Tíminn - 26.11.1994, Page 7

Tíminn - 26.11.1994, Page 7
Laugardagur 26. nóvember 1994 7 Húsnœbismál lágtekjufólks. ASÍ: Þjóbinni til skammar Sambandsstjórn ASÍ telur aö húsnæbismál lágtekjufólks séu í miklu ófremdarástandi og þjóöinni til skammar. Hingaö til hafa allar aögeröir miöast viö aö fólkiö passi í kerfiö en ekki aö kerfiö taki miö af þörfum fólksins. Stjórnin skorar á ríkisstjórn- ina að ráðast sem fyrst í átak í byggingu eða kaupum á félags- legu leiguhúsnæði til að ráð bót á húsnæðisvandanum og taka upp tekjutengdar húsaleigubæt- ur, það ríflegar að fólkið geti dvalið áhyggjulaust í íbúöun- um. í ályktun sambandsstjórnar kemur m.a. fram að árum sam- an hafa þúsundir fjölskyldna neyðst til að greiða húsaleigu langt umfram fjárhagsgetu. Þá hafa afborganir lágtekjufólks af nýjum úthlutuðum félagslegum eignar- eða kaupleiguíbúðum ekki verið í neinu samræmi við tekjur heimilanna. Sambandsstjórnin telur jafn- framt að í aðgerðum stjórnvalda í húsnæðismálum lágtekjufólks sé sjaldnast tekið mið af ríkj- andi ástandi og fyrirsjáanlegum breytingum. Þess í stað hafa að- gerðir miðast viö það að lengja í hengingaról skuldarans eða plástra yfir dýpstu sárin. ■ Starfsfólk og sjálfboöaliöar voru heiöraöir á 20 ára afmœli Sjúkrahótels Rauöa kross íslands. Sjúkrahótel Rauöa kross íslands 20 ára: ALVIB: Tvöfalda&i eignir Hrein eign Almenns lífeyris- sjóös Veröbréfamarkaöar ís- landsbanka (ALVÍB) tvöfaldaö- ist á síðasta ári, miðaö við áriö áöur, og nam um 500 milljón- um króna í staö 260 milljónum árið 1993. Á sama ári, þ.e. 1993, fjölgaöi sjóðfélögum næstum um þriöjung, en þeir eru nú um þúsund. Frá þessu segir í nýútkomnum VÍB- fréttum, en þar kemur einn- ig fram að raunávöxtun ALVÍB ár- iö 1993 var 15,1%, eöa mun hærri en verið hefur. Frá upphafi hefur raunávöxtunin verið að meðaltali 9,2%. ALVÍB ávaxtar' tæplega helming eigin fjár í ríkisskulda- bréfum, en rúm 39% eru ávöxtuö í skuldabréfum banka og sveitar- félaga. Menningar- og friöarsam- tök íslenskra kvenna: Stórhættuleg almenningi Á opnum fundi Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna á dögunum var ályktað að áráttan til sameiningar Evr- ópu í nánara ríkjasamband „sé stórhættulegt almenningi og lýöræði í sambandsríkjunum". I þessari þróun ráði ferðinni hagsmunir stór- auðvaldsins og stórveldanna innan sambands- ins, og þá sérstaklega Þýska- lands. „Þessi þróun, samhliða upp- gangi nasismans í sömu ríkjum, auknu atvinnuleysi og fátækt, er ögrun við frið í Evrópu." ■ Haft er eftir Gunnari Baldvins- syni, sem stjórnar rekstri sjóöa VÍB, að sjóðfélagar séu launþegar og atvinnurekendur úr flestum greinum atvinnulífsins, en sjóð- urinn er að því leyti frábrugðinn almennum lífeyrissjóðum að framlag sjóðfélaganna er séreign þeirra. Sjúkrarúmum verbur fjölgaö um helming Tilraunin meö Sjúkrahótel RKÍ hefur gengiö vel og starf- semin verulega hjálpað upp á sakirnar hjá fólki sem þarf öruggt húsaskjól og góba um- önnun eftir sjúkrahússvist. Um áramótin veröur rúmum á sjúkrahótelinu að Rauðarár- stíg 18 fjölgað um meira en helming eða úr 28 rúmum í 59 yfir vetrarmánuðina eða frá október fram í maí. Samkvæmt upplýsingum Guðfríðar Halldórsdóttur hót- elstjóra var nýting sjúkrahót- elsins á síðasta ári 104%, og sést af því að stækkun þess er brýn. Áð auki segir hún ab vonir standi til að stækkuninni fylgi aukin hagkvæmni í rekstri. ■ Strikateikning