Tíminn - 26.11.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.11.1994, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. nóvember 1994 11 flokkurinn er reiðubúinn að taka á með aðilum vinnumark- aðarins í þessum efnum. Við viljum veg verkalýðshreyfing- arinnar mikinn en við teljum jafnframt nauðsynlegt að end- urskoða vinnulöggjöfina og fæja hana í nútímalegra horf. Ég nefndi fyrr á þessu ári að endurskoðun vinnulöggjafar- innar væri nauðsynleg. Því var illa tekið af ýmsum forystu- mönnum í verkalýðshreyfing- unni. Ég er ánægður að heyra að þeir hafi snúið. við blaðinu og eru tilbúnir í þá vinnu. Það sýnir mér jafnframt að það er nauðsynlegt að við stjórn- málamenn setjum fram skoð- anir á grundvelli sannfæringar okkar en séum ekki hikandi við að skapa umræðu. Ég sætti mig ekki við að geta ekki sagt hispurslaust frá því ef ég sé að það er verið að spilla skattkerfinu og vinna gegn hagsmunum láglaunafólks. Það hef ég gert og hlotið gagn- rýni fyrir. Ég lít á það sem skyldu mína að setja mig inn í mál og tala á grundvelli þeirrar niðurstöðu sem ég kemst að. jafnvel þó það kunni að vera óþægilegt. Eg vil að við temj- um okkur slík vinnubrögð í Framsóknarflokknum. Við sem erum í forystu verðum að þola gagnrýni og við verðum að ætlast til að forystumenn ann- arra félagslegra hreyfinga séu menn til að gera það líka. Ef við hugsum ekki með þessum hætti, þá verða framfarir engar og réttlætið mun aldrei ná yf- irhöndinni. Sjaldan hefur ver- ið jafn mikil þörf á umræðu um það sem betur má fara og aðferðir til að ná fram meiri jöfnuði. En það skortir hrein- skilni og réttsýni í þá umræðu. Horfum fram á veg Ég sagði í ræðu minni á mið- stjórnarfundi í vor að okkur skorti framtíðarsýn. Það var skortur á framtíðarsýn sem gerði það að verkum að við gengum of nærri fiskimiðun- um. Það var skortur á framtíð- arsýn sem varð þess valdandi að við höfum gengið of nálægt okkar ástkæra landi. Við höf- um oft ekki úthald til að bíða eftir árangri og sýna þraut- seigju á sviði rannsókna og þróunar. Langtímasjónarmið í auðlindanýtingu er undirstaða velferðar í framtíðinni. Við eigum fiskveiðistjórnunarkerfi sem getur tryggt þessa hags- muni ef því er beitt meb rétt- mætum hætti. Það tók allt of langan tíma að koma því á vegna þess að menn vildu ekki viðurkenna einföldustu stað- reyndir. Mikill áhugi landsmanna til að rækta upp landið er þakkar- verður. Við eigum að styðja við bakið á öllu áhugafólki sem vill sinna þessu mikilvæga verkefni og nú síöast undir kjörorðinu „Yrkjum landið". í þessu felst ræktarsemi við landið og áhugi á að horfa langt fram á veg. Stöðug breyting á löggjöf hér á landi er merki um óróa og skammtímasjónarmið. Skattalögum er breytt í tíma og ótíma og skattkerfið kemst aldrei yfir að framkvæma, breytingarnar. Niðurstaðan er aukin skattsvik og lítil virðing fyrir lögunum. Menn setja langa og flókna lagabálka um hvernig eigi að lána út á íbúðir og halda því fram að skólinn verði fyrst og fremst bættur með því að setja nýja löggjöf. Oftrúin á nýjum lögum virkar hamlandi á framfarir. Framtíðarsýnin þarf líka að ná til vísinda, menntamála, utanríkismála og allra þeirra málaflokka sem geta haft áhrif á afkomu komandi kynslóða. Framsóknarflokkurinn verður með störfum sínum að halda áfram að horfa fram á veg og vinna með þeim þjóðfélagsöfl- um sem hefur svipaða hugsun og vill ekki lifa fyrir líðandi stund. Styrkustu stoöirnar Á tímum umróts og gífur- legra breytinga er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvar menn hafa fast land undir fótum. Það er líka nauðsynlegt að rif ja upp hverjar eru styrkustu stoð- irnar undir þjóðlífi okkar og hvernig við getum styrkt þær enn betur. Samstarfið við lýð- ræðisþjóðirnar í Evrópu og Ameríku hefur verib farsælt. Norðurlandasam.starfið og