Tíminn - 26.11.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.11.1994, Blaðsíða 8
 Laugardagur 26. nóvember 1994 Sáttmálinn milli kynslóbanna er brothætt fjöregg sem ekki má bresta Ágætu samherjar. Framsóknarflokkurinn hefur nú í hartnær 80 ár verið eitt sterkasta afliö í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn hefur því haft gífurleg áhrif ée það samfélag sem við lifum nú í. Við megum vera stolt af framlagi okkar við mótun ís- lensks þjóöfélags, því grund- vallarskilyrði til að lifa ham- ingjusömu og innihaldsríku lífi hafa lengstum verið góð hér á landi á þessari öld. Ríkisvald hverju sinni ber meginábyrgð á því að æskufólk landsins fái notið bestu mennt- unar, skilyrði atvinnulífs séu þannig að hver hönd hafi verk að vinna, fjölskyldur hafi þak yfir höfuðið og í landinu ríki félagslegt réttlæti. Þessum grundvallarskyldum ríkisvaldsins er flestum stefnt í voða af núverandi ríkisstjórn. Á 23. flokksþingi Framsókn- arflokksins horfum við fram á veg og mótum stefnu til næstu ára með hagsmuni lands og þjóðar að leiðarljósi. Stefnu þar sem fólkið verður í fyrirrúmi. Einkenni Framsókn- arflokksins Framsóknarflokkurinn hefur frá upphafi hafnað öfgastefn- um til hægri og vinstri. Viö erum og höfum alltaf verið frjálslyndur félagshyggju- flokkur og nú þegar kaldir vindar blása um bæði frjáls- hyggju og sósíalisma eru þeir íslensku flokkar, sem hallir voru undir þær kennisetningar, á hröðum flótta inn á miðju stjórnmálanna þar sem skyn- semi ræður ríkjum. Við skulum hafa þab hugfast, að þeim þjóðum hefur gengið best á þessari öld, sem tekist hafa á við viðfangsefnin af raunsæi og gætt þess að verja frelsi einstaklingsins til ofðs og athafna. Við höfum lagt áherslu á að tengja okkur öll saman sem eina þjóð hvort sem við búum til sjávar eða sveita, í þéttbýli eba dreifbýli. Það er öllum hollt að muna uppruna sinn og við höfum gætt þess að höggva ekki á ræt- ur flokksins sem liggja djúpt í þjóðfélaginu. Trúnabarbrestur Víða um heiminn veldur sá trúnaðarbrestur sem myndast hefur milli stjórnmálamanna og kjósenda miklum áhyggjum. Erlendis birtist hann í því að þátttaka í kosningum hraðminnkar og upp spretta furðuflokkar undir forystu stjórnmálamanna sem þykjast allra vanda geta leyst og segja öllum hefðum stríð á hendur. Umræðan um trúnaðinn og traustið milli fólksins og kjör- inna fulltrúa þess á fullan rétt á sér hér á landi. Þótt umræðan sé oft óvægin og ósanngjörn að mati okkar stjórnmálamanna verðum við að þola hana og gleðjast yfir því aðhaldi sem hún veitir og styrkir þar með lýðræðiö. í umróti stjórnmál- anna koma mér oft í hug orð Eysteins heitins Jónssonar þeg- ar við áttum eitt sinn tal saman um forystumann í stjórnmál- um, en hann sagði um hann: Halldór Asgrímsson, formabur Framsóknarflokksins. „Ég þekki hann lítið en ég sé að hann þolir vel pyntingar." Ég er ekki í nokkrum vafa um að hið alvarlega ástand, sem upp er komið í stjórnmálum í Færeyjum, hefur meðal annars skapast vegna aðhaldsleysis með framkvæmdarvaldinu. Það var mikilvæg grundvallarbreyt- ing þegar Ríkisendurskoöun var breytt í eftirlitsstofnun Alþingis að frumkvæði okkar framsókn- armanna. Sú breyting var gagn- rýnd af sjálfstæðismönnum en sem betur fer fengu þeir ekki ab ráða ferðinni. Ríkisendurskoð- un er stöðugt að auka aðhaldið