Tíminn - 29.11.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.11.1994, Blaðsíða 4
4 VKmtom Þri&judagur 29. nóvember 1994 |PÍ1®É1®1E STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Stefnumótun og ný forusta fram- sóknarmanna Flokksþingi Framsóknarflokksins lauk síðastliðinn sunnudag með því að kosin var ný forusta fyrir flokknum. Þetta er mesta endurnýjun sem verið hefur í æðstu stjórn hans um árabil, og enginn í stjórninni gegnir nú sama embætti og eftir síðasta flokksþing fyrir tveimur árum. Athygli vekur að al- gjör eining var um þessar kosningar á þinginu. Stjórn Framsóknarflokksins er ekki skipuð ný- græðingum í flokksstarfinu. Það fólk, sem þar situr, hefur mikla reynslu af stjórnmálum bæði úr flokks- starfinu sem á öörum vettvangi. Konur hafa nú haslað sér völl í æðstu stjórn flokksins og er það í samræmi við þá þróun sem hef- ur verið undanfarin ár, en þátttaka kvenna í stjórn- málum hefur farið vaxandi með hverju árinu sem líður. Sérstaka athygli vekur yfirburðakosning Halldórs Ásgrímssonar sem formanns. Þetta er í fyrsta skipti sem nýr formaður er kosinn á flokksþingi, þótt sitj- andi formaður hafi sótt þangað endurnýjað umboð. Hið sterka og ótvíræða umboð flokksþingsins, sem þar að auki var það fjölmennasta sem haldið hefur verið, styrkir Halldór mjög á vettvangi stjórnmál- anna og eyðir öllum vangaveltum um klofning eða óeiningu innan raða flokksmanna. í ályktunum flokksþingsins eru tvö atriði sem skipta sköpum. Það eru lagðar til róttækar breyting- ar í ríkisstofnunum sem fjalla um atvinnumál, og aðgerðir til styrktar atvinnulífinu í landinu. Hins vegar er lögð til skuldbreyting heimilanna í landinu og að opinberum stofnunum verði beitt til þess að vinna að þeim málum. Lagt er til að sá hluti Hús- næöisstofnunar ríkisins, sem er helgaður þessu verkefni, verði styrktur. Með þessum tillögum er gripið á tveimur megin- þáttum sem úrskeiðis hafa farið síðustu árin. At- vinnulífið í landinu hefur ekki reynst þess megnugt að veita þjóðfélagsþegnunum atvinnu eða taka við nýju vinnuafli. Það er meðal annars vegna þess að nýsköpunin hefur brugðist og ný störf hafa ekki orðið til í stað þeirra sem hverfa vegna samdráttar í hefðbundnum atvinnugreinum. Forusta ríkisvalds- ins um aðgeröir og þau tæki, sem beitt er atvinnulíf- inu til stuðnings, hafa ekki verið nógu skilvirk og nauðsyn er að bæta þar úr. í öðru lagi er hagur fjölskyldnanna í landinu orð- inn með þeim hætti að undan skjótum aðgerðum verður ekki vikist. Hjá skuldbreytingum og leng- ingu lána verður ekki komist, því ljóst er að fólk ræður ekki við skuldbindingar sínar og ef slíkt ástand varir eru afleiðingarnar ófyrirsjáanlegar. Slíkt endar ekki nema á einn veg með upplausn. Með flokksþinginu liggur fyrir það veganesti sem Framsóknarflokkurinn hefur í stjórnmálabaráttu næstu mánaða. Fyrir hinni nýju forustu flokksins liggur að stýra kynningu á þessari stefnumörkun meðal þjóðarinnar. Það er skylda stjórnmálaflokka að leggja spilin á borðið. Fyrr en það hefur verið gert er varla hægt að ætlast til þess að almenningur geri upp hug sinn. Upphrópanir verða að hafa innihald. Guðmundur góbi nútímans Greinilegt er að helstu foringjar jafnaöarmanna og hins staðn- aða flokkakerfis önduöu léttar eftir stofnfund Þjóðvaka — hreyfingu fólks í kringum Jó- hönnu Sigurðardóttur, á sunnu- daginn. Allir áttu von á pólitísk- um stórtíðindum þar sem trompunum yrði spilað út. Garri var