þátttaka okkar í Sameinuðu þjóðunum hefur styrkt sjálf- stæbi okkar. Þrátt fyrir aukið vægi alþjóð- legrar samvinnu erum það við sjálf, þrek okkar, þekking og framtíðarsýn sem skiptir mestu máli. Grunnstoðimar í þjóðlífinu eru heimilin og at- vinnulífið. Þessar stoðir eru styrktar af ríkisvaldinu með einum eða öðrum hætti, í gegnum skólann, heilbrigðis- kerfið, húsnæðismálin, lífeyris- sjóðina, lánastofnanir, menn- ingarstofnanir, kirkjuna og margvíslegt samstarf sem auðgar mannlífið og gefur því gildi. Við framsóknarmenn viljum standa vörð um velferðarkerf- ið. Við viljum standa fyrir nýrri sókn í atvinnumálum. Þetta viljum við gera til að skapa traustari grundvöll og styrkja meginstoðir samfélags- ins. Ég hef í þessari ræðu gert grein fyrir hvar ég tel áherslur í íslensku þjóðlífi liggi og hvernig nálgast á helstu úr- lausnarefni samfélagsins. Á þessum grunni og 29 ára þátt- töku í starfi Framsóknarflokks- ins mun ég á sunnudag óska eftir stuðningi ykkar til for- mennsku í flokknum. Ef ég fæ þennan stuðning sem til þarf kemur í minn hlut að leiða flokkinn í næstu kosningum, kosningum sem skipta sköp- um um hvort landsmenn ganga með reisn til móts við nýja öld. Okkur er öllum ljóst að við fáum engu áorkað, nema fólk- ið í landinu treysti okkur og trúi því að áhrif Framsóknar- flokksins verbi til heilla fyrir framtíb íslands. Flokkurinn hefur hingað til notið mikils trausts í íslensku þjóðlífi og sér þess víða stað. Við munum enn sem áður leita eftir því að byggja slíkt traust á staðfestu, raunsæi og hógværð. Framfarir byggjast ekki á lof- orbaglamri og gífuryrbum í garb annarra. Þeim sem vilja vakna ogskilja vaxa þúsund ráð. Segir í íslandsljóbi Einars Benediktssonar skálds. Enginn þarf að velkjast í vafa um að við höfum vilja til að taka á. Úrræði þau og lausnir sem mótaðar verða á þessu flokksþingi verða lögð í dóm þjóðarinnar á vordögum. Það er okkar hlutverk allra sem hér erum að sjá til þess að bob- skapur okkar hljómi í öllum byggbum landsins. Við munum leggja mál okk- ar í dóm þjóðarinnar og þann dóm þurfum við ekki að óttast. Ingibjörg Pálmadóttir alþingismabur hvetur konur til hertrar sóknar í stjórnmálum: Verðumjafn- margar körlum á þingi árið 2015 Ingibjörg Pálmadóttir alþingis- mabur telur miklar líkur á að konur verði kjörnar í tvær af þeim stöbum sem kosið verður um á flokksþingi Framsóknar- flokksins um helgina. Það yrði í fyrsta skipti í sögu flokksins sem það gerbist. Umræða um veg kvenna í stjórnmálum hefur verið hávær undanfárib. Ýmsir hafa talað um bakslag í þeim efnum og sagt greinilegt að konur eigi erf- itt uppdráttar í hinum hefð- bundnu stjórnmálaflokkum. Tíminn átti vibtal við Ingi- björgu Pálmadóttur alþingis- mann af þessu tilefni en hún leiðir lista Framsóknarflokksins á Vesturlandi fyrir komandi kosningar. Eiga konur erfiðara uppdrátt- ar í stjómmálum en karlar? „Það er ekki löng hefð fyrir því í heföbundnum stjórnmála- flokkum að konur séu þar jafn- margar og karlar. Út af fyrir sig er ekki óeðlilegt að það taki eina kynslóð að ná því tak- marki. Því ber þó ekki að neita að karlahefð er ríkjandi í öllum flokkunum nema Kvennalist- anum. Karlarnir hafa skapað vissar reglur sín á milli sem eru ekki endilega þær reglur sem við, konurnar, viljum halda í. Við hugsum flestar öðruvísi en karlar og viljum haga málum á annan hátt en gamla karlahefð- in býbur.. Heföirnar breytast hins vegar ekki fyrr en við verð- um jafn margar og karlar á þingi, sem ég á von á að verði árið 2015." Ertu sammála því að úrslit prófkjöra að undanfómu sýni að konur í stjórnmálum eigi núna venju fremur undir högg að scekja? „Mér finnst mjög slæmt ef konur líta svo á í hvert skipti sem þeim er hafnað að það sé ................. . [ «4» "*¦» ' : ÍM .