Tíminn - 26.11.1994, Qupperneq 18

Tíminn - 26.11.1994, Qupperneq 18
18 Laugardagur 26. nóvember 1994 Lúbvík Jósepsson fyrrverandi ráöherra Fæddur 16. júní 1914 Dáinn 18. nóvember 1994 Með Lúbvík Jósepssyni er geng- inn einn fremsti foringi íslenskra stjórnmála á þessari öld. Lúðvík naut mikillar virðingar, jafnt andstæðinga sinna og samherja. Lífsskoöun hans mótaöist af sam- úð meö íslensku verkafólki og bágum kjörum þess fyrr á öldinni og var hann óþreytandi í barátt- unni fyrir bættum kjörum þess. Hann hafði mikla trú á sam- takamætti almennings og vildi byggja upp öflug fyrirtæki í eigu fólksins. Hann sá snemma að möguleikar okkar íslendinga eru mestir í sjávarútvegi og var einn helsti hvatamaður þess að öflug- ur sjávarútvegur var byggður upp í Neskaupstað. Síöar varö Lúðvík alþingismaður og ráðherra sjávar- útvegsmála og beitti sér fyrir ýmsum framfaramálum í fisk- veiöum og fiskvinnslu. Hann tók virkan þátt í barátt- unni fyrir útfærslu landhelginnar og veröur lengi minnst sem ein- dregins baráttumanns í því máli. Leiðir okkar Lúövíks lágu sam- an í stjórnmálabaráttunni í Aust- urlandskjördæmi og á ég góðar minningar frá samskiptum okkar. Lúðvík var ljúfur í viðmóti, af- ar mælskur og talaði af miklum sannfæringarkrafti. Þótt okkur hafi síundum þótt hugurinn bera hann heldur langt fram á veg, var ekki annað hægt en að dást aö málflutningi hans og meitl- uöu tungutaki. Viö í Framsóknarflokknum átt- um langt og gott samstarf viö Lúðvík í áratugi og vil ég fyrir hönd flokksins þakka það. Undir forystu hans áttu Al- þýðubandalag og Framsóknar- flokkur farsælt samstarf í ýmsum málum og ber þar hæst landhelg- ismál og uppbygging sjávarút- vegs eftir 1970. Bæði þessi mál skiptu miklu um velmegun og framtíð þjóðarinnar og átti Lúö- vík ríkan þátt í farsælli lausn þessara mála. Ég votta Fjólu konu hans sam- úö mína og bið þess ab góður Guð styrki hana í sárum missi. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksirts Með Lúðvík Jósepssyni er horf- inn af sjónarsviðinu einn þekkt- asti stjórnmálamaöur íslendinga á þessari öld. Nafn hans var á hvers manns vörum hérlendis um áratuga skeiö og á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar brá því oftar fyrir í erlendum fréttaskeyt- um en flestra annarra íslendinga. Þaö, sem lengi mun halda nafni Lúbvíks á lofti í íslandssög- unni, er hlutur háns í útfærslu ís- lenskrar landhelgi og fiskveiði- lögsögu, fyrst í 12 mílur 1958 og síðan í 50 mílur 1972. Aldrei veröur úr því skorib hver fram- vinda þessa máls heföi orðið án atfylgis Lúðvíks sem sjávarútvegs- ráðherra. Svo mikiö er víst að með honum var ráðherrasætið skipað réttum manni til að halda á íslenskum málstað. Hlutur flokks hans, Alþýðubandalagsins, var líka stór, þótt fleiri kæmu að málinu. Aðrir stjórnmálaflokkar áttu hins vegar erfiöara meö að beita sér af sömu hörku vegna pólitískra tengsla við andstæö- inga útfærslunnar, m.a. innan NATO. Lúðvík liföi það ab Hafréttar- samningur Sameinuðu þjóðanna tók formlega gildi. Þeim viöburöi var fagnab á hátíöarfundi á Ja- maíka aöeins tveimur dögum fyr- ir andlát hans. Fáir íslendingar lögðu í reynd meira til aödrag- anda