyta hreinna af- urða, lífrænt er það sem þeir sem fylgjast með biðja um. íslendingar geta lagt mikið af mörkum í því sambandi að lega landsins, strjál- býli og veðurfar gerir okkur kleift að gera hluti sem aðrar þjóðir eiga mun erfiðara með. Við getum framleitt lífrænt (organic) lambakjöt, án þess að gera stórvægilegar breytingar á þeim búskaparháttum sem eru viðhafðir á íslandi í dag. Það tekur einungis 2- 3 ár að hreinsa jarð- veginn á þeim túnum, sem í dag er borinn tilbúinn áburður á. Fyrir örfáum árum vorum við á eftir i þróuninni í landbúnaði, en ein- mitt þess vegna erum við allt að 15 árum á undan í dag, því verk- smiðjubú hafa aldrei oröið til á ís- landi. Lyfjanotkun við lamba- kjötsframleiðslu hefur aldrei verið stunduð á íslandi. Aðrar þjóðir hafa gengið mjög langt í notkun lyfja, t.d. eru vaxtarhvetjandi hormón notuð víöa. Einnig eru fúkkalyf notuð í fóður til að fyrir- byggja sjúkdóma. Hér hafa menn aldrei stigið þessi skref og í dag eru möguleikar okkar mjög miklir, ef rétt er með farið, einmitt þess vegna. Vissulega þarf að gera breytingar hér, en þær eru það litl- ar að þær ættu ekki að hindra neinn. ísland hefur fram að þessu verið kynnt sem hreint land. Höldum í hreinleika landsins og gerum enn betur í aö selja þann hreinleika. Ekki er víst að lífræn framleiðsla geti hentað á öllum svæðum landsins, en ef farið verður út í framleiðslu á lífrænu kjöti á ein- hverjum svæðum, ætti að vera meira svigrúm til að auka fram- leiðsluréttinn hjá þeim sem búa á kaldari svæðum. Sænska þingið hefur samþykkt að stefna að því að gera 10% sænska landbúnaðarins hreinan fyrir aldamót. íslendingar geta sett markið mun hærra og við eig- um að vera óhrædd við það. Hins vegar þurfum við að gera okkur grein fyrir því að þessar breytingar taka ákveðinn tíma og það má ekki flýta sér of mikið. Ef stjórn- völd eru reiðubúin til að styðja við bakið á þeim sem fara út í lífræna framleiðslu, á meðan bændur eru að komast af stað, er hægt að fjölga störfum í sveitum landsins. Einnig ætti að vera auðveldara að halda strjálbýlustu svæöunum í byggð. Ef stjórnvöld ætla sér að nýta þau sóknarfæri sem í dag bjóðast, þarf að bregðast skjótt við. Staðlar fyrir lífrænt lambakjöt þurfa að líta dagsins Ijós ekki seinna en í vetur, því bændur verða að hafa tímann fyrir sér til að breyta VETTVANCUR áburðargjöf og fleiru. Þaö er átak að fara út í lífræna framleiðslu á lambakjöti og bændur geta ekki gert þetta nema meö stuðningi stjórnvalda. Þeir hafa ekkert svig- rúm í dag til að taka á sig þann kostnað, sem óhjákvæmilega fylg- ir því að fara út í breytingar. Hins vegar er þaö engin sgurning að á næstu árum eru mikil sóknarfæri í framleiðslu á lífrænum vörum, því hinn vestræni maður er orð- inn sjúkur af ofnæmi, hjartasjúk- dómum og fleiri kvillum út af þeim lifnaðarháttum sem við temjum okkur í dag, þar með talið neysla á menguðum vörum. Vestfirðir eru það svæði sem er hvað best fallið til sauðfjárræktar ■á landinu. Hvergi er hægt að sjá ofbeit á Vestfjörðum og víða þolir landið umtalsverða fjölgun sauð- fjár. Því er það mikið hagsmuna- mál hér á Vestfjörðum að allt kapp verði lagt á að koma skrið á þessi mál. Það er mikil vinna óunnin varðandi markaðsmál og það er vinna sem bændasamtökin og stjórnvöld verða að vinna að í sameiningu og það þarf að leggja mikla áherslu á þá vinnu. Eru landbúnaðarmál heilbrigðismál? Evrópuþingið hefur ályktað aö 50% ótímabærra dauðsfalla fólks yngra en 65 ára í Evrópu séu vegna rangs mataræðis. Það sér það hver maður að í ljósi þess er þetta mál ekki eingöngu mál bænda og neytenda, þetta er ekki síöur heilbrigðismál. í Þýskalandi er talið aö kostnaður