Tíminn - 26.11.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.11.1994, Blaðsíða 4
 Laugardagur 26. nóvember 1994 mtimtitfo (AHflHfMRIMf STOFNAÐUR 1 7. MARS 191 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: Símbréf: Pósthólf5210, 631600 16270 125Reykjavík Setning og umbrot: Mynda-, plötugerb/prentun: Tæknideild Tímans ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaoaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð ílausasölu 150 kr. m/vsk. Glott siðbótarinnar Sáttmáli milli kynslóbanna í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins vék formaður flokksins að grundvallarmarkmið- um, og lét í ljós þá skoðun sína að um þjóðfé- lagsmál giltu óskrifaðar reglur, en órjúfanlegar, sátt á milli kynslóðanna. Þessi sáttmáli felst í því að bera virðingu fyrir hinu liðna og sækja fram, undir óskráðum grundvallarreglum. Sú kynslóð, sem nú er komin til valda í þjóðfélaginu, fékk góðan arf í hendur sem henni ber skylda til að skila til þeirrar næstu og auka við hann. Hún er hlekkur í keðju kynslóðanna. Þetta má segja að sé hugsun hinnar óskráðu skyldu, sáttmáli milli kynslóðanna. í ræðu sinni á þingi Framsóknarflokksins sagði Halldór Ás- grímsson meðal annars um þessi mál: „Stjórnmálamenn eru gæslumenn þessa sátt- mála og mega ekki hrófla við meginmarkmiðum hans. Sú kynslóð, sem nú nýtir gögn og gæði landsins sér til lífsafkomu, tók við ákveðnum skyldum um leið og hún tók landið í arf. Henni ber að sjá æskufólkinu fyrir betri menntun og uppvaxtarskilyrðum en hún naut sjálf og að skila landinu í hendur nýrrar kynslóðar í betra ástandi en við var tekið." Þó að það sem þótti sjálfsagt í gær sé úrelt á morgun og breytingartímar kalli á umrót þá eru ýmis grundvallargildi sem má ekki brjóta. Um- hyggja fyrir þeim sem minna mega sín, að lifa í sátt við umhverfi sitt, að virða sátt og mann- helgi einstaklinganna. Ekkert af þessu má bresta í nútímanum þótt nútímafólk hafi höndlað mikla möguleika og þykist fært í flestan sjó. Ein- staklingshyggja hefur rutt sér til rúms, en hún má aldrei leiða til þess að hinir minni máttar í þjóðfélaginu séu troðnir undir eða skildir eftir bjargarlausir. Það tilheyrir hinum óskráða sáttmála sem stjórnmálamenn eiga að fara eftir að nota ákveðinn skerf af verðmætasköpuninni í at- vinnulífinu til velferðarmála. í íslensku þjóðfé- lagi á ekki að vera rúm fyrir þá græðgi sem víða birtist í himinhrópandi mun milli ríkra og fá- tækra. Einstaklingshyggjunni, sem vaxið hefur með auknum möguleikum, verður að beina í jákvæð- an farveg. Sá farvegur verður að sameina þá framsækni og þann metnað sem býr í duglegum einstaklingi og vilja til þess að taka þátt í því að byggja upp samfélag fyrir alla, sjálfbjarga ein- staklinga með ábyrgðartilfinningu fyrir samfé- laginu. Stjórnmálamenn mega aldrei missa heildarsýn. Sú sýn er meðal annars sú að samfélagið er eitt og á ábyrgð allra þar sem óskráðar grundvallar- reglur gilda. Formaður Framsóknarflokksins orðáði þessa hugsun þannig að hér sé um að ræöa sáttmála milli kynslóðanna. Oddur Ólafsson skrifar Fólk með hljóðnema og mynda- vél sat fyiir Jóhönnu Sigurbar- dóttur undir Alþingishússvegg í vikunni og lagði fyrir hana „erf- iða" spurningu, sem átti að koma flatt upp á hana: „Er það satt, Jóhanna, að þú þiggir biðla- un sem ráðherra þótt þú sért á fullum launum sem alþingis- maður?" Nær tuttugu ára þingmennska og sjö ára ráðherraferill gerði Jó- hönnu auðvelt að snúa sér út úr svona barnaskap. Kvað hún já við og sagði að sér veitti ekkert af kaupinu. Hvað mikið? Hundraðfjörutíuogfimmþús- und eftir skatt, svaraði hin strangheiöarlega Jóhanna, glotti og hvarf inn í húsið þar sem lög- in eru búin til. 145 þúsund eftii skatt eru sem sagt launin sem Jóhanna Sigurð- ardóttir gefur upp opinberlega úti undir vegg Alþingis, en inn- andyra mun ekki nokkrum manni líðast að gefa upp launa- tekjur með þessum hættiv Samanburðarfræðin Þegar aðilar vinnumarkaðarins deila og semja um laun, eru gefnar upp þær tölur sem vinnu- veitandinn þarf að greiða, en ekki sú upphæð sem launþeginn fær endanlega í hendur, sem nær ávallt er miklum mun lægri er umsamið kaup er. Samanburður á launum er mikið ágreiningsmál í þjóbfélag- inu og stendur til að mynda nú yfir strangt verkfall, þar sem samanburbarfræðin eru notuð af báðum samningsaðilum og gengur hvorki né rekur. Því er hiklaust haldið fram að ef sjúkraliðar, sem ekki eru hálf- drættingar á við Jóhönnu Sig- urðardóttur í launum, hvorki fyrir né eftir skatt, fá hina minnstu kjarabót, muni