samningsins en Lúðvík, sem var fulltrúi á Genfar-ráð- stefnunni um réttarreglur á haf- t MINNING inu 1958 og 1960 og síðan sam- fleytt árin 1975-1982. I nær hálfa öld var Lúðvík í for- ystusveit sósíalista og sat á Al- þingi samfellt í 37 ár. Hann sótti stöðugt á og bætti við sig reynslu og þekkingu. Ábur en hann lauk þingferli sínum naut hann al- mennrar viöurkenningar og virð- ingar samherja jafnt sem and- stæðinga. Síðustu árin á Alþingi urbu eftirminnileg. Hann fékk í ágúst 1978 umboð forseta íslands til að reyna myndun ríkisstjórnar og varð fyrstur sósíalista á lýð- veldistímanum til aö öðlast þann trúnað. í raun lagði hann sem formaður Alþýðubandalagsins grunninn að ráðuneyti Ólafs Jó- hannessonar, sem tók við 1. sept- ember 1978. Hann hafði þá náð því ab verða fyrsti þingmaður Austurlands eftir mikinn sigur Al- þýöubandalagsins í kjördæminu og á landinu öllu í alþingiskosn- ingum það vor. Ymsum þótti einkennilegt ab Lúðvík skyldi hætta þing- mennsku haustið 1979. Svo mik- ið er víst að þar átti hann sjálf- dæmi. Fyrir utan pólitískt mat held ég að mestu hafi ráöið það álag sem því fylgir að sinna svo víðfeömu kjördæmi, ekki síst vaxandi kvöð á þingmenn um feröalög á þingtíma. Lúövík var 65 ára er hann hætti þingmennsku og hélt lengst af góðri heilsu sem og fullri reisn til æviloka. Eftir að hann afsalaði sér formennsku í Alþýðubandalaginu á landsfundi 1980 hafði hann ekki mikil bein afskipti af málefnum flokksins, en rækti af samviskusemi og áhuga þau trúnaðarstörf sem honum voru falin. Hann átti eftir þetta lengi setu í miðstjórn og var fulltrúi Alþýðubandalagsins í bankaráði Landsbankans til dauöadags. Ætíö var Lúðvík til viðtals ef eftir var leitaö, áhuga- samur og með á nótunum í hví- vetna. Sá, sem þetta ritar, hefur margs ab minnast úr samstarfi og sam- fylgd með Lúðvík Jósepssyni. Sumt af því hefur verið fest á blaö í afmælisgreinum, en annað bíður betri tíma. Meginviðhorf okkar fóru um margt saman, en sjónarhorn voru um sumt harla ólík. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir ágætt samstarf, sem ég man ekki eftir að skugga bæri á. Heimabyggð Lúðvíks Jóseps- sonar, Neskaupstaður, á honum margt ab þakka og Norbfirðingar drógu ekki af sér stuðning við hann á löngum ferli. Sósíalistar og annaö vinstra fólk á Austur- landi átti í honum haldreipi sem dugði vel. Fyrir það hljótum við ab þakka að leiðarlokum um leib og við sendum Fjólu, Steinari og öörum nákomnum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hjörleifiir Guttonnsson Lúbvík var allt annarrar geröar en þeir merkisberar kommúnismans á þriöja og fjórða áratugnum, sem mest létu ab sér kveða. Orða- flaumur draumóraglópsins lék honum ekki á tungu. Umvandan- ir umboösmanns rétttrúnaðarins féllu fyrir ofan garö og neðan fyr- ir austan. Sjálfsupphafin hégóma- dýrö hálfmenntamanna sem boðubu fagnaöarerindið á kaffi- $tofum aubnuleysisins, svokall- aðra „stofukomma", var honum eitur í beinurh. Samt var hann einn af þeim. En kommúnismi Lúðvíks fyrir austan var svipaörar ættar og sós- íaldemókratí Hannibals fyrir vest- an. Þeir læröu ekki réttlætis- kenndina af bók, heldur fundu þeir til með bræðrum