viö sjúk- dóma, sem tengjast fæöu, hafi verið um 42.000 milljónir þýskra marka árið 1988. í Skotlandi hefur náðst 60% lækkun í tíðni hjarta- og æðasjúkdóma og sparnaöurinn er um 300 miljónir punda á ári. Það eru því gríðarlegir fjármunir í húfi fyrir þjóðir heims. Við hljót- um ab fara ab hugsa okkar gang varöandi heilbrigðismál. Forvarn- ir, sem byggjast ekki sist á betra mataræði, er það sem við hljótum aö leggja áherslu á í nánustu fram- tíð. Það hlýtur að vera minni kostnaður fólginn í því að koma í veg fyrir sjúkdóma fremur en að grípa inn í þegar í óefni er komið. I dag er hollusta í tísku. Þá tísku eiga íslendingar að notfæra sér. HEIMILDIR Freyr, 10. tbl. 1994. „Lífrænn landbúnað- ur." Ólafur Dýrmundsson. Búnaöarfélag íslands, Stéttarsamband bænda. Freyr, 10. tbl. 1994. „Verndun hreinleika íslenskra afurða, síðari hluti." Siguröur Sigurðarson dýralæknir. Evrópuþing, ráðgjafarþing. „Skýrsla um fæöu og heilsufar." 29. apríl 1994. Skjal 70823. Höfundur er húsmóbir og tekur þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins á Vest- fjörbum. Guöni Ágústsson: Störf landpósta skulu virt í utandagskrárumræðu á Alþingi, sem undirritaður stób fyrir í vik- unni, gaf HaUdór Blöndal þau fyr- irheit að stöðva um sinn þau vinnubrögð Pósts og síma að bjóöa út störf landpósta og hefja viðræður í samstarfsnefnd um framhaldið. Landpóstar styöjast viö sam- starfssamning frá 1984, sem ber að viröa. Samstarfsnefndin vann gott verk og átti það markmið eitt að tryggja skilvirka og ódýra þjón- ustu. Landpóstar, sem ekki eru ríkisstarfsmenn heldur verktakar, fóru á námskeið hjá Pósti og síma og gengust undir kvaðir svo sem þær aö þetta starf hefði forgang og aörir en þeir keyrðu póstinn ekki út nema í veikindum eba frí- um. Fyrir tveimur árum fór sam- gönguráðherra fram á að heimila útboð á tveimur til fjórum leið- um. Þetta var gert þótt félagið var- aði við slíku, þar sem þjónustan væri viðkvæm og gerði kröfur til ábyrgðar, heiðarleika og þagnar- skyldu, svo og að þetta starf mætti ekki verða aukastarf, fólkiö í sveit- unum vill fá sinn póst á réttum tíma. VETTVANGUR Síðan þetta gerðist hefur því miöur Póstur og sími vaðið áfram og bobið út einar tuttugu leiðir og sagt upp mönnum sem eiga ab baki dygga þjónustu og hafa sinnt þessu starfi aðfinnslulaust og standa nú uppi án atvinnu með dýra fjárfestingu sem þeir höfbu lagt í til ab þjóna sem best. Það, sem setur að manni ugg, er virðingarleysið við vinnandi menn, sem kannski stafar af því að ýmislegt er hægt í skjóli at- vinnuleysis. Hér áður fyrr voru menn gerðir með þeim hætti ab orð skulu standa, nú skipta skrif- legir samningar litlu. Félag landpósta hefur margboð- ið aö ganga til samninga um alla hugsanlega hagræðingu og skipu- lagsbreytingar eða sín kjaramál. Þar hafa þeir nú ekkert sjálfdæmi, því ferðakostnaðamefnd ríkisins hefur reiknað taxtann út og laun losa 79 þúsund á mánubi. Póstur og sími hefur eigi að síður aukið sínar tekjur með því ab bæta þjónustuna með því að láta land- pósta flytja pakkavörur úr versl- unum, lyf o.fl., sem er hið besta mál, og nú síðast birtingarvottorð og stefnur, sem var verkefni hreppstjóra og stefnuvotta. Stefnur eru ekki almenn póst- þjónusta og tilheyrir valdi en ekki þjónustu, enda fengu ríkisskipaö- ir hreppstjórar og stefnuvottar greiðslur fyrir þetta starf. Mér finnst hiklaust aö póstar eigi að fá greitt fyrir þetta ómak, því þab þekkja þeir, sem þetta hafa unnið, að þab er ekkert skemmtiverk. Ég myndi alltjent ekki vilja vinna það í sjálfboðavinnu, en Póstur og sími fengi í hvert sinn háa greiöslu fyrir ómakið. Auðvitað á að gera kröfur til landpósta og semja viö þá, starfið