af suövesturhliö endurhœfingar- og sundlaugarhússins sem senn rís viö Hrafnistu í Laugarási. Endurhœfingarhús og sundlaug viö Hrafnistu í Laugarás 140 milljóna framkvæmd í hverfi elstu íbúanna Þessa dagana eru fram- kvæmdir vib byggingu end- urhæfingarstöövar og sund- laugar viö Hrafnistu í Reykja- vík aö hefjast. Stjórn Sjó- mannadagsráðs hefur tekiö tilbobi frá Byrgi hf. um bygg- ingu mannvirkisins, sem kosta mun 140 milljónir króna. Húsiö verður á einni hæð með kjallara og tengigöngum vib Hrafnistu, Hjúkrunarheim- ilið Skjól og Norðurbrún 1. í kjallara verður tæknirými og gufubað, á 1. hæð aðalinngang- ur, hreyfisalur, búningsher- bergi og steypuböð. Þar verður líka sjálf sundlaugin, 17 metra löng og 7 metra breið. Tveir heitir pottar verða í garðhýsi áföstu byggingunni, en það veröur opnanlegt fyrir sóldýrk- endur þegar gefur til sólbaða. í Laugarási býr fjöldamargt eldra fólk, og hverfið án efa með hæsta hlutfall aldraðra af öllum borgarhverfum Reykja- víkur. Því er mikill fengur að því að fá þarna sundlaug og endurhæfingarhús og málið allt hið besta framtak, enda mun aðstaöan nýtast öllum öldruðum íbúum Reykjavíkur sem eftir henni óska. Desemberuppbót til bótaþega Tryggingastofnunar: Greidd á sama hátt og í fyrra Desemberuppbót Iífeyris- þega sem njóta tekjutrygg- ingar verbur afgreidd á sama hátt í ár og í desember í fyrra. Uppbótin, sem kallast tekju- tryggingarauki, reiknast ofan á tekjutryggingu, heimilisupp- bót og sérstaka heimilisupp- bót og er 58% af þeirri upp- hæö sem viðkomandi nýtur. Full tekjutrygging ellilífeyris- þega verður þannig í desember kr. 35.841 í stað 22.620 króna og full tekjutrygging örorkulíf- eyrisþega kr. 36.846 í stað 23.320. Heimilisuppbót verð- ur 12.183 og sérstök heimilis- uppbót kr. 8.380. Tekjutrygg- ingaraukinn skeröist vegna tekna á sama hátt og ofan- greindar bætur. í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er áformað að af- tengja sjálfvirka hækkun bóta- greiðslna lífeyristrygginga vegna launabreytinga. Það þýðir að eingreiðslur sem sam- ið er um í kjarasamningum, t.d desemberuppbót, eru ekki sjálfkrafa greiddar til bótaþega líka. Verði fjárlagafrumvarpiö samþykkt í óbreyttri mynd mun þetta hafa áhrif á greiðslu eingreiðslna til bótaþega á næsta ári. Ingibjörg Stefánsdóttir hjá Félagsmála- og upplýsinga- deild Tryggingastofnunar segir að þetta hafi valdið nokkrum ruglingi. Hún telur því rétt að ítreka ab engin breyting verö- ur á greiðslu desemberuppbót- ar í ár frá því sem var í fyrra. ■ Guðrún Marteins- dóttir látin Guörún Marteinsdóttir, dó- sent á Námsbraut í hjúkrunar- fræöi viö Háskóla íslands, lést á heimili sínu á miðvikudag. Guðrún var fædd 15. janúar 1952 á Ólafsfirði. Foreldrar hennar eru Ragnheiður Bjarman og Marteinn Friðriksson. Hún lauk B.S. prófi í hjúkrunarfræöi frá Háskóla íslands 1977, M.S. prófi í heilsugæsluhjúkrun frá Boston University 1980 og var í þann mund að ljúka doktors- prófi frá University of Rhode Is- land í Bandaríkjunum. Guðrún var lektor og síðar dó- sent í hjúkrunarfræði við Há- skóla íslands frá 1980. Hún var brautryðjandi í uppbyggingu háskólamenntunar í hjúkrunar- fræði hér á landi og sinnti fjöl- mörgum trúnaðarstörfum í þágu hjúkrunar. Guðrún Mar- teinsdóttir var gift Haraldi Þór Skarphéðinssyni skrúögarö- yrkjumeistara og eiga þau fimm börn. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.