sínum og systrum og vildu vinna sínu fólki það sem þeir máttu. Lúðvík var í bernsku einlægur kommúnisti, sem trúði á framtíöarríkið eins og það var útlistað af mærð Einars og sigldum beturvitringshætti höfuöskáldsins, sem laug gerska ævintýrinu að hans kynslóð. Einhvern veginn hef ég á til- finningunni ab útgerbarforstjór- inn ab austan hafi snemma fund- iö út að „rekstrargrundvöllur" þess pólitíska samyrkjubús, sem hér var rekiö í umboði Stalíns, hafi verið óbeysinn. En látið kyrrt liggja. Kannski af misskild- um trúnaði viö æskuhugsjónina — en líklegar þó af meðfæddri þrjósku útkjálkamannsins. Hafi hann skynjað á undan hinum „að veröldin hafði hann vonds- lega blekkt", nennti hann ekki ab gera veður út af því, heldur þagöi þunnu hljóbi með glott á vör. Ætli honum hafi ekki fundist að hann ætti nóg með Neskaupstaö og „rekstrargrundvöll" sjávarút- vegsins, sem einatt var tæpur? Kannski hann hafi ekki viljað „- missa glæpinn"; viljað vera harðsvíraður og forhertur? Það er alltjent afstaða sem skírskotar gjarnan til þeirra sem verða að bjarga sér sjálfir, af eigin ramm- leik. Auðvitað fannst okkur, hinum yngri mönnum, sem kynntumst honum lítillega seinna á lífsleið- inni, að þessi þögla líkfylgd rang- hugmyndanna sæti um hann og stæði honum fyrir þrifum. Hann var umlukinn þögn, sem auðvelt var að misskilja sem þótta. En það var ekki þannig. Hann bar annarra byröar og vildi ekki telja þab eftir sér. Sumir misskildu þetta og héldu að hann vildi losna undir oki lyg- innar. Það var lengi hald Hanni- bals, en einkum þó vopnabróöur hans, Björns Jónssonar, forseta ASÍ. Þeir fundu að meintur kommúnismi Lúðvíks var annarr- ar gerðar en hinna. Þeir héldu jafnvel að hann væri sósíalde- mókrat eins og þeir — enda upp- runninn úr sama jarðvegi og þeir. Þessi misskilningur átti mikinn þátt í stofnun kosningabandalags Hannibals og Lúövíks, sem kallað var Alþýðubandalag. Það tók þá rúman áratug að komast að hinu sanna — og leiörétta misskilning- inn. Annars var margt líkt meb Hannibal og Lúövík, þrátt fyrir aldursmun upp á rúman áratug. Báðir voru þeir útkjálkamenn, sem ólust upp við kröpp kjör sem meitluöu hug og stæltu kjark. Báðir áttu þeir eftir að sækja að höfuðborginni, annar að vestan, hinn ab austan, og sitja í ríkis- stjórnum saman. Samt voru þeir gjörólíkir menn. Stundum fannst mér eins og Lúðvík væri aust- firska útgáfan af Hannibal. Báðir fetubu þeir sömu slóð að mark- inu, en völdu gerólíkar leiðir. Vestfirðingar nota tungumálið til að tjá sig með því; segja hug sinn allan — og eru einatt misskildir. Hannibal var erki-Vestfirðingur, tilfinningaríkur og örgeðja. Og kaus fremur stríð en frið, ætti hann tveggja kosta völ. Og hirti aldrei um aö líta um öxl til aö sjá, hvort nokkur fylgdi honum að málum. Lét skeika aö sköp- uðu. Lúbvík var allt annarrar gerðar, þótt honum gengi hiö sama til: að rétta hlut síns fólks. Hann notaöi tungumálið einatt til aö leyna hugsun sinni; tefldi aldrei á tvær hættur og trúbi á skipulagið umfram garpskapinn. Hannibal var sjarmör, sem hreif fólk meö sér. Lúðvík var vinnuhestur, sem vann fólk til fylgilags með hægð- inni. Báöir voru pólitíkusar af guðs náö. Þeir