Tíminn - 26.11.1994, Page 5

Tíminn - 26.11.1994, Page 5
j Tímamynd C S ísland, útkjálki eöa miðdepilí Jón Kristjánsson skrifar Sú staðhæfing er kunn úr umræðum um utanríkismál að utanríkisstefna íslands hvíli á þremur stoðum. Þær eru aðild að Sameinuðu þjóðunum, samstarf í Norður- landaráði og aðild að Nato. Allt fram á seinni hluta síðasta áratugar hélst gamla heimsmyndin, sem myndaðist upp úr seinni heimsstyrjöldinni þegar járntjald féll um Evrópu þvera og Vesturveldin og Sovétríkin stóðu frammi fyrir hvort öðru grá fyrir járnum og kjarnorkuógnin var ná- læg.. Breytingaáriö mikla 1989 Berlínarmúrinn féll haustið 1989 og upp úr því sameinuðust þýsku ríkin. Eftir þetta var fátt sem áður. Hins vegar eru breytinga- tímar óvissutímar og það hafa þjóðir Evr- ópu fengið að reyna nú upp á síðkastið. Margt er óljóst um framvindu. mála, ekki síst í varnar- og öryggismálum. Eins og öllum er kunnugt hafa sum ríki Austur-Evrópu skipst upp og nú er Tékkó- slóvakía tvö ríki, Tékkland og Slóvakía. Ekki þarf að tíunda skiptinguna á Balkan- skaga, svo mjög sem sá heimshluti er í fréttum, en Slóvenía er þaö ríki. sem frið- samlegasta þróunin er í á þeim slóðum. Þessi ríki ásamt Ungverjalandi og Pól- landi hafa sýnt mikinn áhuga á því að ganga í Nato, og áhugi Eistlands, Lettlands og Litháen á sem nánustu samstarfi til vest- urs er mjög mikill. Nokkur meiningamun- ur hefur verið hjá Nato hvernig á að bregð- ast við í þessu efni, en aö frumkvæði Bandaríkjamanna hefur verið sett upp áætlun sem ber nafnið „Partnership for Peace", eða „Samstarf í þágu friöar", til þess að koma til móts við þessar óskir og taka upp samstarf án aðildar. Það er alveg ljóst aö ef það kæmi upp að umrædd lönd fengju aðild að Nato, þá stendur Rússum ekki á sama um slíkt. í um- ræðum um þessi mál heyrist sú skoðun að með þessu mundi myndast ný lína um Evr- ópu, austar heldur en járntjaldið gamla. Öryggistilfinning Þessar hugleiðingar eru komnar til af því að í síðustu viku gafst mér tækifæri til þess að sitja fund þingmannasambands Noröur- Atlantshafsríkjanna. Þingmannasamband- ið hefur tekib inn svo margar þjóðir sem áheyrnarfulltrúa að það er í raun vettvang- ur allra þjóða Evrópu og Norður-Ameríku frá Úralfjöllum til Kyrrahafs, að nokkrum þjóðum undanskildum sem hafa lýst sig hlutlausar í utanríkismálum, á borð viö Svíþjóð, Finnland og Sviss. Það er athyglisvert við að sitja slíka fundi, að öryggismál liggja þingmönnum þessara ríkja mjög þungt á hjarta. Einhvern veginn höfum við íslendingar ætíð tekið það sem sjálfsagðan hlut ab öryggi okkar sé tryggt, og það er ekki ýkja djúpt í þjóðarsál- inni að á okkur verbi ráðist. Það er vonandi rétt tilfinning. Það er þó ekki hin hefðbundna ógn kalda stríbsins sem liggur í loftinu, heldur hætta á stabbundnum átökum, viðlíka þeim sem blasa við augum á Balkanskaga. Eldiviðurinn til slíkra átaka er nægur. Púðurtunna Púðurtunnan í Evrópu er þjóöernistil- finningin, og mannflutningar hafa verib miklir milli ríkja álfunnar. Þessar stað- reyndir eru uppspretta spennu. Ég upplifbi á áburnefndum fundi eitt slíkt augnablik spennu, sem sýnir í hnotskurn hvað ástandið getur verið viðkvæmt. Þab var tal- að fyrir skýrslu um efnahagsþróun í Alban- íu, en þab land, sem var lokað til skamms tíma, hefur nú áheyrnarfulltrúa á þessari samkomu. í umræðum brast skyndilega á óveöur milli fulltrúa Grikkja og hans vegna minnihlutahópa í bábum löndum. Erfitt var að stöðva þá af. Þetta litla atvik sýnir hve grunnt er í glóöina sem kraumar undir og eldsneytið er aðstaba minnihlutahópa sem víða má finna í Evrópu. Á Balkanskaga er ein sjóðandi kvika af þessu tagi, og ná- lægðin vib þá atburbi er mikil hjá ná- grannaþjóbunum og hefur áhrif á viðhorf þeirra. Þolraun Enn gjósa upp átök á Balkanskaga og Nato og Sameinuöu þjóðirnar standa frammi fyrir miklum vandamálum. Loft- árásir geta virkaö eins og olía á eld og hafa í rauninni gert þab á síbustu dögum. For- ustumenn innan Natóríkjanna greinir á um hvort bandalagið á að vera nokkurs konar verktaki