allur láglaunalýðurinn heimta hið sama, efnahagskerfið kollsigla sig og þjóðarskútan sökkva. Sú hundalógík að alþingis- maður komist upp með að lækka laun sín á þennan hátt skekkir allan samanburð, og til þess eru refirnir auðvitað skornir. Verið er að fela eiginlegar tekjur og biðla- unatöku með vægast sagt hláleg- um útúrsnúningi. Herfangið Síðustu vikurnar er verið að draga fram í dagsljósið samninga sem embættismenn og stjórn- málamenn hafa gert hvorir við aðra. Fyrir utan laun, hvort sem nómenklatúran gefur þau upp fyrir eða eftir skatt, eru greiddar ómældar upphæðir fyrir störf sem aldrei eru unnin, fríöinda- peningar af ótrúlegasta tagi, starfslokasamningar sem taka út yfir allan þjófabálk og fleira og fleira sem skattgreiöendur hljóta að standa undir og þeir eru aldr- ei spurðir um hvort þeir sam- þykkja. Auðvitað þarf ekki að leita samþykkis, þar sem herfang ís- lensku nómenklatúrunnar hefur ekki komið fram í dagsljósið fyrr en nú á síðustu vikum, og sér ekki enn nema í ofurlítinn topp þess dimmleita ísjaka. Þegar ábyrgur stjórnmálamab- ur, eins og forsætisráðhenann telst vera, er spurður um einstök tilvik þar sem starfslokasamn- ingar embættismanna eru meb slíkum ólíkindum ab fólk er of agndofa til ab hneykslast þegar þeir eru opinberabir, svarar hann ,,. .-v1'- ¦ 1 V;'$ ekki ööru en því ab samningar séu samningar, ekkert sé vib því að gera og það hljóti að verða að standa við þá. Forseti Alþýðusambands ís- lands bítur höfubib af skömm- inni og telur sjálfsagt að staðið sé vib svona samninga, fyrst þeii voiu geiðii, og ekki oib meiia um það. Duldar tekjur? En spyija má: Hveijii gera alla þessa milljónasamninga vib ein- staka starfsmenn og hvaðan eru I tímans rás heimildiinai, sem embættis- menn og stjóinmálamenn taka séi þegai þeir eru ab gera vel vib hver annan? Vanur mabur úr hópnum gef- ur upp mánabarlaun sín „eftir skatt" og kemst upp með það. En hvað hefur svona fólk í fríðu, tekjur og sporslur sem ekki eru skattskyldar né teljast til launa, duldar tekjur? Meðallaun í landinu teljast eitthvab undir 100 þúsund krón- um á mánuöi. Samkvæmt upp- lýsingum frá ASÍ hafa skrifstofu- konur á höfuðborgarsvæbi 99.500 krónur í mánabarlaun. Hvað þær hafa „eftir skatt" kem- ur hvergi fiam. Enda eru laun ekki gefin upp samkvæmt form- • úlu Jóhönnu, nema þegar hún sjálf á í hlut. Tekjuskipting og samanburbur á launum er viðkvæmt mál og er enginn þess eins meðvitandi í dag og Þorsteinn Geirsson, for- maður samninganefndar ríkis- ins, sem er að semja við sjúkra- liba og nefndin gefur upp ab hafi 170 þúsund krónur á mánubi. Væntanlega „fyrir skatt". Þorsteinn er einn þeina há- embættismanna sem eru hafnir yfir alla venjulega og öbru fólki óskiljanlega kjarasamninga. Hann er ávallt fús til að gera samanburb á kaupi láglauna- hópa og sýna fram á. ab ekki megi sprengja einhverja launa- ramma, sem á ab hafa einhverjar hræðilegar afleiðingar ef bresta. En er Þorsteinn reibubúinn ab gefa upp sínar eigin tekjur und- anbragðalaust og kannski gera samanburb á þeim og tekjum annarra rábuneytisstjóra og starfssamningum? Aubvitab er ósanngjarnt ab leggja þetta til, þar sem Þor- steinn gegnir nú erfibu starfi á vobalegum tímum. En sitt hvab erjónog sérajón. Tímasprengja Launamunur og misrétti til tekjuöflunar er tímasprengja sem tifar jafnt og þétt. Skattar af eignum og fjármagni eru hverf- andi, en þeim mun meiri af launatekjum. Þeir, sem eiga eignir og fjár- magn, eru fleiri en almennt virð- ist álitið. Það fólk vill ekkert af hinum vita, sem lítið eiga en skulda mikið. Mikill hluti vinnandi fólks vinnur ekki fyrir sér og sínum, þótt í föstu starfi sé. Það er ömur- legasti vitnisburburinn um þá öf- ugþróun, sem orbin er í íslensku samfélagi og getur ribib því ab fullu, ef gráðug nómenklatúran sér ekki að sér í tæka tíð. Stjórnkerfið er ekki spillt, vegna þess aö skilgreining á hug- takinu spilling er mjög á reiki og það er flestum landsmönnum óskiljanlegt. Pólitíkusar og embættismenn komast upp meb útúrsnúninga og að svara út í hött, þegar þeir eru spurðir um óeðlilega samn- ingagerð sín á milli, og svara ým- ist með skætingi eða glotti, nema hvorutveggja sé. Eitthvað eru sumir að múbra um sibvæbingu og ab taka verði upp nýtt og betra siðgæbismat. Eitthvab kann að vera til í því, en þegar persónugervingur upphaf- innar siðmenningar gefur upp laun sín „eftir skatt", en almúg- inn og vinnumarkaburinn miðar kaup sitt viö umsamda taxta, á siðbót langt í land. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.