Tíminn - 26.11.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.11.1994, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 26. nóvember 1994 Rœba Halldórs Asgríms- sonar því vel sem getur skapað fleiri störf. Þaö er öllum atvinnu- greinunum mikilvægt aö auka innbyröis tengsl. Útflutnings- iönaöur, sem er byggður á sérþekkingu í sjávarútvegi, hef- ur gengiö vel. Sjávarútvegur, sem byggir á auðugum hug- myndum iönaöar- og tækni- manna, skarar fram úr. Mat- vælaiðnaður, sem byggir á því besta sem viö eigum innan fisk- vinnslu og landbúnaðar, ber af. Ferðaþjónusta, sem byggir á náttúrufegurð og ríkri menn- ingararfleifð, er tii fyrirmyndar og allt byggist á aö viö berum viröingu fyrir landinu, hafinu, auðlindum þess og gæöum. Viö erum háöari óspilltri náttúru en flestar aðrar þjóöir. Því á umhverfisvernd í víðtæk- asta skilningi þess orös að geta verið það sameiningartákn sem allir íslendingar starfa undir. Nýsköpun og þróun Engar framfarir verða nema stööugt sé leitað aö nýjungum og reynt aö þróa nýjar hug- myndir. I þjóöfélagi eins og okkar veröur hiö opinbera aö eiga þar hlut aö máli. Möguleikar í sjáv- arútvegi, matvælaiönaöi, fisk- eldi, hugbúnaöi, líftækniiðnaöi og almennum iðnaöi koma upp á hverjum einasta degi. Fiskeldi er orðið hálfgert bannorð hér á landi en þó er vitaö aö þar eru gífurlegir möguleikar ef rétt er á haldiö. Frábært starf hefur veriö unniö á sviði lúðueldis. Sama má segja um bleikjueldi og ýmis- legt annað lofar góöu. Þorskeldi hefur mikla möguleika og rannsóknir viö eldi í fjörðum eru stórmerkilegar. Fiskeldi fer stööugt vaxandi í heiminum og þjób sem vill vera framarlega í sjávarútvegi verður aö taka þátt í þeirri framþróun. Á næstu árum geta oröið til mörg hund- rub störf í þessari grein. Hugbúnaöarfyrirtæki hér á landi búa yfir ótrúlegri þekk- ingu. Viö eigum mörg kröftug fyrirtæki á þessu sviöi sem geta meö öflugu markaðsstarfi og góöum stuöningi skapað mörg hundruö íslendingum góð störf. Ráðgjafarfyrirtæki, einkum í sjávarútvegi, hafa náö stórgóö- um árangri á alþjóðamarkaði og með hvatningu og aðstoö hins opinbera ætti rábgjöf og sala á sérþekkingu aö geta veitt hundruöum manna atvinnu. íslendingar hafa sannaö aö þeir geta tekiö þátt í öflugu starfi á alþjóðavettvangi. Verk- takar og félög í flugrekstri hafa náö árangri. Heilsugæsla og önnur sérþekking á margvíslega möguleika. En ekkert gengur upp nema viö vinnum saman og styðjum viö frumkvæöi og þróun. Evrópusambandið Viö íslendingar stöndum á vegamótum. Þjóbirnar allt í kringum okkur eru aö gerast aöilar aö Evrópusambandinu en viö höfum ákveöiö aö gera það ekki. Mörgum nágranna- þjóöum þykir þetta einkenni- legt. Þó tel ég að það sé fullur skilningur á sérstööu okkar. Evrópusambandiö er ekki snib- ið að aöstæðum þjóðar eins og okkar. Sjávarútvegsstefnan er hugsuö út frá hagsmunum ríkja sem eiga sameiginleg fiskimiö. Hún gerir jafnframt ráö fyrir aö fiskveiöar og fiskvinnsla sé undirmálsgrein sem ekki getur lifað án opinberra styrkja. Aöild að bandalaginu þýddi því aö við þyrftum aö ganga inn í styrkjakerfi og lúta sameigin- legri stjórn auðlindanna. Við getum ekki afsalaö okkur yfir- ráöaréttinum og gengiö inn í styrkjakerfið með mikilvægustu