áunnu sér virö- ingu andstæðinganna, sem komust snemma ab því full- keyptu að viö menn væri að eiga. Kynni mín af Lúðvík uröu aldrei náin, þótt maðurinn væri mér hugleikinn. Ég sá út undan mér þegar Hannibal, Finnbogi Rútur og Björn Jónsson lögöu á ráðin með Éúðvík um stofnun Al- þýðubandalagsins í stofu móbur minnar árið 1956. Sumarið 1958, þegar Lúðvík færði út landhelg- ina í 12 mílur, gerðist ég forhlera- maður á flaggskipi sjávarútvegs- rábherrans, Gerpi. Og þótti hálft í hvoru gaman að, hver völlur var á stórútgerð þeirra Neskaup- staðarkomma, Lúðvíks, Bjarna og Jóhannesar. Seinna, þegar ég var snúinn heim frá námi 1964 og haföi fengið vikublaðið Frjálsa þjóð til afnota til að krefjast afdráttar- lauss uppgjörs við líkfylgd Einars og Brynjólfs, rakst ég fljótt á þögnina sem umlukti Austfjarða- gobann. Hann taldi gaffaíbita- sölu til Sovéts skipta Austfirðinga meira máli en að bera sannleik- anum vitni um sovétfasismann. Seinna kynntist ég honum sem andstæðingi á árunum 1968-70, þegar stríöið stóð um inngöngu okkar í EFTA. Bjöm Jónsson sétti mig í nefnd, sem tilnefnd var af þingflokkunum, til að móta stefnu í því máli. Þar kynntist ég mönnum eins og Pétri Benedikts- syni, Magnúsi frá Mel og Lúðvík Jósepssyni, að ógleymdum Gylfa, sem ruddi okkur brautina til inn- göngu í EFTA. Ég haföi lúmskt gaman af aö fylgjast meb vinnubrögöum Lúb- víks í því máli. Hann treysti sér vel, var töluglöggur, fróöur og fundvís á veilur í málflutningi andstæðinga. Fylginn sér á fund- um, ófyrirleitinn í málflutningi, en þröngsýnn. Enn voru það leif- arnar af hinni heimanfengnu hugmyndafræði, sem stóðu hon- um fyrir þrifum. Því að Lúbvík hefði orðið fyrsta flokks lögfræð- ingur og hinn frambærilegasti hagfræðingur, hefði hann getað hrist af sér „hlekki hugarfarsins", sem lagðir voru á hann í æsku. En hann treysti sér ekki til að beita sér fyrir úrsögn úr EFTA, eftir að hann var sestur í stól Gylfa í viðskiptaráðuneytinu 1971. Þvert á móti. Þrátt fyrir harða andstöðu innan Alþýðu- bandalagsins, bar hann ábyrgð á gerö fríverslunarsamnings við Evrópubandalagib 1972 — svo- kallaðri bókun sex. Það þóttu innsiglisvörðum rétttrúnaðarins firn mikil aö Lúðvík skyldi dirfast að semja við „auðvaldsófreskj- una", þótt ekki væri nema um tollalækkanir á fiski. Samning- arnir heföu að vísu aldrei fengist nema af því að Gylfa tókst að koma okkur í EFTA, þrátt fyrir öll landráðabrigslin. Þótt lærður væri um „rekstrar- grundvöll" sjávarútvegsins, skorti Lúbvík víðsýni til aö ná áttum í þessu veigamikla máli. Uppvakn- ingar fortíöarinnar byrgðu hon- um sýn til framtíbar. Það var á þessum árum sem ég fann upp hugtakið „grútarbræðsluhag- fræði" um boðskap Lúðvíks. Þessi hagfræði snerist um að reikna arð af skuttogurum og loðnubræðsl- um, sem þjóðlegum atvinnuveg- um. Aðrir atvinnuvegir en sjávar- útvegur og landbúnaður voru úr- skurðaðir óþjóðlegir — stundum „sníkjudýr á þjóbarlíkamanum". Galdurinn var sá að millifæra fjármuni frá óverðugum til verð- ugra, eins og t.d. þegar afli brást eöa skuldasöfnun sjávarútvegsins keyrði úr hófi. Aðferðin var geng- isfelling. Afleiöingin varð óða- veröbólga. Lærisveinar Lúðvíks, ráðherragengi