býður ekki upp á annað. Nær væri Pósti og síma að huga aö póst- burði fólksins í sveitunum fimm daga vikunnar, í stað þriggja eins og nú er. Ég vona að sú góða umræða, sem fram fór á Alþingi um þetta mál af mönnum úr öllum flokk- um, veröi til þess að öðruvísi verði staðið að þessum málum í fram- tíðinni. Útboð er góð leiö í ýms- um málum, en er að mínu viti varla réttlætanleg í póstþjónustu og í hinum stóra heimi ekki farin. Útboð ganga í dag vegna þess aö það skortir atvinnu, en á morg- un vill enginn vinna þetta verk af því að það er undir kostnaðar- veröi. Landpóstar hafa öðlast reynslu, sem kallar á þaö ab Póst- ur og sími virði þá reynslu og meti hversu starfib er sérstakt. Höfundur er alþingismabur. FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES STÓRIÐJAN FYRIR GREIÐSLA Pólitísk fyrirgreibsla er á dagskrá um þessar mundir og siðbótar- menn kveba sér hljóbs á torgum. Þeir telja þab pólitíska spillingu að hjálpa fólki sem fallast hendur frammi fyrir kerfinu. Albert heitn- um Guðmundssyni tókst stundum ab rétta minni máttar hjálpar- hönd og fyrir bragbið þótti sib- bótarmönnum öll pólitísk spilling ganga upp í Albert einum. Hvorki meira né minna. Á meðan umræbunni um pólit- íska fyrirgreiðslu er viljandi beint inn á villigötur vonast þeir menn til að sleppa með skrekkinn sem hafa gert fyrirgreiðsluna ab stór- ibju á íslandi. Pólitísk fyrirgreiðsla er ekki fólgin í því að einn mabur reyni ab hjálpa öbrum manni ab glíma við kerfið. Það er ekki hættuleg hjálpsemi. Pólitísk fyrir- greiðsla er hins vegar Ijóslifandi komin þegar kerfið er látib hjálpa einum manni ab ná tökum á þjóöfélaginu. Einokun á verktakastarfi á Kefla- víkurvelli er sígilt dæmi um pólit- íska fyrirgreiöslu upp á gamla móðinn. Sama gildir um flugleiðir milli landa, sölu sjávarfangs og landbúnaðarvara, lyfsölu og vín- sölu, og fleira mætti telja. Allt þetta örlæti er ávöxtur af áratuga fyrirgreibslu vinsamlegra ríkis- stjórna við sitt helsta venslafólk á hverjum tíma. Pólitísk fyrirgreibsla af þessum toga er nú reyndar ab líba undir lok hér á landi og ekki vegna breytinga á hugarfari manna, heldur vegna göngu Is- lendinga á Evrópumarkab. Þrátt fyrir ab einkaleyfin séu á undanhaldi eru örlátir ráðherrar ekki af baki dottnir. Þeir semja sig að nýjum sibum og setja áfram undir lekann. Salan á SR-mjöli er vænsta fyrirgreiðsla seinni tíma ásamt afhendingu Útvegsbank- ans. Meb lögum um stjórnun fisk- veiba hrepptu nokkrir útvegs- menn allan fiskinn í sjónum og kvótinn er vafalaust fyrirgreiðsla aldarinnar. Og ekki er allt búib enn: Fugl dagsins er fjármálaráð- herra. Hann deilir út hlutabréfum í Lyfjaverslun ríkisins á kostakjör- um og þab væri góðra gjalda vert ef alþýba manna ætti fyrir salti í grautinn um þessar mundir. En því láni er því miður ekki að fagna og fyrir bragðib safnast lyfjaversl- unin á hendur sömu venslamanna og abrar ríkiseignir. Ráðamenn halda þannig áfram ab færa þjóbaraubinn frá hinum mörgu og til hinna fáu, eins og lögmál fyrirgreibslunnar gerir ráb fyrir. Til fárra manna, en hvílíkra manna! Islendingar eru seinheppnir í einkavæbingu sinni, eins og dæmin sanna. Hérlendis skiptast eignir manna brátt í sömu hlut- föllum og í Brasilíu eða á Haítí í Karíbahafi. Hér ríkir líka sama skipulagið á einkavæbingunni eins og frægt er orbib í Sovétríkj- unum. Enda er margt líkt meb skyldum. Fátt bendir til ab stjórnmála- flokkarnir missi stöbu sína sem síðustu kommúnistaflokkar Evr- ópu í næstu kosningum. ísland verður því áfram síðasta Sovétlýö- veldið og Albert heitnum Guð- mundssyni áfram kennt um pól- itíska spillingu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.