atvinnugrein okkar. Ég tel engar líkur á því ab viö getum á þessari stundu fengiö þær undanþágur í samningum viö Evrópusambandiö sem hugsanlega geti réttlætt aðild íslendinga aö því. Þess vegna hafna ég því aö viö sækjum um aðild. Þaö er skaðlegt aö fara inn í slíkar viðræður nema við teljum líklegt að hægt sé aö ná viðunandi samningi. Þeir sem nú vilja sækja um aðild þurfa að svara þeirri spurningu hvernig þeir vilja ná þeim 5 milljöröum króna inn í ríkissjóð sem er taliö þurfa til aö gerast aöilar aö ESB. Þar fyrir utan þarf aö útvega fé til aö leggja fram á móti styrkjum ESB til sjávarútvegs þannig aö þeir fáist. Er ætlunin aö hækka tekjuskattinn eöa viröisauka- skattinn eöa er þaö kannske hugmynd kratanna að stór- hækka skatta á sjávarútveginn meö svokölluöum auðlinda- skatti? Þaö eru samningar viö Evr- ópusambandið framundan. Það hlýtur að vera áhyggjuefni landsmanna að hér skuli vera við völd ríkisstjórn sem kemur sér ekki saman um nokkurn skapaöan hlut í þessu stóra máli. Á meban forsætisráöherr- ann og utanríkisrábherrann ríf- ast um máliö jafnt innanlands sem utan eru þeir að sá van- trausti og vantrú í okkar garö. Ríkisstjórn sem talar út og suö- ur í svo mikilvægu máli er ekki líkleg til aö ná árangri. Alþýöu- flokkurinn vill ganga í ESB, þótt hann hafi enga grein gert fyrir því hvaba skilyrði hann vill sætta sig við. Sjálfstæöis- flokkurinn er veikur fyrir og ýmsir halda því fram þar á bæ, að strax eftir kosningar verði skipt um stefnu. Á sama tíma er undirbúningi nauösynlegra samninga um framhald Evrópska efnahags- svæöisins og tvíhliöa samnings viö ESB lítið sinnt. Allur kraft- urinn fer í innbyröis átök milli stjórnarflokkanna. Þeir eru ekki einu sinni sammála um hvenær skýrslur Háskólans um ESB skuli gerðar opinberar, hvað þá um það hvernig styrkja á stööu íslands viö nýjar aöstæður. Alþjóðleg samvinna Alþjóölegt samstarf er annað og meira en Evrópusambandið. Á þessum tímamótum er mikil- vægt að styrkja Norðurlanda- samstarfið. Mér hefur verið faliö aö taka þátt í vinnuhópi í Norðurlandaráði sem á ab end- urskoða norrænt samstarf nú á næstunni. Ég mun leggja sér- staka áherslu á að styrkja stofn- anir Noröurlandaráös og koma upp sameiginlegri skrifstofu Noröurlandaráðs og ráðherra- nefndar þess í Brússel. Ég tel aö samstarf Noröurlandanna í höf- uðstöðvum ESB geti aukið áhrif íslendinga og tryggt hagsmuni landsins betur. Það ríkir vin- semd í okkar garö á vettvangi norræns samstarfs. Þar höfum viö starfað á jafnréttisgrund- velli og samstarfiö hefur styrkt sjálfstæöi þjóðarinnar. Ég tel jafnframt mikilvægt aö stofnab veröi sérstakt Norbur- heimskautsráö sem veröi vett- vangur sameiginlegra hags- muna Noröurheimskautsland- anna. Kanadamenn hafa lagt til að formlegt samstarf veröi tekið upp og viö eigum aö styöja þaö meö öllum ráðum. Ég flutti til- lögu í þessa átt innan Norður- landaráös fyrir nokkrum árum og þar á sér staö undirbúningur um framtíðarsamvinnu á þessu sviði. Mikill áhugi er fyrir mál- inu og ég vænti þess aö innan fárra ára verbi því samstarfi komið á með formlegum hætti. Viö eigum mikilla hagsmuna aö gæta á þessum vettvangi á sviöi umhverfis- og sjávarút- vegsmála. Þaö næst aldrei niö- urstaða í mörg deilumál