«¦' Ingibjörg Pálmadóttir, alþingis- mabur: Finnst ómaklega vegib ab stjórnmálamönnum, bæbi konum og körlum. vegna þess að þær séu konur. Við verðum að muna að fjölda karlmanna er líka hafnað í öll- um prófkjörum, það er alls ekki bundið við konur. Við göng- umst undir vissar leikreglur og verðum að fara eftir þeim, en hvort prófkjör eru konum erfið- ari en körlum kann ég ekki skil á." Hvað með hið tvöfalda vinnu- álag kvenna, getur verið að það dragi úr þátttöku þeirra í stjóm- málum? „Við verðum að hætta aö hugsa svona ef við ætlum að taka þátt í stjórnmálum. Þetta er svo tímafrekt. Kröfurnar inni á heimilunum breytast ekki og við verðum einfaldlega að vib- urkenna þab og fá hjálp með börnin og heimilisstörfin ef þess þarf. Það má heldur ekki gleymast að feðurnir hafa auð- vitað sömu skyldur og við kon- urnar, og vib eigum ekkert ab vorkenna þeim ab axla þá ábyrgð." 800 milljarba Trident kjarnorkukafbátur Breta meö sprengikraft 640 Hírósíma-sprengja um borö: Greenpeace lokaöi útsiglingarleioinni Mótmælafóik Greenpeace um borð í skipinu Solo stöbvaði í gær Trident kjarnorkukafbátinn Vanguard, sem ber 96 kjarna- odda samanborib yið „aðeins" 32 í Polariskafbátunum. Komið var fyrir neðansjávar hindrunum vib Faslane-flotastöbina norbvestur af Glasgow, sökkt var fjölda tunna fylltum steinsteypu en út úr þeim standa stálfleinar í ýms- um Iengdum sem gera siglingu skipsins út á úthafib ómögulega. „Vanguard getur flutt sern svar- ar 640 Hírósíma-sprengjum og get- ur valib sér skotmörk næstum því hvar í heiminum sem er", sögbu Grænfribungar í gær. Fram kom að Moskva er ekki eitt af skotmörkun- um í tölvum skipsins. „Þetta er andstyggileg stigmögn- un á auknum kjarnorkustyrk Breta abeins tveim mánuöum áður en Sameinuðu þjóðirnar hyggjast ræða kjarnorkuafvopnun og út- breiðslu kjarnorkuvopna", sagði Ja- net Convery um borð í skipi Græn- friöunga, Solo, í gærdag. Smíbi Trident-kafbátanna hefur kostab breska skattborgara skild- inginn, þeir verða fjórir talsihs og kosta 30 milljarða punda eða um 3.200 milljarða íslenskra króna, — þrítugföld f járlög íslenska ríkisins.B Hvað finnst þér um þá um- rœðu að Framsóknarflokkurinn sé að verða flokkur miðaldra karla? „Mér finnst oft mjög ómak- lega vegið.að fólki í stjórnmál- um, bæði konum og körlum. Mér finnst til dæmis ómaklegt að talað sé á niðurlægjandi hátt um fólk af því að það er komið á miðjan aldur. Það hlýtur að vera. nauðsynlegt í öllum stjórnmálaflokkum að þar starfi bæði kynin og fólk á ólíkum aldri. Það er mikilvægt að kyn- slóðirnar vinni saman og auki þannig skilning sín á milli." Flokksþingi Framsóknarflokks- ins verður fram haldið um helg- ina. Telurðu að konur eigi mögu- leika á að ná kjöri í einhver þau embætti sem þar verður kosið um? „Þótt ég persónulega sækist ekki eftir kjöri tel ég að konur eigi mjög mikla möguleika í kosningum til æðstu stjórnar flokksins. Það sem er kannski ánægjulegast er að það eru ör- ugglega margar konur sem eru tilbúnar til ab gefa kost á sér og mjög hæfar til þess. Mér finnst t.d. sjálfsagt að Valgerður Sverr- isdóttir gefi kost á sér í ein- hverja af þeim stöðum sem kos- ið er um. í dag eru allar æðstu stöðurnar skipaðar körlum en ég sé fyrir mér að í fyrsta skipti í sögu flokksins verði a.m.k. tvær af þessum stöðum skipað- ar konum. Ég vona það að minnsta kosti." ¦ Utanríkisráoherra: Lystug mús, su íslenska Gro Harlem Brundtland, krati og samherji Jóns Bald- vins Hannibalssonar utanrík- isrábherra, sér rautt þegar litla íslands er getib. Þaö var haft eftir henni ab rödd ís- lands á Evrópuvettvangi væri nánast eins og músartíst. Jón Baldvin svarabi þessu að bragöi: „Ja, það er þá lystug mús, húh er búin að éta meira en fimmtíu þúsund tonn af þorski úr Barentshafi, eftir því sem Grd segir sjálf". ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.