og leiða óskynsamlegar ákvarð- anir og jafnvel spillingu fram í dagsljósið. Við þurfum í náinni framtíð að svara ýmsum áleitnum spurningum. Eru störf Alþingis skilvirk - er lagasetning orðin allt of umfangsmikil og er framkvæmd laga víða ábóta- vant? Hvernig má gera sam- skipti þingmanna og almenn- ings persónulegri, og þarf ekki ab breyta kosningafyrirkomu- lagi? Þarf ab gera grundvallar- breytingar á embættismanna- kerfinu þannig að það verði hreyfanlegra? Á að afgreiða fleiri mál með þjóðaratkvæði og á e.t.v. að krefjast aukins meiri hluta Alþingis í ákveðn- um málum. Það gæti t.d. verið skynsamlegt að krefjast hans í mikilvægum milliríkjasamning- um og einnig til að stofna til , skulda ríkissjóðs umfram tiltek- in mörk. Slík skipan geröi ríkari kröfur til stjórnarandstöðu og veitti stjórnarmeirihluta meira aðhald á hverjum tíma. Þau mörk gætu t.d. verið aö heildar- skuldir ríkisins mættu aldrei vera meiri en næmi árlegum tekjum, nema 3/4 hlutar Al- þingis samþykkti þá rábstöfun. Hér er þó fátt eitt rakið. Nauðsynlegt er að spyrja spurn- inga í ljósi reynslunnar og skapa reglur sem treysta betur framtíð og lífsafkomu þeirra sem á eftir okkur koma. Þannig hugsubu stofnendur Framsókn- arflokksins og okkur ber að halda uppi merki frumkvöðl- anna. Skyldur okkar gagnvart framtíðinni, dýrmætustu eign okkar, er ekki síbri en forfebr- anna, sem ræktu þær vel vib erfiðar aðstæður. Þrátt fyrir allt er ástand stjórnmála betra hér en víða annars staðar. Við búum við ríka lýðræöishefð og réttlætis- ken'nd, sem er byggb á kristinni trú sem á sér djúpar rætur í þjóbarsálinni. Stjórnmálaáhugi er hér meiri en annar staðar sem ég þekki til og ber að þakka íslensku fjölmiölafólki hversu Rœba Halldórs Ásgrímsson- ar á flokks- þingi fram- sóknar- manna mikil umfjöllun er um íslensk stjórnmál. Mikil og vönduð umfjöllun heldur áhuga almennings vak- andi og er auðvitað hvetjandi fyrir stjórnmálamenn til að gera sitt besta. Slík umræba skapar aðhald og kemur í veg fyrir spillingu og valdníðslu og íslenskt stjórnmálalíf stendur í þakkarskuld við fjölmiðlafólk landsins. Á hitt ber ab líta, þó til undantekninga heyri, að sumir fjölmiölamenn og jafn- vel einstaka fjölmiðlar valda ekki hlutverki sínu. Fréttamenn verða að gera sömu kröfur til sjálfs sín um fagmennsku og siðferöileg vinnubrögð og þeir gera til stjórnmálamanna. Tímamyndir CS Núverandi ríkisstjórn Kjörtímabil ríkisstjórnarinnar er senn á enda og hefur sam- búb stjórnarflokkanna verið æði stormasöm. Ríkisstjórninni hefur mistekist í mikilvægum málum þó betur hafi tekist til í öðrum. Ríkisstjórnin hefur ekki kastað á glæ árangri síðustu rík- isstjórnar í verðbólgumálum og verðlag verið stöðugt. Við- skiptahalli hefur sömuleiðis minnkað. Þessarar ríkisstjómar verður þó lengst minnst fyrir fjöldagjaldþrot og að hafa leitt mikið atvinnuleysi yfir þjóðina. Afleiðingin er sívaxandi skuldasöfnun heimilanna, sem mörg standa frammí fyrir gjald- þroti og upplausn. Sárin eru djúp og enginn veit hvort nokkurn tíma tekst að græða þau. Það er ískyggilegt að tengsl valdhafanna við fólkið í land- inu skuli vera svo lítil, að þeir fullyrða æ ofan í æ að árangur stjórnarinnar sé frábær, meðan þúsundir manna ganga at- vinnulausar, persónuleg gjald- þrot eru daglegt brauð og bið- stofur félagsmálastofnana