t.d. búinn að búa sig undir að sjá óspjallaðar pólitísk- ar jómfrúr með kynngimagnað- an boðskap stíga fram og skera upp herör gegn gamla flokka- kerfisdótinu sem situr fast í gamla pólitíska hjólfarinu. Skobanakannanir höfðu vissu- lega gefið til kynna ab þarna færi þab heyfiafl sem breytt gæti landslagi flokkakerfisins og lagt grunninn að nýju íslandi. En ekkert slíkt gerðist. Kunnug- leg andlit voru hins vegar á hverju strái, ágætis fólk sem ekki hafði náb brautargengi innan gömlu flokkanna þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta er ágætis fólk en ferskt er það ekki. Gamall „nýr díll" Málefnagrundvöllurinn virð- ist vera í nokkru samræmi vib þetta því helst var að heyra að hann samanstæbi af gömlum klisjum og slagorðum sem eru að verða merkingarlaus af of- notkun. Jóhanna sjálf flutti að- alræbu stofnfundarins og var greinilegt hver átrúnabargob hennar eru. Jóhanna byggði ræðu sína upp í mjög Jóns Baidvinískum stíl og gerði hvað hún gat til að tendra neista í áheyrendum sínum. Hún gekk meira aö segja svo langt ab vitna í Roosevelt Bandaríkjafor- seta um „New Deal" og talaði um ab nú yrði að gefa upp á nýtt. Enginn íslendingur hefur gjörnýtt þennan „new deal" frasa eins mikið og einmitt Jón Baldvin þegar hann kynnti fjár- lagafrumvarp sitt undir slagorð- inu „gefum upp á nýtt" þegar hann var fjármálaráðherra. GARRI Segja má að Jóhanna hafi þann- ig ekki einvörðungu gripið til vel þekktrar klisju, heldur hafi hún tekið traustataki þurr- undna tusku frá Jóni Baldvin. Frumlegheitin urðu ekki meiri þegar Jóhanna kom svo í viötal í sjónvarpinu og talabi um að hún ætlaði að vinda ofan af bruðlinu í ríkisrekstrinum meb því að takmarka feröa- og risnukostnað. Það er í sjálfu sér hið besta mál, en Garra er kunnugt um að fleirum en hon- um fannst málflutningurinn hljóma eins og hvert annað röfl í þjóðarsál Rásar 2 en ekki eins og yfirveguð stefnumib stjórn- málaafls sem ætlar að breyta ís- lenskum stjórnmálum. Hlaupastrákar og landshornalýður Ljóst er ab Jóhanna og aðrir þjóðvíkingar verða heldur betur að taka sig saman í andlitinu ef þetta nýja afl ætlar að standa undir væntingum. Enn er tími til stefnu, því Jóhanna hefur boðað ítarlegri stefnuútfærslu í janúar. Bæði Jón Baldvin og Ól- afur Ragnar voru kampakátir í fjölmiðlum eftir fund Þjóðvak- ans, vegna þess að þeir sáu að kannski er frambob Jóhönnu ekki eins ógnvekjandi og þeir voru hræddir um. Jóhanna minnir um margt á Guðmund góða sem safnabi um sig mikilli hjörð hlaupastráka og lands- hornalýðs og ferðaðist um land- ið á afturfótum tíðarandans. Guðmundur góði hafði hins vegar áhrifamenn í sínu liði því víst er að almættið var hans megin eins og svo berlega sann- aðist á svörtu krumlunni í bjarginu í Drangey og orðunum þjóðfrægu; „einhvers staðar verða vondir að vera". Vissulega hefur Jóhanna safnað um sig hjörð hlaupa- stráka og landshornalýðs, en óvíst er hins vegar meö öllu að almættib sé í hennar liði. Vib- brögð þeirra Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars, sem báðir hafa tekið gleði sína á ný eftir vígslu- athafnir Þjóðvakans á Hótel ís- landi, benda í það minnsta ekkki til þess að þeir hyggist biðjast vægðar á þeim forsend- um ab einhvers staðar verbi vondir að vera. Garri Fólin eiga Einhver hlálegasta hetja ís- landssögunnar er Þorgeir Háv- arsson. Hann var svo skapi far- inn að standast ekki þá freist- ingu ab skilja haus frá bol þegar hann kom að manni