í auð- lindanýtingu nema með nánari samvinnu þessara þjóöa. Hvala- og selamálið veröur ekki leyst án sameiginlegs átaks landanna sem eiga hagsmuna aö gæta á Norðurhveli. Þar eiga hlut aö máli allar Noröurlandaþjóöirn- ar ásamt Bandaríkjamönnum, Kanadamönnum og Rússum. Þjóöirnar eiga mikilvæga sameiginlega hagsmuni á sviöi fiskveiða og þar eru mörg á- greiningsmál uppi um veiöar úr sameiginlegum stofnum. Þau Smugumál sem uppi eru á ýms- um stööum í þessum heims- hluta veröa ekki leyst nema með nánari samvinnu. Veið- arnar í Barentshafi eru ekki ein- angrað fyrirbæri því áþekk mál eru víöa á feröinni og má þar nefna úthafskarfaveiöina suö- vestur af landinu og síldveiöar djúpt úti fyrir Austfjörðum. Ég trúi því aö málum veröi best skipað þegar viö stofnum til sameiginlegs vettvangs meö ná- grönnum okkar, þar sem ráð- herrar og þingmenn hittast með formlegum og reglu- bundnum hætti. Viö getum náð samkomulagi viö þessa nágranna og vini. Hér er um aö ræða þjóbir sem vilja skipa málum á grundvelli laga og réttar. Okkur er stundum tamt að vantreysta útlending- um í slíkum samskiptum og eru fyrir því margar ástæöum. I því sambandi hljótum við aö bera virðingu fyrir þeim dómi sem nýlega er fallinn í Noregi í svokölluöu Hágangsmáli. Dóm- urinn var hliöhollur íslending- um og gekk þvert á almenn- ingsálit og óskir stjórnvalda í Noregi. Hann sýnir sjálfstæði dómstólanna þar í landi og sú afstaða auðveldar vissulega samstarf viö lausn mála í fram- tíðinni. Nánari samvinna þjóöanna viö Norður-Atlantshaf treystir böndin enn betur viö Noröur- Ameríku annars vegar og Norð- urlöndin og .Evrópu hins vegar. Það hefur verið styrkur íslands í gegnum tíðina að eiga náið samstarf viö allar þessar þjóöir. Meö því aö leggja of mikla á- herslu á samskiptin við Evrópu- sambandiö er hætt viö aö viö missum tengslin viö Bandarík- in og Kanada. Staöa ríkissjóös — skattamál Því eru takmörk sett hvaö sjóðir hins opinbera geta gert til aö auka velferðarþjónustu og koma krafti í atvinnulífið. Því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að þeim fjármunum sem tiltækir eru sé skynsamlega var- ib. Skuldir ríkissjóðs í lok þessa árs veröa meiri en heildartekjur alls næsta árs og skuldir sveitar- félaganna í landinu eru um helmingur af heildartekjum þeirra og staðan versnar sífellt. Ekki má hækka skatta á næsta kjörtímabili, en óraun- hæft er að lofa verulegri skatta- lækkun, nema til lægst laun- uöu hópanna, en það veröa þeir sem betur mega sín aö bera. Við verðum að draga úr halla ríkissjóös. Þaö er rétt aö mínu mati aö frysta heildarfjárhæð ríkisút- gjalda eins og þau eru nú, en gera innbyrðis tilfærslur til aö auka atvinnu. Gera má ráð fyrir aö ríkissjóðshallinn veröi 10 milljaröar á næsta ári. Meö 2% árlegum hagvexti er hægt'aö eyöa ríkissjóðshallanum og stööva skuldasöfnun ríkisins á fjórum árum. Ég tel raunhæft meö skyn- samlegri efnahagsstjórn aö ná 3% hagvexti aö meðaltali á næsta kjörtímabili. Allt sem væri umfram 2% hagvöxt kæmi til góða í lægri sköttum og félagslegum úrbótum. Þarna er til mikils aö vinna, því árangurinn skilar sér til þjóðarinnar í hærri launum, lægri sköttum eöa bættri þjón- ustu ríkisins. Ýmsar lægfæringar á skatta- kerfinu þarf aö