eru fullar af fólki sem ekkert þráir frekar en verk að vinna. Sú rík- isstjórn sem svona skilur við hefur í raun ekki náð neinum árangri sem máli skiptir. Hún hefur vanrækt mikilvægustu' skyldurnar við fólkið í landinu. Þjóðin hlýtur í næstu kosning- um að hafna þeim flokkum, sem þannig stjórna og velja til forystu afl sem hefur fólkið í fyrirrúmi. Fólk í fyrirrúmi Við höfum valið aö ganga til þessa flokksþings undir kjör- orðinu „Fólk í fyrirrúmi". Með því viljum við ítreka skyldurnar við fólkið í landinu og að stjórnmál snúist um fólk. Við leggjum áherslu á að ókkur ber ab sinna sérhverjum ein- stakling og fjölskyldu. Við verðum að búa svo um hnút- ana ab hver og einn geti trúað því að hann eigi möguleika í samfélaginu. Fjölskyldurnar, sem nú berj- ast í örvæntingu við ört vax- andi skuldir, verða að fá tæki- færi til að geta staðið í skilum og halda saman. Þær verða að fá möguleika til að lifa inni- haldsríku lífi og að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Sundrung fjölskyldna er sár. Börnin þurfa að upplifa von- leysið, hina hörðu baráttu og e.t.v. skilnab foreldra. Þessari ó- gæfu verður að linna. Þjóðin öll, ekki síst æskan, þarf að eignast von og trú á framtíðina. Það er meginverkefni íslenskra stjórnmála að koma í veg fyrir gjaldþrot þeirra heimila, sem nú eru að sligast undan skuld- unum. Við getum ekki sætt okkur við að heimilin haldi áfram að safna skuldum upp á 1 milljarð á mánuði og ísíendingar mega aldrei sætta sig við aö þúsundir manna gangi um atvinnulaus- ar. •¦-.-- ~ Við vitum að þetta ástand heggur að rótum lýðræðisins. Við vitum líka að þetta er helsta ástæðan fyrir þeim trún- aðarbresti sem er milli stjórn- málamanna og kjósenda. Það er ekki nóg að setja upp samúðar- svip og segja að ástandið muni lagast í óljósri framtíð. Við verðum að sýna að við ætlum að lagfæra ástandið og benda á raunhæfar leiðir til úrbóta. Skuldbreyting er óumflýjanleg Stærsta skuldbreyting íslands- sögunnar er óumflýjanleg. Með samvinnu ríkis, peningastofn- ana, launþegahreyfingar og fleiri aðila verður að gera fólki kleift að standa í skilum. Ríkis- valdinu hefur mistekist að við- halda þeim grundvelli, sem skuldbindingar heimilanna byggbust á og ber því að skapa nýjan. Hjá þessu verður ekki komist. Tillögur þess efnis liggja fyrir flokksþinginu. Við verðum líka að viður- kenna að engar töfralausnir eru til en fyrst er að horfast í augu viö vandann, en þaö fæst ríkis- stjórnin ekki til að gera. Hún tönnlast á því að þetta sé allt í góðu lagi" og nú blasi vib mesti og besti árangur sem nokkur ríkisstjórn hefur náb - þvílík öf- ugmæli. í hvaða turni búa þess- ir menn? Ekki er nóg að viðurkenna fjöldagjaldþrotin, atvinnuleys- ið, skort á fjárfestingu, nýsköp- un og ört vaxandi vanda heim- ilanna. Við verðum að bregbast við með aukinni verðmæta- sköpun, meiri hagvexti, meiri atvinnu fyrir vinnufúsar og skapandi hendur. Fyrir okkur liggur á þessu flokksþingi að móta kjarkmiklar og raunhæfar tillögur sem ráða bót á vandan- um og blása nýrri von í brjóst landsmanna. Sáttmálinn milli kynslóöanna Við framsóknarmenn viljum nálgast þjóðfélagsmálin með þeim skilningi að í gildi sé sátt- máli milli 4cynslóðanna í land- inu - óskrifaður en þó órjúfan- legur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.