Tíminn - 26.11.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.11.1994, Blaðsíða 6
ISfÍJpwI Laugardagur 26. nóvember 1994 Einmana sálir Nokkrum augnablikum ábur en hún var reyrö niður í raf- magnsstólinn í Sing-Sing fangelsinu árið 1951, til- kynnti Martha Beck: „Saga mín er ástarsaga er þeir einir, sem hafa liðið fyrir ást sína, geta skilið hvað ég meina." Þessi orð sýna hvernig hin feitlagna, fráskilda kona missti öll tök á tilverunni í sjúklegri ást sinni til manns sem hún dýrkaði. Það er e.t.v. vafamál hvort hægt er að tala um ástarsam- band eða aðeins kynferðislegt samneyti, en kynni Mörthu Beck af Raymond Fernandez, illræmdum flagara, urðu fyrsta skrefið á dimmum stíg sem endaði í rafmagnsstóln- um. Einkamáladálkurinn Árið 1947 vann Martha hörðum höndum við hjúkrun í Pensacola, Flórída. Hún hafði fyrir tveimur börnum að sjá eftir að eiginmaður hennar hafði framið sjálfsmorð — sumir segja að hann hafi kosið dauðann fremur en að búa með hinni ráðríku eiginkonu sinni. Martha var óaðlaðandi, feitlagin kona sem fæstir menn höfðu áhuga á. Skömmu eftir fráfall eigin- mannsins brá hún á það ráð að auglýsa í einkamáladálkum dagblaðanna. Það var upphaf- ið að kynnum hennar við kvennabósann Raymond. Raymond Fernandez, frá Hawaii, þóttist hafa gríðarleg tök á konum og hélt því fram að hann gæti dáleitt þær til að verða ástfangnar af sér. Hann hafði viðurværi sitt af því að ginna eldri konur til að gefa sér fé, en þegar hann var bú- inn ab þurrausa sjóði þeirra tóku við nýjar konur og ný búseta. Þegar hann kynntist Mört- hu, sá hann strax að hún var ekki ákjósanlegt fórnarlamb í þessum efnum. Fyrir það fyrsta var hún aðeins 26 -ára gömul og í öðru lagi var hún illa stæð. Því var lítil von til að Fernandez hefði mikinn fjár- hagslegan ávinning af því að kynnast henni. Samt svaraöi hann henni strax er hún aug- lýsti í einkamáladálkinum. Martha beit þegar á agnib. Mánuði seinna skildi hún börnin eftir hjá ættingjum og tók rútu til New York borgar. Ráoabruggio Fernandez var allt sem Mörthu hafði dreymt um. Hann var myndarlegur, hátt- vís og hafði fágaðra tungutak en Martha hafði ábur kynnst. Þrátt fyrir að Martha væri ógæfuleg kona, var eitthvað sem heillaði Fernandez í fari hennar. Eftir nokkra ástarf- undi trúði hann henni fyrir því hvernig hann hefði séð sér farborða hingað til, en við- brögð Mörthu voru undarleg. I stað þess að fyllast fyrirlitn- ingu, fannst henni Raymond enn meira spennandi fyrir vikið. Um síbir fór svo að pau ákváðu að vinna saman. Raymond af peningagræðgi Delphine Downing varö fyrsta fórn- arlambiö. SAKAMAL Mörtu varð síðar til að tortíma þeim báðum. Fyrsta fórnar- lambið ' Fyrsta fórnarlambið var Myrtle Young, 35 ára kona frá Little Rock, Arkansas. Síðast. var vitað til að hún hafði tekið 4000 dollara af bankareikn- ingi sínum og hélt til Cook County, Illinois, þar sem hún giftist Raymond. „Systirin" Martha var vottur við athöfn- ina. Innan við sólarhring eftir brúbkaupið byrlabi Martha brúbinni eitur og síban rændu skötuhjúin hana öllu fémætu. Nokkrum dögum síbar dó Myrtle af völdum lifrar- skemmda. Sagan endurtekur sig Janet Fay var annað fórnar- lambib. Hin 66 ára gamla