Tíminn - 25.11.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.11.1994, Blaðsíða 8
Efttl Föstudagur 25. nóvember 1994 Afmœlissýning í Listasafni íslands: Stofngjöf Listasafnsins Listasafn Islands er 110 ára um þessar mundir og í því tilefni veröur laugardaginn 26. nóvember opnuö sýning á stofngjöfinni. Á sýning- unni er úrval verka eftir nor- raena málára, aoallega danska, frá síðari hluta 19. aldar. Þessi gjöf er eitt heild- stæðasta safn erlendrar myndlistar í eigu Listasafns- ins og hefur ekki veriö sýnt síðan 1974, en nú hafa myndirnar verið hreinsaðar og er nú nær öll stofngjöfin sýnd í heild sinni. Listasafn íslands var stofnað 1884 af stórhuga listunnanda, Birni Bjarnarsyni, sem síðar varð sýslumaður og alþingis- maður. Hann stóð sjálfur fyrir söfnun verkanna í Kaup- mannahöfn, fékk norræna málara tíl að gefa myndir til safnsins og skipulagði fjár- söfnun meðal íslendinga til að kosta innrömmun þeirra og flutning. Björn var langt á undan samtíð sinni í skilningi á mik- ilvægi safna fyrir almenning. í grein, sem hann skrifaði í tímaritið Heimdall í júlí árið 1884, stendur eftirfarandi: „Söfnin eru ekki að eins til skemmtunar, heldur nauðsyn- leg, og alveg ómissandi ef vís- indi og fagrar listir eiga að geta blómgast; ... og auk þess að stór og góð söfn eru ómissandi fyrir lista- og vísindamenn eru þau mjög menntandi fyrir alla alþýðu, því að jafnvel þeir, sem skoða þau sjer til skemmt- unar, læra á því margt fyrir- hafnarlaust og hjá mörgum getur vaknað löngun til þess að læra meira." Málverk eftir Anders M. Askevold: „Selför". Myndin er frá 1884. Er myndirnar komu til landsins, lét landshöfðinginn, Bergur Thorberg, koma þeim fyrir í nýbyggðu húsi Barna- skólans í Reykjavík, sem var á horni Pósthússtrætis og Hafn- arstrætis. Þar voru þau al- menningi til sýnis um sumar- ið, en voru síðan hengd upp í lestrarsal Alþingishússins, sem hýsti safnið næstu árin og gat almenningur skoðað verkin um helgar. í stofngjöfinni er margt úr- vals verka og má þar nefna málverk listmálaranna Anna Ancher og Peter Severin Kroyer. Árið 1887 fólu forsetar Alþingis umsjónarmanni sín- um, Jónasi Jónssyni, að gera skrá yfir þau verk Listasafnsins sem þá voru komin til lands- ins. Flest þau verk, sem þar eru skráð, má títa á sem upphaf- legan stofn safnsins, en þar að auki eru nokkrar gjafir, þ.á m. dánargjöf Edvalds J. Johnsens læknis í Kaupmannahöfn, en Edvald var frá Húsavík. í gjöf hans voru 28 málverk og vatnslitamyndir. Til stofngjaf- arinnar teíjast öll þau verk, sem safninu bárust til alda- móta, en þá tilheyrðu safninu 74 myndverk og 2 höggmynd- ir, auk grafískra verka. í tengslum við sýninguna verður gefin út bók, prýdd fjölda ljósmynda af málverk- unum auk greinar um stofn- gjöfina eftir Beru Nordal. Sýningin verður opin dag- lega nema mánudaga frá kl. 12-18, fram til 5. febrúar á næsta ári. Hægt ér að panta leiðsögn um sýninguna fyrir hópa. VESTURFARARNI Texti og teikning: Haraidur Einarsson 9. HLUTI Byggt á frásögn Eiríks sögu rauba og Grænlendingasögu. MHn^^Hm