Tíminn - 26.11.1994, Blaðsíða 17

Tíminn - 26.11.1994, Blaðsíða 17
Laugardagur 26. nóvember 1994 17 Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldis- menntað starfsfólk í störf í neðangreinda leikskóla: Arnarborg v/Maríubakka, s. 73090 Funaborg v/Funafold, s. 879160 Holtaborg v/Sólheima, s. 31440 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 1 7, sími 27277 Leikskólar Reykjavíkurborgar Stu&ningsstarf Leikskólakennari, proskaþjálfi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun óskast í stuðningsstarf í leikskólann Árborg v/Hlabbæ Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 874150. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 1 7, sími 27277 FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Fræbslunefnd Félagsmálaráöu- neytisins og Starfsmannafélag ríkisstofnana auglýsa: Starfsnám fyrir uppeldis- og mebferbarfulltrúa og starfs- fólk í líkum störfum Á tímabilinu 2. jan. 1995 til 7. apr. 1995 mun Fræðslu- nefnd Félagsmálaráðuneytisins í samstarfi við Starfsmanna- félag ríkisstofnana gangast fyrir starfsnámi (grunnnám) fyr- ir uppeldis- og meðferðarfulltrúa og starfsfólk í líkum störf- um. Námið er samtals 160 kennslustundir, sem dreifist á átta vikur. Kennt er frá kl. 8.45 til kl. 12.30 þá daga sem námið er. Kennt verður í húsnæði BSRB að Grettisgötu 89, Reykjavík. Umsóknareyðublöö er hægt að fá í Félagsmálaráðuneytinu og hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana. Umsóknum ber að skila til Félagsmálaráðuneytisins fyrir kl. 16.00, þann 7. desember 1994, merktum: Félagsmálaráðuneytið b.t. Margrétar Margeirsdóttur Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu 150 Reykjavík Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 609100 (Félags- málaráðuneytið) og 629644 (Starfsmannafélag ríkisstofn- ana). BELTIN BJARGA FERÐAR RÁÐ rf&/fc/&£'A'0S*'/C/& me>ð KAQfiiw SAMA UPPSKRIFT. Sólskinskaka: 3egg 2 dl sykur 50 gr smjör, brætt 1 dl mjólk Rifib hýði af 1 sítrónu 3 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft Skraut: ca. 50 gr möndltir Muffins: Skraut: eplabitar. Bakab við 200° í ca. 15 mín. Egg og sykur þeytt vel saman. Smjörið brætt og mjólkinni og sítrónuhýðinu bætt út í eggja- hræruna. Hveiti og lyftidufti blandað varlega saman við og deigið sett í vel smurt form (ca. 24 sm). Möndlum stráð yfir. Ef við bökum „muffins" úr deiginu, er það sett í ca. 25 muffinsform og eplabiti settur ofan á, í hvert form. rcfWKýOr I tartawttur » Hangikjötsjafningur (í ca. 10 tartalettur): 35 gr smjör 11/2 msk. hveiti Ca. 3 dl mjólk Grænmetissoð Hangikjöt í litlum bitum Gulrætur og grænar baunir Jafningur bakaður upp úr smjöri, hveiti, mjólk og græn- metissoði. Sósan soðin í nokkrar mínútur, bragðbætt með salti og smávegis sykri. Þá er hangikjötsbitunum ásamt gulrótum og grænum baunum bætt út í jafninginn. Sett í tartalettuformin, sem áður hafa verið sett í heitan ofn og hituð. Borið fram heitt. Sveppafylling 200 gr sveppir 2 msk. smjör 2 msk. hveiti 4 dl kjötsoð (súputeningar) Mjólk Jafningur búinn til eins og að ofan. Sveppirnir hreinsaðir, skornir í sneiðar, látnir krauma í smjöri, salti og pipar stráð yfir. Sett út í jafninginn og soðið í ca. 10-15 mín. Sett í tartalettuformin. Borið fram heitt. Saáú 1 salathöfub 3 kiwiávextir 1 stór klasi blá vínber Þvoið salatið og vínberin vel. Skerið salatið í mjóar ræmur og skerið vínberin til helm- inga og takið steinana burt. Skrælið kiwiávextina og skerið þá í jafnar sneiðar. Raðið öllu fallega í skál. Gott með steikt- um kjúklingum og fiski. AtKW'ígK, appe>fókM ' 'l 1/2 dl hveiti 1 1/2 tsk lyftiduft 160 gr sykur (1 3/4 dl) 4 matskeiðar maís eða vínberjaolía 2 eggjarauður 3/4 dl appelsínusafi + rif- ið hýði af 1 appelsínu 3 eggjahvítur Sykurinn, eggjarauðurnar og olían þeytt saman. Appelsínu- safanum og hýðinu bætt út í. Hveitinu hrært út í. Síðast er stífþeyttum eggjahvítunum blandað saman vib deigið. Deigið sett í vel smurt form (ca. 22 sm). Kakan bökuð við Barnagaman Anna litla stóð við stofugluggann og horfði á þrumuveðrið úti: „Mamma, mamma, Guð er að taka myndir." Svenni litli er alltaf svo hræddur við tannlækninn. Þegar hann er kominn í stólinn hjá honum, segir hann með grát- stafinn í kverkunum: „Heyrðu annars, er þér ekki sama þó þú bara klippir mig í stabinn?" „Mamma, hvar er tyggjóiö mitt?" „Ég fleygði því." „Ertu eitthvað verri? Eg sem fékk þab lánað!" „Viltu ekki meiri ís?" spurði mamman í barnaafmælinu. „Ja, mamma sagði að ég ætti að segja nei takk, ef mér væri boðið meira. En ég vissi ekki að skammturinn væri svona lítill." 175° í 40-45 mín. Látin kólna aðeins í forminu áður en henni er hvolft úr því. Flór- sykri og appelsínusafa hrært saman og smurt yfir kökuna. Appelsínuhýðisraspi stráð yfir. Nota má sítrónusafa og hýði í staðinn fyrir appelsínu, ef vill. /CarrúgiHd 4 marineruð síldarflök 1 epli Lítil dós ananas 1 dl majones Karrýduft Síldin er skorin í bita. Eplið skrælt og skorið í smábita. An- anasinn er líka skorinn í smá- bita. Majonesið er hrært með ananassafa og bragðbætt með karrý eftir smekk. Öllu bland- að saman, sett í skál og l^tið standa í kæli þar til borið fram. C$J Wt: Ef kerti eru of stór fyrir kertastjakana, er best ab setja þau f heitt vatn. Vib það verður aubveldara ab festa þau f stjökunum. fg Blettum á skeiðum og göfflum eftir egg má venju- lega ná af með salti. fg Hreinsa má óhrein spil með því að nudda þati meb mjúkum klút, vættum í kamfóru. w. Vörn gegn móðu á gleraugunum er að nudda þau bábúm megín meö sápu og þurrka þau svo með heitum, þurrum klút. f5 Það verður auðveldara að þeyta rjóma, ef við setj- úm örlftinh: sykur saman við (t.d. 1 tsk. Í1/2I). fc Næionbursta á að þvo úr köldu vatni, blöndubu salmíaki. ^B Mysuostur gerir sósuna sérlega Ijúífenga. CSJ fg Kaffib heldur sér lengur ilmandt, ef dóstn er geymd í ísskápnum. .......-i'. . •. -w.:- -:¦'.' 5 íí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.