gera til aö draga úr skattsvikum og auka jafn- ræði meöal skattgreiöenda. Allt svigrúm sem skapast viö slíkar breytingar þarf að koma þeim til góöa, sem erfiöastar aöstæð- ur hafa. Með samræmdum eignar- skattsstofni, þar sem allar eignir væru skattlagðar jafnt, áfram- haldandi hátekjuskatti og ein- földun skattkerfis má auöveld- lega skapa svigrúm til skatta- lækkana og félagslegra aðgerða upp á 3 milljarða króna. Þær tekjujöfnunaraögeröir sem gripið var til í síöustu kjarasamningum mistókust vegna óvandaðra vinnubragöa fjármálaráðuneytis, sem hefur verið eins og tuska í skattamál- um og enga staðfestu sýnt. Klúöriö í virðisaukaskattinum, sífellt lægri skattleysismörk og lækkandi barna- og húsnæöis- bætur eru skýr merki máttlausr- ar skattastefnu. Kjördæmamálib Núverandi stjórnarflokkar sömdu um aö breytingar yröu gerðar á kosningalöggjöf og kjördæmaskipan. Þeir hafa ekki komiö sér saman um þaö frekar en annað, en nú nokkrum vik- um fyrir kosningar vilja þeir ræöa málin við stjórnarand- stööuna. Engar formlegar við- ræöur hafa enn farið fram um þaö mál og er ólíklegt aö þaö veröi leitt til lykta fyrr. Viö framsóknarmenn erum tilbúnir til viöræöna og teljum nauðsynlegt að breyta kosn- ingalögunum. Ég tel rétt aö auka persónukjör og jöfnuð milli kjósenda með því að kjósa verulegan hluta þingmanna á landslista og fækka tilsvarandi í kjördæmunum. Leggja þarf niöur þann sið aö niðurstaða í einu kjördæmi geti haft áhrif í öðru. Þaö vantar einfaldari og skýrari kosningalöggjöf sem gerir kjósendum mögulegt aö hafa meiri áhrif á val manna og betra veröi aö gera sér grein fyr- ir hugsanlegri niöurstööu. Viö eigum ekki aö taka þátt í ein- hverjum álíka sambræöingi og niöurstaða varð um síðast. Flokkunum mistókst viö þá breytingu. Aö mínu mati heföi Framsóknarflokkurinn aldrei átt aö taka þátt í þeirri sátt og hún hefur áreiðanlega oröiö til aö rýra álit þjóöarinnar á stjórnmálamönnum og m.a. átt þátt í aö skapa meiri trúnaöar- brest milli þeirra og fólksins. Kjaramálin og vinnumarkaburinn Framundan eru kjarasamn- ingar á hinum almenna vinnumarkaði. Það er mikil- vægt aö þeir kjarasamningar gangi vel. Þar veröur aö leggja áherslu á aö bæta hag þeirra sem hafa lægstu íaunin og erf- iðustu aöstöbuna. Skuldamál heimilanna hljóta að koma inn í þá samninga. íbúðalána- kerfið veröur ab taka til endur- skoöunar. Við höfum byggt upp félagslegt íbúðakerfi sem er aö hrynja. Láglaunafjöl- skyldur ráöa ekkert við að borga af rándýrum íbúöum. í- búöalánasjóöirnir eru í reynd búnir að tapa hluta af þessu fjármagni. Aö mínu mati kem- ur vel til greina aö selja ein- staklingunum hluta af félags- legum íbúöum á markaðsveröi. Víöa úti um land standa íbúðir tómar þar sem enginn hefur efni á aö búa í þeim. Gífurleg vanskil hafa safnast í húsbréfa- kerfinu sem hefur misheppn- ast og viðvaranir verkalýös- hreyfingarinnar og framsókn- armanna hafa reynst réttar. Kjarabætur til þeirra sem bera minnst úr býtum verður því verkefni næstu kjarasamn- inga, einnig skuldastaðan og sameiginlegt átak þjóöarinnar í atvinnumálum. Framsóknar- Halldór: „Þab er mín skobun ab Byggbastofnun í núverandi mynd hafi runnib sitt skeib..."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.