Alþýðubandalags- ins í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens, leiddu þessa „grút- arbræösluhagfræði" til rökréttrar niðurstöðu með því ab koma veröbólgunni upp í 130%. Þeir, sem voru fyrirfram dæmdir til að tapa hverri orrustu í þessari von- lausu baráttu viö vindmyllurnar, voru launþegar. Samt hét það svo aö allt væri þetta gert í þeirra nafni og í þeirra þágu. Þjóbin er fyrst núna rétt ab byrja að jafna sig eftir þessar hremmingar. Hagfræðileg hugsun var stimpl- ub landsbyggðarfjandsamleg og þar með óþjóðleg. Þessi grútar- bræðsluhagfræði þótti líka góð hjá SÍS og reið því risafyrirtæki loks að fullu við lok Framsóknar- áratugarins. En það má Lúðvík eiga og þess skal minnst að hann var langtum snjallari málflytj- andi þessarar fræðikenningar en nokkur þeirra, sem á eftir komu og enn klappa sama steininn. Þab var að fenginni þessari reynslu sem ég lagði hart að þeim Hannibal og Birni ab láta vera að mynda svokallaða vinstristjórn árið 1971, eftir kosningasigur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Ég lagöi til að þeir fóst- bræður veittu Ólafi Jóhannessyni hlutleysi til að mynda minni- hlutastjórn, meðan þeir sneru sér að því með oddi og egg að sam- eina jafnabarmenn ásamt þeim Gylfa og Benedikt, eins og þeir höfbu verið kosnir til. Því miður átti ég ekki nóg undir mér í þann tíð til að afstýra þessu slysi. Og fór sem fór. Sagan af þríeykinu, þeim Lúð- vík, Bjarna og Jóhannesi í Nes- kaupstað, er engu að síður kapít- uli út af fyrir sig í stjórnmálasög- unni. Sú var tíö að jafnaðarmenn réöu lögum og lofum í Neskaup- stað undir forystu gáfumannsins Jónasar Guðmundssonar, sem seinna var kenndur við píramída. Þeir fóstbræður Lúðvík, Bjarni og Jóhannes voru rétt á þrítugsaldri, þegar þeir byrjuðu kerfisbundið að grafa undan Jónasi og ryðja brauíina fyrir hina kommúnísku byltingu, a.m.k. á Neskaupstað. Þeir skiptu snemma með sér verkum. Lúövík átti að sjá um pólitíkina, Bjarni um bæjarmálin og Jóhannes um útgerðina. Því- líkir byltingarseggir þurftu að sjálfsögðu að gefa út blaö undir boðskapinn. Þar sem þeir höföu engin efni á prentsmiðjuvinnu og þaðan af síöur var til fjölritari, hömruðu þeir boðskapinn á rit- vél og notuðu kalkipappír til aö fá út fjórrit; og svo aftur og aftur, þar til nauösynlegu upplagi var náð. Svona vinna bara „frelsaðir" menn. Og þar sem þeir vissu að þeir höfðu ekki roð við Jónasi á mannfundum, var fundið ráð viö því. Þeir leigðu sér kjallaraher- bergi meb speglum þar sem þeir sátu á síðkvöldum og „gestikúler- uöu" framan í spegilinn til þess að æfa tilþrifamikinn stíl í ræöu- stól. Löngu seinna, þegar Lúðvík tók ofan gleraugun og hvessti augun framan í fundarmenn, kom mér í hug sagan af hinum unga Demosþenes í Neskaupstað. Spegill, spegill herm þú mér ... Eitt hljótum við aö viðurkenna að leiðarlokum: Það er ólíku sam- an aö jafna hversu betur rættist úr barnasjúkdómi kommúnism- ans hjá þeim félögum Lúbvík, Bjarna og Jóhannesi en þeim Plekhanov, Lenín og Stalín, sem meira þóttu þó eiga undir sér. Að vísu hefur meirihlutinn í Nes- kaupstab aðeins staöist í hálfa

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.