ekkja kom með 6000 dollara Raymond Fernandez. Þau nýttu sér veik- leika fórnarlamb- anna og einmana- leika. Eftir eitt morö var strax hafist handa vib þab nœsta. Ábur en yfir lauk urbu þau 17 konum ab bana. einni saman, en Martha sá ab hún átti ekki annars kost, ef hún átti ekki að missa Raym- ond alveg. Á næstu mánuðum þóttist Martha vera systir hans og saman unnu þau að því að finna álitleg fórnarlömb. Eftir því sem konunum fjölgabi, óx afbrýðisemi hennar og að lok- um varð hún haldin þrá- hyggju þar sem hún sá Raym- ond sífellt fyrir sér í örmum ástkvenna sinna. Græðgi skötuhjúanna og afbrýðisemi inn í sambúð með Raymond og „systur" hans. Nokkrum dögum síðar réðst Martha á hana í heiftarlegu afbrýðisem- iskasti með hamar og sló hana margsinnis í höfuðið. „Raym- ond lauk við verkið með því að hengja hana með trefli, þegar hann kom heim," sagði hún lögreglunni síðar. Sam- kvæmt framburbi Mörthu elskuðust þau Raymond af óvenju miklum bríma á gólf- inu vib hlibina á líkinu áöur en þau höfðu fyrir því að hreinsa upp blóbib og losa sig vib líkib! Daginn eftir grófu þau holu og vörpuðu líkinu ofan í. Það fannst ekki fyrr en sjö mánuð- um síðar. Ekki er vitað með vissu hve mörg fórnarlömb Raymond og Martha sviku og myrtu á næstu mánubum, en Rainelle Downing, 28 ára gömul ein- stæb móbir, varb síðust í röb- inni. Rainelle hvarf sporlaust í mars í Grand Rapids, Michig- an, árib 1949. Hún hafði svar- að auglýsingu Raymonds í einkamáladálki og það var bróbur hennar kunnugt, sem lét lýsa eftir henni. Martha Beck. Martha á fe/ð í rafmagnsstólinn. Moröæöi Eftir ítarlega leit fundust lík- in af Rainelle og 3ja ára dóttur hennar í kjallara einbýlishúss, sem hún hafði tekið á leigu eftir að hún kynntist Raym- ond. Lögreglan hafði skjótt upp á Raymond og hann reyndist samræðufús, enda stoltur af því hvernig hann sá sér far- borða, ab sögn. Hann vibur- kenndi allt fyrir lögreglunni og talabi um ab líklega hefbu morðin verið alls 17 á þeim sjö mánuðum sem hann hafði starfað með Mörthu. í júlí 1949 komu Martha og Raymond fyrst fyrir rétt vegna glæpa sinna. Bæði báru vib stundarbrjálæði vegna glæpa þeirra er þau voru ásökuð um. Köld til hinstu stundar Verjendur reyndu að sanna að skötuhjúin væri haldin „folie á deux", veruleikablekk- ingu þar sem hvort hafbi áhrif á hitt til ab fremja óeblilegt at- hæfi, án þess að hugsa um af- leiðingarnar. Dómendur voru aftur á öðru máli og voru þau bæbi dæmd til lífláts. Þegar dómurinn var kveðinn upp, hrópaði Martha til Raymonds: „Ég elska þig, ég elska þig," en Raymond lét sér fátt um finn- ast, enda voru tilfinningar hans til Mörthu annars eðlis. Fernandez var fyrst tekinn af lífi. „í kvöld dey ég eins og maður," sagði Raymond við prestinn sem veitti honum hinstu blessun ábur en aftak- an fór fram. Honum brást hins vegar kjarkur á leiðinni í stól- inn og varð að bera hann síð- ustu metrana. Hin grimmlynda Martha, sem vó um 140 kíló undir það síðasta, borðaði hinsvegar þrjá diska af kjúklingum rétt fyrir aftökuna og var hnarreist og róleg þegar hún mætti örlög- um sínum. Síbustu orb hennar voru upphafsorb þessarar greinar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.