sem lá vel við höggi. Fyrir dáðir af þessu tagi varð Þorgeir frægur en mis- jafnlega dáðust menn af afrek- um hans og harðfylgi. Sú skemmtun að limlesta fólk eða drepa að tilefnislausu lagð- ist af um nokkurra alda skeib, að minnsta kosti er fátt um frá- sagnir af svoleiðis garpskap í heimildum. Nú, þegar liðinn er helming- ur tíunda tugar tuttugustu aldar og nær tíu öldum eftir dauða Þorgeirs er uppáhaldsíþrótt hans í hávegum höfb og er vin- sælt helgargaman að veitast að fólki með svipuðum vopnum og gamli garpurinn hafbi yfir að ráða og lemja það, skera og stinga með klubbum og egg- járnum. Arfleifðin Vart líöur svo helgi að ekki beri til tíðinda á þeim vígstöð- um sem ofbeldismenn velja sér til að veitast að ókunnu fólki með pústrum og hnífsstungum. Sumir eru teknir í bólinu og kallaðir út fyrir karldyr ab forn- um sið og jafnað um þá þar. Þegar heimamenn koma fram til ab athuga hvað sé á seyöi eru þeim veittir stórir höfuðáverkar og skilur þá milli lífs og dauða á hvaba höfubbeini klubban lendir. Um svona aðfarir má lesa jafnt í Fóstbræðrasögu og DV í gær og sýnir að taug menning- ararfleifðarinnar er svo sterk að leikinn hún nær auöveldlega yfir tíu alda haf. Aðalmunurinn á ribböldum fornaldar og nútímans er ab á Á víftavangi þjóöveldisöld lýstu menn vígi á hendur sér og stóbu fyrir máli sínu en voru réttdræpir óbóta- menn ella. Nú læðast þeir á brott og dyljast eins og melrakk- ar í grenjum og vilja ekkert kannast við ódáðir sínar. Eins og menn þekkja af frétt- um ber fólk sig misjafnlega að þegar það ræðst ab samborgur- unum upp úr þurru, oft á götum úti, í og vib skemmtanahús og á heimilum. Á sumum er trobiö, aðrir lamdir, margir stungnir og skornir og konum nauðgað. Það má Þorgeir Hávarsson eiga, að aldrei var hann vændur um síð- ast nefnda stórglæpinn, enda bendir flest til að þrátt fyrir allt hafi siðmenning verið öllu beysnari í hans tíð en nú. Berserkjavíma Illa gekk að drekka frá sér ráð og rænu meb mjaðarþambi. Áfengismagnið var svo lítið. Einstaka átu berserkjasvepp og urbu bandóðir og þóttu þá ekki í húsum hæfir eða nærri manna- byggö nema í hlekkjum. Allt um það í Eyrbyggju. Ófstopamenn nútímans eru oftar en ekki stútfullir af alkó- hóli eða hafa dælt í sig eiturefn- um, sem ræna þá rábi og rænu, dómgreind og öllum siðrænum viðhorfum til náungans. Sumir eru einfaldlega ill- menni sem ekki þurfa nein hjálparmeðul til að auðvelda glæpafýsninni að fá útrás. Sé einhver tilgangur með til- efnislausum ofbeldisárásum á fólk er hann öðrum en glæpa- mönnunum hulinn. Sjálfir geta þeir ekki útskýrt gerðir sínar sem unnar eru í fíkniefnavímu. Hvað sem öllum hugleiðing- um líður er það nöturleg stað- reynd að ofbeldisglæpum fjölg- ar óðfluga og eru borgararnir hvergi óhultir fyrir árásum sér óviðkomandi manna. Stundum er talað um fyrirbærið sem ein- hvers konar stórborgarbrag, sem er vafasamt, og afsakar ekki at- hæfi eins né neins. Undirrót tilefnislítilla glæpa- verka og ofbeldis gagnvart ná- unganum er skortur á siðmenn- ingu. Kurteisi og almennar um- gengnisreglur eru af skornum skammti í samfélagi sem er svo upptekið af afsiðunarpoppi, tombóluvinningum og bolta- leikjum ab öll mannleg gildi verða utanveltu í samskiptum manna á meðal. Þorgeir Hávarsson var betur siðaður mabur en barsmíða- garpar nútímans þótt hann réði illa við sig þegar svo vel bar í veiði ab einhver lá vel við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.