hjá Sameinubu þjóðunum eða taka sjálfstæbar ákvarðanir um íhlut- un. Bandaríkjamenn 'áforma að afnema vopnasölubann til Bosníumúslíma, og Frakkar ýja að því aö Vestur-Evrópubanda- lagið eigi að fá aukið hlutverk. Allir vilja foröast landhernað á þessu svæði, því það yrði hildarleikur sem mundi kosta ótalin mannslíf. Það er því hætt við að ástandið á Balkanskaga eigi eftir ab verða sam- starfi þjóða innan Nato þolraun, og ekki má mik- ið út af bera til þess að átakasvæðið færist út. Hikandi viðbrögð og óeining geta skaðað sam- starf aðildarþjóbanna. Okkur íslendingum fer hins vegar illa að heimta blóðsúthellingar. Við erum herlaust land og leggjum ekki til hermenn í byssufóðrið. Efnahagsþróunin Ekki hafa síður orðið miklar breytingar á síöustu árum í efnahags- en öryggismálum. Hæst ber í umræðunni Evrópusamrunann, en þó er langt í frá aö það séu einu tíðind- in í efnahagsmálum heimsins. Bandaríkja- menn, Kanadamenn og Mexíkómenn hafa tekið höndum saman í Nafta, sem er frí- verslunarbandalag þessara ríkja, og Gatt- samningurinn bíður nú staðfestingar aðild- arríkjanna eftir samningalotu sem hófst í Uruguay fýrir sjö árum. Allt þýðir þetta gjörbreytt umhverfi í efnahagsmálum til viðbótar við það að ný viðskiptastórveldi á borð við Kína eru að rísa til viðbótar við það viðskiptaveldi sem fyrir var í Japan og löndum Suðaustur-Asíu. Allt þetta þýðir gjörbreytt efnahagsum- hverfi í heiminum, sem íslendingar verða að taka miö af þegar litiö er til framtíöar- innar. Þab eru gömul og ný sannindi að fáar þjóðir eru jafn hábar utanríkisviöskiptum og sú íslenska. Því skiptir mestu máli fyrir okkur að hafa markabsabgang sem víbast. Vib höfum átt góð viðskipti og vaxandi við Asíulönd. Bandaríkin hafa ávallt verið mjög mikilvægur markaður og Evrópu- markaðurinn er okkur ómissandi. Þab er einnig naubsyn fyrir okkur ab missa ekki sjónar af markaði í Rússlandi, þótt gífurleg- ar breytingar gangi þar yfir. Þaö er því ekkert töfraorð sem leysir okk- ar markaðsmál. Það er okkur nauðsyn að ganga svo frá málum ab við njótum bestu kjara á Evrópumarkaði, en með því má ekki missa sjónar af markaðsaðgangi annars staðar. Samskipti okkar viö ESB mega ekki spilla fyrir því. Það er okkur einnig brýn nauðsyn að halda opnum leiðum til viðskipta víðar í veröldinni en á þeim svæbum sem nefnd hafa verið. Suður-Ameríka sækir fram efna- hagslega, en sá heimur er okkur ekki mjög kunnur í viðskiptum. Þó stundum vib í nokkrum mæli verkefnaútflutning til Chile á sviði sjávarútvegs. Slík starfsemi íslenskra aðila á sér stað víðar í heiminum, eins og í Kamtsjatka, í Namibíu og á Indlandi. Þau viðskipti, sem frumherjar á þessu sviði hafa skapað, eru athyglisverður vaxtarbroddur sem ekki má visna. Eyland e&a jaðarsvæði Við íslendingar megum undir engum kringumstæbum lokast inni í þeim hugar- heimi að við séum jaðarsvæði eba eyland í veröldinni. Við þurfum á því að halda að stunda viðskipti í allar áttir. Til þess er brýn nauðsyn á virkri þátttöku í alþjóbasam- starfi bæði á sviði efnahagsmála, öryggis- mála og menningarmála, Gamla heims- myndin er hrunin og önnur komin í henn- ar stað. Sú mynd er ekki fullgerb og breytist hratt um þessar mundir. Þó má vel greina í henni helstu drættina, sem eru hin stóru viðskiptabandalög. Brýnasta verkefni okkar í utanríkismál- um er að halda samstarfi og samvinnu þvert yfir Atlantshafið á svibi öryggismála. Á efnahagssviðinu er okkur brýnast ab tryggja góðan markaösaðgang ab hinum stóru efnahagsheildum. Við megum ekki loka að okkur á því sviði. Tvíhliba samn- ingur við ESB er nauðsyn, ef EES-svæðið til- heyrir sögunni, að öðrum kosti veröum við ab byggja á því í samskiptum okkar við Evr- ópu. Hins vegar verður að gæta þess að þessi samningagerð spilli ekki möguleikum okkar annarstabar. Sjálfstæði okkar er best tryggt meb sam- starfi við þjóöir Evrópu og Norður-Ameríku á sviði öryggismála og greiðum aðgangi að mörkuðum. Það hlýtur ab vera takmarkið ab tryggja það sem best. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.